Vísir - 07.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 07.08.1940, Blaðsíða 2
V I S I R 7ISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Stmar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hollustan í Hveragerði. J^eykjavík er óliollur staöur. Það segir Jónas Jónsson. Hann er líka kominn austur að Hveragerði. 1 Timanum í gær gerir hann grein fyrir óliollustu höíuðstaðarins. Hún kemur fram „í einkennilegri uppdrátt- arsýki í nokkurum hluta svo- kallaðra greihdarmanna í liöf- uðstað íslands“. Margir þessir menn hafa verið liinir méstu námshestar og aímenningur hefir gert sér bestu vonir um að þeir þeir reyndust hinir þjóðnýt- ustu. „En skyndilega liafa lcom- ið greinaskil í æfisögu þessara manna.“ Þeim hefir ekki ein- ungis hætt að fara fram. Þeir hafa ekki einu sinni staðið i stað. Þeim liefir alt í einu farið að hnigna. Og mikil hörmung er að horfa á það, sem þá gerist! Jónas segir: „Dýpsta einkenni þessarar hnignunar er blind sjálfsdýrklxn, sem stundum nær hámarki sínu í því, að menn sem eru andlega trénaðir upp í höfuðstað Islands, halda að þeir séu færir um að vera. leiðarljós fyrir ófæddar kynslóðir, og jafnvel fyrir allan heiminn.“ Mönnum dettur ýmislegt í hug þegar þeir lesa þetta. Það skyldi þó aldrei vera að Jónas sé að skýra fyrir mönnum, hvers- vegna hann hefir flúið óhollustu höfuðstaðarins og sest að í lioll- ustunni í Hveragerði? En þetta er alls ekki tilgang- urinn. Jónas er svo laus við alla „sjálfsdýrkun“, að hann rennir ekki einu sinni augunum til sjálfs sín í þessu sambandi. All- ar þessar óhollustuhugleiðingar eru til þess fram bornar að ná sér niðri á ákveðnum manni. Og hverjum halda menn? Jú, auð- vitað á einhverjum pólitiskum andstæðingi, sem lætur á sér bera í opinberu lifi þjóðarinnar um þessar mundir. En þetta er líka skakt til getið. Maðurinn, sem Jónas þarf að ná sér niðri á hefir ekki tekið þátt í pólitískum deilum í mörg ár. Það er aldraður embættismaður hér í bænum, sem flestir munu unna fi'iðar í elli sinni, eftir ó- venjulega vel unnið starf og fai'- sælt starf í þágu alþjóðar. Mað- urinn, sem á er i’áðist, er Guð- mundur Hannesson, fyrverandi prófessor í læknavísindum við Háskóla íslands. Auðvitað hleypur Jónas alveg yfir það, að allan síðari liluta starfsæfi sinnar gegndi Guð- mundur Hannesson prófessors- embætti við Háskólann. Hann lætur æfisögu þessa „hóglífa“ manns enda á því, að hann hafði tæplega stigið fæti sinum inn í óliollustu höfuðstaðarins áður en menn mistu alla trú á hon- um! Það er alveg óþarfi að halda skildi fyrir Guðmund Hannes- son. Hann hefir unnið sér það traust og þá viðurkenningu með löngu og farsælu starfi, að við því verður ekki haggað. Allir vita að þetta er einhver sam- viskusamasti og óeigingjarnasti embættismaður sinnar samtíð- ar, maður sem aldi-ei Iiefir mátt vanim sitt vita. Það er einnig vitað að Guðmundur Hannessou er óvenulega fjölhæfur gáfu- maður og brennándi áhugamað- ur um allar framfarir lands og þjóðar. Guðmundur Hannesson er maður, sem flestir munu benda á öðrum lil eftirbreytni, en ekki til viðvörunar. Guðmundur Hannesson lét af störfum fyrir nokkurum árum. Hann er orðinn gamall maður. Eftir það mikla æfistarf, sem hann hefir af hendi leyst, mætti ætla að hann fengi að vei-a í friði i elli sinni. En Jónas Jóns- son liefir sínar sérstöku dreng- skaparhugmyndir. Frá sveita- setri sínu ræðst liann á þennan mikilhæfa, aldraða Iieiðurs- mann og ætlar að rífa Iiann í sig. Reykjavík er vafalaust óholl- ur staður. Það liefir þess vegna ugglaust verið vel ráðið af Jón- asi að flytja sig austur. En úr því hollustan í Hvergagerði hef- ir ekki áorkað meiru, en raun er á, verður mönnum á að spyrja: Hvernig ætli liann hefði látið, ef liann hefði verið i Reykjavík all- an tímann? Sumir hrista bara höfuðið. a íslandsmótið heíst annað kvöld. K.R. og Valur byrja. M eistaraflokkarnir fara nú að takast á aftur, eftir nokk- ura hvíld, og hefst fslandsmót- ið annað kveld kl. 8 með leik Vals og K. R. Þetta mót verður vafalaust spennandi, þvi að eins og endra nær hafa öll félögin fullan hug á að sigra í mótinu. Vikingar munu ætla sér að sýna, að þeir urðu ekki Reykjavikurmeistarar vegna hepni, en hin félögin ætla að leggja þar orð í belg. Mófanefndin ætti að sjá svo um, að leikirnir byrji stundvís- lega. Radiovitarnir þagna. Vitamálastjóri hefir gefið út tilkynningu um að frá 15. þ. m. muni radioVitamir hætta að Dýrtíðarnppbðt á skálda- og listamannastyrki. Fyrii'NjHii ii frá Jonasi Þorbergs§yni ogr §var fjármálaráðlicrra. Vísi hefir borist eftirfarandi fyrirspurn tit fjármálaráðherra frá Jónasi Þorbergssyni, útvarpsstjóra: Nýlega var eg staddur í ríkis- sjóði til þess að hefja skálda- styrk fvrir mann einn norður í landi. Eg veitti því athygli, að skáldastyrkurinn var greiddur án þeirrar dýrtíðaruppbótár, sem greidd hefir verið á undan- förnum árum. Þótti mér jietta kynlegt og taldi þegar með sjálfum mér, að það hlyti að stafa af hinni breyttu tiUiögun um úthlutun til skálda og lista- manna. Nú vildi svo vel til, að þar var staddur Ár-ni Pálsson, prófessor, sem meðal annara er skipaður i Mentamálaráð. Eg færði þetta í tal við hann og lét svo um mælt, að elcki myndu listamenn hafa borið ágóða úr býtum við liina breyttu skipun, þar sem þeir væru sviftir 25% uppbót á sinni litlu þóknun. Hann kvað þegar, að þetta gæti ekki komið til mála, með þvi að formaður Mentamálaráðs hefði, í áheyrn ráðsins, hringt til fjármálaráð- herra, og sér liefði skilist af við- tali þeirra, að dýrtíðaruppbótin myndi verða greidd. Eg benti honum á, að hversu sem umtal kynni að hafa fallið, jiá væri staðreyndin sú, að dýrtíðarupp- bótin væri ekki greidd, og myndi þess þó vera enn meiri senda út radiomiðanir. Tilkynn- ing vitamálastjóra hljóðar svo: „Vegna hins óvenjulega á- stands hefir verið ákveðið, að radíóvitarnir allir, á Reykjanesi, Ves tmannaeyj um og Dyrhólaey, hætti útsendingum 15. ág. n. k. fyrst um sinn um óákveðinn tíma. Loftskeytastöðvarnir í Reykja- vík og Vestmannaeyjum og auk þess á íafirði, Siglufirði og Seyðisfirði munu gefa skipum, sem nauðsynlega þurfa á því að halda, miðunarmerki eftir því sem við verður komið, samkv. nánari fyrirmælum póst- og símamálastjórnarinnar.“ þörf nú en nokkru sinni fyr, að svo yrði gert. Út af þessu leyfi eg mér virð- ingarfylst að beina eftirfarandi fyrirspurnum til hæstvirts fjár- málaráðherra: Hefir formaður Mentamála- ráðs farið jiess á leit, að um- rædd dýrtiðaruppbót á þóknun til skálda og listamanna yrði greidd? Hefir fjármálaráðherra heitið þessu, og ef svo hefir verið, hvers vegna er það ekki gert? Virðingarfylst, Jónas Þorbergsson. Viðtal við Jakob Möller. Vísir liefir borið fyrirspurnir útvarpsstjóra undir fjármála- ráðherra og svaraði hann þeim á þessa leið: „Með jiví að flytja styrk lil skálda og listamanna af 18. gr. fjárlaganna á 15. gr„ hefir í rauninni fallið niður sú heimild um dýrtíðaruppbót, sem bund- in hefir verið við ákveðna liði á 18. gr. 1 fjárlögunum er eng- in heimild við 15. gr. til þess að greiða dýrtíðaruppbót sam- kvæmt Iienni. Hvað viðvíkur viðtali for- manns Mentamálaráðs þá man eg ekki ákveðið, hvernig það féll, en það eitt get eg fullyrt, að eg hefi engu persónulega lofað, jiví að eg tel mig enga heimild hafa til að greiða þessa dýrtíðaruppbót, án Jiess að fyrir liggi samþykt Alþingis um það, því að vitanlega ræður það eitt þar um. Hinsvegar barst þetta í tal á Aljiingi í umræðum þeim, sem urðu um breytingu þá, sem gerð var á úthlutun styrkjanna og vakti eg þá þegar athygli á því, að ef ekki væri annað á- kveðið í fjárlögum þá félli dýr- tíðaruppbót af jiessari fjárveit- ingu niður.“ * 30 skip blöa löndunar s SiolÉðl. —o— Djúpavíkurverksmiðjan hefir fengið 120% meira en í fyrra. Frá fréttaritara Vísis. Djúpavík í morgun. I gær lönduðu Garðar 1580 mál, Surprise 1183 og Von 849 mál. Þessir voru að landa í morgun eða biðu: Tryggvi gamli 1820 mál, Kári 1600, Alden 700, Sigríður 1250 og' Rán 1600 mál. Síldin er veidd út af Dröngum. Veiðiveður er gott. — Verk- smiðjan hefir nú fengið 160.000 hektolítra, en á sama tíma í fyrra 73.400 hl. Björnsson. SKIP biðu í morgun lönd- unar hjá ríkisverksmiðj- unum í Siglufirði og hafa þau innanborðs 15—20 þús. mák Veður var gott í Siglufirði i morgun, sól og blíða, en útlit fyrir brælu að spá veður- glöggra manna. Síldin veiðist aðallega á Skjálfanda og er hún ekki stygg. Söltun er hafin úr nokk- ui'um bátum. Ekkert hefir orð- ið vart við kolkrabba síðan um daginn. Færey§kn §kipi Iglekkist á. I^fyrradag kom færeyskt fiskiskip, „Sjöborg“, til Hesteyrar og hafði það laskast allmikið. Hafði það fengið áfall á sig er það var á leið fjTÍr Horn. Skipið var með fullfermi af síld, þegar það fékk sjóinn á sig og var þilfarið alveg fult. Síldin, sem þar var, sópaðist öll í sjóinn, en síldin i lestinni braut þiljurnar fram í vistarverur skipverjanna. Nokkrir skipsliáfnarinnar voru í lúkarnum, þegar síldin flæddi þar inn og komust þeir nauðúlega þaðan upp um glugga. Skipið var með um 1200 mál og eyðilagðist allur farmurinn. Næturlæknir. Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98, sími 2111. Næturverðir í Lyfjabúð- inni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. Nýjar prestahugvekjur er í ráði að gefnai; verði út, er um hægist og fjárhagur Prestafé- íags íslands leyfir. Hafa þegar bor- ist 20 hugvekjur. Málinu var hreyft á aðalfundi félagsins nú í sumar og svohljóðandi tillaga samþykt: „Fundurinn felur Prestafélags- stjórninni að herða á söfnuti eínis í prestahugvekjur á þessu ári með það fyrir augum, að bókin verði gefin út við fyrstu hentugleika.“ Leiðinlegnr júnímánuður. Svo sagði roskinn bóndi sunn- lenskur, sem blaðið hafði tal af ný- lega, að síðasti júnímánúður væri einhver sá leiðinlegasti, sem hann myndi eftir. Sumir hefðu að vísu verið mun kaldari, en fáir eða eng- ir öllu skakviðrasamari og sólar- lausari. Mætti með sanni um þenna júnímánuíf segja, að þá hefði verið „sólarlitlir dagar“. Ber. Búist er við, að víða muni verða heldur lítið um ber í sumar, að minsta kosti krækiber. Hins vegar er ekki talið vonlaust, að bláber kunni aÖ ná nokkrum þroska, ef tíð verður hagstæð fram eftir næsta mánuði. Óþurkar. Örðug heyskapartíð hefir verið hér austan fjalls og um Borgar- fjörð, það sem af er slættinum. Munu bændur ekki hafa náð inn neinu að ráði af töðum sínum enn sem komið er. Eitthvað hagstæðari hefir tíðin verið fyrir norðan, t. d. í Húnavatnssýslu. Þar höfðu bænd- ur náð inn með allgóðri verkun þvi, sem fyrst var slegið. En eftir það brá til votviðra. Frost • Frost hafði verið í fjallasveitum hér surinan lands aðfaranótt síðast- liðins mánudags. Svo var t. d. í Þingvallasveit. Þar var jörð öll al- hrímúð í aftureldingu. Næturakstur. Aðalstöðin, Lækjartorgi, sími 1383, hefir opið í nótt. Gamla Bíó sýnir um þessar mundir bráð- skemtilega ameríska gámanmynd, sem heitir Gleði og glaumur. Aðal- hlutverkin leika Judy Garland og Allan Jones. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Islenskir söngvarar. 20.00 Fréttir. 20.30 Út- varpssagan: Þættir úr ferðasögum (H. Hjv.). 21.00 Strokkvartett út- varpsins: Næturljóð, tónverk eftir Mozart. 21.20 Hljómplötur: Harm- oníkulög. Ný skáldsaga. GUÐMUNDUR DANÍELS- SON: Á bökkum Bolafljóts. I—II 208+227 bls. Þor- steinn M. Jónsson, Akur- eyri, 1940. Það er á seinustu árum fjærri því, að það sé talið atburður, að út komi skáldsaga á íslensku, en hitt má telja viðburð, að út komi góð íslensk skáldsaga. Manni kann að verða að spyrja, hvað muni valda, og því er auðsvarað. Það er einkennileg ofmetakend og ótrúlegt dómgreindarleysi skrifandi manna hér á landi í sinn eigin garð, sem þar er að verki. Menn skrifa og skrifa og ryðja öllu út, enda þótt engvir fáist til þess að kosta það. Það er rétt eins og prentsvertan hafi einhver þau áhrif, að dómi þessa fólks, að afurðir þess verði að bókmentum með því einu að komast á prent. En það er öðru nær en svo sé, og í raun réttri þvert á móti, því á þann veg verður synd, sem framin er í laumi, og þá má líta á sem mein- laust brek, að afbroti fyrir allra augum, sem aldrei verður af máð. Það er í raun og sannleika merkilegt starf, sem bókaútgef- endur liafa með höndum, og nauðsynlegt í tvennum skiln- ingi. Þess gjörist þörf, að nyt- samar og góðar bækur komi fyr- ir almennings sjónir, og fyrir því sjá bókaútgefendur, eða eiga að sjá. En það er engu síður nauð- synlegt, að lélegum bókum sé bægt frá bókamarkaðinum, og það er líka verk bókaútgefend- anna að sjá fyrir þvi, að það sé gert. Það veltur því mjög mikið á kunnáttu bókaútgefenda og smekk, en jafnvel þó á þetta skyldi bresta, þá er bókaútgef- endum, sem vitanlega reka kaupsýslu og miða störf sín við arðsvon eins og aðrir kaupmenn, kaupvilji almennings mikið að- hald í þessu efni, því almenning- ur vill í heild sinni ekki kaupa nema það, sem honum er golt og nytsamlegt. Verði bókaútgef- anda fótaskortur í valinu, tekur hann það út á sjálfum sér, því rit, sem almenningur vill ekki, liggur hjá honum óselt, og hann varar sig þá betur næst. Þvi verður ekki neitað, að það kann að koma fyrir, að ekki fáist út- gefandi að góðum ritum, en það mun vera slik undantekning, að þess gætir naumast. Hinsvegar verða þeir menn, sem sjálfir gefa út rit sín, — það mætti svo sem vel kalla þá sjálfsmorð- ingja, því þeir tapa venjulegast peningum og áliti á þeirri iðju, — til þess að rugla allan bóka- markaðinn, og bókmentimar líka, því þeir tæla með ]>essu aðra blekiðjuhölda, sem ekki eru rishærrí en þeir eru sjálfir, til þess að gefa út afurðir sínar — hvað „höfðingjamir“ hafast að, hinir ætla sér Ieyfist það. Það er að vísu satt, að sumir góðir höfundar liafa hér á landi gefið út rít sín sjálfir, en þeir munu vera svo fáir, að þeir eru undantekningin, sem staðfestir regluna. Það er því ekki heldur ofsögum af því sagt, hverjir nytjamenn góðir bókaútgefend- ur eru, og það hafa altaf verið einhverjir góðir bókaútgefendur hér á landi, síðan bókaútgáfa hófst hér. En því verður, að öðr- um ólöstuðum, ekki neitað, að á allra síðustu árum hefir bókaút- gáfa hér tekið gífurlegan fram- kipp til stórbóta. Eru það sér- slaklega tvær bókaútgáfur, sem það er að þakka, bókaútgáfa ísafoldarprentsmiðju í Reykja- vik og bókaútgáfa Þorsteins M. .Tónssonar á Akureyri. Þessi fyr- irtæki gefa ekki að eins út mik- ið af bókum, heldur flest ágætis- bækur, og að frágangi til svo vandaðar, sem auðið er, svo að íslensk bókaútgáfa þolir nú fullkomlega samanburð við er- lenda bókaútgáfu í hvivetna. Þetta er nýjasta bókin frá Þorsteini M. Jónssyni. Höfund- urinn er ungur maður, og þó liggur allmikið eftir hann. Frá því að hann lét fyrst sjá rit eftir sig —- eg hefi lesið þau öll, nema kvæðabókina „Eg lieilsa ]>ér“ — liefir það verið lýðum Ijóst, að hér væri rithöfundarefni á ferð- inni, sem líklegur væri til þess að verða stór í sniðunum. Með hverri bókinni hafa menn sann- færst um þetta betur og betur, en þessi síðasta bók, „Á bökkum Bolafljóts" hefir rekið á það smiðshöggið. Höf. er með henni fullkomlega búinn að koma sér fyrir í hópi þeirra íslensku rit- höfunda, sem takandi er mark á, og hann þarf vafalaust aldrei að gefa út bækur sínar sjálfur; það munu altaf fást útgefendur að þeim. I ritum sínum hefir Guð- mundur Daníelsson sýnt alveg óvenjulega ritleikni og stil- leikni, og hana svo margháttaða og ólíka sjálfri sér, að furðu gegnir. Ef maður kæmist yfir titilblaðslaus eintök af „Á bökk- um Bolafljóts“ og „Gegnum lystigarðinn“, og vissi ekki um höfundinn, efast eg um, að nokkrum manni dytti í hug, að sami væri að þeim naliturinn. Allur still, málsmeðferð og efn- ismeðferð er svo ólíkt í báðum þessum bókum, að maður myndi sverja fyrir, að nokkur höfundur gæti bruggðið sér í svo mörg líki, svo að vel gæti farið. En Guðmundur getur þetta, og það er bersýnilegt, að þetta er gjört af getu hans og eðlilegri leikni, en ekki af upp- og tilgerð, þvi hún fær sjaldan blekt, enda verða tilbrigðin þá hörð og steingerð, en ekki lipur og mjúk, eins og þau eru að eðlilegu. Það er alkunnugt, að það rennur ekki ein einstök hæfi- leikastoð undir skáldskapargetu neins höfundar, hvort sem er í bundnu eða óbundnu máli. Það þarf þvert á móti ýmsa og ólíka hæfileika til, og mönnum eru þeir misjafnlega gefnir. Skorti einhverja þein-a með öllu, koma Frh. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.