Vísir - 08.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 08.08.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KHstján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 8. ágúst 1940. 180. tbl. Vaða Italir yfir Sositali— land? Italir hafa tekifl hafnar- borgina Zeiia 1 Breska Somaliiandi. MNKASKEYTI PRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Fregn barst um það til London í gærkveldi, að ítalir hefði tekið hafnarborgina Zeila í Breska Somalilandi. Liggnr hún við Adenflóa, um 19 enskar mílur fyrir aust- an landamæri breska og franska Somalilands. Borgin var tekin s. 1. mánudag og virðist mótspyrna hafa verið lítil. Hefir framsókn Itala verið miklu örari en séð varð af fyrri fregnum, sem borist höfðu um innrás þeirra. Sóttu þeir inn í landið á þremur stöðum, með miklu liði, sem hafði ógrynni vélknúinna hergagna. Úlfaldaher- sveitirnar í breska Somalilandi hafa‘ þegar gert Itölum ýmsar skráveifur, en ekki tekist að hindra framsókn þeirra. Síðdegis í gær var talið, í fregnum sem bárust frá Egiptalandi til Bretlands, að breska herstjórnin hefði tekið upp þá bardaga- aðferð, að gera ekki tilraun til að stöðva Itali fyrr en þeir væri komnir alllangt inn í landið, en framsóknin hefir verið svo ör og liðsmunur svo mikill, að þetta hefir ekki tekist. ítalir hafa unnið hér allmikinn sigur og það er Bretum allmikill hnekkir, að missa þessa hafnarborg. Þó er hér ekki um óbætanlegt tjón að ræða, og gera Bertar sér enn vonir um, að takast muni áð stöðva sókn ítala til Berberi, aðalborgarinnar í landinu, en hún liggur einnig við Adenflóa, en allmiklu austar. Auk þess að ítalir hafa tekið Zeila, hafa þeir tekið Hargeisa og nokkurar smáborgir. Enn hafa ekki þorist áreiðanlegar fregnir um, að her sá, sem ítalir hafa dregið saman við landamæri Egiptalands, sé kominn á hreyfingu. Sagt er, að ítalir hafi þarna 250.000 manna her. I London virðist fregnin um hina öru framrás ítala i Breska Somalilandi hafa komið mönnum mjög á ó- vænt. Bretar munu að vísu ekki hafa mikinn herafla þar í landi, en hinir innfæddu hermenn þar eru prýði- lega æfðir, og gera menn sér vonir um, að þeir muni láta til sín taka, en svo er að sjá, sem menn geri ráð fyrir þeim möguleika, að höfuðborg landsins, Berberi, falli í hendur Itala. Times segir að Zeila hafi ekkimikla hern- aðarlega þýðingu og jafnvel þó Italir tæki alt Breska Somaliland mundi aðstaða þeirra í Afríku ekki batna neitt, því að Bretar hafi valdið á sjónum. STENDUR INNRÁSIN í EGIPTALAND FYRIR DYRUM? Það var tilkynt í London í dag, að engar breytingar hefði orðið á öðrum landamærum í Afríku. Blöðin í London ræða um hvort ítalir muni gera til- raun til þess að ráðast inn i Egiptaland, og telja þau mikl- ar líkur til þess. Bretar hafa mikinn her í Egiptalandi — breskt setulið og hersveitir margar frá Ástralíu, Nýja Sjálandi og Indlandi. — 700 milj. dollara til þess að reisa skotfæraverksmiðjur EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Aðstoðarhermálaráðherra Bandaríkjanna skýrði frá því í gær, að nauðsyn krefði, að Bandaríkin kæmi sér upp nægilega mörg- um og stórum verksmiðjum til þess að tveggja miljóna her hefði nægar birgðir af vopnum og skotfærum. Verða reistar 60 verk- smiðjur í þessu skyni og er áætlaður kostnaður 700 miljónir dollara, en þjéðþingið er þegar búið að veita 200 miljónir doll- ara í þessu skyni. 300 járnbrautar- vagnar af skot- færum springa í loft upp. Einkaskeyti frá United Press. 1 Vichy, aðsetursstað Pétain- stjórnarinnar hefir verið gefin út opinber tilkynning um stór- bruna og sprengingar, sem urðu í Miramas-vöruflutningastöð- inni rétt hjá Marseilles. Eldurinn braust út snemma á mánudag og 5 mínútum eftir að hans varð vart, var hann kom- inn um alla stöðina. Þar stóðu meðal annars 300 járnbrautar- vagnar, sem voru fullir af skot- færum fyrir fallbyssur og riffla. íbúarnir í Miramas flýðu þeg- ar og hefir ekki frést um neitt manntjón. Ekki tókst að ráða niðurlögum eldsins fyrri en síð- degis á þriðjudag, og höfðu sprengingar þá staðið látlaust i sólarhring. Allir íbúarnir eru nú komnir aftur heim til sín, nema íbúar eins borgarliluta, sem lögreglan hefir afgirt. Tjónið hefir orðið afar mikið, og allar járnbrautarlestir, sem eiga að fara til eða frá Marseilles verða að fara stóran krók, til þess að komast leiðar sinnar. Italir gera loft- árásir á Haifa. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Italskar sprengjuflugvélar gerðu loftárás á Haifa í Pale- stina í gær. Segja ítalir að kviknað hafi í olíuleiðslum og að skemdir liafi orðið á hafnar- mannvirkjum. Bretar viðurkenna, að nokk- urt manntjón og eignatjón hafi orðið. Italir hafa nú gert nokkrar árásir á Haifa og segja Bretar, að tjón hafi orðið lítið í hinum fyrri loftárásum. Hergagnaverksmiðjur Breta eru nú í gangi alla daga vikunnar, allan sólarhringinn — 168 klst. á viku. Myndin sýnir verkamenn í skotfæraverksmiðju, sem eru að ljúka við að fram- leiða fallbyssusprengjur. EINKASKEYTI frá U. P. — London í morgun. De Gaulle herforingi, leiðtogi þeirra Frakka, sem halda áfram styrjöldinni með Bretum gegn Þjóðverjum og Itölum, hefir gert samninga við bresku stjórnina, um samvinnu liinna „frjálsu Frakka“ og Breta i styrjöldinni. Samkvæmt samn- ingum þessum veita Bretar De Gaulle og liði hans fjárhagsleg- an stuðning og eru sanmingarn- ir i ýmsum atriðum svipaðir þeim, sem Bretar og Pólverjar gerðu með sér nýlega. N'erða Frakkar æfðir sérstaklega, hafa sína eigin einkennisbúninga o. s. frv. Það er tekið fram í samn- ingunum, að Frakkar skuli ekki berjast gegn sínum eigin sam- löndum. Churchill skoðar strandvirki. Einkaskevti frá United Press. London í morgun. Winston Churchill skoðaði í gær virki, sem gerð hafa verið á suðausturströnd Englands. — Hefir hann farið í nokkrar slik- ar eftirlitsferðir að undanförnu. Ýmsir herforingjar voru í fylgd með honum. Hertoginn af Kent, bróðir Ge- Bretar bnast vid iim- rái þá og: þegfar. Varnarráðitafanirnar ankast mcð liverjimi (legrÍKium. EINKASKEYTI frá United Press. — London í gær. Mr. Greenwood gerði að umtalsefni í ræðu, sem hann flutti í gær aðstöðuna til þess að verjast innrás Þjóðverja. Hann komst svo að orði, að þjóðin yrði að vera við því búin, að Þjóðverjum tækist að gera mikinn usla i hafnarborgum landsins, en þeim mundi ekki talcast að svelta Breta inni. Sterk trú á fullnaðar- sigur að lokum kom fram hjá Greenwood, eins og hjá öllum helstu mönnum landsins, sem ræður hafa flutt.að undanförnu. Landvarnaráðstafanirnar eru auknar dag frá degi. Fjöldi nýrra virkja hefir verið gerður víða við strendur landsins 'og er þar lið til varnar dag og nótt. Á þeim stöðum, sem innrájsar- liættan er mest, hefir verið gripið til sérstakra öryggisráðstafana, og verða menn að hlíta þar ýmsum ströngum reglum. Börn liafa verið flutt, svo sejn áður hefir verið getið, frá ipestu hættustöðv- unum á austurströndinni. Frekari brottflutningur barna mun nú fara fram, til Bandarikjanna, vegna þeirra breytinga, sem verið er að gera á hlutleysislögunum. Er búist við að Bandaríkja- menn sendi flutningaskip mörg eftir börnum til Evrópu, aðal- lega Bretlands, og verði skipin óvopnuð og njóti ekki fylgdar lierskipa. Undangengna daga hefir dregið úr loftárásum Þjóðverja á Bretland að talsverðum mun eða alt síðan að loftorustan mikla var háð yfir Dover. Daglega eru þt) gerðar árásir á skipaflota og ýmsa staði, en til stórkostlegra loftárása hefir ekki komið. I Bretlandi búast margir við, að þetta logn sé ekki góðs viti og sóknin mikla kunni að verða hafin þá og þegar. Berast stöð- ugt fregnir, sem sýna að Þjóðverjar búa sig undir innrásina af hinu mesta kappi. I flugvélaverksmiðjunum í ófriðarlöndunum vinna ltonur víða sömu störf og karlar. Hér sjást breskar stúlkur að vinnu. orgs Bretakonungs, fór í heim- sókn til skipshafna af vopnuð- um togurum, og ræddi lengi við suma þeirra. Sögðu þeir honum frá svaðilförum sínum og ævintýrum. nmjisyiiiianar r. Garðyrkjusýning liafði verið fyrirhuguð á Akureyri nú á þessu hausti. Voru það garð- yrkjumenn þar á staðnum og í nágrenninu, sem liugðu að standa að henni. Höfðu þeir þegar í vor hafið nokkurn und- irbúning að sýningu og má gera ráð fyrir að hún liefði orðið þeim til sóma, svo framtaks- samir sem menn eru þar nyrðra á sviði garðyrkjunnar. Nú hefir þessari sýningu ver- ið aflýst og mun áslæðan eink- um vera sú, að breski herinn, sem aðsetur hefir á Akureyri, mun hafa lagt undir sig húsa- kynni þau sem ætluð voru til sýningarinnar. í>á kom og til orða að halda garðyrkjusýningu hér í Reykja- vík í haust en úr framkvæmd- um num þó ekki verða og eru svipaðar ástæður fyrir þvi og á Akureyri, nokkur hluti setuliðs- ins hefir aðsetur sitt í þeim húsakynnum sem ætluð voru fyrir sýninguna, hinum svokall- aða markaðsskála við Ingólfs- stræti. Auk þess hefir tíðarfar- ið hér í sumar og ástand það sem nú ríkir yfirleitt, gert sitt til að draga úr þessum fram- kvæmdum. Garðyrkjusýningar eru á venjulegum tímum nauðsynleg- ur liður i þeirri fræðslu og út- breiðslustarfsemi sem til þarf eigi garðyrkjan að skipa þann sess í þjóðarbúskapnum, sem henni ber.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.