Vísir - 23.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 23.08.1940, Blaðsíða 2
nacT.fcw VÍSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján GuSlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Óheilindi Tímaklíkunnar. Tj AÐ er víst orðið flestum hugsandi mönnum Sjálf- stæðisflokksins augljóst mál, hvað hýr undir öllum hinum pólitíska áróðri Tímaklíkunnar. Alt frá því er samstarfið hófst hefir verið reynt að vekja sundrungu og tortrygni innan Sjálfstæðisflokksins. Tímaklík- an liefir skift flokksmönnum í sauði og hafra, rólega deild og órólega. Lesendum blaðsins hefir verið talin trú um, að ann- arsvegar stæði menn, sem vildu frið og einingu, hinsvegar ófrið- arseggir, sem ekkert vildu nema áframhaldandi illindi og sundr- ungu. Allir vita að ágreiningur- inn, sem var innan Sjálfstæðis- flokksins, áður en gengið var til stjórnarmyndunar, var ekki um það, hvort gengið yrði til sam- starfs, heldur um liitt, hvort gengið yrði til samstarfsins, án þess að gera út um þau ágrein- ingsefni, sem milli flokkanna voru. Helmingur þingmanna flokksins trúði því statt og stöð- ugt, að liinir fornu andstæðing- ar mundu hliðra svo til, þegar fram í sækli, að samstarfið gæti gengið vel og friðsamlega. Hinn helmingurinn taldi áhættusamt að eiga eftirkaup við þessa menn. Friðsamlegt samstarf yrði ekki trygt, nema fyrirfram yrði gert út um þau mál, sem meslum ágreiningi ollu. Sagan af því, hvernig sam- starfið hefir gengið hefir svo oft verið rakin liér í blaðinu, að óþarfi er að rifja það upp, að þessu sinni. Það skal aðeins fullyrt, að þeir sem hikuðu við að ganga til samstarfsins án þess að fyrirfram væri gert út um ágreiningsmálin, höfðu rétt fyrir sér. Hinir sem treystu því, að Timaklíkan mundi hæta ráð sitt eftir að samstarfið væri komið á, hafa orðið fyrir von- brigðum. Síðan samsteypustjórnin tók við hafa mörg tíðindi gerst og öll á þá lund, að nauðsynin á friðsamlegu og einlægu sam- starfi hefir mjög aukist eftir þvi sem tímar liðu. Þetta hefir Tímaklíkan notað sér út i æsar. I skjóli þess, að utanaðkomandi atburðir hafa gert samstarfið ó- hjákvæmilegt með öllu, hefir hún þverskallast við öllum kröfum sjálfstæðismanna, en haldið dauðalialdi í það fyrir- komulag og þau forréttindi, sem hún hafði skapað sér, áður en sjálfstæðismenn voru lcvadd- ir til samstarfs. Til skamms tíma hafa árásir Tímaklíkunnar beinst nálega einvörðungu gegn hinni „óró- legu deild“ flokk^ins, það er að segja þeim mönnum, sem harð- astir hafa þótt í sókninni fyrir málstað flokksins. En upp á siðkastið hafa orðið nokkur veðrabrigði. Nú er sér- staklega ráðist á þá, sem mest hafa gengist fyrir samstarfinu af hálfu sjálfstæðismanna og þó einlcum formann flokksins, Ól- af Thors. Og hvað er það, sem Tímaklíkan finnur honum til foráttu? Jú, að honum hafi ekki tekist að koma málefnum flokksins fram! Óheilindi Tímaklíkunnar eru svo augljós, að enginn getur um vilst. Sjálfstæðismenn éru svívirtir fyrir að berjast fyrir málum sínum á þessum alvar- legu tímum. I skjóli aðsteðjandi erfiðleika er þverskallast við öllum endurbótum. Og svo eftir alt saman er sjálfstæðismönn- um brígslað um að þeir komi engu fram, af því að þeir hafi valið ónýta menn til forustu! Sjálfstæðismenn munu ekki láta róg Tímaklíkunnar á sig fá, Margir vantreystu þeirri klíku frá öndverðu. Fleiri vantreysta henni nú. Ódrengskapur og loddarabrögð Tímaklíkunnar munu koma því einu til leiðar, að sjálfstæðismenn munu þoka sér fastar saman gegn fornum og nýjum óvini. a Meistaramótið: Mótinu er nú að mestu lokið. ^ÓSUR árangur náðisf yfir- leitt í gærkveldi og sérstak- lega í hlaupunum, 400 og 5000 metra. Veður var líka gott, logn og hlýtt. Fara hér á eftir úrslit í hinum ýmsu greinum: 400 m. hlaup: Meisíari: Ólafur Guðmunds- son (ÍR) 52.9 sek. 2. Sigurgeir Ársælsson (Á) 53.0 og 3. Brynj- ólfur Ingólfsson (H) 53.2 sek. Meistari í fyrra varð Sigur- geir Ársælsson á 53.2 sek. Hástökk: Meistari: Sigurður Sigurðs- son (ÍR) 1.70 m. 2. Sig. Norð- dahl (Á) 1.65 og 3. Ari Krist- jánsson (Völs.) 1.60 m. Meistari í fyrra sami á 1.75 mtr. 5000 m. hlaup: Meistari: Sigurgeir Ársælsson (Á) 16:10.2 mín. 2. Jón Jónsson (KV) 16:11.0 min. og 3. Guðm. Þ. Jónsson (ÍK) 16:13.0 mín. Meistari í fyrra sami á 16:06.4 mín. Sleggjukast: Meistari: Vilhj. Guðmunds- son (KR) 40.70 m. 2. Helgi Guðmundsson (KR) 33.33 m. og Sig. Finnsson (KR) 20.17 m. Meistari i fyrra sami á 41.24 mtr. © Er mótinu að mestu lokið og hefir Ármann fengið sex meist- arastig, Í.R. 3, K.R. 2, F.H. 2 og K.S. 1 stig. í næstu viku fer fram 10 km. kappganga, tvö boðhlaup, 10 km. hlaup og fimtarþraut, 28. og 29. þ. m. Óþurkar seinka túnaslætti. Heyskapur hefir gengið mjög erfiðlega á Suðurlandi í sumar og valda því óþurkar. Hefir taða hrakist mjög og rýrnað að fóðurgildi, en tvo síðustu dag- ana hafa hey þó náðst inn víða. Vegna óþurkanna hefir túna- slætti seinkað svo mjög, að sum- ir bændur hafa enn eigi slegið tún sín að fullu, en aðrir eru í þann veginn að hefja heyskap á útengjum. Svipað mun mega segja frá Vesturlandi. Þar liefir heyskapur gengið mjög erfið- lega vegna óþurka. BjÖPii ölafsson: Enn um málefni Rey k j a ví kurbæj ar. Stutit svap til &i». Bjöpns BjöFRSSOnaF. TTagfræðingui' bæjarins, dr. Björn Björnsson, hefir ritað langa grein i Morgunblaðið út af hug- leiðingum mínum um bæj- armál í Vísi 13. þ. m. Eg hefði búist við, vegna þeirr- ar þekkingar sem liann ætti að hafa á málunum og vegna þess starfs sem hann gegnir, að hann hefði ritað af stillingu, hógværð og velvilja um málin. I stað þess rís liann upp með lítið fágaðri vandlætingu, með dylgjum og svívirðingum um mig persónulega, um leið og hann leitast við að sýna fram á að alt sem eg sagði um málin sé „rökvill- ur“, „hroðvirkni“ og „hug- kvæmriisleysi“. Hagfræðingur bæjarins er vafalaust góður og gegn maður, sem vinnur starf sitt af alúð og líklega er ekki honum um að kenna þótt lítið af því hafi kom- ið fyrir almennings sjónir síðari árin. En hann misskilur lilut- verk sitt ef hann lifir í þeirri trú, að honum beri að knésetja og vanda um við hvern borgara í þessum bæ, sem leyfir sér að rita um málefni bæjarins frá almennu sjónarmiði. Hagfræð- ingur bæjarins er starfsmaður horgaranna en ekki siðameistari þeirra. Hann á að rita um málin frá sjónarmiði starfs síns en ekki með oflátungshætti er gef- ur til kynna að hann muni sjá öllu borgið og öllu sé óhætt í hans höndum. Eg er þeirrar skoðunar, að forðast heri að ræða um mál- efni bæjarins í þeim tón, er ; fram kemur í grein hagfræð- ingsins og eg mun hvorki eiga í ritdeilum við liann né aðra um afkomu og stjórn hæjarins. En í grein Jians eru nokkur aí- riði, sem eg tel rétt að leið- rétta, sérstaklega þar sem hann heldur fram, að eg hafi farið rangt með tölur. Sú ldið máls- ins er Iians sérgrein og því liætt við að þeir, sem lesa skrif hans, trúi þvi, að eg hafi ekki lialdið rétt á þeim atrið- um, er hann getur um. Eins og eg gat um í fyrri grein minni, er afar erfitt að fá nokkur heimildarplögg fyrir relcstri og i afkomu hæjarins á undanförn- um árum. Það væri því ekki að undra þótt slæðst gæti með tölur, sem hagfræðingur bæj- arins gæti gagnrýnt, sá maður, sem allar tölurnar hefir fyrir framan sig. En þótt liann auð- sjáanlega hafi fullan vilja á að sýna fram á hroðvirkni hjá mér í meðferð talna, eru að- eins tvö atriði, sem liann hefir fundið ástæðu til að taka fram. Og eg ætla að sýna hér fram á, að eg liefi engrar afsökunar að biðja í þessu efni. Fyrra atriðið er það, að hann telur mig hafa tekið tölur um styrkþega úr grein sinni í Vísi 1. des. 1938, sem séu af mér „annað hvort misskildar eða viljandi rangfærðar. Verður ekki séð hvort heldur er.“ Þótt það megi teljast einkennilegt, að ekki sé hægt að sjá, hvort tölurnar séu „misskildar eða viljandi rangfærðar“, skal eg j sýna fram á, að hvorugt hefir j verið gert. Tölurnar voru tekn- ' ar alveg eins og þær eru í grein j liagfræðingsins og sé eitthvað hægt að misskilja, , þá er það lionum að lcenna, en ekki mér. í grein lians eru umræddar tölur þannig: Styrkþegar samtals á fram- færi 1937 .. 5320 Þar af komið á framfæri: Fyrir 1927 . . . . . 661 1927—30 . . 508 1931 33 ,.. 830 1934—37 .. 3321 Þeir, sem vilja bera þetta saman við það, sem stendur í I grein minni, munu sjá að hvorutveggja ber saman. Annað atriði, sem hagfræð- ! ingurinn hendir á til sönnun- ar hroðvirkni minni og skiln- ingsleysi er það, að eg fari með ranga tölu, þar sem eg til athugunar ber það saman, að fjárhæðin til styrktarstarfsemi bæjarins sé 3.1 milj. kr. á þessu ári, en hins vegar séu öll út- gjöld bæjarins til „heilbrigðis- ráðstafana, þrifnaðar, gatna- gerðar, götulýsingar og menta- mála“ ekki nema 833 þús. kr. Þetta segir liagfræðingurinn rangt, fjárhæðin sé 1478 þús- und. Þessu til sönnunar færir hann tölur frá 1938 og telur líklegt, að útgjöldin 1940 verði talsvert meiri en áætlunin ger- ir ráð fyrir. Það út af fyrir sig er ekkert atriði í þessu máli. Aðalatriðið er það, að hagfræð- ingurinn vii-ðist taka fleiri út- gjöld með í sína tölu en þau, sem eg tek fram og talin eru upp hér að framan. Ef hann vildi taka þá liði á fjárhagsáætluninni 1940, sem eg taldi upp, þá mundi liann komast að eftit-farandi niður- stöðu: i HeilbrigSisráðstafanir (og þrifnaður), III. liður ....... kr. 324.700,00 Til gatna (og götulýs- ingar), IX. liður ... ■— 334.000.00 Til mentamála, XII. liður ........ — 174.300,00 Samtals kr. 833.000.00 / Eg tók þessa liði til saman- burðar, án þess að það skifti nokkru verulegu máli, hvort teknir væri fleiri eða færri lið- ir til slíks samanburðar. Áð sjálfsögðu hefði eg getað tekið með lið XI. (barnaskólar) »g þá hefði fjárhæðin orðið sam- tals kr. 1.477.480.00. En það, sem á milli her, er aðeins það, að sá liður var ekki talinn með í minni upptalningu. Liður XII („til mentamála“) hefir jafnan verið sérstakur liður í fjárhagsáætlun bæjarins og liefir hagfræðingurinn enga á- stæðu til að misskilja lieiti þessa liðs, þótt ekki væri sér- staklega fram tekið, að átt væri við tölulið XII. Með þessu liefi eg gert grein fyrir því, sem hagfræðingurinn kallar „hroðvirkni greinarhöf- undar í meðferð talna“. Tel eg ekki þörf að ræða frekar þessi atriði i grein hans, en hins vegar hygg eg, að liann liefði gott af í þessu sambandi að taka sér til fyrirmyndar sitt eigið heilræði, að þeir „menn, sem gera sig seka um slikan málaflutning, ættu ekki að ræða um mikilsvarðandi mál- efni opinberlega.“ Eg ætla ekki að ræða mikið önnur atriði í grein hans. Þó vildi eg henda honum á, að „lokun“ bæjarins frá minu sjónarmiði er ekki í því fólg- in, eins og hann virðist hyggja, að landsmenn geti elcki leitað atvinnu hvar sem er á land- inu, hér i bænum eða annars- staðar, eftir því sem árstíðir gefa ástæðu til. Með lokun bæj- arins er átt við það, að hægt sé að hindra aðflutning manna lil búsetu og sveitfesti, eftir því sem ástæða þvkir til. Mér er Ijóst, að heimild til slíkra ráðstafana verður að sækja (il Alþingis. En fáist ekki slík heimild, er óþarfi að drepast ráðalaus eða hef ja upp harma- kvein og spyrja, hvort byggja eigi kínverskan múr! Sumir virðast lifa innan slíkra veggja og sjá hvei’gi út yfir. Hagfræðingurinn telur það spor i alveg öfuga átt, að ætla sér að gera lausaskuldir bæj- arins að föstum afborgunar- lánum, sem mundi skapa bæn- um þungar vaxtabyrðar! Mætti helst af þessu skilja, að- bær- inn þyrfti enga vexti að borga af lausaskuldunum, sem þó munu vera æði þungar í skauti. Það mun vera alment álit hag- fræðinga, annara en hagfræð- ings Reykjavíkurbæjar, að miklar lausaskuldir séu erfið- asta byrði hvers bæjarfélags og hagkvæm lán séu nauðsyn- leg, þegar engin tölc eru á að greiða skuldirnar. Með þeim álögum, sem bæjarbúar liafa nú, er ekki mikil von um að hægt sé að greiða lausaslculd- irnar á fáum árum, því að það mundi hafa í för með sér aukn- ar byrðar fyrir borgarana, sem vafasamt er hvort þeir fengi staðið undir. Lausaskuldirnar verða því varla greiddar á næstunni, nema sérstök velti- ár beri að fyrir bæjarsjóð. Eg hefi orðið þess var, að sumir hafa slcilið tillögu mína um lánsstofnun til hyggingar ódýrra íbúða á þann veg, að bærinn tæki að sér byggingar íhúðarhúsa. Þessu er ekki þannig farið. Þótt bærinn hefði hönd í bagga með myndun slikrar lánsstofnunar, þá væri sú stofnun sjálfstæð og óháð, með sama fyrirkomulagi og veðdeildin eða fasteignalána- félög, sem liafa náð öruggri fótfestu víða erlendis, t. d. í Danmörku. Þessi félög gefa út og selja veðlánabréf í flokkum og eru allar eignir i hverjum lánaflokki í- gagnkvæmri á- hyrgð fyrir lánsfjárhæð hvers flokks, svipað og hér er í veð- deildinni. Það væri of langt mál, að fara nánar út i það hér á hvern hátt slík Iánsstofnun gæti gert meira gagn i bænum en veðdeildin gerir nú. Ilagfræðingur bæjarins lýlc- ur grein sinni með því að taka fram, að tillögur mínar um úr- lausn vandamála Reykjavíkur séu ýmist „skaðlegar, spor i öfuga átt eða svo fánýtar, að þær myndu að engu raunhæfu gagni koma“. Eftir að liann hefi felt þennan dóm sem nið- urstöðu af íliugun i 9 dálkum, bætir liann við, lesendum sin- um til mikilla vonbrigða: „Því miður gefst elcki lcostur að þessu sinni að ræða um hina alhliða lausn vandamálanna“. Maður getur varla varist brosi. Hann ritar 9 dálka til að rífa niður grein mína, svo þar mun að hans dómi ekki standa steinn yfir steini. En hann hef- ir ekki tíma til að sinna því einay sem er nauðsynlegt, „að ræða um hina alhliða lausn vanda- málanna“. En liann lætur þó ekki hina hreldu boi*gara bæj- arins alveg synjandi frá sér fara, því að hann endar grein sína á þessum orðum: „Vona eg að mér gefist, áður en Iangt um liður, tækifæri á að taka málefni Reykjavíkur til nán- ari meðferðar en hér liefir ver- ið kostur á.“ Borgarar bæjarins munu vafa- laust allir sameinast í þeirri ósk, að þessi von hans megi rætast sem fyrst, svo að aðrir fremji ekki þá goðgá að rita Um mál bæjarins áður en liann hefir fengið tækifæri til að segja til um hvernig vandamálin skuli leyst. HEIMDALLUR Blað irngra sjálfstæðismanna Félagið Heimdallur hefir á- kveðið að hefja að nýju útgáfu blaðs, til þess að túlka skoðan- ir félagsins og viðhorf gegn því ástandi, sem skapast hefir í landinu og nú er ríkjandi. Segir svo í ávarpi frá stjórn félagsins Heimdallar: „Öllum er ljóst, að þjóðlífi íslendinga stafar hætta af því ástandi, sem nú rikir í landinu. Líf lítillar þjóðar er viðkvæmt fyrir snertingu fram- andi afla, sem eru komin í ná- hýli við það. Blaðinu Heimdalli er ætlað að vera vettvangur æskunnar til varnar í þessum efnum,. Því er ætlað að glæða og efla til- finningu, trú og traust á fram- tíð íslensks þjóðlifs. Það er trú Heimdellinga, að aldrei hafi verið þess meiri þörf en nú, að æska landsins legði ötula rækt við gæslu þess þjóðlega arfs, sem henni hefir fallið i skaut.“ Innihald blaðsins að öðru leyti er sem hér greinir: Jóhann Hafstein: Gróandi þjóðlíf, Lúð- vík Hjálmtýsson: Um afstöðu almennings til erlends setuliðs. Ennfremur samtíningur undir fyrirsögninni: Á torginu. Blaðinu er ætlað að koma út annað veifið, eftir því sem þörf gerist. Er hér gerð lofsverð til- raun til að endurvelcja blaða- útgáfu ungra sjálfstæðismanna, sem um skeið liafði mikil á- Iirif, ekki síst meðal æsku- manna, og stöðvaði í rauninni aðstreymi unga fólksins til kommúnismans. Er þess að vænta, að enn megi slík blaða- útgáfa reynast þýðingarmikil fyrir félagssamtök ungra sjálf- stæðismanna. Skáli Fjalla- mannafélagsins. Skálabyggingunni á Fimm- vörðuhálsi miðar prýðilega á- fram, og- er nú skálinn orðinn fokheldur. Guðmundur Einarsson frá Miðdal skrapp liingað til bæjar- ins í gær, til að sækja vistir, og átti Vísir tal við hann. Gerði Guðmundur ráð fyrir að smíð- inni yrði fulllokið á þremur vikum. Veðrasamt er mjög þarna uppi, og hafa nokkrar tafir orðið á vinnu sölcum veð- urofsa. Kuldi er þarna einnig allmikill, alt að 5 stiga frost, en hitiiin sjaldan yfir 4 stig nema um liádaginn. Mjög er rambyggilega um skálann búið, og er hann m. a. reyrður niður með stálvírum, sem liggja þvert yfir þakið, en endarnir grafnir i jörð og á þeim hvílir margra tonna farg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.