Vísir - 17.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 17.08.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR r DAGBLAÐ Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Síldizmi mokað í sjóinn. gAMKVÆMT fregnum, er frá Siglufirði berast, stunda þau skip, sem í veiðibanni eru, síldveiðar til söltunar, og er afl- inn engu minni, ef ekki meiri, en hann hefir áður verið. Nokk- uð af síldinni er saltað, -— en megninu er mokað í sjóinn og fara þar mikil verðmæti for- görðum. Það er undravert, að slíkt skuii geta skeð á 20. öld- inni, öld vélanna, menningar- innar og framfaranna, og er hér ekki verið að sólunda verð- \ mætum algerlega að óþörfu. Að sögn standa nú síldar- þrær, sem Gísli Ilalldórsson verkfræðingur lét byggja, ónot- aðar að mestu, og stjórn síldar- verksmiðja ríkisins telur það ekki ómaksins vert að nota þær, nema að Iitlu leyti, þótt aðrar verksmiðjur hafi nú tekið upp þá aðferð að frysta eða kæla sildina, en með sliku móti má geyma síldina lengi, án þess að hana saki. Það hafa tilraunir sannað, sem gerðar liafa verið. Nú er það að vísu svo, að vel kann það að vera ýmsum erfið- leikum háð að taka upp þessa kælivörslu síldarinnar, og að sjálfsögðu hefir það í för með sér aukinn kostnað fyrir verk- smiðjurnar, en þá er því til að svara að verksmiðjurekslurinn á ekki fyrst og fremst að miða að því að skapa verksmiðjun- um liagnað, heldur öllu frekar að hinu að skapa þjóðarbúinu verðmæti og sildarútvegsmönn- um og sjómönnum góða af- komu. Menn fá ekki skilið það, að sildarverksmiðjur ríkisins geti ekki, sér að meinfangalitlu tekið upp hina nýju kæliaðferð, að dæmi annara verksmiðja, og þótt ekkert væri annað unnið, er tilraunin vel þess verð að hún verði gerð, og lialdið þar áfram er Gísli Halldórsson hvarf frá. Eftir þeim gögnum að dæma, sem fyrir liggja, sýnast tilraun- ir Gísla hafa borið góðan ár- angur, og vitað er að þær vöktu mikla athygli, t. d. í Noregi, en Norðmenn standa mjög franv arlega i síldariðnaðinum. Ef kæliaðferðin reynist örugg, er ráðin bót á einhverju hinu mesta vandamáli, og sú firra kveðin niður, að stöðugt skuli síldarverksmiðjum fjölgað, þar til er þær anna vinslu á mesta afla veiðiflotans, án þess að til stöðvunar komi. Enga sérfræð- inga þarf til að fullyrða, að ef unt er að komast hjá frekari verksmiðjubyggingum, með því að auka þróarplássið, er það að öllu leyti hagkvæmara. Véla- kerfi verksmiðjanna gengur fljótt úr sér, en þrærnar endast von úr viti, og væri því stórt skref stigið í menningarátt, ef aðferð fyndist, sem reyndist ör- ugg til varðveislu síldar, þann- ig að hún reyndist ekki lalcari að gæðum eftir langa geymslu í þró, en tiltölulega ný síld. Rannsóknir Trausta Ólafssonar sanna, að góður árangur hefir náðst, með þeim tilraunum, sem þegar hafa verið gerðar, og þótt þær kunni að hafa orðið kostnaðarsamar, má án efa yf- rnn nýju húsakynni Landsbank ans vom f@kin Aigreiðslurými tvöfaldast við breytinguna. íkisstjórn, bankamönnum o. fl. var í gær boðið að skoða hin nýju húsakynni bankans, sem tekin voru í riotkun í morgun. — Georg Ólafsson, bankastjóri, bauð gesti velkomna og lýsti síðan byggingunni, er hann hafði rakið húsnæðismái bankans að nokkuru. Fer hér á eftir ræða Georgs. í afgreiðslusal hjá sparisjóði og veðdeild. Veðdeildin. irvinna þá erfiðleika, euda vart horfandi í kostnaðinn þegar um mildu meiri verðmæti er að ræða, sem bjarga þarf frá evði- leggingu. Eirihversstaðar er þess getið, að í Afríku húi niggaraflokkur, við hin fiskisælustu vötn, sem völ er á. Niggararnir svelta heilu liungri, af þeim sökum, að þeir lelja ósæmilegt að neyta fiskjarins, sem í vötnunum veiðist. Er ekki menningará- stand íslensku þjóðarinnar nokkuð svipað menningar- ástandi niggaranna, ef haldið verður áfram að moka sildinni í sjóinn, og horft á það með jiögulu aðgerðaleysi að slíku fari fram, án þess að vilji sé sýndur til að hefjast lianda um að bjarga hinum miklu verð- mætum frá glötun, og reyna að finna nýjar leiðir, sem miða að þvi að svo megi verða. Mál þetta er gersamlega haf- ið yfir öll flokkssjónarmið, eins og sumir menn virðast vera láta. Hér er um menningarmál að ræða, serti getur skapað þjóð- inni veraldleg verðmæti, sem ekki verða í krónum talin, og við íslendingar erum sannar- lega ekki vaxnir upp úr því, að hagnýta þann auð, sem hafið umhverfis strendur landsins geymir. Þrái, óvild eða aðrar hvatir eiga ekki og mega ekki ráða neinum úrslitum í þessu efni, ef vel á að vera, og þótt nokkur styr hafi staðið um stjórn sildarverksmiðjanna, má hann ekki standa þeim fyrir þrifum, eða loka þeim leiðum, sem færar eru og miða að al- þjóðarheill. J> óstur kom hingað frá r<. Bandaríkjunum í gær og tóku Bretar hann til skoðunar. Verður hann að öllum líkindum sendur til Englands. Eitthvað af verslunarbréfum mun þó hafa verið tekið úr póst- inum og skoðað hér, eins og í fyrra skiftið. í dag eru liðnar 3 vikur frá því að pósturinn úr Goðafossi var tekinn. Ætti því bráðlega að fara að liilla undir hann lijá móttakendum hér á landi. FRÁ KVIKMYNDAHÚSUNUM: Breytingar á að- göngumiðasölu í Gamla Bíó. Margir kvikmyndagestir hafa kvartað undan því að undan- förnu við forstjóra kvikmynda- húsanna hér í bæ, að þurfa að sitja hjá vopnuðum hermönn- um, og hafa farið þess á leit, að sú breyting yrði gerð á tilliögun sætaskipunar, að íslendingar fengju sem mest að sitja sér, og að hermennirnir sætu sem mest út af fyrir sig. í tilefni af þessu hefir Garðar Þorsteinsson hrm. skýrt blaðinu svo frá, að hann sé mjög fús á að gera þær breytingar sem fóllc æskir, en liinsvegar sé á því nokkur vandkvæði, sem erfitt sé að hrinda úr vegi. Það er fyrst og fremst það, að ekki er unt að láta neinn hafa forgangsrétt fyrir aðgöngumið- unum fram yfir aðra, og þar af leiðandi verður að afgreiða þá í þeirrí röð sem þeir eru pantað- ir eða keyptir. Sumir kvikmyndahúsgestir hafa beðið um það sérstaldega, að haldið yrði eftir pöntuðum að- göngumiðum uns sýning byrji, svo þeir þurfi ekki að gera sér aukaferð eftir miðunum. Stund- Fyrstu 12 árin — 1886—1898 — var bankinn í Bankastræti 3 (Iferbertsprent) .Þáflutti liann í hús, sem hann liafði látið reisa við Austurstræti. Þar var liann til 1915, er það brann og var þá fyrst í núverandi pósthúsi, en 1917—24 í liúsi Nathans & 01- sens (Reykjavíkur-apóteki). — Árið 1928 var Ingólfshvoll keyptur, með síðari stækkun fyrir augum. Nú liafa viðskifti hankans á undanförnum árum aukist svo mjög, að um all-langt skeið hef- ir verið þröngt við afgreiðslu, og hefir það verið til mikils baga. Og síðustu árin var af- greiðslusalurinn á neðstu liæð hússins orðinn með öllu ófull- nægjandi sökum þrengsla. Var þvi sú álcvörðun tekin að stækka liúsið og hyggja við það, og skyldi einkum afgreiðslu- salurinn stækkaður. Byggingarframkvæmdir lióf- ust i ágúst 1938, og var steypu- vinnu lokið í febrúar 1939. Stærð neðri liæðar og kjall- ara hvors um sig er 234 fer- metrar, efri liæðar 82 fermetra, en byggingin er tvær hæðir og kjallari. Uppbygging hússins var að ýmsu leyti hin vanda- samasta, og má t. d. geta þess, að sjávar gætir 2 metra ofar neðsta gólfi, þegar stórslreymt ei*, og meðan steyptar voru súl- ur, hvíldi norðurhlið banka- hússins og suðurlilið Ingólfs- um liafa svo þessir menn af- þakkað miðana á síðustu stundu, og þá varð vitaskuld að selja miðana hverjum sem hafa vildi án tillits til liverrar þjóðar þeir væru, og hvort það voru her- menn eða elcki. Og það er ein- mitt vegna pantananna sem ekki eru sóttar, sem ókleyft hefir reynst fyrir starfsfólk kvik- myndaliúsanna, að raða þanníg í sætin að íslendingar væru út af fyrir sig. Nú hefir Gamla Bíó ákveð- ið að verða við tilmæl- um kvikmyndahússgestanna eftir því sem við verður komið og í því skyni ákveðið þær hrevtingar á tilhögun að- göngumiðasölunnar, að hún hefjist kl. 1 e. h. og pantaðir að- göngumiðar verði að sækjast fyrir kl. 6V2 síðd. Með þessu móti verður að mestu leyti unt að raða í húsið þannig, að íslend- ingar sitji út af fyrir sig en út- lendingar fyrir sig. Tíminn er ákveðinn með það fyrir augum, að þá sé fólk alment hætt störf- um og geti þar af leiðandi sótt miðana um leið og það kemur frá vinnu. Einnig hefir verið á- kveðið að liafa hér eftir venju- lega tvær sýningar á hverju kvöldi, kl. 7 og 9 vegna hinnar auknu aðsóknar að kvikmynda- húsinu. Annað kvöld verður fyrsta textalausa myndin frá Ameríku sýnd í Gamla Bíó. Það er hin fræga „Beau Geste“, sem Col- man lék aðalhlutverkið í forð- um, en nú er það leikið af Gary Cooper. Athygli fólks skal valtin á því að kaupa „prógramm" við innganginn, þess sem ekki skilur enska tungu fullkomlega, af því að myndinni fylgir ekki dansk- ur texti. hvols á hráðabirgðasúlum. Styrkleiki súlna og veggja er miðaður við það, að liægt verði að hækka bygginguna um tvær hæðir, og er þá ætlunin, að Ing- ólfshvoll verði rifinn, en bygg- ingin nái þá yfir um horn Póst- hússstrætis og Hafnarstrætis. Mestan liluta kjallarans taka aðalféhirsla og verðbréfa- geymsla hankans og nauðsyn- leg herbergi í sambandi við þær. Þar er og herbergi fyrir seðla- greiningu og eyðingu seðla, sem teknir hafa verið úr umferð. Á fyrstu liæð er viðaukinn við afgreiðslusal, sérstök her- bergi fyrir endurskoðun og skrifstofustjóra auk eldtraustr- ar geymslu og snyrtiherbergja. Stærð eldri salar er um það bil 253 fermetrar, en hins nýja 260 fermetrar, og er því afgreiðslu- salur bankans nú samtals 513 fermetrar. Afgreiðslurými við disk eldrí hlutans er um það bil 18,5 metrar, en við breyl- inguna eykst það um 38,5 metra og er því nú samtals 57 metrar. Innanhússmunir og diskur eru gerðir úr celluloselakk- bornu ahorni. í disknum er komið fyrir spjaldskrám og því um líku til notkunar við af- greiðslu. I afgreiðslusal eru hólstruð liúsgögn, klædd is- lensku sauðskinni, til afnota fyrir viðskiftamenn, en skrif- borðsstólar eru klæddir íslensk- um vefnaði. Upphitun er með þeim hætti, að dælt er inn hreinsuðu, hæfi- lega heitu og röku lofti, en ó- lireint loft er sogað út við fóta- lista. Hvort nægilega heitt er í sölum og skrifstofum, má sjá á þar til gerðum mælum (Termo- stat) í sjálfu ketilrúminu. Raflýsing salarins er óbein (indirekte) og blandað saman kvikasilfur- og dekalumenper- um, til þess að birtan verði sem líkust dagsbirtu. Sérstakir raf- geymar eru í kjallara fyrir bók- haldsvélar og varalýsingu, ef rafkerfi bæjarins bilar um stund. Á efri hæð eru 6 skrifstofu- herbergi auk snyrtiherbergja og þess háttar. Verkstjóri við bygginguna var Jón Bergsteinsson múrara- meistari, en fyrir smíði innan- stokksmuna stóðu Jónas Sól- mundsson og Guðmundur Breiðdal. Bólstrun annaðist Helgi Sigurðsson, en frú Erna Ryel hefir ofið klæði á skrif- horðsstólana. Málningu annað- ist Helgi Guðmundsson. Járnteikningar gerðu Geir Zoega og Gústaf E. Pálsson; hitalagnir teiknaði Benedikt Gröndal, en útfærslu annaðist firmað Á. Einarsson & Funk; raflagnir teiknaði Jakob Guð- johnsen, en verkið tók að sér Júlíus Björnsson. Við smíði úr málmum hafa unnið Vélsmiðjan Iléðinn, Stál- húsgögn h.f., Bjöm Eiriksson og Tryggvi Árnason á verkstæði Egils Vilhjálmssonar. Teikningar hafa gert Gunn- laugur Ilalldórsson arkitekt, sem og hefir haft daglegt eftir- lit með öllum framkvæmdum, en aðstoðarmaður hans við hús- gögn var Skarpliéðinn Jóhanns- son, húsgagnateiknari. Nú þegar byggingunni er lok- ið og stærð afgreiðslusalarins hefir verið tvöfölduð, vonar bankinn, að hann geti veitt við- skiftamönnum sínum greiða og góða afgreiðslu, og þegar geymsludeildin er komin í fult lag, væntir hann, að gela enn betur fullnægt þörfum við- skiftamanna sinna. O Er gestir • höfðu skoðað hin nýju húsakynni bankans, kvaddi .Takob Möller, fjármála- Þjóðsöngurinn í Ríkisúivarpinu. Hann er orðinn heldur hág- borinn flutningurinn á þjóð- söngnum okkar í Rikisútvarpinu upp á síðkastið. Er alveg óskilj- anlegt ef engum af hinum mörgu og mentuðu hljómlistar- mönnum, er við útvarpið starfa, er ekki orðið flökurt af að heyra, kvöld eftir kvöld og viku eftir viku, gargið í sömu skemdu grammófónplötunni, eða kann- ske þeir hlusti ekki á þann dag- skrárlið blessaðir, en það gerum við nú samt margir, sem teljast viljum þjóðlegir og þykir söng- urinn fallegur. — Það eru fleiri en við íslend- ingar sem hlusta á Ríkisútvarp- ið, ogþá einnig þjóðsönginn sem og annað sem þar er flutt, og er það því lítill sómi og ræktarsemi sem einhverjum fallegasta og hesta þjóðsöng sem saminn hef- ir verið er sýndur, með því að láta hann hljóma á öldum Ijós- vakans af gamalli og mikið slit- inni grammófónplötu. — Ef útvarpið á ekki i hinu mikla og dýra plötusafni sínu góða og ó- slitna hljómplötu með þjóð- söngnum, verður að krefjast þess að úr því vei’ði hætt, annað hvort með nýjum plötum, því það er eðlilegt að þær slitni fljótt, ellegar þá að Útvarps- hljómsveitin leild lagið á hverju kvöldi. „Ó, guð vors lands, og lands vors guð,“ verður að hljóma með hreinum og skærum tónum, en ekki surgandi, argandi gargi. Nú, á þessum ógnatímum, ráðherra, sér hljóðs fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Árnaði hann bankastjórninni og starfsmönn- unum allra heilla með hinar nýju vistarverur. Kvaðst hann vonast til þess, að bankinn mætti vaxa og dafna á ólcomn- um árum, eins og að undan- förnu, enda væri þessi aukning á húsnæðinu tákn vaxandi vel- megunar og gengis. Vill Vísir taka undir þessa ósk fjármála- ráðherra. þegar hver þjóðin af annari missir sjálfstæði sitt og allan rétt til þjóðlegra iðkana og at- hafna, eigum við að fagna því, að enn erum við þó sjálfráðir gerða okkar, þótt nokkuð hafi að okkur þrengt, þar sem tugir þúsunda erlendra manna hafa sest að i landi voru um óákveð- irin tíma. Við eigum að fagna, með því að láta þjóðsönginn okkar hljóma í eyrum erlendra sem innlendra, með hreinum og óbjöguðum tónum. Vænti eg þess, að Ríkisútvarp- ið, sem á að vera okkar stærsta menningartæki, sjái sóma sinn í því að flytja þjóðsönginn okkar þannig, út um hygð og hól, að ekki sé vansæmd að. Þjóðiegur. Strangur agi. Til þess er vitnað og þykir mjög til fyrirmyndar, hversu strangur agi sé hafður á þýska setuliðinu í Kaupmannahöfn og öðrum dönsk- um bæjum, Þá er og fullyrt, að tekið sé mjög hart á öllum yfirsjón- um, t. d. ef einhver hermaður brýt- ur gegn settum reglum og fyrirmæl- um. Þykir dönsku þjóðinni mjög vænt um þetta, sem von er til, og hernámið þolanlegra fyrir bragðið. Sagt er að það komi til að mynda als ekki fyrir þar í landi, að nokk- ur setuliðsmaður sjáist ölvaður á almannafæri. J. Fram—Valur. Hinn margumtalaði kappleikur milli Fram og Vals, sem frestað var á fimtudag, verður leikinn á morg- un, ef þess verður nokkur kostur. Ef ekki rignir mikið á morgun, verður hægt að láta leikinn fara fram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.