Vísir - 14.08.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 14.08.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR Meðan sólin skín er ágrætt tæktfæri til |i®s® all fá ®ér gráð FÖT frá ÁILAi?©SS. ÁL JIFOS Þingholísstræíi ir. Kvenlæknir einn sem eg vann með, fékk bréf frá dönskum hermanni er varði landamærin, og í bréfinu sagði hann að marg- ir þýskir skriðdrekar liefðu ver- ið eyðilagðir og fjöldi hennanna fallið.“ „Hvers varðstu svo 'frekar vísari þenna dag?“ „Þegar eg kom á spítalann livíldi jarðarfararstemning yfir öllum, starfsmönnum og sjúk- lingum. Þar frétti eg, að Þjóð- verjar væru húnir að hertaka alla Danmörlcu, og að þeir hefðu varpað sprengjum niðnr á ein- hverja flugvelli, sem reyndist þó ekki nema að litlu leyíi satl. Um hádegisbilið fóru sporvagn- ar að ganga. Þá komu blöðin líka út, og síminn var afgreiddur að nýju. Þenna dag var litið að gera á spítalanum. Það komu þangað ekki aðrir sjúklingar en þeir sem nauðsynlega þurftu aðgerðar, og þeir voru tiltölulega fáir. Eg komst því fyr en venjulega nið- ur í bæinn til að sjá með eigin augum hvað gerst liafði. Þar — niðri i miðbænum — voru þýskar hernaðarhifreiðar á ferð og flugi og þýskir hermenn með vélbyssur og byssustingi um öxl, héldu hvarvetna vörð, gráir fyrir járnum og hræðilega steingerðir útlits. Fyrstu dagana voru þeir næstum ómannlegir útlits, því þeir liorfðu ekki á mann, heldur horfðu þeir starandi augum heint fram fyrir sig, eins og steingerv- ingar, sem stara dauðum aug- um út í bláinn, og fyrstu dagana yrtu þeir ekki á neinn danskan mann. Það var sem hlæðu þeir múrvegg milli sín og fólksins. Þetta hefur sennilega verið gert samkvæmt fyrirskip- un, sennilega vegna tortrygni gagnvart íbúunum. Ef fólk þyrptist saman, dreifðu þeir því jafnharðan, því það var gefin út fyrirskipun þess efnis að fleiri en þrír menn mættu ekki hópa sig á götu. Það var gert til að fyrirbyggja óeirðir og uppþot. Danska lögreglan hélt áfram störfum sínum eins og venju- lega. Annars ' fóru herflutningar fram allan liðlangan daginn og þýskar liernaðarf lugvélar sveim- uðu stöðugt yfir borginni. Þegar blöðin komu út, skýrðu þau frá hertökunni og meðal annars gátu þau þess, að fallhlifarher- menn hefðu verið settir niður hjá Álaborg. Þeir vörpuðu sér niður með reiðhjól, og hjóluðu siðan inn i horgina og hertóku hana.“ „Hvernig tóku Danir hertök- unni?“ „Með alvöruþrunginni þögn. Þenna dag brostu þeir ekki, og marga þeirra sá eg með grá steingerð andlit, eins og eittlivað væri brostið inni í þeim. En það má segja þeim til lofs, að þeir lóku örlögum sínum með jafn- aðargeði og slillingu, án þess að mögla, án þess að hafa í heit- ingum, án þess að láta sér æs- ingarorð um munn fara, eða á nokkurn hátt að þeir gæfu til- efni til frekari ihlutunar af hálfu Þjóðverja." „Heyrðust ekki heldur inn- hyrðist neinar óánægjnraddir, þegar þeir töluðu sín á milli?“ „Auðvitað eru allir óánægðir, en flestir eru fámálir um þessi mál. Einstöku menn — þeir örustu — kendu stjórninni um, áhugaleysi hennar í land- varnarmiálunum og töldu það hefði verið hetra að berjast til hinsta blóðdropa, heldur en að lála svívirða sig á þenna hátt. Þessar raddir urðu eitthvað,há- værari þegar þær fregnir bárust, að Norðmenn herðust eins og ljón. Þá var eins og marga iðr- aði þess að hafa ekki gert það sama. En mikill meiri hluti fólks var það þó, sem taldi að- gerðaleysið hafa verið viturleg- ustu úrlausnina úr þvi sem komið var.“ „En livernig leist þú sjálfur á þessi mál?“ „Eg er ekki Dani, og þess verður ekki vænst af útlendingi að sömu tilfinningar hærist í brjósti þeirra gagnvart slíkum atburðum, sem landshúanna sjálfa. Hinsvegar fann eg lil þess í fyrsta skifti á minni æfi, og fann meira að segja átakanlega lil þess, hvað það var hágt að vera sonur lítillar, vanmátta og vopnlausrar þjóðar, sem verður að þola allar svívirðingar með þögn og þolá það, að á sér sé troðið án þess að geta spornað við því á nokkurn hátt.“ „Var ekki myrkvað þetta kvöld ?“ „Jú, og hefir verið myrkvað upp frá því. Myrkvunin kom á óvart og var mjög illa undirbú- in, en framkvæmd hennar tókst þegar á fyrsta kvöldi svo vel, að aðdáunarvert mátti telast. Allir sporvagnar gengu Ijóslausir strax þá um kvöldið, og það kalla eg vel að verið. Að vísu viltust bæði sporvagnarnir og mennirnir sem í þeim .voru fyrstu kvöldin, en slys hlutnst ekki af, o'g það kom ekki veru- lega að sök. „Er ekki mikið um árekstra í myrkrinu á kvöldin?“ „Ekki liættulega. Mönnum er skipað að vera i hvítum kápum, eða með hvít myrkvunarbindi um handleggina, og í þessi hindi grillir maður á götunum.“ „Hefir orðið. vart matvæla- skorts í Danmörku eftir að Þjóðverjar komu þangað?“ „Engan veginn. Kaffi- og syk- urskömtun var komin á, áðnr en Þjóðverjar komu inn í landið, og það er eina matvælaskömtun- in auk smjörlíkis, sem þar fer frám. Ilinsvegar má ekki selja ný hrauð í brauðsöluhúsum fyr- ir þá sök, að brauðin þykja holl- ari og drýgri við geymslu, og svo er einnig hannað að „hamstra" í Khöfn.“ „Verslun liefir að sjálfsögðu breyst mikið?“ „Já. Frá því að Þjóðverjar tóku landið og alt til þessa, hafa Danir orðið að fá allar aðfluttar vörur í gegnum Þýskaland, og þá aðallega frá Þjóðverjum sjálfum. Núna eru Danir að semja við Rússa ipn kaup ávör- um, og sömuleiðis hafa þeir ver- ið að reyna að fá vöruslcifti við Svía. En að sjálfsögðu hljóta þeir eftir sem áður að fiá megnið af vörum sínum frá Þýska- landi.“ „Það er sagt, að Danir hafi orðið að breyta mjög húnaðar- háttum sínum?“ „Það er rétt. Á þessum fáu mánuðum, sem liðnir eru frá hertökunni, hefir orðið bylting á sviði landbúnaðarins í Dan- mörku. Áður voru húnaðar- hættir Dana miðaðir við hresk- an markað, en um leið og loku skaut fyrir hann, varð að skifta um búnaðarhátlu. Fóðurefni, sem voru aðkeypt, fást ekki lengur, og þess vegna verða Dan- ir að fella niður nokkurn hlnta stofns síns, nokkuð selja þeir til Þýskalands, en kj arna hans halda þeir eftir, og þeir liafa ákveðið að setja eklci meir á, en svo, að þeir geti fóðrað hann það vel, að stofninn úrkynjist ekki. Þá hafa Danir tekið liverja einustu, láður ónotaða landspildu, í rækt- un og ætla að rækta miklu meir af korni, sykurrófum, kartöflum og grænmeti en þeir gerðu áð- ur.“ „Og iðnaðurinn ?“ „Hann er ilja setlur vegna í hráefnaskorts. Yfirleitt liefir | iðnaðurinn orðið að draga ákaf- i lega mikið saman segl sín, i sumum greinum jafnvel orðið að hætta eða breyta um, til ann- arrar iðngreinar. Hvernig þetta tekst í framtíðinni er alt i ó- j vissu sem stendur, því það er veri.ð að fikra sig áfram með hægðinni, en það er ekki oflof um Dani, að þeir eru framúr- skarandi iðnaðarmenn á livaða sviði sem er, svo að vonandi auðnast þeim að ryðja sér á því sviði nýjar brautir. Smjörlíkis- iðnin er ein af þeim iðngrein- um, sem harðast hafa orðið úti í Danmörku. En þótt smjörlík- ið liafi svo að segja alveg horf- ið þar úr sögunni er samt til gnægð smjörs í landinu“. „Hafa elcki fiskveiðarnar að mestu lagst niður?“ „Danskur fiskur hefir ávalt verið vondur og dýr. En fisk- ur fæst þar ennþá, að vísu er minna um hann en áður og hann er eitthvað dýrari orðinn, en þó ekki lil mikilla muna. Og þær getsakir, að vörur hafi hækkað úr öllu liófi í Danmörku eftir að Þjóðverjar liertóku landið, eiga ekki við rök að styðjast, enda hefir hámarks- verð verið sett á flestar eða all- ar nauðsynjavörur.“ „En hvernig er sambandið núna milli Dana og þýsku her- mannanna?“ „Það hefir breyst til batnað- ar, tortrygnin hefir mikið liorf- ið, án þess þó að neinn sleikju- skapur sé þar á milli. Danir lilýða þeim skipunum möglun- arlaust, sem þýska herstjórnin gefur, og þeir reyna að sætla sig við umliverfið og skilyrðin eftir bestu getu. Eg skal segja þér ofurlitla sögu, sem eg heyrði í Kaupmannahöfn, og mér var sagt að væri sönn. Þýski herstjórinn í Kliöfn, Kau- pisch herforingi, dáðist að þvi við Ivaper yfirhorgarstjóra í Höfn, hvað Danir liefðu i liví- vetna sýnt mikinn aga, bæði í myrkvuninni og eins öðru þvi sem hertakan lagði þeim á herðar. En þá svaraði Kaper: „Det er ikke Disciplin, det er Kultur“ (Það er ekki agi, það er menning). Þessi saga bregð- ur nokkru Ijósi yfir það, hvern- ig Danir líta ó málin í heima- landi sínu“. „Hvert er viðhorf kvenna til hermannanna þýsku ?“ „Þær lita á þá sem óhoðna gesti. Þær eru að vísu kurteis- ar við þá‘, svara þeim ef á þær er yrt, en þær tala ekki eitt orð fram yfir það, sem brýna þörf her til. Þeim þykir vansæmd að því, að láta sjá sig með þýskum hermanni. Þær fáu stúlkur, sem gefa sig að hermömmnum, eru stimplaðar i augum almennings og einna helst taldar í hóp þess sorplýðs, sem ávalt sé hverri þjóð til vanvirðu og smánar.“ %ih^L BUGLVSINGRR BRÉFHnUSfl BÓKflKÚPUR E.K ÖUSTURSTR.12. Mýtíslos .ífoiið 2 lierbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. okt. Barnlaust fólk. Skilvís greiðsla. Uppl. í síma 2670. Iþróttimar. Leiðari dagblaðsins Vísis 9. þ. m. er um íþróttirnar. Grein þessi kom á réttu augnabliki, til að styrkja þá hlið málsins, sem margir mætir íþróttamenn íelja rétta, að iþróttamanni sé i ekki heitt í fjölda íþróttagreína S til að afla félagi sínu eins eða í fleiri stiga. Þetta snertir þá menn, sem stunda frjálsar íþróttir. íþrólta- ráð Reykjavikur hefir rætt þetta mál fyrir nokkru, og fær nú virðulega og rökfasta að- stoð, til að fyrirbyggja, að slilc þróun, sem liér um ræðir, lialdi áfram. Persónulega vil eg að það séu þrjár íþróttagreinir, auk boðhlaups, sem sérhverjum iþróttamanni leyfist að keppa i. Það hefði verið erfitt fyrir einu eða tveimur árum að taka umrætt frjálsræði af iþrótta- mönnum eða félögum (með reglugerð), en nú verður málið auðsótt. Mér barst í bendur hréf frá tþrótlafélagi Reykjavíkur noklc- uru áður en Visir kom með þessa gJóðu grein, og er hréfið um sama efni. Einnig hafa margir mætir menn í Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur og Glimufélaginu Ármanni rætt málið við mig í sama anda, og þykist eg þess vegna geta glatt greinarhöfund með því, að mál- ið vei’ður afgreitt fyrir næsla stax-fsár samkvæmt hans vilja og margra annara. S. R. Ódýrt þvottaefni Sunlight-sápa 1.15 st. Stanga-sápa ísl. 1.00 st. Ki’istal-sápa 1.00 pk. 12 tegundir af handsápu frá 0.35 stk. i / i~£ 7 í þ&r sopópó ekks Husgagna- bólstrara vantar mig- strax. Kristján Siggeirsson IfsÍK 4«láís«i! til kaups. timhurhús eða steinhús. Málft hús geiur komið til greina. Uthorguu 15' þúsund. Uppl. gefur t Haraldur Guðmundsson lögiltiir fasteignasalL Hafnarstræti 15, Sími 5415 og 5414 heima. lESÍÍjSlíl - llSflff alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. Silfurbrúðkaup eiga i dag, 14. ágúst, frú Ingi- björg Þorláksdóttir og Jón Haf- liðason fulltrúi. Það er að vísu vitað, að þessi merlcishjón óska ekki eftir lofi eða öðru lilstandi í sambandi við þessi límamót i lifi þeirx-a. En það er líka vitað, að svo eru þau vinsæl og svo mörgum hafa þau sýnt vinarþel, að þeir I hinir sönux óska einlæglega eft- i ir að mega óska þeim og börn- j unx þeirra til hamingju með j þessi fjTstu 25 ár af hjúskapar- 1 tiina þeirra. Þau lijónin liafa bæði, sam- hent í því sem öðru, unnið í mörg herrans ár i Goodtempl- araregluiini, og áunnið sér traust og virðingu. Ómetanlegt gagn er bindind- isstai’fseminni að slíkunx liðs- mönnum sem þeim hjónunx, og það fullyrði eg, að þeiri’a lieit- asta ósk er að vinna góðunx og göfugum hugsjónum alt það gagn, sem þau fi-anxast nxega. Þ. J. S. Matreiðslubúk eftir frk. HELGU THORLACIUS, með formála efíir BJARNA BJARNASON lækni, er komin út. Frk. Helga Thorlacius er löngu orðin þ jóðkunn fyr- ir framúrskarandi þekkingu á sviði matgerðarlistármn- ar og hefir á undanförnum árum beitt sér af aleflí fyiir aukinni grænmetisneyslu og neyslu ýmissa innlendra jurta, t. d. skarfakáls, hvannar, heimulanjóla fedf- blöðku, Ólafssúru, sölva, f jallagrasa, berja o. s. frv. — I bókinni er sérstakur kafli um tilbúning drykkja úr innlendum jurtum. HÚSMÆÐUR! KynniS yður matreiðslubók He%ti Thorlacius áður en þér sjóðið niður fyrir veturinn. Bókin kostar aðeins kr. 4.00 í falfegu bandí. MaSur einn var á gangi uppi í sveit og mætti þá bónda einum, sem lxundur elti. Mennirnir tóku tal saman, en hundurinn settist og byrjaði jafnskjótt að ýlfra. , „Hvað er að honum?“ spurði maðurinn. „Hann er latur“, svaraði bóud- inn. „Ekki ýlfrar hann svona af eintómri leti.“ „Ó-jú, hann.hefir sest á brenni- netlu og nennir ekki að standa upp.“ Goðu kartöflurnar senx húsmóðirin var að spyrja unx, fásl í i Slíl Laugavegi 1. ÚTBÚ, Fjölnisvegi 2. Hérnxeð tilkynnist vinum og vandamönnum að okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi Jón Benediktsscmv lést á Landakotsspítala 13. þ. m. Marín Gísladóttir, Ljósvallagölu 28, börn, tengdaböi’n og barnabörn. im-m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.