Vísir - 14.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 14.08.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar 1 660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Byrdar Reykvík- inga. AÐ er víst ekkert sérkenn- andi fyrir gjaldendur þessa bæjar, að þeim hrjóli eitt- hvert kjarnyrði af vörum, þeg- ar þeir sjá nafnið sitt í útsvars- skránni. Það er víst heldur ekk- ert sérkennandi fyrir gjaldend- ur Reylcjavíkur, að þeir láta yf- irleitt við lcjarnyrðin sitja, kvarta undan byrðunum, en gera sér þess ekki. grein, af hverju þær stafa, né á livern hátt sé tiltækilegt að létta þær. En byrðarnar hverfa ekki við það, að þeirn er bölsungið, frekar en meinsemdin við það, að sjúldingurinn kveinkar sér. Þess vegna er það nauðsynlegt, að þessi mál séu krufin til mergjar, öfgalaust og hleypi- dómalaust, orsakirnar raktar og ráðanna leitað. ’ Hér í blaðinu birtist í gær grein eftir Björn Ólafsson, stór- kaupmann, um byrðar reyk- vískra gjaldenda. Þessi grein er vafalaust meðal þess merkasta, sem lengi liefir verið skrifað um þessi vandamál höfuðstað- arins og raunar alls landsins. Orsakirnar eru hér raldar í fá- um en skýrum dráttum. Allir vita, að aðstreymið til Reykja- víkur hefir verið mikið, en þó munu fæstir hafa hugleitt hversu gífurlegt það hefir ver- ið í raun og veru. Á árunum 1921—1930 jókst ibúatala landsirts um 1395 að meðaltali á ári. Á sama tíma jókst íbúa- tala Reykjavikur um 1050 að meðaltali á ári. Á þessu tima- bili kemur með öðrum orðum 75% af allri fólksfjölgun lands- ins á Reykjavík eina. Menn skyldu ætla að hér væri um há- mark að ræða. En svo er ekki. Fólksfjölg- unin er á árunum 1931—1938 að meðaltali 1280. En á sama tima fjölgar fólki í Reykjavik um 1148 á ári. Kringum 90% af allri fólksfjölguninni á land- inu kemur á Reykjavík eina. Þessi óeðlilega fólksfjölgun í höfuðstaðnum hlaut auðvitað að draga dilk á eftir sér. Ot- svöriti fara hækkandi með hverju ári, sem líður. Árið 1934 eru þau 2,4 miljónir króna, eða 76 krónur á gjaldanda til jafn- aðar. Árið 1940 eru útsvörin komin upp í 5,9 miljónir króna og eru orðin 150 krónur til jafn- arar á hvern gjaldanda. Út- svarsbyrði hvers gjaldanda hef- ir þannig tvöfaldast á sjö ár- um. Fyrverandi stjórnarflokkar hafa mjög hælt sér af fram- færslulögunum frá 1935. En þá ríður fyrst um þverbak um fá- tækraframfærið í Reykjavík. Flest af því fólki, sem til bæj- arins flyst, er sárfátækt. Ef nokkuð ber út af er það komið á framfæri bæjarins. Loks er 6. hver maður kominn á fá- tækraframfæi’i 1937. Um þetta segir Björn Ólafsson: „Það ár (1937) voru slyrkveitingar samtals 1546 þús. kr., en af þeirri f járhæð rennur meira en helmingur, eða 874 þús. kr., til þeirra, sem gerðust styrkþegar á árunum 1934—37, eða eftir að framfærslulögin komu lil fram- kvæmda.“ Bj örn Ólafsson kemst að þeirri niðurstöðu, að bænum verði ekki bjargað, nema með því að loka honum fyrir að- flutningi fólks næstu 5 árin. Þessi fiinm ár ætti svo að nota til þess að bæta úr atvinnuskil- yrðum þeirra, sem þurfandi eru, en geta starfað og á annan bátt reisa skorður við því, að liér myndist staðbundin at- vinnuleysingjastétt, með öllu því böli, sem fylgir iðjulevsi og örbirgð.“ Að endingu ber Björn fram ýmsar bendingar, ekki aðeins uin fátækramálin, heldur einn- ig atvinnuvegina, fjárhagsmál- in, framkvæmdastjórn bæjar- ins og húsnæðismálin. Er hvert þessara alriða um sig þess vert, að því sé fullkominn gaumur gefinn. Þótt andstöðuflokkar sjálfstæðismanna eigi megin- þátt í hinum erfiða hag bæjar- ins, vegna þeirra ráðstáfana, sem þeir með meirihlutavaldi sínu á Alþingi hafa komið í lög bænum til tjóns, brýnir Björn það fyrir sjálfstæðismönnum, að það sé þeirra liutverk „að bjarga Reykjavík frá vandræð- um, sem við blasa og byggja hér upp bæ með traustum fjárhag og blómlegu atvinnulífi.“ Hin einarðlega grein þessa hagsýna og reynda kaupsýslumanns á vissulega erindi til liugsandi manna, bæði hér í Reykjavík og utan bæjar. HERTAKA ÐANMERKUR: Bv. Oarlir er fcoiin i 18. Kolkrabbi í síldinni. Djúpavík í morgun. ■gþ RÆR verksmiðunnar fyllast jafnóðum og úr þeim er tekið. I gærkveldi biðu fimm skip. Undanfarið hafa þessi skip landað liér: Surprise 1871 mál, Kári 1856, Sigriður 1200, Rifs- nes 1051, Von 1018, Aldan 912 og Síldin 883 mál. Skipin þurfa ekki að fara langt, rétt út á Húnaflóa. í gærkveldi biðu þessi skip: Tryggvi gamli með 1900 mál, Aldan 900, Rán 1600, Garðar 3000 og Rifsnes 1200 mál. Síldin er á leiðinni með fullfermi. Sur- prise og Kári voru við Selsker i morgun. Síldin .er orðin nokkuð mis- feit og er viða orðin ljónstygg, vegna smokkfisks og stórfisks. Hæstu skipin liér, og að lík- indum í öllum flotanum, eru Garðar með 18400 mál og Tryggvi gamli með 17200 mál. Björnsson. Umferðaraeglur. D ÆJARSTJÓRNARFUNDUR verður haldinn á morgun og verða þá m. a. lagðar fram tvær eftirfarandi tillögur í um- ferðarmálum , samkvæmt til- mælum lögreglustjóra og um- ferðarlögreglunnar. 1) Bæjarstjórn samþykkir að ákveða einstefnuakstur vagna og reiðhjóla, auk bifreiða um Hverfisgötu, frá vestri til aust- urs Ojg Laugaveg, frá austri til vesturs. 2) Á götum, þar sem ákveð- inn er einstefnuakstur, má skilja eftir reiðhjól, einungis við vinstri gangstétt og svo í reið- hjólagrindum, sem settar eru á gangstéttir, með samþykki lög- reglunnar. ÁGT l’iðtal við l'lSas* I»éa*^as*s©ii lælíssi. Tíðindamaður Vísis hafði tal-af Úlfari Þórðarsyni lækni, og' spurði hann um hertöku Danmerkui og ástandið þar, frá því að hertakan fór fram. ÍJIfar Þórðarson lauk prófi í læknavísindum v ið Háskólann í Reykjavílt 1936, en hefir undanfarin ár stundað augnlækningar sem sérgrein við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og víðar og lauk námi í sumar og kom heim með m.b. Frekjunni svo sem ltunnugt er orðið. Úlfar lýsir hertökunni fyrst og fremst út frá sínum eigin dyrum og hefst hér fráscgn hans: „Eg bjó í útjaðri Khafnar, á svokölluðu Bispebjerg, sem margir landar munu kannast við. En kvöldið þann 8. inaí íor eg niður í borgina, meðal ann- ars til þess að kveðja kunningja minn Jón, son Steingríms'Matt- bíassonar læknis, en liann vinn- ur á „Gullfossi“ og bjóst við að vera á föruni heim. Þegar eg kom niður í borgina varð mér litið á fregnmiða frá Politiken, þar sem sagt var frá því, að þýsku herflutningaskipi, „Rio de Janeiro“ að nafni, hefði verið sökt við Noregsstrendur ásamt tveimur olíuflutninga- skipum þýskum. í fregnmiðan- um var þess getið, að lá herflutn- ingaskipinu hefði verið riddara- lið, fluglið ásamt öðru herliði. Þetta kom mér strax mjög • Útfar Þórðarson. kynlega fyrir sjónir, að þýslct herlið, riddaralið og fluglið, skyldi hafa verið úti fyrir Nor- egsströndum, og eg þóttist þess fullviss, að einmitt þessa nótt myndi draga til mikilla tiðinda, því ef eg þekti Þjóðverja rétt, mundu þeir ekki láta þeirra at- burða óliefnt, sem að undan- förnu höfðu gerst við Noregs- strendur.“ „Sló ekki ótta á Dani yfirleitt við þessi tíðindi ?“ „Þenna fregnmiða! Nei, það var siður en svo. Eg held að fólk hafi yfirleitt ekki tekið eftir því hvað hér var á seiði. Það var löngu orðið mett á sríðsfregn- um, fregnum sem ýmist voru fullyrtar eða bornar til baka. Menn voru hættir að trúa stríðs- fregnum og flestar þeirra voru látnar eins og vindur um eyrun þjóta. En eg var liinsvegar alveg sannfærður um, að nú myndi Þjóðverjar láta til skarar skríða, annaðhvort gegn Norðmönnum eða Englendingum, og þegar eg kvaddi Jón, sagði eg hálft í gamni og hálft í alvöru: „Nú kemst þú ekki heiin, Jón!“ Hann liló við og tólc þetta ekki alvar- lega. Og þannig skildum við.“ „Bjóstu þá þegar við innrás Þjóðverja í Danmörku?“ „Nei, það var engin hugsun til, sem var f jær mér en hún. En mér fanst það einhvernveginn á mér, að yfir Noregi biði óveður stríðs og ógna, og að það myndi ná svo langt út i Atlantshaf, að skipum yrði ekki framar fært að sigla heim til íslands.“. „Bar ekkert frekar til tíð- inda þetta kvöld?“ „Nei ekkert. Eg efast um að nokkurn Hafnarbúa hafi órað fyrir þeim atburðum, sem dundu yfir Danmörku þá nótt, þegar þeir gengu til hvílu sinn- ar um kvöldið. Eg háttaði á venjulegum tíma, en kl. 4—5 um morguninn, vaknaði eg við einhvern óvenjulegan dyn, sem eg hafði ekki átt að venjast áð- ur. Eg heyrði strax að þetta var flgvéladynur, og jafnframt að liann var ekki í dönskum flug- vélum. Eg var orðinn of kunn- ugur vélaganginum í þeim, til þess að geta vilst á lionum. Eg rauk fram úr rúminu í ofboði og út á svalir, og sá þegar þá sýn, sem eg mun seint gleyma. 40 til 50 sprengjuflugvélar sveim- uðu uppi yfir mér i ein- um hóp og flugu oddaflugi i marga hringi, en i sömu svipan flugu 12 hraðfleygar hernaðar- flugvélar af nýjustu gerð rétt fyrir ofan húsaþökin með geig- vænlegum skarkala og stefndu beint til norðurs.“ „Var þér þá ljóst hvað skeð haf ði ?“ „Nei, enn þá ekki. Mér kom það ekki eitt einasta augnablik í hug, að Þjóðverjar væru bún- ir að taka Danmörku. En liitt kom mér strax til liugar, að nú hefði hugboð mitt Um liernaðar- aðgerðir við Noregsstrendur ræst, og það jafnframt, að nú væru Þjóðverar búnir að gefa djöflinum alt sem hlutleysi liéti, og að þeir flygju yfir Danmörku lil að stytta sér leið norður til Noregs. Eg ldæddi mig þess vegna ekki, heldur lagðist aftur upp í rúm. En það var ekki nokkur leið að sofna, því að dyn- urinn liélt látlaust áfram, enda var eg' svo æstur orðinn af til- hugsuninni um liver þremillinn væri á seiði, að það út af fyrir sig nægði til að halda vöku fyr- ir mér.“ „Hvenær fór þig að gruna það sanna i málinu?“ „Það leið enn nokkur stund. Eg skildi það að vísu ekki, að morgunútgáfan að ' Berlingske Tidende kom ekki á venjuleg- um tíma, eða kl. 6 árd., eg skildi það lieldur ekki, að í sporvagn- inum, seni' altaf var vanur að fara fyrir framan gluggann hjá mér og staðnæmast þar, heyrði eg ekki, og enn þótti mér það kynlegt, að dönsku loftvarna- byssurnar skyldu ekki láta í sér heyra þegar um jafu freklegt hlutleysisbrot var að ræða. Alt þetta var mér óskiljanleg ráð- gáta, en enn kom mér ekki til hugar að Danmörk væri hertek- ið land. Eg braut heilann um, hver f járinn það gæti verið, sem héldi sporvagninum mínum föstum, því að aldrei þessu vant, ætlaði eg þenna morgun með lionum. Hjólið mitt var i viðgerð og auk þess þurfti eg einmitt þenna dag að koma fyr á spítalann en venjulega, eða tæplega átta, í stað hálf níu. Eg brá mér inn til eins landa míns, er bjó i sama húsi og eg, áður en eg færi út, og sagði hon- um að himininn væri grár orð- inn af þýskum hernaðarflugvél- um. Hann rak upp skellihlátur, snéri sér vantrúarfullur Upp í liorn og bað mig að vera ekki að segja sér neinn þvætting. Þegar eg kom fram, mætti eg bréfberanum í dyrunum. Eg spurði hann þegar hvað þessi ó- læti ætlu að þýða. „Yi er besát af Tyskerne! Nörrebro er fuld af tyske Sol- dater! Langebro og Broen ved Fribavnen er sprængt! Ama- lienborg er omringet af tyske Soldater!“ Manninum var auðsýnilega mikið niðri fyrir og andlitssvip- ur hans bar þess vitni, að bon- um var þungt innanbrjósts.“ | „Og þá hefir þér orðið ljóst \ hvað var að ske?“ „Já, öll atvikakeðjan stóð Ijóslifandi {fvrir hugskotsaug- um minum, en eg bjóst við af- leiðingunum miklu geigvæn- legri en raun bar vitni. Þegar eg kom niður á Nörrebro, bjóst eg þar við fylkingum þýskra her- ! inanna, samkvæmt frásögn bréfberans, en þar var ekki nokkurn hermann að sjá, og alla leiðina til spítalans mætti eg ekki einum einasta þýskum her- manni. Þegar eg kom á spítalann flýtti eg mér á slysastofuna, því þar bjóst eg við fjökla særðra manna, karla og kvenna. En þar voru ekki nema tveir sjúk- Jingar fyrir. Annar þeirra var eldri maður, sem liafði ætlað sér af gömlum vana að ganga i gegnum Kongenshaven, en þýsku hermennirnir voru búnir Kaupisch flugforingi, yfinnaður ]iýska hersins i Höfn. Götuvörður Þjóðverja í Kaupmanna- liöfn, innrásar- dagfnn 9. apríl. Howard Smith, sendiherra Breta í Danmörku, sem var tekinn í Kaupmannhöfn af Þjóð- verjum 9. apríl, nú sendiherra Breta á íslandi. að loka honum ogbannaallaum- ferð um hann. Maðurinn hafði að vísu séð menn í einkennisldæðn- aði sem liann ekki kannaðist við, standa hjá hliðinu, en hann veitti því ekki neina atliygli og liélt sína leið eins og hann var vanur. Þá gekk einn hermann- anna í veginn fyrir liann og ætl- aði að verja honum inngöngu, en Daninn taldi víst að þetta væri einhver bölvuð fyllibytta sem væri að slangsast þarna og ýtti henni óþyrmilega frá. Þá skauí hermaðurinn skoti niður með fætinum á honum svo skórnir sviðnuðu og hann sviðnaði eitt- hvað á fæti, en um raunverulegt sár var ekki að ræða. Hvernig hinn inaðurinn særð- ist, vissi eg ekki, en það voru ekki skotsár og þau voru heldur ekki mikil." „Var ekkert skifst á skotum i Kaupmannaliöfn ?“ „Það var fullyrt að svo hefði verið. Það var t. d. sagt, að þegar Þjóðverjar komu til kastaláns á Löngulínu liefðu þeir gefið skip- un um, að opna liliðið samstund- is, en þegar á þvi varð lerigri bið en þeir töldu þurfa, vörpuðii þeir liandsprengjum á það og brutu það þannig upp. Sömuleiðis frétti eg, að þegar Þjóðverjar réðust inn á Amelienborg hefðu varðmenn konungs skelt sér flötum og hafið skothríð á fjandmannaherinn og hann aft- ur svarað í sömu mynt. Var mér sagt, að þeirri skotliríð liefði ekki lint fyr bn konungur kom sjálfur fram á svalir og bað menn sina að leggja vopnin niður.“ „Heldurðu að þetta sé satt?“ „Eg tel víst að einhver fótur sé fyrir þessu, þvi að nokkurum dögum seinna vann eg á her- spítalanum í Kliöfn og þá sá eg a. m. k. eina þrjá „húsara“ úr líf- varðarsveit lconungs, er Iiáu þar særðir.“ „Var ekki alment talið að mannfall hefði orðið litið i sam- bandi við hertöku Danmerkur?“ „Samkvæmt opinberum tií- , kynhingum höfðu 9 manns fall- ið af Dönum en aðeins 1 Þjóð- verji. Mér er samt ekki grun- laust um að fleiri hafi verið jarðaðir, bæði þýskir og dansk-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.