Vísir - 21.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 21.08.1940, Blaðsíða 1
\ Ritstjóri: I Kristj án Guðlaug sson Skrifstofur Félagsp rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sími: 1660 5 línur 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 21. ágúst 1940. 191. tbl. anatilræOi við Trotzky. llann ligrgnr l>rang:t lialdinn — hanskiípan e>v e. t. v. brotin. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregn frá Mexico City hermir, að Leon Trotzky hafi verið sýnt banatilræði í gær. — Tilræðismaðurinn er sagður vera einn af mönnum rússnesku lögreglunnar (Ogpu). — Var hann hand- tekinn og hefir komið í ljós við, rannsókn, að hann hefir að und- anförnu notað nafnjð Frank Jackson, en er rússneskur þrátt fyrir nafnið. Hann barði Trotzky í höfuðið með klif-áhaldi og var höggið svo mikið, að höfuðkúpa Trotzky brotnaði. Jackson kom fram sem ákafur Trotzkysinni og var íðulega Sestur í húsi Trotzky í næstum heilt ár. Varðmaður við hús Trotzky sagði fréttaritara United Press, að þegar Jackson hefði komið, hefði honum undir eins verið boðið inn í lesstofu Trotzky. Réðist hann þegar á hann, en Trotzky rak upp neyðaróp og brugðust þá varðmennirnir við honum til hálpar. Stóð þá Jackson skamt frá Trotzky með skammbyssu í hendinni, en hafði ekki hleypt af. Aðalvarðmaður- inn, Harold Robbins, sló Jackson niður. Robbins segir, að áform Jacksons hafi verið að nota skammbyssuna til þess að ógna varð- mönnunum á flóttanum, og skjóta á þá, ef hann kæmist ekki undan með öðru móti. En á síðustu stundu bilaði hugrekki hans. Það hefir nú komið í ljós, að í maímánuði s. 1. var skotið af vélbyssu á Trotzky, en han'n særðist að eins lítillega. Trotzky er mjög alvarlega meiddur og er talið, að hann sé í nokkurri hættu og að hann muni vérða lengi að ná sér eftir þetta áfall. lelli mr iMskt. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Fregn frá Aþenuborg herni- ír, að flotamálasérfræðingar, er rannsakað hafa brotin úr tund- urskeytum kafbátsins, sem sökti gríska herskipinu Helle, hafi komist að þeirri niður- stöðu, að kafbáturinn hafi verið ítalskur. Eitt brotið" var nxerkt Torino 1930. UPPSKERUBRESTURINN í RÚMENIU. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Sparnaðarmálaráðherra Rú- meníu, Georg Eleon, sagði í ræðu i gær, sem útvarpað var að Rúmena skorti miljón smá- lestir af hveiti vegna uppskeru- hrests og vegna þess ástands, sem skapast hefði af völdum styrjaldarinnar. ÍItvarpsf§tödvar I»jóovei*ja |»ag-na Mlcyndile^a. Talið er, að breskar sprengju- flugvélar hafi gert enn eina loft- árásina á Þýskaland i nótt sem leið, þvi að útvarpsstöðvariiar í TBerlín og Vínarborg og margar aðrar stöðvar í Þýskalandi og Austurríki þögnuðu skyndilega. Ennfremur þagnaði útvarps- stöðin í Hilversum, sem Þjóð- •verjar hafa á sínu valdi. Breskar sprengjuflugvélar hafa um langt skeið undanfarið gert árásir að kalla hverja ein- ustu nótt á herstöðvar Þjóðverja á meginlandinu, og oft að degi ttil. Vekur það mikla aðdáun i Bandaríkjunum og breskum löndum, að þrátt fyrir hinar áköfu árásir Þjóðverja það sem af er þessum mánuði þar til fyr- ir 1—2 dögum, haf a þessar árás- arferðir breska flughersins til meginlandsins aldrei lagst nið- ur, heldur hafa Bretar stöðugt fært út kvíarnar því meira sem Þjóðverjar hertu sóknina. llresk verdbréfi liækka. » Ræða Churchills fær hinar á- gætustu undirtekjtir í Bandarikj- unum og um gervalt Bretayeldi. í Bandarikunum og Kanada hafa bresk verðbréf hækkað mikið i verði. Líta menn hvar- vetna svo á, eftir ræðu Chur- chills, að betur horfi fyrir Bret- um en alment var álitið. Telja menn bjartsýni þá, sem fram kom í ræðu hans, grundvallast á góðum og gildum rökum, sem hann gerði skýra grein fyrir í ræðu sinni. rís á I oo forbeoaskip mefl 31 Árás var gerð í gær á írska póst- og flutningaskipið St. Patrick, er það var undan ströndum Eire. Á skipinu voru um 350 manns. Það voru þýskar sprengjuflugvélar, sem gerðu árásirnar, en engin þeirra hæfði í mark, þar eð skipið fór skrykkjótt, til þess að forða sér hjá sprengjunum. Komst það til hafnar heilu og höldnu. í f yrradag var gerð lof tárás á þetta skip og hafa því verið gerðar loftárásir á það tvívegis á tveimur dögum. — Árásirnar hafa vakið gremju í Irlandi. Tilkyiiniiig1 firai i»joover|nns. Myndin er tekin i einu þeirra landa, sem Þjóðverjar hafa tek- ið og Jiafa setulið i, meðan baráttan stendur yfir við Breta. — Hermaðurinn er að festa upp tilkynningu frá þýsku herstjórn- inni um hvernig mönnum beri að haga sér. — Winston Churchill flutfi ræðu í neðii málstofunni um styrjöldina* Ekkert slakað a hafnfoanninu. — Manntjón fyrsta ár lieimsstyrjaidarinnai? ©«j nú. — Erfiðieiltaraiif', sem uppgjöf Fralclsa s&apaði og majpgt íleira tóls Cnurenill til meðferðar. — Sigurvonir Breta aidrei meiri. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Winston Churchill flutti ítarlega ræðu um styrj- aldarhorfurnar í gær í neðri málstofunni. Ræddi hann ýmsa styrjaldarviðburði ítarlega og afleiðingar þeirra. í ræðunni kom það glögt fram, að sigurvonir Breta hafa mjög glæðst að undanförnu, og trú þeirra á sigurinn er óbiluð. Churchöl var margsinnis hyltur meðan á ræðunni stóð, og eins er henni lauk. — HAFNBANNIÐ. Churchill boðaði í ræðu sinni, að Bretar myndi ekki í neinu slaka til á hafnbanninu. Hann kvað raddir hafa heyrst um það, að af mannúðarástæðum bæri að slaka til og leyfa matvælaf lutn- ing til þeirra landa Evrópu, sem Þjóðverjar hafa hernumið, til þess að forða fólkinu frá neyð. Churchill kvaðst verða að hafna öllum tillögum í þessa átt. Bretar væri knúðir til þess að halda hafnbanninu áfram, ekki að eins á Þýskaland og ítalíu, heldur og á Frakklandi og öll önnur lönd, sem Þjóðverjar hafi lagt undir sig. Churchill færði það m. a. ákvörðun bresku stjórnarinnar til stuðnings, að i löndum þeim, sem Þjóðverjar hefði hernumið, hefði verið annaðhvort margra ára matvælabirgðir fyrirliggj- andi (Noregur) eða löndin hefði góð skilyi-ði til þess að fram- leiða matvæli' hvert handa sinni þjóð. Hann kvað ástæðulaust að kvarta yfir hinu algera hafnbánni Hitlers, sem hann sagðist hafa lesið um í blöðunum, en það væri ástæða til að menn kvört- uðu alment, ef Bretar yrði til að framlengja neyðina i löndum þeim, sem Þjóðverjar, hafa hernumið, með þvi að leyfa mat- vælaflutning þangað, þar sem nasistar myndu taka þessi mat- væli til eigin þarfa. Þá benti hann á, að margar tegundir mat- væla mætti nota til hernaðarlegrar framleiðslu, og engin trygg- ing væri fyrir, að hin innfluttu matvæli yrði ekki þannig notuð. Þá sagði hann, að nasistar hefði sagst vera búnir að koma á nýrri skipan eða kerfi og gæti séð fyrir þörfum þjóðanna i hinum her- numdu löndum. Hitler yrði sjálfur að bera allan þungann af þeirri ábyrgð, sem á honum hvíldi. Churchill kvaðst vera hvetjandi þess að safnað yrði matvæla- birgðum sem víðast um heim, til þess að geta sent þeim þjóðum, sem losna undan oki Hitlers, þegar þær hafa fengið trj'gt frelsi. Þá gæti þær fengið matvæli, frelsi og frið. 4 Frh. á 3. siðu. líldarrannsóloi- irnar í sumar. Fmsögn mag. Áma Friðsriksscnar fiskifr. Mag Arni Friðriksson fiskifræðingur er nýlega kominn til bæjarins úr ferðalagi til Siglufjarðar, en í sömu ferð fór hanm norður til Mývatns til að undirbúa þar rannsóknir á silung, sem gerðar verða undir eins og síldarrannsóknunum á Siglu- firði er lokið. — Hitti tíðindamaður Vísis Árna að máli í morg- un, og fer hér á eftir frásögn hans: Siðastliðið sumar mældi dr. Finnur Guðmundsson upp Mý- vatn og rannsakaði gróður þess og dýralíf. í ár kemur svo röð- in að silungunum í vatninu. Á- formað er að gera aldursrann- sóknir og hryggjarliðatalningar í eins stórum stíl og við verð- ur komið, og það verður reynt að ljúka öllu þessu verki í vet- ur. — Niðurstaða þessara rann- sókna mun síðar verða birt i ritum Fiskideildar. Þau eru ný- byrjuð að koma út, og fyrsta heftið er einskonar skýrsla um rannsóknir Fiskideildar. Annað hefti er nú i prentun, en það fjallar um laxinn, aðallega lax- inn i Elliðaánum, þriðja heftið verður um þorskstofninn við Is- land á síðustu árum, en um efni fjórða heftisins er ekki fullráðið enn. Þessar fjórar rit- gerðir, er birtast í sjálfstæðum heftum, eiga að mynda 1. ár- gang þessa ritsafns, en um framtíð þess er annars alt á huldu vegná fjárhagsörðug- leika. Til Siglufjarðar kom eg laust fyrir miðjan júlí og hefur rann- sóknum þar verið haldið áfram" síðan, og munum við reyna að halda þeim áfram fram til loka veiðitímans, ef þess er nokkur kostur. Aðstoðarmaður minn er Sig- urleifur Vagnsson. Hann var með mér á öllu ferðalaginu og hann annast rannsóknirnar núna. v Frá útkomu rannsóknanna er það að segja, að þetta sumar hefir að mörgu leyti verið al- veg óvanalegt. Sjávarhitinn hef- ir verið nokkuð jafn yfir allt svæðið og allan itímann, þetta um 6—8 stig á Celsius. í fyrra ef tir að veiði fór að minka, var sjávarhitmn um, 2 stigum hærri og i. hitteðfyrra, þegar flotinn var að bíða eftir síldinni, var yfirborðshitinn 1 stigi lægri, en óx svo og þá byrjaði veiðin. Það er ekki fúllrannsakað enn, hvort veiðin stendur í ein- hverju sambandi við sjávarhit- ann, en hitt er staðreynd, að hún hefir reynst best og trygg- ust við 6—7 stiga hita, undan- farin ár. Sem dæmi um mismun yfir- borðshitans í sjónum við ís- land, eins og hann var í kring um 20. júli i ár, og á sama líma í fyrra, má nefna það, að á þessum tíma i fyrra, var sama hitastig við Gjögur fyrir austan Eyjafjörð og nú var við Snæfellsnes. ÞÝSK FLUGVÉL HRAPAÐI TIL JARBAR í EIRE. Þýsk flug^rél hrapaði til jarð- ar í Eire í gær og eyðilagðist hún gersamlega, en flugmenn- irnir björguðust. Voru þeir þeg- ar handteknir og kyrrsettir. Árni Friðriksson. Áturannsóknir á síldarmög- um hafa verið gerðar, eins og undanfarin ár. Átumagnið í mögunum er mælt í tenings- sentimetrum, og magnið virðist þurfa að vera um 6 tenings- sentim. á hvern maga, og helst eitthvað meira, ef veiðin á að véra trygg. Þetta getum við líka kallað normal átumagn i sild- inni fyrir norðan land á sumr- in. í sumar hefir átumagnið verið 11—12 teningssendm., eða 80—100% meira en venju- lega. Á þessum tima í fyrra reynist það á hinn bóginn að- . eins rúmir 4 teningssentim. Af • þessu er Ijóst, að skilyrðin fyr- ir síldarstofninn hafa í sumar verið alveg með afbrigðum, góð. En þar við bætist annað: Sild- arstofninn sjálfur virðist hafa verið miklu stærri en vanalega, og í sambandi ivið það hefir síldin reynst yngri heldur en jafnvel nokkurt undanfarið ár. Fullnaðar aldursrannsóknir verða að vísu ekki gerðar fyr en til Reykjavíkur kemur, en af bráðabirgðarannsóknum og af stærðinni á sildinni að dæma, ,er þetta þó nægilega ljóst. Sem dæmi um stærðina má nefna það, að Húnaflóasíldin hefir reynst um í% cm. -styttri heldur en vanalega. Þetta staf- ar þó ekki af því, að stóra Húnaflóasildin sé ekki fyrir liendi, heldur af hinu, að hún er blönduð mikilli mergð af smærri og yngri síld, sem ekki er vön að vera þar. Sama máli gegnir um reknetasíldina og yf- irleitt er öll sildin smærri en vanalega. Vel má vera að minni skipa- fjöldi ríú en undanfarin ár hafi átt þátt í þvi að auðvelda veið- ina, en það sem úrslitum hefir ráðið, ér þó það tvent, að óvana- lega mikið af síld hefir verið í sjónum og skilyrðin fyrir hana hafa verið óvanalega góð allan veiðitímann óslitinn og um mestan hluta veiðisvæðisins. Hvað veiðin endist lengi er ekki hægt að segja, en þegar eg fór að norðan fyrir nokkurum dögum, var ekkert fyrir hendi, sem benti á að breyting væri í aðsigi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.