Vísir - 10.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 10.08.1940, Blaðsíða 1
Kristj Ritstjóri: án Guðlauc sson Félagspi Skrifstofur -entsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 10. ágúst 1940. 182. tbl. Frakkar fá ekki 100.000 smáL aí hveiti, sem þeir höfðu samið um kaup á í Kanada. Œ3NKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. ^Éjj|i amkvæmt áreiðanlegum heimildum í Vichy, að- i£^^ setursstað frönsku sjórnarinnar hefir kana- diska stjórnin tekið ákvörðun um, að selja ekki 100.000 smálestir af hveiti, sem ríkisstjórnin í Yichy hafði farið fram á að fá keypt. Var svo ráð fyrir gert, að hveitiflutningarnir byrjuðu þegar, enda er sagt að matvælabirgðir í Frakkandi séu af skornum skamti. Kanadiska stjórnih mun haf a tekið þessa afstöðu vegna þess,rað breska stjórnin neitaði að veita leyfi til flutn- inganna fyrir sína hönd, vegna hafnbannsins. Leit breska stjörnin svo á, að því er talið er, að ekki væri trygging fyrir því, að hveitið kæmi ekki Þjóðverjum að notum.í"íær haf nbann Breta sem kunnugt er ekki aðeins til Þýskalands heldur og til þeirra landa, sem Þjóðverj- ar hafa hernumið. — Hefir mikið verið rætt og ritað að undanförnu um það, vestan hafs og austan, hvort leyfa ætti matvælaflutninga frá Ameríku til þjóðanna í löndum þeim, sem Þjóðverjar hafa hernumið, en sú skoðun hefir komið mjög greinilega fram í Bretlandi og jáfnvel Bandaríkjunum líka, að með því að leyfa slíka mátvælaflutnlnga væri í rauninni Hitler hjálpað. Sum blöð hafa tekið svo djúpt í árinni, að segja að það stæði Hitler næst að sjá þjóðunum í hinum hernumdu löndum fyrir nægum matvælum. Sendiherra U.S.A. í Belgíu skipað að koma heim. IftstMii hcfir f engið sívítur li|sí ríkis- stjórn ^isBiai. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Sendiherra Bandaríkjanna í Belgíu, sem undanfarna daga hefir verið í London, hefir fengið fyrirskipun um, að koma til Washington þegar í stað, til viðræðna við ríkisstjórn sína. Er sendiherrann lagður af stað til Lissabon en þaðan fer hann loft- leiðis vestur. .,-, -; Orsök þess, að sendiherrann hefir verið kvaddur heim í skyhdi, -er sú, að fyrri hluta yfirstandandi viku, var birt viðtal við hann í bresku blaði, þar sem sendiherrann gerði grein fyrir ástandi og horfum í Belgíu, m. a. með tilliti til matvælabirgða. Taldi hann nauðsynlegt að hjálpa Belgiumönnum, sem lifðu að miklu leyti á iðnaði, og yrðu að flytja inn megnið af matvælum sínum " o. f 1. Lét hann í ljós skoðanir sínar á hvað gera bæri. Bandaríkja- stjórn taldi sendiherrann ekki hafa fylgt þeim reglum, sem skylt var, með því að leyfa að birt væri viðtal Við hann um það, sem að framan var minst á, og hefir Sumner Welles aðstoðar-utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna tilkynt, að það hafi ekki verið skoðanir Bandaríkjastjórnar, sem sendiherrann lét í ljós. Ógurleg loftárás á Chungking. 90 japanskar flugvél- ar tóku þátt í árásinni Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Japanir gerðu í gær einhverja liina mestu loftárás, sem þeir nokkuru sinni hafa gert í yfir- standandi styrjöld, er 90 flug- vélar þeirra flugu yfir Chung- king, þar sem ríkisstjórn Chi- angs-Kai-sheks hefir aðsetur. Miklum fjölda sprengikúlna og íkveikjusprengja var varpað yfir horgina og varð af gífur- legt tjón. Árásin hefir vekið mikla gremju í Bandarikjunum, því að suðurhverfi borgarinnar, sem Japanir liafa lofað að gera ekki árásir á, var ekki hlíft, en í þessum borgarhluta er bú- staður ræðismanns Bandaríkj- anna, og hús, sem amerískar stofnanir eiga. Skemdust sum þeirra, þar af eiíf mikið. Ann- Iiiufæ.<lclir Uuyuraienn æf ðir scin f all- hlífarhcrmcnn Einkask. frá United Press. London í morgun. Fregnir frá Rómaborg herma, að Italir hafi æft inn- fædda Libyumenn sem fall- hlífarhermenn. í sambandi við fregnir um þetta hafa komið fram tilgátur um, að ítalir áformi innrás i Aden við Rauðahaf, og verði herlið flutt þangað loftleiðis er It- alir eru búnir að taka Breska Somaliland. Með töku hafn- arborganna i Breska Somali- landi og Aden ætla ítalir, að þeir geti lokað Rauðahafi að austanverðu. — En — segir eitt breska blaðið, sem um þetta skrifar — það er engu líkara en ítalir hafi gleymt breska flotanum við þessar bollaleggingar sínar. Og jafnframt er á það bent, að enn hafi Itahr hvorki náð Berþera né Aden. ars vantar enn sem komið er it- arlegar fregnir af tjóninu. Bretár hafa kallað herlið sitt f rá Shanghai og Norður-Kína, en Bandaríkjamenn hafa þar her- lið áfram. Hermálaráðuneyti Breta til- kynti í gær, að herlið Breta í Shanghai og Norður-Kína yrði flutt á brott. Hefir það verið til athugunar um skeið, að taka þetta skref. ¦ Mun þess meiri þörf annarsstaðar, og hefir ver- ið gefið i skyn, að það hafi ver- ið flutt til annara herstöðva. Bandarikjamenn hafa áfram herafla á sömu stöðum í Kína og áður. Bardagar í nánd við Peking. Fregnir bárust i gær um heiftarlega bardaga milli Jap- ana og Kínverja í nánd við Pek- ing, eða skamt fyrir sunnan borgina. Sagt er, að Kínverjar hafi aðalbækistöð hers síns á þessum slóðum tiltölulega skamt frá borginni. Hafa allar samgöngur i þess- uni landshluta verið hinar ó- tryggu»tu, vegna stöðugra árása frá hinum óreglulegu hersveit- um, sem berjast með Chiang- Kai-shek og hafa búið svo ram- lega um sig i fjÖllunum, að „refsileiðangrar" Japana hafa engan árangur borið. Japönum hefir ekki tekist að hrekja þess- ar hersveitir á brott úr stöðvum þeirra i fjöllunum. Sagt er, að hersveitir úr fastaher Chiangs Kai-sheks taki þátt i bardögun- um við Peking. Næturlæknar. 1 nótt: Halldór Stefánsson, Rán- argötu 12, sími 2234. Næturverðir í Lyfjabúomni IÖunni og Reykja- víkur apóteki. Aðra nótt: Þórarinn Sveinsson, Asvallagötu 5, sími 2714. Nætur- verÖir í Ingólfs apóteki og Lauga- vcgs apóteki. Loftái»ás á Motíerdamo Bretar gera i sifellu loftárásir á flugvelli Þjóðverja. Myndin er tekin í árás á flugvöllinn í Rotterdam. Örin bendir á stóra þýska sprengjuflugvél, sem stendúr á vellinum. $kutiill fvá Isafirði bjarg^ar SÍV maiius af §æn§kn skipi Frásögit loftskeytamannsins á Skutli, Bepgþóps Guðmundssonap Þegar botnvörpungurinn „SkutuII" frá ísafirði var í síðustu siglingu sinni til Englands, bjargaði hann 26 karlmönnum og einni konu af sænsku skipi, erhafði orðið fyrir tundurskeyti. Fer hér á eftr frásögn loftskeytamannsins af Skutli, hr. Berg- þórs Guðmundssonar: „Það var um hálf ellefuleytið að morgni hins 3ja ágúst, er við vorum komnir á að giska 8 sjó- mílur suðaustur af Skerryvore, að við sáum til 2ja björgunar- báta, ekki mjög langt frá okkur. Veður var fremur gott, endumb. Roliert Ghormley vara- aðmíráll í U. S. A., senfl- ur til Loiiílon sem flotamálafulltrúi Bandaríkjastjórnar. EINKASKEYTI frá U. P. — London i morgun. Flotamálastjórnin í Was- hington hef ir tilkynt, að Ro- bert Ghormley varaaðmír- áll, aðstoðarflotaforingi Bandaríkjanna, verði send- ur til London sem flota- málafulltrúi Bandaríkja- stjórnar. — Ghormley tók þátt í Heimsstyrjöldinni og var sæmdur mörgum heið- ursmerkjum. Ráðstöfun þessi er talin merki um enn aukna sam- vinnu Breta og Bandaríkja- manna. ungsveður og þöka öðru hvoru. Við breyttum l>egar um stefnu og sigldum kulborðsmegin við bátana, tókum fólkið upp og annan björgunarbátinn, en hinn vár brotinn og hálffullur af sjó, og hann létum við sigla sinn sjó. Beyndust þessir bátar vera af sænska flutningaskipinu S.s. „Atos" frá Helsingborg en eig- ándi þess var ssenska útgerðar- félagið „Börjesonsrederi." í bátnum voru 27 manns, 26 karlmenn og ein kona, er var farþegi ásamt manni sínum og fjórum öðrum farþegum^ Hinir mennirnir voru áhöfn skipsins, 21 að tölu, en einn maður hafði farist, og var það bátsmaður, Gustav Nilsson að nafni. Sagðist skipstjóranum, Funn- ing frá Hernösand svo frá, að skipið hefði verið nýkomið frá New York og farið til Liverpool með fullfermi af vörum, er það losaði þar. Að því loknu fór skip- ið til Glasgow og tók þar i sig amerískar vörur er áttu að fara til Petsamo í Finnlandi, en flytj- ast þaðan méð járnbrautum til Svíþjóðar. Allmikið af fai-min- um var riffilskot er nota átti til íshafsleiðangra og veiðiferða norður í höf, en auk þessara skotfæra flutti skipið einnig bómull, sykur, kaffi, radio- lampa og útvarpstæki o. s. frv. Farmurinn allur var metinn á 26 miljónir sænskra króna. 'Kl. 9.20 að morgni hins 3. ág. sóst skyndilega til kafbáts, og úr því skif ti það engum togum, að kafbáturinn sendi þegar tundur- skej-ti er lenti í afturhluta skips- ins — einmitt þar sem skotfærin voru geymd. Orsakaði tundur- skeytið ægilega sprengingu, sem ekki verður með orðum lýst. Aftursiglan féll iitbyrðis bak- borðsmegin og um leið þeyttust afturlúgurnar hátt til lofts eins Og fiður í hvirfilvindi, brotnuðu sitndur og féllu hingað og þang- að niður á sjóinn. Bátsmaður- inn hafði verið þar að störfum, en hann þyrlaðist upp með spýtnabrakinu og' sást ekki fi-amar. i Skipið sökk á 6—7 minútum? og fólkið komst með naumind- um í bátana, sumt berfætt, klæðíítíð og áil þess að fá nokk- uru bjargað, öðru en þvi seri. það stóð í þegar sprengingin vai'ð. Við fórum með skipbrots- mennina til Fleetwood, en á leiðinni var það ákaflega hrætt, þorði ekki niður í skipið og vildi ekki halda sig annarsstaðar en aftur á skipinu uppi. Ef það heyrði minsta hljóð, hrökk það í kút af hræðslu. Hjónin sem voru með skip- inu voru sænskir Amerikuborg- arar, Bergström að nafni. Veitli maðurinn rafmagnsfirma i London forstöðu, en hafði und- anfarna mánuði ætlað að kom- ast til Svíþjóðar, án þess að það hefði hepnast. Gat hann þess, að hann hefði fyrir tveimur mánuðum komið á heimili Pét- urs Benediktssonar stjórnmála- erindreka í London, í þeim til- gangi að komast til Sviþjóðar yfir Island, en einnig þau sund hefðu verið lokuð".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.