Vísir - 19.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 19.08.1940, Blaðsíða 2
vi DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Harðnar í dalnum jþ ÝSKA stjórnin liefir opin- berlega lýst yfir því, í lok siðustu viku, að algert hafn- bann befði verið lagt á Bret- land, og varað stjórnir hlut- lausra þjóða við hinni auknu hættu, seni af þessari ráðstöf- un leiðir. Sagt er að tundur- duflum liafi verið lagt út af helstu liafnarborgum Bretlands og þýskir kafbátar og flugvélar, muni ráðast á hvert það skip, er leggi leið sína til Bretlands. Er þá svo komið, sem margir hafa óttast, og varað hefir verið við, meðal annars þráfaldlega hér í blaðinu, að mjög gætu siglingar torveldast til Bret- lands, og í rauninni væri alger- lega óvíst hve lengi myndi unt að halda þeim uppi. Það er að vísu svo, að þótt Þjóðverjar hafi lýst yfir hinu stranga hafnbanni, er engan veginn sagt, að þeim takist að framkvæma það, með því að sterkt veldi stendur þeim í gegn, sem hefir yfirráðin á hafinu í sínum, liöndum. Hinsvegar er mjög um það deilt og misjafn- ar skoðanir uppi um það meðal hernaðarsérfræðinga, hvor hernaðartækin séu sterkari, i lofti eða á legi, og margt er tal- ið benda til, að flugflotarnir muni ráða úrslitum í þessari styrjöld. Sé þeim beitt af alefli geti þeir gert siglingar ótrygg- ar, og enginn efast um að þýski flugflotinn er furðulega full- kominn og mikils megandi. Við Islendingar megum því gera okkur þess fulla grein að frá og með upphafi þessarar viku hefjast siglingaerfiðleik- arnir fyrir alvöru, og yfir okk- ur vofir sú liætta, að flutning- ar hingað til lands teppist að verulegu leyti, en hvernig erum við undir slikt búnir, eins og sakir standa? Því hefir verið slegið fram, að hér i landi vær- nú meiri vörubirgðir, en í byrj- un ófriðarins, en af mörgum er sú fullyrðing talin vafasöm, að öðru leyti en því, er um, ræðir kol og olíur. I upphafi stríðsins var tilfinnanlega lítið af öðrum vörutegundum, svo sem neyslu- vörum, fyrirliggjandi í landinu, og í besta falli nokkurra mán- aða forði. Vitað er að allar kröfur um aukinn innflutning nauðsynja til landsins, vegna ó- fyrirsjáanlegra afleiðinga ófrið- arins og síhækkandi vöruverðs á erlendum markaði, hafa mætt hinni hörðustu andstöðu frá þeim ráðherra, sem, með við- skiftamálin fer, og hefir hann og flokkur hans jafnvel i ræðu og riti stært sig af því live inn- flutningur hefir numið lágri upphæð í krónum talið, það sem af er þessu ári. Nú er það vitað, að tvent er til um lok ófriðarins: Annað það, að honum lykti fyr en var- ir, og kemur þá þessi andstaða ekki verulega að sök, að öðru leyti en því, að við verðum að greiða miklu hærra verð fyrir vöru þá, sem hér eftir verður flutt inn, með því að dýrtíðin heldur áfram að aukast, þótt ófriðnum Ijúki, meðan atvinnu- vegirnir og framleiðslan eru að VlSIR Héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins á Isafirði og Reykjarnesi. Nýtt fiokkshús vígt á Ísaíirði. — Félag ungra sjálfstæð- ismanna stofnað að Reykjarnesi með 40 siofnendum. Árni alþm. Jónsson frá Múla fór í síðustu viku vestur til ísa- f jarðar, í þeiir erindum að mæta fyrir hönd miðstjórnar, á hér- aðsmóti, sem haldið var síðastliðinn laugardag á ísafirði, og öðru héraðsmóti, er haldið var í gær að Reykjamesi við ísafjarð- ardjúp. ná sér eftir hinar geigvænlegu afleiðingar ófriðarins. Þetla sannaðist greinilega á heims- styrjaldarárunum 1914—18 og næstu árum þar á eftir, með því að verðlag á liinum erlenda markaði stóð þá liæst á árunum 1920—21, og fengum við íslend- ingar tilfinnanlega að kenna á því. Hitt er þó miklum mun lik- legra að ófriðurinn verði lang- ur, vari jafnvel um langt ára- bil, og verður þá alt annað og lakara uppi á teningnum. Auk verðhækkunarinnar, sem vitað er að við verðum að þola, verð- um við einnig að stara í augu þeirrar staðreyndar, að sigling- ar til landsins og frá því geta teppst að öllu eða mestu, og af því leiðir að alger eða veruleg- ur skortur verður á nauðsynj- um. Þótt menn hafi tilhneig- ingu til að mæla þessu í gegn styðjast þeir ekki við það fyrir- brigði sem ahnent nefnist skyn- semi, og það er heimskuleg bjartsýni í bölsýniskendri aftur- haldssemi, að draga úr þeim innflutningi, sem hægt hefir vcrið að notfæra sér, en látið hefir verið ónotað. Þjóð, sem er að engu leyti sjálfri sér nóg, en verður að sækja alt til annara, hefir ekki efni á því að láta hin gullnu tækifæri sér úr greipum ganga, þótt hún hafi orðið að þola það að undanförnu altof oft og altof lengi. Raunir næstu ára munu kveða upp þann dóm, sem reynslan skapar, og þá munu þeir menn öðlast sjón og skiln- ing, sem risið liafa gegn kröf- um almennings um aukinn inn- flutning nauðsynja, til þess að berjast gegn vaxandi dýrtíð og yfirvofandi skorti nauðsynja. „Beau Geste“ heitir kvikmyndin, sem Gamla Bíó sýnir um þessar mundir. Mynd þessi var sýnd hér í bænum fyrir allmörgum árum, með Ronald Col- man í aðalhlutverkinu. Vakti mynd- in þá allmikla eftirtekt fyrir hve áhrifarík og vel leikin hún var, enda var þetta talin ein af bestu myndum, er hann hafði leikið í. Þá var myndin þögul, en nú hefir henni verið breytt í hljómmynd með nýjum leikendum. Er hún mjög áhrifarík og glæsileg í þess- ari nýju útfærslu og afburða vel leikin. Gary Cooper leikur aðal- hlutverkið. Úrslit í 4. flokki. Leikirnir á laugardag og sunnu- dag fóru þannig, að K.R. vann Val, i :o, og Fram vann Viking, 3:1. í kvöld endar mótið og keppa fyrst, kl. 6y2, K.R. og Víkingur og strax á eftir Fram og Valur. Vísir náði tali af Árna í morgun, en hann var þá stadd- ur á ísafirði, en þangað kom hann í nótt frá Reykjarnesi. Lét hann mjög vel yfir förinni í heild, og þeim mikla dugn- aði og áhuga, sem sjálfstæðis- menn sýndu þar vestra. Skýrði hann svo frá för sinni og mót- um þeim, sem haldin voru: % Vígsla samkomuhússins á ísafirði. Síðastliðið laugardagskvöld fór fram vígsla á samkomu- liúsi Sjálfstæðismanna á ísa- firði, og í sambandi við vígsl- una var lialdið alment béraðs- mót. Samkoman bófst kl. 814 síðdegis, með borðbaldi í aðal- samkomusal bússins, en skemt- unina setti Arngrímur Bjarna- son, formaður Sjálfstæðisfé- lagsins á ísafirði, og stjórnaði hann hófinu. Fyrstur tók svo til máls Ósk- ar Borg, málaflutningsmaður, sem er formaður búsnefndar, og rakti tildrög þess, að hús- ið var keypt og endurbyggt, og afhenli það þvi næst flokksfé- lögunum til notkunar. Hið nýja samkomuhús er endurbyggt úr matsöluhúsi þvi, er þarna var rekið áður og nefndist Uiipsalir. Stendur það við Hafnarstræti, rétt ofan og innan við liafnarbryggjuna, á hinum fjölfarnasta og ákjósan- legasta stað í bænum. Mikil viðbygging hefir verið reist á baklóð hússins, og hinni eldri byggingu breytt til stórra muna. Aðalsamkomusalurinn er 12 metra langur og sjö mtr. breiður, og nær að heita má um húsið þvert og endilangt. Er hann fagurlega úr garði ger, skreyttur og málaður svo vel, að af ber, en Ágúst Lárusson ! málarameistari annaðist og stjórnaði því verki, mjög smekklega og listrænt. Einnig er Ijósaútbúnaði mjög hagan- lega og fagurlega fyrir komið, og mun salurinn einliver hinn glæsilegasti liér á landi. Fata- geymsla rúmgóð er í anddyri við samkomusal. I kjallara hússins er svo kaffistofa, snyrtiherbergi, eldhús o. fl. Teikningu að breytingum þeim, sem gerðar voru á hús- inu, annaðist Einar Sveinsson, arkitekt, Jakob Guðjolmsen verkfr. sá um Ijósaútbúnað og Sigurður Flygenring verkfr. um miðstöðvarlögn. Yfirsmið- ir voru Hallgrímur Pétursson og Ágúst Guðmundsson, en málningu annaðist og stjórn- aði Ágúst Lárusson, svo sem áður getur. Húsnefnd skipuðu: Óskar Borg, Torfi Hjartarson, Hann- es Hafliðason, Jón Fannberg og Ragnar Þórðarson. Þegar Óskar Borg hafði lok- ið ræðu sinni, hófust frjáls ræðuhöld, og tóku til máls: Arni Jónsson frá Múla, Jón Auðunn Jónsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Kristján LI. Jónsson kaupmaður, Anna Jónsdóttir formaður Sjálfstæð- iskvennafélagsins á Isafirði, og Torfi Hjartarson, bæjarfógeti. Töluðu sumir ræðumanna oft- ar en einu sinni. Sérstaklega var minst aldraðrar verka- konu, sem viðstödd var, hús- frúar Bjarneyjar Einarsdóttur, og ennfremur aldraðs sjó- manns, er einnig sóttu sam- komuna, Ingólfs Jónssonar fyr- verandi skipstjóra. Milli ræðanna voru sungin ættjarðarljóð og var setið yfir borðum alt til miðnættis. Var siðan stiginn dans til morguns og fór skemtunin öll prýðilega fram og var mjög fjölmenn, enda sóttu liana fjöldi manna frá ísafjarðarkaupstað og nær- liggjandi héruðum. Héraðsmót að Reijkjarnesi. Félag ungra sjálfstæðismanna stofnað. I gær.var svo lialdið héraðs- mót sjálfstæðismanna við inn- anverl Isafjarðardjúp, að Reykjarnesi, og liófst það kl. 2 síðd. Bjarni Sigurðsson hreppstjóri í Vigur og formað- ur héraðsnefndar setti sam- komuna, en tilnefndi sem fund- arstjóra síra Þorstein Jóhann- esson prófast í Vatnsfirði. Hófust því næst ræðuhöld og tóku þeir menn til máls er hér greinir: Árni Jónsson frá Múla, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Jón Auðunn Jónsson og Baldur Johnsen héraðslæknir í Ögri. Frú Jóhanna J. Johnsen, hin kunna söngkona, sem gift er Baldri Johnsen lækni í Ögri, söng nokkur lög við mikinn fögnuð áheyrenda, og ýms ætt- jarðarljóð voru sungin af þing- heimi millum ræðanna. I sambandi við héraðsmót þetta notuðu ungir sjálfstæðis- menn við innanvert ísafjarðar- djúp tækifærið til þess að stofna með sér félagsskap og voru stofnendur 40 að tölu. Formaður var kosinn Baldur Johnsen læknir í Ögri, ritari Sæmundur Bjarnason, Ögri, gjaldkeri Kjartan Halldórsson, Bæjum, og meðstjórnendur Friðrik Pétursson, Hafnardal, og Runólfur Helgason, Látrum. Fundarsókn á héraðsmótinu var með afbrigðum góð, og mun óhætt að fullyrða, að hátt á þriðja hundrað manns bafi sótt mótið. Mun þetta hafa ver- ið fjölmennasti pólitíski fund- urinn, sem baldinn hefir verið að Reykjarnesi. Átti að vera sameiginleg kaffidrykkja en svo var fjölmennið mikið að tví- eða þrískifta varð borðhaldinu. Djúpbáturinn flutti farþega Arthur J. Kujala: í rússneskum fangelsum Eftir tveggja ára þrælkun í vinnusveitum Soviet-ríkj- anna, veit eg sannarlega ekki, hvernig mér hefir tekist að lifa þau af. Frá sept. 1937 til jafn- lengdar 1939 var eg i 12 mis- munandi fangelsum, fluttur landshornanna í milli. Meðan eg vann erfiðisvinnu, undir ömurlegustu skilyrðum, fékk eg aklrei nóg að borða. Þótt helkalt væri, fékk eg aldrei teppi til að lilýa mér. Eg léttist um rúmlega 40 pund. Eg slapp eingöngu vegna þess að eg er amerískur borgari og vegna þess að fjölskylda mín og ríkisstjórn Bandaríkjanna börðust látlaust fyrir frelsi mínu. Eg er fæddur í Wyoming. Faðir minn, sem hafði flutst frá Finnlandi, vann í kolanámu. Við fluttum til Massachussetts og þar varð eg vörubílstjóri. Þegar eg var 24 ára varð eg at- vinnulaus. Það var árið 1932, þegar tímarnir voru sem erfið- astir. Rússi einn bauð mér vinnu í tvö ár með 250 rúbla mánaðar- launum við skógarhögg í Kare- líu, skamt frá landamærum Finnlands. Það átti að greiða fargjaldið mitt, eg átti að fá frí- daga með fullum launum og vinnudagurinn átti að vera 7 stundir. Eg hefi aldrei verið kommúnisti, en leist vel á til- boðið og undirritaði samning- inn. Það gerðu margir aðrir menn af finskum ættum. I júlí 1932 stigum við 120 sam- an á land í Leningrad og vorum strax settir í járnbrautarlest. Eftir þriggja daga ferð í norður- átt fórum við í vörubílum 160 km. inn í skógana og staðnæmd- umst loks í rjóðri, skamt frá Finnlandi. Var okkur sagt að nú værum við komnir á ákvörð- unarstaðinn. Næstu 4 ár fékk eg ótal tæki- færi til þess að missa trúna á „Iandi hins vinnandi lýðs“ og loforðum þeim, sem fulltrúi þess hafði gefið mér. En eg hélt vinn- unni áfram. Eg kvntist fallegri rússneskri stúlku, tónlistarkenn- ara, sem talaði ensku og kvænt- ist lienni með það fyrir augum að taka hana með mér heim til Ameríku. Eins og allir aðrir útlendingar í Rússlandi hafði eg dvalarleyfi. I hvert skifti sem eg fór á fund lögreglunnar til þess að fá það endurnýjað, reyndi hún að fá mig til þess að falla frá liinum ameríska borgararétti mínum og gerast Soviet-borgari. I sept- ember 1937 varð eg þess var að vegabréfið mitt liafði verið tekið úr skúffunni þar sem eg geymdi það. Eg fór á lögreglustöðina og skýrði frá því. I stað þess að gera tilraun til þess að reyna að hafa upp á þjófnum, var eg þegar settur í fangelsi, sem var fult af verkamönnum og bændum, á- sökuðum fyrir „gagnbyltingar- starfsemi“. Tveim vikum síðar var eg fluttur i annað fangelsi og var þar þrjá mánuði — í klefa með , 150 manneskjum, konum jafnt og körlum. Þrengslin voru svo mikil, að enginn gat teygt úr sér. Við sváfum samanhnipruð eða sitjandi. Eini maturinn var svart brauð. Þrisvar sinnum skrifaði eg sendiherra Bandarikanna í Moskva. Síðar komist eg að því, að bréfin komust aldrei til skila. Eg fékk ekki að hafa neitt sam- band við konuna mina. Hún kom oft til fangelsisins, þótl eg sæi hana aldrei og skildi eftir föt og reyktóbak, sem eg fékk aldrei. Seint í desember 1937 var eg yfirheyrður af þrem leynilög- regluforingjum. Réttarliöldin urðu aldrei meiri og yfirlieyrsl- an stóð í tæpar fimm mínútur. Þeir kölluðu mig „gagnbylting- arsinna", en létu þess ógetið hvað eg átti að hafa gert. Snemma á Nýjársdag vorum við tekin út úr klefanum. I gang- inum stóð embættismaður, sem spurði mig, hvort eg vissi, hvað dómurinn minn væri þungur. „Nei,“ kvað eg. „Fimm ár,“ svaraði hann. öllum föngunum var sagt að undirrita játningu,en eg neitaði. Það var ekki fyrri en mörgum vikum síðar, að eg féklc frá ísafirði og innfjörðum til Reykjarness og var þar svb þétt skipað sem verða mátti, en auk þess kom mikill fjöldi trillubáta, og fjöldi fólks úr ná- grenninu kom ríðandi á stað- inn. Veður var hið ágætasta, kyrt og bjart, og í gærkveldi, er haldið var lieimleiðis, var blæjalogn og tunglskin. Var haldið á bátunum út Djúpið með söng, hljóðfæraslætti og gleðskap, og álli það ekki hvað síst við um Djúpbátinn, sem tíndi upp allar liafnir til ísa- fjarðar, en þangað var komið kl. 2 í nótt. Árni Jónsson telur þetta þá ánægjulegustu fundaferð, sem liann hafi farið, og megi telja vist, að sjálfstæðismönnum aukist stöðugt fylgi þar vestra vegna dugnaðar og samtaka, sem þar eru á komin. Árni er væntanlegur hingað til bæjar- ins um miðja vikuna. Skemtun Njarðar og Óðins að Ölver í gær Málfundafélögin Njörður á Akranesi og Óðinn í Reykjavík héldu sameiginlega skemtun að ölver í gær eins og auglýst hafði verið. Um 400 manns sóttu skemt- unina, frá Reykjavík, af Akra- nesi og úr nærsveitunum, en auk þess kom allmargt fólk frá Borgarnesi. Þátttaka héðan frá Reykjavík var annars minni en gera hefði mátt ráð fyrir og munu færri hafa farið héðan en ætlað höfðu sér. En vegna þess hvað mikið rigndi á laugardaginn mun hafa komið ferðaóliugur í fólkið og það því hætt við að undirbúa sig til ferðarinanr, þar til um sein- an. ♦ Veður var þurt, en skýjað loft þegar lagt var af stað, en áður en skemtunin var sett var komið glampandi sólskin, enda var auðséð að fólkið undi sér vel í veðurblíðunni innan um skógar- runnana. Jón Bjarnason, varaformaður Njarðar, setti skemtunina kl. 4 e. h. með stuttri ræðu. Því næst töluðu þeir Sigurður Halldórs- son, form. Óðins, Pétur Ottesen, alþm. og Gunnar Thoroddsen, lögfræðingur. Fengu ræðumenn ágætar undirtektir, en á milli ræðanna voru ættarðarsöngvar spilaðir. Biynjólfur Jóhannesson ' skemti með upplestri og gaman- I Frh. á bls. 3. að vita, að eg var sakaður um njósnir. I mvrkri og nístingskulda vorum við hundrað saman lok- aðir inni í fangajárnbrautar- vögnum. Eg kyntist þeim vel, þessum fangelsum á hjólum. Árið 1938 dvaldi eg tvo mánuði í þeim og ein ferð stóð hvorki meira né minna en fimm vikur. I hverjum vagni voru 36 manns. Til að sofa á voru tvennir tré- bekkir, hvorir upp af öðrum. Við fengum aldrei að skifta um föt. I lok einnar þessara löngu ferða, hrundu lýsnar blátt áfram af okkur. Á vetrum var altaf myrkur í vögnunUm, litlu opin upp við þakið voru lokuð vegna kuldans. Lítill járnofn gaf frá sér dálítinn liita. Þegar lilýtt var í veðri gátu aðeins þeir, sem sváfu á efri bekkjaröðinni litið út. Pólitískir fangar voru hafðir í sömu vögnum og vasaþjófar og morðingjar. Þegar við komurn lil Omsk í Síbiríu, í lok fyrstu fangelsis- ferðarinnar minnar, var eg sett- ur í fangelsi borgarinnar, áður en eg var sendur út í skógana til Frli. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.