Vísir - 15.08.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 15.08.1940, Blaðsíða 3
V I SIR Skopniymlsftsýiiiiig; Nigfiirðar S. Thoroddsen hefir vakið ahnenna athygli bæjarbúa. Má þar sjá marga bæjarbúa þekta, sem óþekta, og munu menn þar þekkja marg- an manninn, eins og t. d. þessi fjögur smárablöð. Sýningin er til húsa í Austur- stræti 14. Hafa fjöldamargir skoðað sýninguna, og margir þeirra látið listamanninn festa bæði ytri og innri mann sinn á pappírinn. AXEL THORSTEINSON: Roonevelt býðnr sig fram í 3|a simi. Eins og kunnugt er fara for- setakosnngar fram í Bandaríkj- unum á hausti komanda. Kosn- ingar þær, sem fara fram þar í landi fjórða hvert ár að liaust- inu, eru altaf kallaðar forseta- kosningamar, þvi að þá úr- skurða kjósendur landsins liver verða skuli ríkisforseti Banda- ríkjanna næstu fjögur ár, en hér er þó ekki einvörðungu um forsetakjör að ræða. Þegar kjós- endur Bandarikjanna, um 40 miljónir talsins ganga að kjör- borðinu þ. 5. nóvember næst- komandi, verða einnig kosnir 34 þingmenn i öldungadeild þjóð- þingsins og 435 fulltrúar í neðri deildina, eða fulltrúadeildina. Einnig verða kosnir ríkisstjórar i 35 ríkjum. I nokkurum rikjum fara þó kosningarnar eklci frain að öllu leyti 5. nóvember. Svo sem kunnugt er, þá eru aðal- stjórnmálaflokkarnir i Banda- ríkjunum tveir, flokkur repu- blikana og flokkur demokrata. Þessir stjórnmálaflokkar eru svo miklu fjölmennari en aðrir flokkar, að það er fyrirfram vit- að, að forsetaefni annarslivors þéssa flokks nær kosningu. For- setaefni sín velja þessir flokkar á flokksþingum, sem koma sam- an að sumrinu, alllöngu áður en kosningarnar fara fram, til þess að ganga frá kosningastefnu- skrá flokkanna og velja forseta- efni. Flokksþingi republikana, sem haldið var í Filadelfiu, er Iokið fyrir nokkuru, og varð fyrir valinu Wendell L. Willkie, maður sem til skamms tíma var málanna, og ekki hefir verið í flokki republikana nema tvö ár. Þótti það miklum tíðindum sæta, er Willkie sigraði í barátt- unni við eldri og reyndari stjórn- málamenn flokksins, ’en hann hafði langsamlega mest fylgi allra þeirra, sem til mála komu. Er hann dugnaðarmaður mikill og framkvæmda, frálslyndur vel og mannvinur, en af kunnugum mönnum vestra er talið, að það muni draga úr fylgi hans meðal alþýðu manna, að hann er mað- ur vellauðugur. Willkie er ein- dregið þeirrar skoðunar, að Bandaríkin eigi að slyðja Breta eftir bestu getu í styrjöldinni, en vill þó ekki, að Bandaríkin sendi her manns eða flota sinn til þess að berjast í öðum heimsálfum. Innan republikana flokksins voru margir, sem fylgja hinni svo nefndu einangrunarstefnu, þ. e. að Bandaríkin hafi engin eða sem minst afskifti af mál- efnum Evrópu, en með sigri Willkies hefir sú stefna fengið rothöggið, að þvi er talið er. Stefna demokrata, að því er styrjöldina snertir, er hin sama og Willkie’s, og það er engum vafa undirorpið, að henni verður fylgt, ef forSetacfni demokrata nær kosningu. Verður ekki dval- ist frekara við þá hlið málsins hér, enda iðulega að þessu vikið í blaðafréttum. Hér verður að- allega rætt um þanu mann, sem orðið hefir fyrir valinn sem for- setaefni demokrata, Franklin D. Roosevelt, hinn mikla mannvin og' stjórnmálamann sem svo mjög kemur við sögu á vorum tímum, en hann hefir nú verið forseti Bandarikjanna nærri tvö lcjörtimabil, eða á áttunda ár. (Hér má skjóta þvi inn í, að þótt forsetakosningarnar fari fram að haustinu telcur hinn nýi for- seti ekki við fyrr en 1. mars næsta ár). Þá er þess vert að geta, að enginn maður liefir enn verið forseti Bandaríkjanna nema tvö kjörtímabil, og til skamms tima hefir verið litið svo á, að liér væri um sv'o hefð- bundna venju að ræða, að til þess mundi aldrei koma og það níætti ekki koma fyrir, að sami maður gegndi lengur en átta ár ábyrgð- armesta og erfiðasta starfinu sem unnið er í þágu lands og þjóðar. En undanfarna mánuði hefir það verið stöðugt umræðu- efni ahnennings vestra og í blöð- um, hvaða ákvörðun Roosevelt myndi taka i þessu efni, en það var snemma, sem raddir fóru að heyrast um það, að Roosevelt ætti að gefa lcost á sér sem for- setaefni hið þriðja sinn. Hefir þeim, sem því eru fylgjandi, stöðugt bæst liðsauki, og það hefir komið greinilega í ljós í til- raunakosningum og á annan hátt að undanförnu, að fylgi fylgi Roosevelts hefir aldrei ver- ið meira með þjóðinni en nú. Hefir það því ekki spilt fyrir honum, að unnið liefir verið að þvi, að liann yrði enn í kjöri á hausti komanda. En hann hefir aldrei látið uppskátt um það, hvaða ákvörðun hann mundi taka, ef til stæði, að velja ætti hann sem forsetaefni, fyrr en nú, eftir að flokksþing demo- krata kom saman í Chicago s. 1. Frh. Geitháls verður rifinn! í gær var byrjað á að rífa tveir efstu hæðirnar af íbúðar- húsinu að Geithálsi, en það hef- ir staðið autt undanfarið, og all- ir þeir, sem lagt hafa leið sína austur, hafa undrast hið ömur- lega útlit hússins. Allir gluggar hafa verið brotnir í liúsinu, og' svo virðist, sem því hafi verið hróflað upp af hreinu handahófi, og prýði- lega hefir þar tekist að sneiða lijá öllum lögmálum byggingar- listar. Núverandi eigandi Geitháls hefir tjáð blaðinu, að breyting- ar þær, sem fram eiga að fara, séu styrktar að nokkru leyti af a tvinnum álaráðun ey tinu sam- kvæmt tillögum vegamálastjóra og Harðar Bjarnasonar arki- tekts. Mun framkvæmd verks- ins og eftirlit verða i höndum Harðar Bjarnasonar, sem einn- ig hefir gert uppdrátt af hinu nýja íbúðarhúsi að Geithálsi, sem verður ein hæð með lágu risi. Það er mikið ánægjuefni, að þær breytingar verða gerðar, sem að ofan greinir, og hverf- ur-þá hin ömurlegasta sjón, sem mætir mönnum á leiðinni aust- ur, og mætti raunar fleiri breyt- ingar gera á mannvirkjum við alfaraleið að skaðlausu. Hörður Bjarnason hefir sýnt mikinn áhuga fyrir ýmsum umbótamálum í þessu efni, og hefir hann náð samkomulagi við eiganda Geitháls um fram- angreindar breytingar. sínum eftir mætti og leggur síð- an tillögur sínar fyrir ríkis- stjórnina. Hún mun taka af- stöðu til, livort á að loka Áfeng- isversluninni eða koma á skömtun. „Tíminn“ og ungar stúlkur. Þess var nýlega getið í Tíman- um, a'S ungar stúlkur hér í bæ, sem kallast vilja „fínar“ og „þykjast vera af hinum betri ættum, dætur embættismanna, fésýslumanna o. s. frv.“, leiti nú mjög á fund enskra liðsforingja sér til skemtunar, en hinar ótignari stúlkur taki þær sér til fyrirmyndar og sæki óspart á fund dátanna sér til gleðiauka. Er svo aS sjá, sem blaðinu þyki fram- ferði hinna „ótignari“ næsta eðli- legt og á engan hátt aðfinsluvert, eins og á standi, þvi að þær „fínu“ beri i raun réttri alla ábyrgðina! Þær sé lærimeistarar „hinna ungu daðurdrósa“! En sumir ætla, að „daðurdrósirnar“, sem lúaðið nefn- ir svo, þurfi. enga lærimeistara eð- ur fyrirmyndir, því að náttúran muni náminu ríkari. — Hatrið til reykviskra „embættismanna og fé- sýslumanna“ hlýtur að vera orðið nokkuð rótgróið og illkynjað, þeg- ar reynt er að særa þá og svala sér á þeirn með dylgjum og svívirð- ingum um dætur þeirra. Bílierð verður að Hálsum í Skorra- dal á laugardagsmorgun n. k. fyrir þá sem vilja vera við jarðarför Runólfs Árnasonar. Uppl. í síma 2405 ög 5038 fyrir hádegi á morgun. — p . « ;í Hjartans þakkir ölíum yður, góðu mnir og gomlm Ú félagar, er mintust mín með vinsemd mikilli og oel- í; vild á níræðisafinæli mínu. Eg bið guð að blessa gðar í| og öll yðar góðu störf, er þér innið af hendi i þdgm O lands vors og þjóðar. p Hjalla í Ölfusi, 8. ágúst ÍÍEdL % íi Jón Jónsson frá Hlíðarendœi sooooooooooooooooeooooeoooooooooooooooooooooooooooaös^ kum - ikniRi Hraðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindóx®, Húseigendur. Þeir húseigendur, sem ætla að fela okkur sölu á Iiés- eignum sinum á næstkomandi hausti, eru heðnir aS§ koma til viðtals hið allra fyrsta. Fa§teig;iia- og; Verðlbréfasalaii (Lárus Jóhannesson, hrm.). Suðurgötu 4. Símar 3294, 4314. t Skrifstofa Tjarnargata 10 A. Sími 5948. Pósthólf 1034. Skemtun að Ölver. Málfundafélagið Njörður á Akranesi og Óðinn í Reykjavík halda sameiginlega skemtun að ölver, skemtistað sjálfstæðis- manna á Akranesi n. k. sunnu- dag, ef veður leyfir. Er þess að vænta að menn noti þetta ágæta tækifæri til þess að dvelja einn dag i hinu fagra Umliverfi, sem þarna er. Far- miðar verða seldir á skrifstofu Varðarfélagsins í Mjólkurfélags- húsinu og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar frá kl. 1 i dag og föstudag og laugardag. Ýms skemtiatriði vei’ða, sem menn munu fagna, og vex-ður nánar frá þeirn skýrt hér í hlað- inu síðar. áfcngisiiiáliiin. ÍKISSTJÓRNIN hefir skip- að 5 manna nefnd til að athuga og gera tillögur um skipun áfengismálanna fram- vegis. í nefndinni eiga þessir menn sæti: Felix Guðmundsson og Friðrik Ásmundsson Brekkan, fulltrúar Stórstúku Islands, Sveinn Sæmundsson, yfirlög- regluþjónn, fulltrúi lögreglunn- ar, Árni Benediktsson, fulltrúi Áfengisverslunar ríkisins og Ragnar Bjarkan, fulltrúi ríkis- stjórnarinnar. Nefndin mun hraða stöi’funx Ungur duglegur ábyggilegur maður óskar eft- ir atvinnu i vetur frá 1. sept. eða 1. okt. Sá sem getur út- vegað þessum manni vinnu fær fyrsla mánaðarkaupið. Ef einhver vildi sinna þessu, þá gjöri svo vel og leggi nafn og heimilisfang inn á afgr. Vísis fyrir finxtudagskvöld, merkt: „Sanngjarnt“. F=rXI M.b. Harpa hleður til Flateyrar, Suður- eyrar, Bolungarvíkur og ísa- fjarðar. Vörumóttaka til hádegis á morgun. Muniö að liafa með yður V asasöxighókina nú á sxmnudaginn. Hún vek- ur hvai’vetna gleði. — GELATIN matarlím- duft í bréfum. Einstakt lm§ Tlð Titaift§götii sem er tvær hæðir, 3 herbergi og eldliús livor og með geymslu, þvottahúsi og miðstöð í kjallai-a, er til sölu með aðgengilegum skilmálum. Faiteignii- og: Ycrðbréfasalaii (Lái-us Jóhannesson, hrnx.) Suðxxrgötu 4. Símar 3294, 4314. Húsakaupendur. Þeir, sem ætla að kaupa liús á komandi Iiausti, ætís að tala við okkur áður en þeir festa kaup annarsstaðar. > Höfum til sölu fjölda húsa í öllum bæjarhíulanm af 1 ýmsum stærðum og gæðum. Komið og látið okkur vita hvernig hús þér óskiS aS 1 kaupa og við munum síðar gera yður aðvart, ef viS eiM | höfum í svip hentugt hús fyrir yður. Faitdgna- ogr Vepðbréfasalaii ■ (Lárus Jóhannesson, lirm.).. Suðurgötu 4. Símar 3294, 4314. ! Elsku litli duengurinn okkar, Mapteinn, andaðist í gær að heimili okkar. Charlotte og Marteinn Einarssoa. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim. sem auðsýndía okkur hluttekningu við andlát og jarðarför xnóður oictax^ Önnu M. L. Daníelsson. bofia Daníelsson. Leopoldína Eiríkss-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.