Vísir - 13.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 13.08.1940, Blaðsíða 1
Rítst jón *. Kristján Guðiaugsson Sltrifstofur: PéJagsprentsmtðjan (3. hæð). Ritstjóri Biaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla -T» 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 13. ágúst 1940. 184. tbl. Ó6URIÆGAR UOFTORUNT- UR AIÐ RRETJLAMD í GÆR. Aðalárásin var á Porísmouth. - - 500 þýskar flugvélar tóku þátt í árásinni----- 126 þýskar flogrvélar skotnar niður á 2 dögum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Hinir ægilegustu loftbardagar voru háðir við Bret- land í gær og í rauninni má segja, að ekkert lát hafi orðið á viðureignum í lofti í gær og fyrradag. Það er nú kunnugt, að samtals 126 þýskar flugvélar voru skotnar niður þessa tvo daga, þar af 61 í gær. Bretar mistu 39 orustuflugvélar. l>jóðverjar gerðu aðallega tilraunir til árása á flota- höf nina í Portsmouth og tókst þeim að valda nokkuru tjóni við höfnina, en um tjón á herskipum er ekki getið í tilkynningunum í gær. Það hefir vakið mikla ánægju í Bretlandi, að loftvarnabyssuskyttunum verður stöð- ugt betur ágengt að granda flugvélum Þjóðverja. Alls urðu sjö þýskar flugvélar fyrir skotum úr loftvarna- byssum í gær og hröpuðu til jarðar eða í sjó niður. Til marks um það hvert kapp Þjóðverjar leggja nú í sókn sína í lofti, er það, að þeir tefldu fram um 500 flugvélum í gær. Bresk blöð fara ekki dult með það, að það sem nú er barist um, er yfirráðin yfir Ermarsundi. En þau eru vongóð um, að Bretum muni auðnast að halda þessum yfirráðum. Flugfloti Bretlands eflist með degi hverj- um og segja þau, að kapp það, sem Þjóðverjar nú leggja í sóknina, sýni, að þeir muni ekki geta dregið öllu leng- ur að gera lokatilraun til þess að knýja fram úrslit. Þrátt fyrir hina áköfu bardaga yfir Portsmouth og víðar við strendur landsins gerðu þýskar flugvélar einnig árásir á staði inni í landi, m. a. í Wales, Kent og Sussex. w;ws Þótt Bretar verði að senda gif urlegan f jölda flugvéla til varnar gegn þýsku flugvélunum halda þeir áfram árásum sínum á hernaðarstaði í Þýskalandi og löndum þeim, sem Þjóðverjar hafa hernumið. Það er í þriðja skifti á 5 dögum, sem skotnar eru niður fyrir Þjóðverjum 60 flugvélar á einum dégi. Þrettán breskar flugvél- ar voru skotnar niður í gær. — I hörðustu hríðinni, þeirri, sem 500 flugvélar tóku þátt í, var líka varpað sprengjum á staði við Thamesárósa og viðar. Það er einróma álit blaðanna, að bardagamir í gær hafi verið svo harðir, að fullyrða megi, að orustan um Bretland sé byrjuð. 1 „Daily Mail" eru fregnirnar af loftorustunum birtar undir fyrirsögninni „Leifturstyrjöldin er byrjuð". Orusturnar miklu, semnú eru byrjaðar geta haft úrslitaáhrif í styrjöldinni. News Chronicle segir í ritstjórnargrein, að menn verði að bú- ast við, að árásirnar verði harðari með degi hverjum og gerðar víðar. Daily Express segir, að frá og með deginum í dag verði hver karl og kona á þessum eyjum að verða þátttakandi í stríðinu. Hversu langt sem heimili yðar er frá Ermarsundi megið þér búast við, að barist verði við bæjardyr yðar. t. mörgun var tilkynt, að miklir loftbardagar hefði byrj- að á ný snemma í morgun, og hefði lent í loftorustu mikilli yfir suðausturströndinni. — Að xninsta kosti sjö þýskar flugvél- ar voru skotnar niður. Bardögunum er ekki lokið. Sögufélagið. Aðalfundur þess verður haldinn í les'sal Þjó'Sskjalasafnsins í kvöld. Hefst hann 'kl. 9 stundvíslega. Byltingin i Albanii London i morgun. EINKASKEYTI frá U. P. — Óstaðfestar fregnir frá Belgrad herma, að 10.000 Fjórir af kunniisstii mönnnm Astralíu farast í f lugslysi. Meðal þeirra voni hermála- ogr flugmálaráölicrru landsius. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Sviplegt flugslys* varð í nánd við Canberra í gær, er flugvél hrapaði til jarðar nálægt flugstöðinni. Flugvélin var að koma frá Melbourne. Kviknaði í flugvélinni og fórust allir, sem í henni voru. Þeir voru G. A. Street, hermálaráðherra, Fairburn, flug- málaráðherra, Gallet, varaforseti framkvæmdaráðsins og Sir B. White, foresti herforingjaráðsins. Auk þess nokkurir starfs- menn þeirra og allir flugmennirnir. Fundi stjórnarinnar, sem halda átti í gær, var frestað! — Þingið hefir verið kvatt saman til fundar á morgun. Tillögup Hoovers mm bjálp gegn hungupsneyð í Ev#ópu Stj órnmálafréttaritari Times ritar í tilefni af tillögum Hoov- érs fyrv. Bandarikjaforseta: „Ef hinar opinberu skýrslur Þjóðverja væru teknar sem grundvöllur undir umræður um tillögur mr. Hoovers virðist svo, sem óþarfi sé að ræða yfirvof- andi hungursneyð í Evrópu. Þýsku yf irvöldin haf a hvað ef tir annað kallað hafnbannið þjóð- sögu og fullyrt að Þýskaland ætti nógar matvælabirgðir. Þeir segjast eiga yfir 7 milj. tonna af kornvörum, en auk þess er vitað að þeir hafa tekið meira en 2 milj. tonna af kornvörum frá löndum þeim, sem þeir hafa lagt undir sig. Breskir sérfræðingar vilja heldur líta á ástandið eins og það er. Innrásir Þjóðverja í ná- grannalöndin hafa valdið stór- kostlegum skemdum, uppsker- an hefir eyðilagst í víðlendum héruðum, landbúnaðarverka- menn hafa verið teknir i herþjónustu eða til fanga, og f lutningatækin haf a verið notuð til hernaðarþarfa. Breskir sér- fræðingar hafa sannfærst um það, að nóg er til af matvæl- um i Evrópu, ef Þjóðverjar geta komið lagi á flutninga og merg- sjúga ekki hin herteknu lönd. Þýsk yfirvöld hafa árum saman svikið sína eigin þjóð um lifs- nauðsynjar. „Byssur í stað smjörs" var meira en upphróp- un til þýsku þjóðarinnar, það var bláköld staðreynd. Þýska stjórnin reynir i stórum stíl að framleiða hergögn úr matvæl- um. Þeir nota árlega um 1 milj. tonna af kartöflum til að fram- leiða brensluspiritus. Glyserin Albaniumenn taki þátt í uppreistinni gegn Itölum. Uppreistin dreifist út um landið. Sagt er, að 400 ítalir hafi fallið í skærum við al- banska uppreistarmenn. og nytroglyserin er framleitt úr feiti, ýmisleg efni til flugvéla- framleiðslu er gert úr caseini, — það er aftur framleitt úr undanrennu. Þjóðverjar hafa jafnan gengið svo langt, að flytja út matvæli til að fá út- lendan gjaldeyri. I stuttu máli sagt eru matvæli þýðingarmikil hernaðarvara og þvi meir sem Þjóðverjar geta flutt inn af þeim, því betri aðstíöðu liafa þeir í stríðinu. Auk þess er það vitað, að alt aðrar reglur gilda um skömtun matvæla i Þýska- landi en i hinum herteknu lönd- um. Þjóðverjar reyna með ráðn- um hug að fæða sjálfa sig á kostnað hinna herteknu þjóða. Ef menn skyldu vera i nokkrum vafa um þetta, þarf ekki annað en að lesa það, sem Völkischer Beobachter birti fyrir skemstu: „Fyrsta skylda þýsku yfirvald- anna er að sjá þýskum almenn- ingi fyrir matvælum. Dettur Englendingum virkilega i hug, að Þjóðverjar fari að nota mat- vælabirgðir sínar til að fóðra Bretavinina á þeim í vetur?" Daily Telegraph ritar um matvælaástandið í Evrópu. Eng- um kom til hugar hungursneyð í Evrópu fyr en Hitler hafði ráðist á öll nágrannaríki sín. Það þarf ekki frekar vitnanna við en minnast orða Hitlers sjálfs, þegar hann sagði i ræðu i Bikisþinginu, að Þýskaland ætti nógar matvælabirgðir, hversu mjög sem ófriðurinn drægist á langinn. Nú hafa Þjóðverjar séð sér leik á borði að auka hergagnaframleiðslu sína, sem orðin var aðþrengd vegna hafnbanns Breta, með því að ræna matarbirgðum frá hinum herteknu löndum. Þá voru ekki flutningavandræðin, þegar flytja átti vörur frá her- teknu löndunum til Þýskalands, þq að þau geri nú skjótlega vart við sig, þegar til þess kem- ur að skila þýfinu aftur. Bræflslusíldaraflinn ca. 95% meirijn í fyrra. Bv. Garðar hæstur með 15401 mál. Tryggvi gamli -15253 m. - er næstur, Bræðslusíldaraflinn var, skv. skýrslu Fiskifél. Islands, orð- inn 1.590.551 hektolítrar á laugardagskveld. Þá um kveldið var búið að salt í 10.216 tn., þar af 6906 matjessíld. . Sömu tölur í fyrra voru 814.707 hektólítrar í bræðstu 12. ágúst og 50.189 tunnur í salt, en 13. ág. 1938 var bræðslu- síldaraftinn orðinn 1.093.045 hl. og söítunin nam 145 þús. tn. Hæsta skip veiðiflotans er bv. Garðar. Hann hafði á laugar- dagskveld lagt á land í bræðslu 15.401 mál. Næstur togaranna er Tryggvi gamti með 15.253 mál. Þeir leggja báðu* upp á Djúpavík. Af Hnuveiðurunum er ólaf ur Bjarnason hæstur með 14.984 mál, en næstur er Fjölnir með 11.183 mál. . .Gunnvör ér hæst mótorskip- anna með 12.328 máL en næst er Dagný með 12.314 mál. Botnvörpungar: Egill Skallagrímsson 5870, Garðar 14401, Gyllir 4730, Kári 10986, Bán 12511, Skallagrím- ur 6868, Surprise 9121, Tryggvi gamJi 15253. Línugufuskip: Aldan5238, Alden 3902, And- ey 5694, Ármann 9418, Bjarki 8005, Bjarnarey 7119, Björn austræni 4418 (94), Fjölnir 11183, Freyja 7131,Fróði 10321, Hringur 4637, Isleifur 3700 (138), Málmey 4071, Ólaf 5354, OÍafur Bjarnason 14984, Pjet- ursey 5026, Reykjanes 8186, Rifsnes 7389, Rúna 5849, Sig- ríður 5789, Sigrún 4530 (223), Skagfirðingur 3890, Sæborg 4630 (90), Sæfari 8109. Mótorskip: Aldan 2312, Ágústa 3447, Ari 1988 (92), Árni Ámason 5530, Ársæll 2842, Arthur & Fanney 2716 (51), Asbjörn 5189, Auð- björn 4349, Baldur 4536 (72), Bangsi 3552, Bára 3001, Birkir 4679 (135), Björn .6275, Bris 5164 (160), Dagný 12314, Dags- brún 726 (122), Dóra 5456, Eld- ey 11136, Einar Friðrik 1749 (159), Erna 7293, Fiskaklett- ur 5393 (129), Freyja 3347 (157), Frigg 2565, Fylkir 7983, Garðar 7415 (47), Gautur 3076, Geir 5893, Geir goði 6055, Glað- ur 5622 Gotta 2934 (72), Grótta Hefir borg með 3 þús. manns sópast burt í fellibylnum í U. S. A? London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregn frá Washington hermir, að Rauði Krossinn óttist um íbúa bæjarins Beau- f ort í South Carolina, en það- an hafa engar fregnir borist frá því er fellibylurinn reið þar yfir. 1 bæ þessum voru um 3000 manns. Ástandið á fellibylssvæðinu veldur, að ekki hefir verið unt að kom- ast þangað. 4647 (68), Guðný 1135 (96), Gulltoppur 5025 (112), Gull- veig 4150 (36), Gunnbjörn 4690, Gunnvör 12328, Gylfl 4363, Hafþór 1301 (101), Har- aldur 3634, Heimir 5689, Helga 5838, Helgi 5788, Hermóður 3565, Hermóður, Rvík 3468, Hilmir 4461 (76), Hjalteyrin 3066, Hrafnkel 1 goði 6056 (277), Hrefna 8122, Hrönn 5205 (167), Huginn I 8223, Huginn II 8560, Huginn IH 8991, Hvitingur 3531, Höskuld- ur 3720, Isleifur 2855, Jakob 2345, Jón Þorláksson 5145, Kári 4385, Keflvíkingur 7371, Keilir 6483 (152), Kolbrún 4854 (241), Kristján 9060, Leó 4997, Liv 5020, Már 6317, Mars 2452, (163), Meta 2841, Minnie 6906 (126), Nanna 4374 (212), Njáll 3077 (104), Olivette 3637, Pilot 3457, Rafn 7304, Sigurfari 7624, Síldin 4146, Sjöfn 3551, Sjö- stjarnan 4776 (314), Sleipnir 4398, Snorri 3439, Skaftfelling- ur 4884, Stella 6424, Súlan 9982 (45), Sæbjörn 5554 (12), Sæ- finnur 10536, Sæhrímnir 8803, Sævar 3841, Valbjörn 5109, Vé- björn 5404 (53), Vestri 3046 (28), Viðir 2896 (206), Vöggur 4452, Þingey 3418 (96), Þorgeir goði 4002 (177), Þóri'r 3753 (153), Þorsteinn 9401, Sæunn 3877, Sævar, Sigluf. 2149, Val- ur 1120 mál. Mótorskip 2 um nót: Aage og Hjörtur Pétursson 4388 (200), Alda og Hilmir 3849, Alda og Stathav 4138 (276), Anna og Einar Þveræing- ur 4409, Asbjörg og Auðbjörg 4139, Baldur og Björgvin 7372 (84), Barði og Vísir 5492, Bjarni Ólafsson og Bragi 4073 (298), Björg og Magni 3797, Björn Jör. og Leifur Fir. 6684 (127), Bliki og Muggur 4328, Brynjar og Skúli fógeti 2556, Christiane og Þór 4184, Eggert og Ingólfur 6305 (199), Einar og Stuðlafoss 3332, Erlingur I og Erlingur II 6221 (118), Freyja og Skúli fógeti 3901 (319), Frigg og Lagarfoss 5628, Fylkir og Gyllir 4540, Gísli J. Johnsen og Veiga 6075, Gull- toppur og Hafalda 4760 (25), Haki og Þór 1649. Ilannes Haf- stein og Helgi Hákonarson 4882, Hvanney og Síldin 2745 (103), íslendingur \ og Kristj án 3450 (330), Jórt. Finnsson og Víðir 5090 (83), Jón Stefánsson og Vonin 5836 (110), Karl og Svanur 931 (70), Muninn og Þór 1138, Muninn og Ægir 4310 (450), Óðinn og Ófeigur .6615, Reynir og Viðir 2550 (207), Snarfaii og Villi 4581 (173), Stigandi og Þráinn 4330. •itzliui ¦»! ma

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.