Vísir - 02.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 02.08.1940, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fyrirlitnir menn, J^ÝLEGA hefir verið birt skýrsla uin Finnlandssöfn- unina í velur. Ef rétt er munað nam upphæðin eitthvað 160— 170 þúsundum króna. Sennilega er þetta langmesta fjársöfnun, sem nokkurntíma liefir farið fram hér á landi í styrktarskyni. Þótt við séum flestum þjóðum fátækari, mun fjársöfnun til Finna óviða hafa verið hlut- fallslega meiri en hér á landi. Og þessi fjársöfnun var ekkert bundin við stað né stétt. Víða í fámennum sveitum út um land- ið var hlutfallslega meira lagt af mörkum en hér í höfuðstaðn- um. Samkomur voru haldnar víðsvegar um landið og allstað- ar var sama upp á teningnum: Menn gáfu fé og muni, af fús- um og frjálsum vilja. Örlög finsku þjóðarinnar runnu ís- lendingum til rifja. Við settum okkur í spor Finna. Þeir voru jafnaldrar okkar sem sjálfstæð þjóð. Þeir höfðu sýnt, að þeir kunnu með frelsi sitt að fara. Það var níðst á þeim af þeim, sem, meirimáttar voru. Finn- landssöfnunin var ekki annað en samúðarvottur smælingja, sem réttir öðrum smælingja hlýja hönd, þegar hann á bágt. En svo gerast einhver þau hryllilegustu tiðindi, sem nokk- urntíma liafa komið fyrir i ís- lensku þjóðlífi. Flokkur manna setur upp kuldaglott, hæðist að löndum sínum fyrir móðursýki og tilfinningadekur og segir að Finnum sé það ekki nema djöf- ulsins mátulegt, að Rússar mali þá undir sig. Sumir forsprakkar kommún- ista hafa ekki áttað sig á þvi enn til þessa dags, að þeir með framkomu sinni í Finnlands- málinu, gengu fram af öllum ærlegum mönnum á íslandi. Þeir láta sér ekki skiljast, að þeir með þessari framkomu sinni komu upp um sig í eitt skifti fyrir öll. Þeir sýndu ekki einungis það, sem áður var vit- að, að þjóðfélagshugmyndir þeirra eru aðrar en alls þorra manna á þessu landi, heldur og hitt, að drengskaparhugmyndir þeirra eiga ekkert skylt við ís- lenskan hugsunarhátt. Þetta var því sviplegra og níðangurslegra, þar sem þeir bæði á undan og eftir hafa talið sig hina einu sönnu vini allra smælingja og meistara sinn verndara allra smáþjóða. Forsprakkar kommúnista hafa ekki skilið þetta. Þeir hafa ekki birgt ásjónu sína og hörf- að út í skammarkrókinn. Þeir hafa þvert á móti rifið sig eins og rakki, senx eltir bíl. Þeir skilja ekki einu sinni það, að oftast er Jjeim ekki svarað, af því að ekki er tekið meira mark á J>eim en rakkanum, sem held- ur að hann sé að reka bilinn á flótta. Eftir að hafa dáðst að því hreystiverki liinnar rússnesku stórþjóðar, að sigra að lokum hina finsku smájjjóð, láta jjess- ir piltar sig hafa það, að lelja sig hina mestu sjálfstæðisfröm- uði. Eftir að kúgun smáríkj- anna við Eystrasalt undir rúss- neska einræðisvöndinn hefir verið lýst sem „glæsilegum al- þýðusigri“ látast þeir vera að berjast fyrir lýðræði. Og Jjó er enn ótalin kórónan á allri sví- virðingunni. Eftir að Jjeir hafa tignað og dásamað landráða- manninn Iíuusinen, leyfa Jjeir sér að tala um „fimtu lierdeild- ina“ innan annara flokka. Þetta er alveg eins og þegar blölcku- maður brigslar hvítum manni um að hann sé „bölvaður negri“! Forsprakkar kommúnista verða að láta sér skiljast, að ær- legir menn hafa skömm á þeim. Eftir að Jjeir komu upp um sig í Finnlandsmálunum, <luga þeim engin látalæti, enginn dul- búningur, engin loddarabrögð. Síðan hafa þeir verið fyrirlitn- ir. Þeir eru fyrirlitriir. Þeir verða fyrirlitnir. « Bækur Menningar- sjóðs og Þjóðvina- félagsins að koma út. Upplag á 13. þús. p yrstu þrjár bækumar af sjö, sem bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins gefur út á þessu ári, eru nú að koma út. Eru bækurnar gefnar út í rúml. 12 þús. ein- tökum, eða aðeins fyrir áskrif- endur. Bækurnar, sern nú eru að koma út eru: Sultur, eftir Ham- sun í Jjýðingu Jóns Sigurðsson- ar frá Kaldaðarnési, Markmið og leiðir, eftir A. Huxley, í þýð- ingu Guðmundar Finnbogason- ar, Viktoria eftir L. Strachey, í Jjýðingu Kristjáns Albertssonar. Farið er að senda bækurnar til áskrifenda út um land, en um miðja næstu viku verður opnuð afgreiðsla hér í bænum, Jjar sem kaupendur hér geta sótt bækur sinar. Það má teljast örugt að pappir fáist í þær fjórar bælcur, sem koma eiga út síðar á árinu. Upplag þessara bóka er Jjað stærsta, sem gefið hefir verið út hér á landi, én áskrifendasöfnun hefir að mestu verið unnin i • • _ Oryggisraðstafamr log- reglustjóra eru ekki gerðar í samráði við borgarstjóra. Frá bæjapstjópnarfundi. Bæjarstjómarfundur var haldinn í gær og urðu þar nokkr- ar umræður um þær ráðstafanir, sem lögreglustjóri hef- ir tilkynt, að muni koma til framkvæmda 15. þ. m., nefnilega myrkvun bæjarins, lokun kaffihúsa kl. 10 e. h. o. fl. Bjarni Benediktsson gerði þá fyrirspurn, hvort Jjessi fyrir- skipaða lokun, sem ofar getur, væri gerð með vitund eða sam- þykki borgarstjóra, eða hvort gengin væri í gildi ný lagafyrir- mæli um lokun Jjessara staða. Þá spurði Bjarni einnig hver ætti að bera kostnaðinn við myrkvunina, Jjvi að varla væri hægt að ætlast til Jjess, að hær- inn bæri kostnaðinn, sem af þessu leiddi. Borgarritari varð fyrir svör- um og kvað hann borgarstjóra enga vitneskju liafa um þessar ráðstafanir og hafi hans ráða ekki verið leitað. Nokkrar frekari umræður urðu um þetta og voru bæjar- fulltrúarnir sammála um, að lögreglustjóri hefði farið út fyr- ir valdsvið sitt með Jjessum á- kvörðunum. Þá bar og Jón A. Pétursson fram fyrirspurn um Jjað, hvort búið væri að sjá Jjví fólki fyrir vistarverum, sem ráðlagt hefir verið að leita út úr bænum og jafnvel upp lil fjalla. Það væri til lítils að ráðleggja fólki að halda á brott úr bænum, ef því væri sVo ætlað að liggja á berri jörðunni, undir berum himni, Jjegar fer að hausta. * Bæjarstjórn gerði enga álykt- un um Jjessi mál að sinni, en Jjað er ekki laust við að tilkynn- ingar lögreglustjórans komi mönnum nokkuð undarlega fyr- ir sjónir, eftir þessar upplýs- ' ingar, sem fram hafa komið á bæjarstj órnarfundinum. Hvað kemur lögreglustjóra til að kalla blaðamenn á fund sinn og tilkynna Jjeim fjölda alvarlegra ráðstafana, án Jjess að ráðfæra sjálfboðavinnu. Hefir útgáfan samtals 156 umboðsmenn úti um land. sig að minsta Ieyti við yfirvöld bæjarins? Fyrirætlunin um að myrkva bæinn hefir vakið mikinn ugg meðal bæjarbúa. Menn óttast að hér verði hið sama uppi á teningnum og víða annarsstað- ar, að glæpir fari í vöxt, og er Jjað ekki að ástæðulausu, að menn hugsa svo. Á sumrum er lítið um glæpi hér í bænum, en Jjegar skyggja tekur, færast Jjeir í vöxt. Hvað verður Jjá, ef bærinn', verður í algerðu myrkri ? Þá virðist vera til lítils að fjölga lögreglunni um að eins 16 menn — fjölga í hverjum varðflokki um 5—6 menn. ! Bæjarstjórn hefir enn ekki tekið neina endanlega ákvörðun í Jjessu máli, en mun gera Jjað á næstunni. Hún mun vafalaust ’ taka eingöngu þær ákvarðanir, i sem heillavænlegar mega þykja. Lögreglustjóri hefir gefið blaðinu Jjær upplýsingar i morgun, að tilmæli um myrkv- unina liafi komið fram frá breska setuliðinu í bréfi, sem loftvarnanefnd var ritað og liafi Iiann Jjví viljað, að bæjarbúar yrði viðbúnir því að myrkvun yrði framkvæmd frá Jjeim tíma, sem Bretar óskuðu. Ennfremur kvaðst lögreglu- stjóri hafa skrifað borgarstjóra um Jjær tillögur um lokun skemtistaða o. þ. li. Kæmi sér auðvitað ekki til hugar að grípa fram fyrir hendur hans, en hefði aðeins í bréfinu skýrt frá Jjeim ráðstöfunum, er liann teldi æskilegast að yrði gerðar, en hinsvegar hefði hann talið að Jjessar ráðstafanir myndi fá hylli almennings og samjjykki bæjarstjórnar og i'étt að Jjær kæmi almenningi fyrir sjónir, áður en hæjarstjórn fjallaði um þær. Flngf§kýlið í §kerjafirði krennur. Haferninum bjargað frá eyöileggingu. Um kl. 11 í morgun kom upp eldur í flugskýli Flugfélags Is- lands í Skerjafirði, og greip hann svo fljótt um sig, að við eldinn varð ekki ráðið, og brann skýlið, að svo miklu leyti sem það brunnið gat, til kaldra kola. Nýja flugvélin, TF-SGL eða Haförninn, var í skýlinu, en Jjað tókst að bjarga henni strax er eldurinn kom upp, renna henni út úr skýlinu og tryggja hana gegn eldinum, Jjannig, að engar skemdir urðu á henni. Bensin mun hafa verið geymt í flugskýlinu og urðu allmarg- ar sprengingar af Jjeim sökum og bál mikið. Slökkviliðinu var strax gert aðvart og kom það á vettvang kl. 11.15 og hafði meðferðis dælubifreið, og var sjó dælt á bálið. Vatnsliani er enginn Jjarna nálægt, og varð því í fyrstu að nota handdælur, þar til tekið var að pumpa sjónum upp. Þegar tíðindamaður Vísis egurinn austan Þingvalla- vatns, frá Sogsfossum fram með Miðfelli og Arnarfelli að Gjábakka er nú að heita má fullbúinn.. Búið er að bera ofan í allan veginn, nema á örstuttum kafla í Iirafnagjárhallanum, en sá kafli er vel fær, Jjegar þurt er í veðri. Hefir vegurinn verið alhnik- ið notaður í sumar, enda er leið- in mjög falleg. Unglingar úr kom á brunastaðinn var flug- skýlið að mestu í rúst. Þakið var hrunið og járnldæddir veggirn- ir smám saman að hrvnja. Eld- urinn var farinn að dvína enda var slökkviliðið margment á staðnum og geklc ótrauðlega fram í Jjví, að kæfa eldinn. Um upptök eldsins er enn ó- kunnugt, en breskir setuliðs- menn hafa hafst við í skúrnum og tókst einum þeirra að bjarga flugvélinni nýju „Haferninum“ með því að vaða inn í eldhafið, losa um bremsuna og fá menn sér til hjálpar til að draga vél- ina út. Mestum erfiðleikum olli Jjað, að fyrir framan vængi vélarinn- ar hafði verið bundinn box- knöttur, sem var bundinn í loft og gólf, og stóð hann fyrir vél- inni, en reykurinn var svo mik- ill, að það gekk seint að finna taugarnar og skera á þær. Hefði eldurinn komist í flugvélina, hefði hún fuðrað upp í einni svipan og gereyðilagst. Reykjavík hafa unnið við Jjessa vegalagningu. Þegar Jjessi vegur er fullgerð- ur, er hægt að aka umhverfis alt Þingvallavatnið. Þessi veg- ur á að vera til vara að vetrar- lagi, ef aðrir vegir teppast af snjókomu. i" Skuldugar borgir. Frá 1936—39 minkuðu opinber- ar skuldir 272 stærstu borganna í Bandaríkjunum um 88 tnilj. doll- ara. Eru skuldirnar Samtals taldar 8.500 milj. dollara. Þær borgir, sem hafa rneira en 500 þús. íbúa, og skulda minst, samanborið við íbúa- tölu, eru Milwaukee (Wisconsin), San Francisco og St. Louis, en þær, sem skulda mest, eru Buffalo (New York), Detroit og Philadelpbia. »KOiHI l»lfllt BARA« Viðtal við Sir Edward Grigg, Jjingfulltrúa Af viðtali því, sem hér fer á eftir má sjá, að Bretar telja sig örugga um að geta hrundið innrás Þjóðverja, þegar til hennar kemur. En Þjóðverjar hafa einnig „atkvæðisrétt“ í þessu máli og eru ekki alveg sammála Bretum í því. Þeir hafa áður gert það, sem af öðrum var talið óframkvæmanlegt. Síðast Jjegar eg átti tal við Sir Edward voru ástæður allar mjög frábrugðnar því, sem Jjær eru nú. Þegar styrjöldin hófst, var liann skipaður í líttöfundsverða stöðu: Hann varð þingfulltrúi upplýsingaráðuneytisins. Nú er það starf hans að svara Jjeim spurningum, sem fram eru bornar í neðri málstofunni við- víkjandi hermálaráðuneytinu. Eg þykist viss um, að hann kunni vel við sig í Jjessari stöðu, Jjví að hann er fyrst og fremst hermaður og sem hermaður ber liann gott skynbragð á alla Jjá erfiðleika, sem á dynja nú. Hann er greinilega vongóður um úrslitin og hefir traust á þvi, að alt muni fara vel að lokum. Það traust er ekki bygt á neinum lausum hugarórum, eins og oft hjá almúgamanninum. Sir Ekl- ward veit hvað hann er að fara og hann segir manni allan sann- Ieikann. Eg spurði hann auðvitað Jjeirrar spumingar, sem er á allra vörum í dag, spurningar, sem hefir verið orðuð á ýmsan hátt. „Haldið þér að hléið á hern- aðaraðgerðum Þjóðverja tákni að Jjeir ætli að láta okkur i friði og fari að beita sér annarsstað- ar?“ Sir Edward svarar hiklaust: „Þeir verða að reyna annað- hvort innrás eða að loka okkur inni, og ef þeir lokuðu okkur inni myndi það tákna innrás í einhverri mynd. En ef Jjeir leggja ekki út í innrás, Jjá verða þeir að hafa mjög góðar og gild- ar afsakanir fyrir því að þeir hættu við hana. Með hverjum hermálaráduneytisins. degi, sem líður eykst styrkur okkar. Vopnunum, byssum, flugvélum og skotfærum fjölg- ar í sífellu og að meðtöldum þeim mönnum, sem verið er að æfa, höfum við rúmlega 2 milj. manna undir vopnum. Nei, eg efast ekki um, að Hitler muni gera tilraun til innrásar. Enginn maður, sem hefir gengið jafn- langt og hann, getur snúið af braut sinni, án þess að bíða sið- ferðilegan ósigur.“ „Og hvernig haldið þér að liann komi, á sjó eða í lofti, eða hvorttveggja?” „Eg get ekki sagt yður Jjað fremur en nokkur annar, sem hefir kynt sér bardagaaðferðir Þjóðverja. Það verða eingöngu getgálur. En eg get sagt yður eitt, sem eg er sannfærður um. Þjóðverjar hafa altaf haft Jjá að- ferð, að beita sér af öllu afli í byrjun, til þess að brjóta á bak aftur varnir og viðnámsjjrótt andstæðinganna. Við verðum að búast við ægilegum tímum. Hitler mun einskis láta ófreistað tíl Jjess að sigra okkur í snatri.“ „Mun hann beita gasi?“ „Ef menn þeir, sem undir 'hann ei'u gefnir, halda að þeir geti bugað okkur með gasi, Jjá munu Jjeir nota Jxað. Við vei'ðuni að vera við öllu búnir og nú er svo komið, að við erum Jjað. Það var óttalegt að þurfa að eyði- leggja franska flotann, en breska stjórnin sýndi Jxar ein- beitni sína og allrar þjóðarinnar. „Eg' geri ráð fyrir að einhverj- ir hljóti að komast hingað, ef innrás vex-ður reynd?“ „Auðvitað konxast einhvei’jir liingað. Það er auðveldai’a að lenda úr flugvél en af sjó og Þjóðverjar eru Jjví líka miklu vanari. En við erum tilbúnir að taka á móti Jjeim. Vitið Jjér að við liöfum eina miljón manna i sjálfboðaliðasveitunx sem eiga að fást við fallhlífax'hermenn. Við liöfum meira en 2.000.000 hermanna unx alt landið og vörnum er þannig liagað, að liægt er að flytja sveitirnar til og frá, með örstuttum fyn'i'vara.“ „Og hvað um möguleikana fyrir innrás af sjó?“ „Við höfum yfirráðin á haf- inu og eigum auk þess flugher, senx hefir staðið sig ágætlega í orustum. Menn verða að hafa i liuga, að til þess að hægt sé að setja her á land með árangi’i, verður ekki að eins að finna stað, Jjar sem hægt er að fara á land, lieldur verður einnig að vera nxögulegt að lxalda uppi öll- uni samgöngum um Jjann stað. Innrás með þungunx vígvélum er að eins möguleg af sjó. Og liún er ekki neinn barnaleikur samt.“ Eg minnist á loffcárásii’nar, sem hefðu vei'ið gerðar á, að því er vii'ðist, óvarða staði á strönd- inni og liafa vakið talsvei'ðan ótta. Sir Edward kvað Jjessar árás- ir vera þannig, að flugvélar konxu alt í einu út úr skýjaþykn- inu, vörpuðu niður spx-engjum og lxröðuðu sér á brott, áður en tekið var eftir Jjeim. „Eg tel ekki Jjessar áx'ásir mjög veigamiklai'. Þær munu aðallega vera í njósnaskyni. En Jjegar flugvélarnar koma í hóp- um, tekst lokkur venjulega að veita Jjeim heitar móttökur. Árangur flugmanna okkar og loftvarnasveita gegn Jjeiin, gefa góðar vonir. Eg ætla ekki að halda Jjví fram, að Jjessar Ioft- árásir gex'i ekki skaða og nxuni ekki verða mörgum að bana. En eg veit að Jjjóðin á Jxessari litlu eyju er fastráðin í Jjví, að láta fremur lífið en gefast upp. í þjáningum voi’um nxununx vér sýna þrek og Jjor, sem allar árás- ir nasismans munu brotna á.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.