Vísir - 10.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 10.08.1940, Blaðsíða 2
VtSIR VI DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlauprsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Heimspeki kramvöru- stefnunnar JÓNAS JÓNSSON, sem að eigin sögn hefir alt gert og öllu til leiðar komið er til franv fara horfir i þessu landi síðustu árin, hefir nú tekið að sér að vanda um við Vísi fyrir skoðan- ir hans á landsmálum. En í öllu moldviðrinu er aðeins eitt at- riði sem alt af kemur fram, sem mest ber á og alt snýst uni. Það eru „kramvöruliagsmunir“ Framsóknarflokksins. Vegna þeirra ræðst hann á Vísi og þá menn, se,m blaðinu stjórna. Vegna þeirra reynir hann að svívirða einstaka kaupsýslu- menn. Vegna jieirra hlæs hann að glæðum úlfúðar milli flokk- anna. Hann og aðrir framsóknar- menn tala um frið, frið í land- inu, frið milli stétta, frið í stjórninni. Sjálfur segist J. J. vera frumkvöðull friðarins og hínnar pólítísku samvinnu. En þrátt fyrir alt þetta friðarskraf legst hann og aðrir framsókn- armenn af alefli á móti því, að friður geti tekist um verslunar- málin. Þar má engu hliðra til. Þar má hvergi taka til greina óskir andstæðinganna. Þar má engu breyta. Þó veit J. J. og samherjar hans að „friður“ tekst ekki fyrr en um það deilu- mál hefir verið samið, eða því komið í það liorf, er báðir aðilar geti við unað. En velvildin í garð verslunar- stéttarinnar er þannig vaxin, að hvert tækifæri er notað til þess að telja þjóðinni trú um, að deilan byggist á þvi, að kaup- mennirnir heimti ótakinarkað- an innflutning, til þess að geta svalað sinni óseðjandi gróða- fíkn. Framsóknarmenn láta í veðri vaka að öll deilan snúist um þetta og að þeir berjist fyrir hagsmunum þjóðarinnar gegn fjárgróðabraski „heildsalavalds- ins“. Aldrei hefir nokkur mál- færsla i þessu landi verið flutt af minni sannleiksást né meiri fyrirlitningu á staðreyndum. Deilan snýst um eitt atriði og í raun og veru aðeins um það at- riði, hvort kaupfélögin eigi að njóta forréttinda i versluninni eða hvort kaupmenn eigi að vera þar jafn rétthár aðili. Um þetta er deilt og ekkert annað. Málafærsla J. J. og ýmsra annara framsóknarmanna er ó- söiin. Hún er vísvitandi blekk- ingar. Verslunarstéttin heimtar engin sérréttindi, lieldur aðeins jafnrétti. Hún hefir aldrei heimtað ótakmarkaðan inn- flutning, heldur réttlæti í úthlut- uninni. Hún hefir lýst yfir því, að hún mundi sætta sig við hvaða hömlur, sem nauðsyn þætti að setja á, ef slíkar ráð- stafanir væri látnar ganga jafnt yfir alla. Hún sættir sig enn við það, að hömlur séu á innflutn- ingnum, ef tekin er upp réttlát úthlutun, sem ekki ívilnar ein- um á kostnað annars af pólitísk- um ástæðum. Þetfa er afstaða verslunar- Geymsla bræðslusíldarínnar. ^ýjar kælifdrær ííaiiðsjnlegt franifai'aspoi'. Þegar svo er ástatt, að banna verður síldveiðar dögum saman meðan sjór er svartur af síld, klukkutíma siglingu undan verk- smiðju, Þegar svo er ástatt, að bannað er að landa hinum fljótandi haugum af pundsnótum og dollaraseðlum, er þá ástæða til að undrast þótt menn fari að klóra sér í höfðinu og spyrji: Eru peningaskápar síldarverksmiðjanna nógu stórir? — Eru síldar- geymslurnar nógu stórar? stéttarinnar. En kramvöru- hagsinunir Framsóknarflokks- ins telja jiáð ekki í sina þágu, að skýra rétt frá þessari afstöðu. Heimspeki kramvöru-stefnunn- ar, sem J. J. og ýmsir samverka- menn hans hafa fhitt um skeið, iiyg'gist á því, að skýra rangt frá afstöðu og rökum verslun- arstéttarinnar. .4 jiann eina hátt geta þeir afsakað sinn eigin mál- stað. Á þann hátt geta jieir leik- ið tveim skjöldum. A jiann hátt ge'la þeir íimbulfambað um „frið“ frammi fyrir þjóðinni, meðan jieir blása að glóðúm úlfúðarinnar og beita öllum kröftum til jiess að friður geti ekki tekist milli flokkanna. Svona er trúnaðurinn og lieil- indin. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Fregn frá Buenos Aires herniir, að ríkisstjórn Argen- tinu hafi gefið út tilskipun um brottvísan Carlos Arnolds úr landi, en hann er yfirmaður „Gestapo" þýskra nasista í Arg- entinu og stormsveita þeirra Jiar. Er talið, að frelcari ráð- stafanir verði gerðar til Jiess að hnekkja starfsemi argentiskra nazista. Samkomulag milli Búlgara og Rúmena. EINKASKEYTI frá U. P. — Londpn i morgun. Fregn liefir borist frá Buka- rest þess efnis, að samkomulag hafi náðst milli Búlgara og Bú- mena. Fá Búlgarar stóra sneið af Rúmeníu, en j>ó ekki alt Suð- ur-Dohruja-hérað, en einnig verður hin langa deila Rúmena og Búlgara leyst með íbúaskift- um. »Myndabyssur« bxesku flugvélanna. London í morgun. Flugmálasérfræðinguv „Daily Telegraph“ ræðir hina miklu viðureign xnilli jiýskra og breskra flugvéla í fyrradag í grein í blaðinu í morgun. Ræðir hann jiar- hinar fjarstæðu full- yrðingar Þjóðverja, að aðeins fáar þýskar flugvélar hafi far- ist, og lýsir Jieim aðferðum, sem Bretar beita til að sannrevna tjón andstæðinganna. „í hverri einustu breskri or- ustuflugvél er myndavél, sem stjórnað er eins og hverri ann- ari byssu, og tekur hún sjálf- krafa'inyndir um leið og hleypt er af vélbyssum flugvélarinnar. Vél Jiessi er kölluð „mynda- byssa“. Auk Jjess sem hún tek- ur myndir, tekur hún einnig tímann mjög nákvæmlega, og fyrirbyggir það, að ruglingi valdi, þó að tvær eða fleiri breskar vélar hjálpist að að skjóta niður eina Jiýska. í sam- bandi við Jiann vitnisburð, sem myndavélar þessar bera um or- ustuna, eru flugmennirnir siðan yfirheyrðir vandlega, og að þessum yfirheyrslum loknum er tilkynningin gefin út. Það liggur því í hlutarins eðli, að tilkynningunum hættir fremur við að ganga of skamt en of Þegar svo er ástatt, að taka verður áhverju suinri hinarlitlu og óhentugu lestar veiðiflotans fvrir Jiróargeymslu — einmitt meðan uppgripaafli er og til- kostnaður við veiðina litill — með jieim afleiðingum að marg- falt veiðimagn tapast, — Þegar svo er ástatt, að jiað sem upp úr skipunum kemur er í Jjokkabót mikið skenid vara, sem Jiýðir: hingað og ekki lengra góðir hálsar, hálfa ferð á press- una! Þegar svo er ástatt, að vinslan gengur aldrei seinna lieldur en einmitt Jiegar mest liggur við — Jiannig, að þá verða 2400 mála verksmiðjur að 1200 mála verk- smiðjum og Jiar fram eftir göt- unum: livert afkastað mál helm- ingi dýrara í vélainnkaupum, — Þegar svo er ástatt, að afurð- irnar eru framleiddar með þrautum og pínu úr úldnurn, rotnandi síldarhaugum — gef- andi lélega útkomu mjöls og lýs- is — með annars flokks gæðum og verði, — Og þegar svo er ástatt á hinn bóginn, að verksmiðjurnar eru dýrar, að þær Jiarf að afskrifa á 10 árum ef vel er, — að vinnslu- timi þeirra er frá 30 dögum upp í 3 mánuði árlega, vegna Jiess að þær standa iðulega tómar — biðandi eftir sild! Og Jiegar Jiað er loks athugað, að Jiau mál, sem unnin eru á Jiessum stutta tíma eiga að borga allan stofn-, rentu- og reksturskostnað — þessara véla, sem ekki eru nema hálf- drættingar — Jjegar Jiær eiga lif íjitt að launa — já er Jiá að furða Jiótt menn skyggnist eftir betra og meira geymslurúmi — en lestum síldarskipanná, hetri aðferðum til tryggingar geymslunni, en hingað lil hafa langt, enda liefir það hvað eftir annað komið fyrir, að sjónar- vottar hafa talið flugvélatjón Þjóðverja miklu meira en Jiað hefir verið talið í tilkynningum flugherstjórnarinnar. Það er gleðilegur votlur um styrk breska flughersins, að honum hefir lekist að valda sama hlutfallslega tjóni í liði andstæðinganna, þegar um stórfelda árás var að ræða.“ „Það getur skeð að enn verði um skeið hægt að halda hinu mikla flugvélatjóni leyndu fyrir | þýsku j)jóðinni“, segir í annari grein í sama blaði. „En innan Jjýska flqghersins verður ])vi tæplega lialdið leyndu til lengd- ar. Áhrifin verða augljós, Jiví að Jiað er óskemtileg tilliugsun, að fjórða, fimta eða sjötta hver flugvél skuli að jafnaði vera skotin niður fyrir þýska flug- hernum, Jiegar hann gerir á- rásir á England. Þetta veikir kjark hinna þýsku flugmanna og J>eir skilja nú betur en áður, að J>eir eru settir til að inna vonlaust verk af höndum. Þeg- ar flugvélatjón Þjóðverja er far- ið að nema meiru en 10% af flugvélum J>eim, sem sendar eru á vettvang, J>á er J>að frá Jjeirra sjónarmiði orðið vægast sagt hroðalegt“. verið starfræktar — með svo raunalega bágbornum árangri? .. Árið 1937 fer Gísli Halldórs- son verkfræðingur, Jjáverandi framkvæmdastjóri Ríkisverk- smiðjanna inn á nýja braut. Hann framkvæmir kælingu bræðslusildar á 1100 málum sildar. Tilraunin gefst að óvil- hallra manna dómi vel. Shr. skýrsla Trausta Ólafssonar efnafr. -—- Síldin hefir geymst margfalt betur en nokkur söltun befði áorkað. Þegar síldin er unnin mánað- argömul, gengur verksmiðjan með fylstu afköstum, afurða- magnið verður ágætt og afurð- irnar góðar. Gísli heldur því fram að síldina megi á þenna hátt geyma einn, tvo eða jafnvel þrjá mánuði lítið skemda. Um kostnaðarhliðina segir hann, að kostnaður við kælingu sé sist meiri en við stifa söltun, sem getur hinsvegar alls ekki trygt gæði síldarinnar, vinsluhraða og afurðamagn neitt sambæri- lega. En tilraun þessi „gleymist“ — það er breitt yfir hana með frásögnum af J>eim skemdum sem urðu á saltaðri síld — sem geymd var upp á gamla mátann í hinni tilvonandi kælijjró. Það líða tvö ár og málið liggur í dái. Gísli Halldórsson, sem hef- ir dvalið erlendis þessi tvö ár, vekur málið upp á ný, eins og frá var skýrt hér í blaðinu fyrir skemstu, og livað skeður? Tveir útgerðarmenn taka málið upp. Þeim leiðist löndunarbannið og biðirnar við bryggu rikis- verksmiðanna. Þeim finst rétt að reyna að geyma J>á sild, sem J>eir fá ekki að afhenda verk- smiðjunum, til seinni tima, þegar um hægist, og þeir velja hina einu aðferð sem von er um að geti geymt síldina eins lengi og nauðsyn ber til, kæliaðferð- ina. Þótt J>eir verði að notast við lélegar þrær, verði að sæka snjó- inn hátt upp í fjöll með æmúm kostnaði, j>á leggja J>eir á vað- ið, ef ske kynni að bjarga mætti verðmætum eða ryðja nýjar leiðir til gagns fyrir land og þjóð. — Ingvar Vilhjálmsson, Jón Sveinsson og Friðrik Gijðónsson eiga heiður skilið fyrir tilraun þá, er þeir hafa Iagt út í. — Og þess verður beðið með eftirvænt- ingu hvernig hin kælda síld reynist til vinnslu — eftir geymslutíma, sem ríða myndi saltáðri síld að fullu. — Reynist geymslan vel, er J>ess að vænta að liinar alvarleg- ustu athuganir verði látnar fara fram á því, hvort ekki sé með byggingum kæliþróa hægt að stíga stórt framfaraspor fyrir sildariðnað vorn. Reykjavíkur-börn í sveit. Þess er getið í síðasta hefti Kirkjuritsins, að á fjórða þúsund barna héðan úr bænum muni nú dveljast í sveit. Messur á morgun. 1 Laugarneskirkju kl. 2, síra Garðar Svavarsson. í Kristskirkju í Landakoti: Lág- messa kl. 6.30 árd., Hámessa kl. 9 árd. Engin siðdegisguðsþjónusta. Öll að Eiði á morgun! Sjálfstæðiskvenanfélagið Hvöt heldur skemtun að Eiði á morg- un og hefst hún kl. 3 siðdegis. Til skemtunar verða ræðuhöld, upplest- ur og dans. — Fjölmennið að Eiði á morgun, sjálfstæðismenn! Öll að Eiði á morgun! Næturakstur aðra nótt: Bst. Hekla, Lækjar- götu, sími 1515. ÖIl að Eiði á morgun! Helgidagslæknir. Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 67, sími 5204. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Kór- söngvar frá ýmsum löndum. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: Þætt- ir úr ferðasögum (H. Hjv.). 21.00 Hljómplötur: Dansar, leiknir á pí- anó. 21.30 Danslög til kl. 23. Öll að Eiði á morgun! Útvarpið á morgun. Kl. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sira Fr. Hallgr.). 12.10 Hádegis- útvarp. 19.30 Hljómplötur: Ung- versk fantasía eftir Liszt. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpshljómsveitin : Þjóðlög frá ýmsum löndum. 21.00 Leikþáttur: „Nilli í Naustinni, III: Hjá spákonunni" (Friðfinnur Guð- jónsson, Anna Guðmundsdóttir, Gunnjiórunn Halldórsdóttir). 21.30 Danslög til kl. 23.00. Júlíhefti Kirkjuritsins Jjetta ár er að mestu leyti helgað vígslu Háskólakapellunn- ar og Prestastefnunni, sem hald- in var hér í bænum siðast í júni- mánuði. Efnið er sem liér segir: Vigsla Háskólakapellunnar (með mynd af athöfnþmi). — Vígsluræða Sigurgeirs biskups Sigurðssonar. — Ræða Magnús- ar próf. Jónssonar (Lýsing á kapellunni). — Leiðin til full- komnunar (Predikun eftir Ás- mund próf. Guðmundsson). — Vígslu kapellunnar og Háskól- ans minst (við hámessu í Dóm- kirkjunni 16. júní af síra Bjarna Jónssyni, vígslubiskupi og dóm- kirkjupresti). — Tileinkað kap- ellu Háskólans (kvæði eftir G. P.)-----Prestastefnan (Ávarji biskups og yfirlitsskýrsla hans, nokkuð stytt). — Aðalfundur Biblíufélagsins. —- Aðalfundur . Prestafélags íslands. — Presta- félagsdeild Suðurlands o. fl. — Kirkjuritið er vel úr garði gert, enda eru ritstjórarnir (Ás- mundur Guðmundsson ogMagn- ús Jónsson) hið besta ritfærir menn, frjálslyndir og skemti- legir. Það er nú komið á sjötta árið og fara vinsældir J>ess sí- vaxandi. 794 ár. Seymour-f jölskyldan, sem er upp- runnin í Norwald í Ohio í U.S.A., telur sig vera „elstu“ fjölskyldu í landinu. Tíu systkini, sem eru á lífi, eru samtajs 794 ára gömul. Systkin- in eru þessi: James 87 ára, Mary 85, Edwin 84, Anne 82, Rhode 80, Carrie 79, Robert 77, Ella 74 og Jonathan 70 ára. Víkingar sækja að marki Fram. Markmaðurinn slær knöttinn frá markinu. íslandsmótið; Jaíntefli milli meistaranna, 2:2. |'|cikurinn í gær var, Jiegar á alt er litið, ekki eins skemti- legur og spennandi og leikur K. R. og Vals. Nokkur hluti síð- ara hálfleiks var þó mjög spennandi. — Veður var gott, kaldi á norðan. Áhorfendur voru um 2 þúsund. Víkingar kusu að leika undan vindi í fýrra hálfleik. Þeim tókst J>ó eklci að gera mark strax, heldur setti Fram fyrsta markið, þegar um 16 mín. voru liðnar af leilcnum. Varð Jjvaga upp við mark Víkinga og Haukur Ó. náði knettinum, en í stað J>ess að reyna að koma honum fram, lék liann „sóló“ með hann fyrir markið. Víkingar jöfnuðu leikinn stundarfjórðungi siðar, en Fram gerði aftur mark er 3 mín. voru eftir af hálfleiknum. Síðara mark sitt settu Vík- ingar um miðjan síðara hálf- leik. Höfðu Víkingar oft góðan samleik í þessum hálfleik og um tima var leikurinn afar spenn- andi. Úrslit leiksins voru mjög rétt, eftir frammistöðu liðanna. Vík- ingar höfðu betri samleik alla- jafna, en Framarar yoru kraft- meiri og snarpari, eins og J>eir eiga vanda til. Bæði liðin voru nokkuð breytt. í liði Fram var Ilaukur Antonsen hægri bakvörður, Sig- urður Jónsson var framvörður. Sú breyting hafði lítið að segja, og var vörnin jafn traust eftir sem áður. Högni og Sæmundur voru meðal Jjörfustu mann- anna. 1 liði Vikinga lék Vilherg framvörð, en ekki hægra út- lierja, eins og venjulega. Stóð hann sig vel. Eins og venjulega var Brandur trausti maðurinn í vörninni. Auk Brands voru Jjeir Ingi Pálsson og Haukur Óskars- son (þegar mesti sólóleikurinn er dreginn frá) með Jjeim hestu. hep. Druknun. g íðastliðið laugardagskveld varð það sorglega slys fyrir Norðurlandi, að háseti á vélskipinu Sæunni, Björn Búi Andrésson frá Grindavík, féll í sjóinn og druknaði. Sæunn var á leið út Skjálfanda og var með nótabátana á hlið- inni. Losnaði annar háturinn og ætlaði Bjöm að stökkva út í hann, en lenti milli skipsins og bátsins. Flaut liann aftur með skipinu og sáu skipverjar hann sökkva. Hans var leitað á aðra klukku- sutnd, en fanst ekki. Messur hér á landi árið sem leið voru alls 4499, að því er biskup skýrði frá á síðustu prestastefnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.