Vísir - 15.08.1940, Blaðsíða 1
Kristj Rítstjóri: án Gisölauc sson
Féíagsp Skrifstofur •entsmiðjan (3. hæð).
30. ár.
Reykjavík, fimtudaginn 15. ágúst 1940.
Ritstjóri ]
Blaðamenn Sími:
Áugiýsingar | 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla j
186. tbl.
Úrslitasókn ÞjóOverja er nú
í*eip hafa bannað allar danssamkomur éins og
fypip sókinina á Vesturvígstödvunum oq með~
an Póllandssóknin stóð yfir.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í margun.
Allar líkur benda nú til þess, að Þjóðverjar hafi lagt síðustu hönd á undirbún-
ing þann, sem þeir telja nauðsynlegan til þess að hef ja innrás, er beri tilætl-
aðan árangur. Eitt, sem bendir mjög til þessa, er bann það hið síðasta, sem
gefið hefir verið út í Berlín. Fréttaritari United Press þar í borg hefir símað, að gefið
hafi verið út bann við dansskemtunum á opinberum stöðum og í heimahúsum. Bann
þetta gengur í gildi í kvöld og mun standa um óákveðinn tíma.
Samskonar bann var sett gegn dansskemtunum 1. september síðastliðinn og stóð í
þrjár vikur, eða þartil Þjóðverjar höfðu gersigrað Pólverja og hreinsað til í landinu.
Þá var og bannað að dansa um alt Þýskaland, þegar sóknin mikla hóf st í Niðurlöndum
og syo aftur í Norður-Frakklandi.
Þykjast menn geta dregið af þessu þá ályktun, að úrslitasókn Þjóðverja og innrás-
in á England sé nú alveg að hef jast og megi jafnvel búast við upphafi hennar í nótt. —
Vmsar fregnir hafa ennfrem-
ur borist frá hlutlaUsum frétta-
riturum í Þýskalandi undan-
gengna daga. Segja þeir, að al-
menningurgeri sér miklar vonir.
um, að styrjöldinni verði lokið
fyrir vetur. Bíða menn þvi með
óþreyju, að tilkynt verði, að hin.
mikla fyrirhugaða innrás í Bret-
land verði hafin. Menn voru
f arnir að gera sér vonir um, að
sóknin yrði þegar hafin i yfix-
standandi mánuði og dráttur sá,
sem orðinn er, er farinn að fara
í taugarnar á mönnum, ekki síst
vegna þess, að það verður æ
kunnara í Þýskalandi, hversu
gífurlegt tjón hefir orðið af loft-
ánásum Breta á Vestur-Þýska-
land.
Fregn hefir borist um, að Hitl-
er hafi i gær rætt við helstu
ráðunauta sína i hernaðarmál-
um. Meðal þeirra var Göring,
hinn nýskipaði ríkis-marskálk-
ur, fremstur í flokki.
Þá er bent á það í Bretlandi,
að Þjóðverjar hafi að undan-
förnu haft miklar áhyggjur af
mótspyrnu þeirri, sem að und-
anförnu hefir gætt i ýmsum
þeim löndum, sem þeir haf a her-
numið. Seinast hafa borist
fregnir um magnaða mótspyrnu
gegn Þóðverjum i Vestur-Pól-
landi, og hafa Þjóðverjar dæmt
þar sjö Pólverja til lífláts. Búast
menn við, að mótspyrnan fari
vaxandi, og sé þar ein orsök
þess, að Þjóðverjar verði að gera
enn eina tilraun til þess að knýja
fram úrslit hið allra fyrsta —
ekki síst vegna þeirra áhrifa,
sem það mundi hafa heima f yrir,
ef innrásartilraunin yrði ekki
gerð. En það er viðurkent í
Þýskalandi, að Bretar hafi búið
æ betur Um sig að undanförnu,
og það verði þvi erfiðara að gei-a
innrásina, sem lengra liður. Hér
kemur loks til greina, að góð-
veðurstíminn styttist óðum.
síma fréttaritarar
United Press.
Einkaskeyti frá United Press.
JJMERÍSKUM fréttariturum í
Englandi ber saman um,
að almenningur hafi sýnt dá-
samlegt rólyndi í loftárásum
undangenginna daga. Fréttarit-
ari United Press í Portsmouth
hefir símað á þessa leið:
I fyrradag voru loftárásirnar
þær mestu, sem orðið hafa i
Portsmouth, síðan þær byrjuðu.
Samt sem áður bar ekki á nein-
um, óstyrk meðal almennings,
og er ekki annað hægt en að
dást að kjarki fólksins.
Annar fréttaritari United
Press var staddur í Bristol, og
farast honum svo orð:
I þessari mikilvægu höfn er
afgreitt mikið af inn- og út-
flutningi Breta, auk þess sem í
borginni eru mikilvægar verk-
smiðjur hergagnaiðnaðarins.
Hinum þýsku flugmönnum
tókst ekki að hitta neitt mark,
sem, máli skifti, og féllu þó
margar sprengjurnar yfir borg-
ina. En alt fór þar fram á sama
hátt og hversdagslega, og her-
gagnaverksmiðjurnar gengu
fyrir fullum krafti allan dag-
inn. Þar skemdust hvorki skip
né hafnarmannvirki.
Þektur rithöfundur, Mr. Vin-
cent Sheean, heimsótti aðal-
stöðvar flughersins á suð-aust-
urströndinni. Segir hann, að
fyrirkomulag hinna bresku
flugvalla sé svo gott og varnar-
tæki þeirra og samgöngutæki
svo örugg, að ekkert lát hafi
verið á! bardögum af hálf u
hinna bresku flugmanna, enda
tókst Þjóðverjum ekkert að
eyðileggja á flugvöllunum.
„Bjretar hafa lært margt af
óförum Frakka og starfshæfni
breska flughersins hefir fleygt
fram síðustu mánuðina. Það er
ekki annað hægt en að fá traust
á hinum breska flugher, þegar
maður hefir haft tækifæri til að
kynna sér stjórn hans og starf
frá fyrstu hendi."
1 VIÐRÆÐUR UNGVERJA OG
RUMENA BYRJA Á MORGUN.
Fulltrúar Ungverja og Rúm-
ena koma saman á fund á morg-
un til þess að ræða Transylvaniu-
málið. — Samkvæmt fregn frá
Bukarest höfðu verið gerðar sér-
stakar ráðstafanir til þess að
taka á móti fulltrúunum, er þeir
færi fram hjá Baile Herculan,
nálægt landamærum Jugoslaviu,
en stjórnarvöldin i Bukarest
fyrirskipuðu skyndilega, að eng-
in slík hátíðahöld skyldi fram
fara.
Óeírðir í Tékkó-
slóvakíu og
Danmörku.
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
Bresk blöð birta fregnir um,
að til óeirða hafi komið i Dan-
mörku og Tékkóslóvakíu. Virð-
ast óeirðirnar í Tékkóslóvakiu
hafa verið miklu alvarlegri.
Tékkneskir fascistar i Prag og
þýskir stormsveitarmenn gengu
þar í fylkingum um göturnar, og
er það fréttist um borgina
streymdi mikill mannfjöldi á
vettvang, og lenti brátt i alvar-
legum ryskingum. Horfði svo
alvarlega, að Hacha ríkisforseti
fór þess á leit við þýsk yfirvöld,
að þau fyrirskipuðu, að storm-
sveitarmenn drægi sig i hlé, til
þess að komið yrði á reglu. Var
leilal i illil-
17 þús. smálesta
skipi sökt.
330 manns bjargast
en yfir 30 fórust
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
Samkvæmt tilkynningu, sem
birt var í London i gærkveldi,
hefir þýskur kafbátur sökt
hj álparbeitiskipinu Transylvan-
ia, á Atlantshafi. Af um. 360
manns, sem á skipinu voru, var
um 330 bjargað, og eru þeir
komnir á land i breskri höfn.
Hinir fórust, að því er talið er.
Transylvania var 16.923 smá-
lesta skip og var eign Anchor-
línunnar. Var hún í ferðum
milli Bretlands og Bandaríkj-
anna. —
Breska vopnaða kaupfarið
Transylvania er sjötta vopnaða
kaupfarið, sem Bretar missa i
styrjöldinni. — Einum björgun-
arbátnum hvolfdi, og drukkn-
uðu þá allmargir menn. Tveim-
ur björgunarbátum til hvolfdi,
en flestum, sem í þeim voru, var
bjargað. — Mikill sjógangur
var, er skipinu var sökt.
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
I morgun var hafin leit að
þýskum fallhlífarhermönnum í
Skotlandi og Englandi, aðallega
í Midlands, því að fundist höfðu
þýskar fallhlífar á nokkrum
stöðum. Engir fallhlífarher-
menn höfðu að visu sést lenda,
en öryggis vegna þótti sjálfsagt
að gera gangskör að þvi að
komast að raun um hvort Þjóð-
verjar væri byrjaðir á eða væri
í þann veginn að byrja á sama
leiknum og í Hollandi, er þeir
létu fallhlífarmenn lenda í
hundraða og þúsundatali. Ekki
er enn kunnugt, að leitin að fall-
hlífarhermönnum, hafi borið
nokkurn árangur, og hafa kom-
ið fram tilgátur um, að Þjóð-
verjar hafi varpað niður fall-
hlifum í þeim tilgangi, að sá
orðrómur kæmist á kreik, að
þýskir fallhlifarhermenn hefði
lent í Englandi.
Hermenn í brynvörðum bif-
reiðum, flugvélar og heima-
varnarsveitalið í hverskonar far-
artækjum tók þátt i leitinni að
fallhlífarhermönnunum, aðal-
lega i Midlands og suðvestur-
hluta Skotlands. Alls fundust
xmi 30 fallhlifar. — Engir fall-
hlífarhermenn hafa fundist.
það gert, en miklar æsingar eru
sagðar i Prag, og margir menn
hafa verið handteknir.
1 Danmörku lenti saman
nokkrum ungum Dönum og
þýskum hermönnum. Var Dön-
um þessum gefið það að sök, að
þeir hefði skorið sundur síma-
þræði þýska hersins og fleiri
sakir voru á þá bornar. Voru
þeir dæmdir i fangelsi. I tilefni
af þessu hefir dómsmálanáð-
herra birt aðvörun til dönsku
þjóðarinnar, og beðið hana að
forðast alt, sem gæti leitt til þess
að sambúð Dana og þýska liers-
ins i Danmörku breyttist.
Flotamálaráðherra
Bandaríkjanna um
landvarnir þeirra.
London i morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Knox, flotamálaráðherra
Bandaríkjanna, hefir rætt um
nauðsyn þess, að landvarnir
Bandaríkjanna verði efldar sem
mest. Einkanlega ræddi hann
um flotann, með tilliti til þessa.
Hann kvað Bandaríkin ekki í
yfirvofandi hættu, en það yrði
Vcrkiiiu cr ckki lokið
Þar til styrjöldinni lýkur verða Þjóðverjar í N.-Frakklandi.
Myndin sýnir þýska hermenn við vinnu fyrir framan virki í
Siegfried-línunni. Eru þeir að s.létta yfir sprengjugígana og
moka ofan í skotgrafirnar, sem gráfnar hafa verið þár.
að efla landvarnirnar semmest
þar fyijr, og það þótt reynt yrði
af Þjóðverja hálfu að draga úr
ótta Bandaríkjamanna við það,
að einræðisríkin hefði áform á
prjónunum varðandi Vestur-
álfu.
Knox lýsti ýfir þeirri skoðun
sinni, að Bandarikin yrði að
vera svo öflug hernaðarlega, að
enginn þyrði að ráðast á þau.
„ Varnarlínur Bandarikj anna",
sagði hann, eru ekki landamæri
Bandarikjanna, og minti hann
á Panamaskurðinn í þvi sam-
bandi, Taldi hann nauðsynlegt,
að Vesturálfuríkin samræmdi
landvarnir sínar, svo að ekkert
Vesturálfuriki þyrfti að óttast
ágengni eða innrás.
Feróafélagid:
Tvær fcrðir iim
liclgrina.
FERÐAFÉLAG ISLANDS.
fer tvær skemtiferðir um
næstu helgi. Aðra ferðina, inn á
Kerlingarf jöll verður lagt af stað
kl. 3 síðdegis á laugardag og
komið heim á sunnudagskvöld.
Ekið verður um Gullfoss með
viðkomu i Hvítanesi, en dvalið í
Kerlingafjöllunum mest allan
sunnudaginn, en þau eru einhver
sérkennilegustu og fegurstu
fjöll Islands og hverasvæðið afar
einkennilegt.
Hin ferðin er gönguför á Esju.
Ekið i bílum upp að Bugðu í
Kjós. Gengið þaðan austan við
Flekkudal upp fjallið á Hátind og
haldið vestur eftir fjalhnu og
komið niður að Mógilsá.
Áskriftarlistar liggja frammi
á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs
og séu þátttakendur að Kerl-
ingafjallaferðiiini búnir að taka
farmiða fyrir kl. 7 á föstudag, en
að Esjuferðinni fyrir kl. 12 á
laugardag.
Stofnfundur Prestafé-
lags Austurlands.
"Ð iskupinn, hr. Sigurgeir
Sigurðsson, er nú í vísi-
tasíuferð um Austfirði. í fyrra-
dag hélt hann prestafund að
Ketilsstöðum á Völlum og var
þar stofnað Prestafélag Austur-
lands.
Á fundinum voru saman-
konmir niu prestar af 12 í Múla-
prófastsdæmi. Auk prófastanna
sr. Stefáns Björnssonar frá Eski-
firði og sr. Jakobs Einars^sonar
frá Hofi í Vopnafirði voru þar
þessir prestar: Pétur Magnús-
son, Vallanesi, Pétur T. Óddsson,
Djúpavogi, Sigurjón Jónsson,
Kirkjuæ, Sveinn Vikingur,
Seyðisfirði, Vigfús I. Sigurðsson,
Desjamýri, Vigfús Þórðarson,
Eydölum og Þórarinn Þórarins-
son, cand. theol., skólastjóri að
Eiðum.
1 stórn félagsins vorU kosnir:
Sveinn Víkingur, formaður, og
meðstjórnendur Jakob Einars-
son, prófastur, og Stefán Björns-
son, prfastur.
Samþykt var á stofnfundin-
um, að félagið skyldi vera deild
í Prestafélagi Islands.