Vísir - 09.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 09.08.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla 181. tbl. » Miklír loítbardagar yfir Ermarsundi í gær EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Mklar loftorustur voru háðar yfir Ermarsundi í gær. Stóðu þær með litlum hvíldum mestan hluta dags. Bardagarnir hófust með árás, sem um 50 þýskar sprengjuflugvélar og orustuflugvélar gerðu á skipaflota, en Hurricaneflugvélar réðust þegar til atlögu við þýsku flugvélarnar og í fyrsta bardagan-- um voru skotnar niður 9 þýskar flugvélar, en Bretar mistu tvær. Spitfireflugvélar komu einnig á vettvang, en Þjóðverjar sendu hverja flugvélasveit sína á fætur annari til árása á skipaflotann, og seint í gærkveldi var tilkynt, að breskar flugvélar hefði skotið niður 53 þýsk- ar, en Bretar viðurkendu jafnframt, að Þjóðverjar hef ði skotið niður 16 flugvélar fyrir þeim. Bretar segjast hafa skotið niður 26 „Messerschmidt 110“, en hinar flestar voru Heinkel-sprengjuflugvélar. " Fyrsta viðureignin stóð yfir í hálfa klukkustund, og varð svo nokkurt hlé, en brátt kom til nýrra ái'ása og bardaga, og var svo barist nærri hvíldarlaust allan daginn. önnur mesta árásin stóð yfir í nærri 3 klst. og tóku þátt í henni yfir 150 þýskar flugvélar. Seinasta árásin stóð yfir kl. 4—5 síðdegis. Fregnum Þjóðverja og Breta ber ekki saman um flugvéla- og skipatjón. Bretar segja, að 3 skipum hafi verið sökt, en viðurkenna að mörg skip í flutn- ingaskipaflotanum, sem á var ráðist, hafi orðið fyrir skemdum. Allmargir menn á skipunum særðust. Þjóðverjar segjast hafa sökt 12 skipum, samtals 55.000 smál., en Bretar segja, að hér sé um stórkostlegar ýkjur að ræða, og hið rétta sé sem að framan greinir. Blöðin í Lundúnum lofa mjög fræknleik hinna bresku flug- manna, sem liertu æ vörnina eft- ir því sem Þjóðverjar sendu fram fleiri flugvélar til árása. Blöðin birta myndir af bardög- unum, en fjöldi fólks horfði á þá. Bardagarnir stóðu fram í myrkur. Nýjar tölur hafa ekki Það er nú svo komið, að bændaflokksmenn og járnvarð- liðsmenn beita sér fyi’ir því, að Transylvania verði ekki látin af hendi. Er talið, að Gigurtu- stjórnin sé orðin völt í sessi vegna þessara mála, en dr. Maniu, leiðtogi Bændaflokksins, er talinn reiðubúinn til þess að mynda nýja stjórn, eða styrkja núverandi stjórn, með því að taka sæti í henni. Nýtur dr. Maniu mikils trausts meðal þjóðarinnar. Popoff, utanrikismálaráðherra Búlgaríu, kom til Bukarest í gær og aðrir samningamenn Búlgara. Búlgarar gera kröfu til Suður-Dobrudja, sem þeir mistu í Balkanstyrjöldinni 1912. Vilja Búlgarar, að landamærin enn verið birtar, þ. e. 53 þýskar flugvélar voru skotnar niður, þar af 34 orustuflugvélar-. Bret- ar mistu 16 flugvélar. Talið er, að í gær hafi Þjóðverjar mist a. m. k. 130 æfðra flugmanna. Um skipatjónið liggja ekki enn fyrir áreiðanlegar upplýs- ingar. verði ákveðin hin sömu og fyrir Balkans tyrj öldina þá. Það verð- ur heldur eldíi sagt með neinni vissu um, hversu Rúmenar taka kröfum Búlgara, en það er á- reiðanlega minni mótspyrna gegn því, að kröfum þeirra verði sint en kröfum Ungverja. Rúm- enum finst mjög sárt, að verða að láta fleiri lönd af liendi, og gera það nauðugir, ef til kem- ur. Rússar eru sagðir því lilynt- ir, að Búlgarar fái Suður-Do- brudja, og munu Rúmenar vart gela spyrnt gegn kröfum Búlg- ara, veiti Rússar þeim stuðviing sinn. GIGURTU flutti útvarpsræðu í gær. Gigurtu, forsætisráðherra, Loftárásir í gærkvöldi. EINKASKEYTI frá U. P. — London í morgun. Samkvæmt tilkynningum frá flugmála- og öryggismálaráðu- neytunum gerðu þýskar fhu vélar árásir i gærkveldi á ýmsa staði við Doversund og Bristol- sund og ýmsa staði í Norðvest- ur-Englandi. Allmörg hús urðu fyrir skemdum og nokkurt manntjón mun hafa orðið. Biðu nokkrir menn bana, en tala þeirra, sem særðust, er ekki liá. ðgnrleg sprenglng ! vopnaverksrniíju á Italíu EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Það var opinberlega tilkynt i Rómaborg i morgua, að 39 menn hefði beðið bana, en hundruð verkamanna særst, er sprenging varð í skotfæra- verksmiðu í Piacenze. Vaf þetta í þeirri deild, þar sem fallbvssukúlur eru settar í járnbrautarvagna til brotí- flutnings. Ókunnugt er uni orsök sprengingarinnar. Aðstoðar- liermálaráðherra ítalíu er kominn til Piacenza til þess að rannsaka málið. Gyðingar hand- feknir í Rúmeníu Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Fregn frá Bukarest hermir, að 17 blaðamenn úr floklci Gyð- vnga og fimm blaðamenn aðr- ir hafi verið handteknir og fluttir í sérstakar bækistöðvar, Meðal þessara manna er for- stöðumaður Gyðingafréttaslof- unnar í Rúmeníu. flutti útvarpsræðu í gær, sem er skilin þannig af ýmsum, að rúmenska stjórnin hafi fallist á að verða að ein- hveru leyti við kröfum Ung- verja. I ferð minni til Salzburg og Rómaborgar með Manoil- escu, sagði Gigurtu, lögðu leiðtogar möndulveldanna að okkur að fallast á slíka lausn, og Yæri það ákaflega mikil- vægt. Vér kváðumst vera all- ir af vilja gerðir til þess að leysa deilurnar, en bentum á ýmsa erfiðleika í sambandi við lausn málsins. Fregnir hafa borist frá Rússlandi þess efnis, að sam- komulag hafi náðst eða sé í þann veginn að nást milli Búlgara og Rúmena, en ekk- ert hefir verið tilkynt opin- berlega enn sem komið er, hvort Rúmenar hafa gengið að öllum kröfum Búlgara eða aðeins nokkurum. Samkomulagsumleitanir byrjaðar milli Rúmena og Ungverja um Tran- sylvaniu. Einnig milli Rúmena og Búlgara EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Undirbúningsumræður byrjuðu fyrir skemstu í Búdapest milli Ungverja og Rúmena, um Transylvaníu. Er sendimaður Rúmena nú kominn aftur til Búkarest, til þess að ræða við stjórn sína. Sagt er, að Ungverjar, sem telja sér visan stuðning Þjóð- verja til þess að fá kröfum sínum framgengt, séu vongóðir um, að fá öllum sínum kröfum framgengt. En eftir fregnum frá Rúmeníu að dæma er mótspyrnan gegn samkomulagi mjög harðnandi þótt að svo stöddu verði ekki sagt, hvort Rúmenar áræða, þegar á reynir, að, hafna kröfum Ungverja. Vantar peningaskáp fyjpii? punds^ og dollara- seðlana, sem fljóta fyrir Noröurlandi - - Eins og öllum er kunnugt, hefir aldrei orðið meira tjón af því, hvað skipin tefjast nú vegna löndunarerfiðleika á síldinni, og tjónið er því tilfinnanlegra, sem verðið á síldinni er óvenjulega hátt, en aflinn hinsvegar með afbrigðum. Vísir átti í morgun tal við fréttaritara sinn á Siglufirði og skýrði hann blaðinu svo frá, að ekki væri nú rætt meira um ann- að, manna á meðal, en kælingu þá á síld, sem þeir liafa nú hafið útgerðarmennirnir Ingvar Vil- hjálmsson úr Reykjavík og Frið- rik Guðjónsson frá Siglufirði og verja þeir þúsundum króna til þessa fyrirtækis. Hafa þeir báðir þrær til um- ráða og tekur þró Ingvars 3—- 4000 mál. Báðir útgerðarmenn- irnir nota aðferð þá, sem Gisli Halldórsson, verkfræðingur, notaði 1937 og hefir lagt til að yrði notuð framvegis Eru þó ýms vahdkvæði á að fram- kvæma kælinguna af því, að sækja verðui; snjóinn langar leiðir upp i fjöll. Það er eins og maður sagði, sem leit inn á ritstjórn blaðsins i morgun: „Sjórinn er fljótandi í punds- og dollaraseðlum, en við verðum að láta þá liggja, vegna þess að peningaskápur ríkis- verksmiðjanna er of lítill. Væri ekki rétt að fá nýjan skáp?“ Hvatt til áframhald' andi norrænnar samvinnu. Stokkhólmi, í gær. Blaðið „Dagens nyheter“ birt- ir í gær ritstjórnargrein undir fyrirsögninni „Systkina milli“. 1 grein þessari er því haldið fram, að tengsl þau sem eru systkina milli, geti slitnáð sem hver önnur tengsli, og beri nú að nýta til hlítar öll skilyrði, sem Norðurlandaþjóðirnar liafa yfir að róða, til þess að bera boð þeirra milli, með það fyrir aug- um, að fullur skilningur verði rikjandi þrátt fyrir óvenjuleg- ar aðstæður, svo að unt verði að halda áfram samvinnu allra fimm Norðurlandaþjóðanna, og er í því sambandi íslands getið fyrst og fremst, en ísland hefir sýnt hug' sinn á því, að hafa áfr&m samvinnu við Norður- lönd með því að hafa stjórnar- fulllrúa í Stokkhólmi. H. W. Síldarsalan til Svía. —O— Bretar hafa gefíð leyfi sitt P ins og lesendum Vísis er kunnugt, hafa Svíar tjáð sig fúsa til að kaupa af okkur 125 þws. tnpnur af síld, TU þess að af þessum viðskiftum gæti crðið, þurfti leyfi ófriðaraðib anna. Bretar hafa nú samþykt fyrir sitt leyti, að Svíar kaupi hér fullfermi i þrjú nafngreind skip og mun eitt þeirra taka 25 þús. tunnhr. ; ^ Lcyfi Þjóðverja er enn ókum- ið, en ekkí mun vera ástæða til að ætla annað. en að þeír taki málaleilan Svía Vel ög gefi Íeyfi sitt. Fjöldi Frakka hand- tekinn fyrir mat- vælaþjófnað. Einkaskeyti frá United Press. Pétain-stjórnin hefir tilkynt, að búast megi við miklum máls- höfðunum í þeim hluta Frakk- íands, sem hún hefir yfir að ráða. Mörg hundruð menn eru grunaðir um að liafa brotist inn í matvælageymslur liersins á undanhaldinu og rænt þar. í Lyon einni hafa rúmlega 100 menn verið handteknir. — Lög- reglan hefir tilkynt, að ef menn skili ekki aftur þýfinu irinan þriggja daga, verði enn fleiri handtökur látnar fram fara. Hvergi í Frakklandi er nú smjör fáanlegt nema í Norman- die, en þar liggur það undir skemdum, vegna þess að engin tæki eru fáanleg til aíð flytja það á markaðina. Búist er við að matvælaskamb ar verði minkáðir bráðlega, Neðanmálssagan Neðanmálssögu þeirri, sem Vísir hefir hirt að undan- förnu, er lokifi í blaðinu i dag.Ámorgun liefst saga eftir kunnan höfund, Arthur Quil- ler-Couch. Sagan er sérkenni- leg, en stutt, og verður birt- ingu hennar lokið eftir nokkra daga. — Þar næst verður birt mjög „spenn- andi“ saga, og verður sagt nánara frá henni, er birting hennar hefst. Landvarnarádstafanip Bandaríkjamanna. Lög §em lieiniila. að 360.000 menn séo kvaclflir til herþjouuista, §am> samþykt í öldnngadeildinni. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregn frá Washington í morgun hennir, að öldunga- deild þ.jóðþings Bandaríkjanna hafi samþykt frumvarp til laga, sem heimilar Roosevelt forseta að kve’ðja til vopna 360.000 menn af landvarnaliðinu, og er svo ráð fyrir gert, að mcnn þessir gegni herþjónustu eitt ár. Frumvarpið er nú komið til fulltrúadeildarinnar og er búst við, að það fái fljóta afgreiðslu þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.