Vísir - 28.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 28.08.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Krsstj án Guðlaug sson Skrifstofur Péiagspi •entsmiöjan (3. hæð). Ritstjóri BSaðamenn Sími: Augfýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla j 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 28. ágúst 1940. 197. tbl. IgT'- Jjífc .DEILURNAR IIM TRAN VANIU HA I^jódverjap bjóda utan- Rúmeniu og Ungverja- lands til Salzburg til pess að miðla málum. EINKASKEYTI frá United Press. London I morgun. Horfurnar vegna deilunnar um Transylvaniu hafa orðið stöðugt ískyggilegri undanfarna daga. Hefir virst stefna í þá átt, að Ungverjar og Rúmenar léti vopnin skera úr. Hafa þegar borist fregn- ir um, að hvorir tveggja safni liði og sendi til landa- mæranna, og atburður, sem gerðist í gær, hefir mjög orðið til þess að auka æsingarnar í Ungverjalandi í garð Rúmena. Var skotið úr rúmenskri f lugvél, á ung- verska flugvél, oghún neydd til þess að lenda. Var litið svo á í Ungverjalandí, að Rúmenar væri með þessu að egna Ungverja upp. Fregnír í morgun herma, að engin opinber staðfesting hafi fengist á því, að til nokkurra átaka hafi komið á landamærunum. 1 morgun var tilkynt, að utanríkismálaráðherra Ung- verjalands og Rúmeníu myndi fara á fund von Ribben- trops. I fregn frá Budapest er skýrt frá því, að Czaky greifi sé Iagður af stað áleiðis til Salzburg. Fregn þessi vekur allmikla athygli, því að hún sýnir, að Þjóðverjar ætla að gera enn eina tilraun til þess að koma í veg fyrir, að styrjöldin breiðist út til Balkan- skaga. , *i$f$l 1 London er litið svo á, að Þjóðverjar ætli að knýja Rúmena til þess að verða við helstu kröfum Ungverja, og er sagt, að leið- togar nazista séu gramir yfir því hversu stefnir í Rúmeníu. Hefir andúðin stöðugt magnast gegn því, að Transylvania væri látin af hendi, og hefir dr. Maniu, leiðtogi Bændaflokksins, sem berst gegn því, stöðugt vaxið fylgi að undanförnu. Samkomulagsum- leitanir Rúmena og Ungverja fóru algerlega út um þúfur laust fyrir s. 1. helgi, og er ætlað í London, að það væri vegna þving- unar frá Þjóðverjum og ítölum, að Rúmenar féllust á, að taka upp samkomulagsumleitanir á ný. Fregnir hafa borist um skærur milli rúmenskra og rússneskra hermanna, en þessar fregnir hafa verið bornar til baka í Bukar- est og London. Seinustu fregnir herma," að fundur verði haldinn í Vínar- l>org til þess að ræða deilumál Ungverja og Rúmena og leiða þau til skjótra lykta. — Fundinn sækja ' utanrikis- málaráðherrar Þýskalands og Italíu, von Ribbentrop og Ciano greifi, og auk þeirra utanríkis- málaráðherrar Ungverjalands og Rúmeníu. Sendiherra Þýska- lands í Rómaborg, von Macken- sen, og sendiherrar ítala í Buda- pest og Bukarest, verða einnig þáttiakendur í fundinum. Ciano greifi og von Macken- sen lögðu af stað frá Rómaborg áleiðis til Vínarborgar i morg- un. Czaky greifi er sömuleiðis á leið þangað. Fréttaritari United Press í Bukarest símar ídag,aðháttsett- ir rúmenskir herforingjar hafi staðfest, að til árekstra hafi komið á landamærum Rúmeníu undangengna daga. — Sagt er að margir menn hafi beðið bana í skærum sem urðu á landa- mærunum að kveldlagi. I fregn- um sem um þetta fjalla eru skærurnar kallaðar „smá-styrj- öld á Iandamærunum". Á landamærum Rúmeníu og Ungverjalands hefir verið skifst á skotum. Rúmenar hafa lofað að taka til rannsóknar ásökun Ungverja um, að ungversk flugvél hafi verið skotin niður. I Bukarest er tilkynt, að ef það reynist rétt skuli Ungverar fá fullar bætur fyrir. Fregnir hafa borist um mikla liðsflutninga Rússa í nánd við landamæri Bessara- biu. Einnig hafa borist fregn- ir um liðflutninga í Þýska- landi til austurlandamæra Þýskalands. ri London í morgun. Amerískir flugmenn gerast nú sjálfboðaliðar í breska flug- hernum í tugatali. Frá San Franciseo éinni eru farnir á- Ieiðís til Bretlands um 60 flug- menn, en flugmenn ganga nú í breska flugherinn í Öllum' ríkjum Bandáríkjanna. — Það er flugmaðurinn Pangburn, er gengst fyrir sjálfboðaliðasöfn- uninni í Kalifprníu. Pangburn hlaut heimsfrægð fyrir flug sitl kringu'm jörðina fyrir mörgum árum. De Gaulle bætist liðsauki. Mið-Afríkunýlendan Tschad gengur í lið með honum. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. De Gaulle herforingi, leiðtogi þeirra Frakka, sem berjast með Bretum gegn Þjóðverjum og ítölum, flutti ræðu í útvarp i London i gærkveldi og tilkynti, að hin franska Mið-Afríku ný- lenda Tschad hefði gengið i lið með hinum „frjálsu Frökkum". I London er talið, að ákvörðun landstjórans og yfirherforingj- ans í Tschad, að halda áfram styrjöldinni gegn Þýskalandi og ítaliu, sé hin mikilvægasta, og De Gaulle telur að fleiri ný- lendur Frakka muni fara að dæmi Tscad, þar sem Frökkum í nýlendunum sé nú að verða Ijósara ýmislegt í sambandi við uppgjöf Frakka, og muni ný- lendubúarnir sannfærast um, að framtíð þeirra og Frakk- lands velti á því, að þær haldi styrjöldinni áfram. De Gaulle sagði, að Frakkar væri að byrja að verða upplitsdjarfir á ný. Aðstaða Tschad hefir verið erf- ið að .úndanförnu, eða siðan 'er ákveðið var, að styðja Petain og stjórn hans. Það er þeirri ákvörðun, sem nú hefir verið breytt. Nýlendan var í rauninni algerlega einaiigruð. Nú eru samgöngur trygðar við önnur lönd. Ákvörðunin er hernaðar- lega mikilvæg, því að vegna hennar versnar aðstaða ítala i Lybíu. — íbúar Tscad eru á aðra miljón og er tilkynt, að þeir standi að baki landsjórna og herstjórn Frakk'a i að halda styrjöldinni áfram. Winston Churchill, forsætis- ráðherra Bretlands, skrifaði de Gaulle herforingja bréf í gær, til þess að endurtaka það, sem hann hafði áður sagt, að Bretar vildu vinna að því, að Frakk- land risi upp á ný, frjálst, vold- ugt og sterkt, eins og það áð- ur var. Churchill kvað bresku stjórnina i öllu vilja styðja við- skifti við þær nýlendur Frakka, sem styddi Breta i baráttunni gegn Þjóðverjum, og væri þeg- ar hafinn undirbúningur að þvi, að þær geti fengið samskonar fjárhagslegan stuðning og bresku nýlendurnar. Sá stuðn- ingur helst meðan nýlendurnar taka þátt i baráttunni gegn Þýskalandi og Italíu. Lítið um lofí- bardaga yfir Bretlandi í LÍK TROTSKY BRENT. Lík Trotskys var brent í gær að viðsladdri konu hans. Að brenslunni lokinni var askan sett í ker, sem ekkert er á letrað, nema: Leon TtátíJcya. Að eins 4 þýsk&r flug- vélar skotnar niöur. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. I gær var miklu minna um lof tbardaga við Bretland en ver- ið hefir að undanförnu. Þýsk- ar flugvélar gerðu tilraunir til árása á nokkrum stöðum, við- ast ein og ein flugvél, í fáum tilfellum nokkrar saman, en engar miklar hópárásir voru gerðar. Tjón varð litið. Aðvaranir um, lof tárásir voru gefnar tvisvar í London, en eng- ar fregnir hafa borist um tjón í London. Úr miðhluta borgar- innar sáust engar þýskar flug- vélar. Aðeins 4 þýskar flugvélar voru skotnar niður í gær. í tilkynningum bresku stjórn arinnar er því haldið fram, að flugvélar Þjóðverja, sem þátt tóku i árásunum á England í gær, hafi verið hraktar á flótta. Það e.r viðurkent, að allmikið manntjón og eigna varð á nokkrum stöðum utan Lund- únaborgar. Þjóðverjar notuðu sumstaðar mikið ikveikju- sprerigjur o. m. a. brann sveita- setur eitt til kaldra kola. Víð- ast var eldur fljótlega slöktur, þar sem kviknaði i út frá íkveikj usprengj um. Aðvaranir um lof tárasir voru gefnar tvívegis innan þriggja klukkustunda í gærkveldi. — Sprengjum var varpað á út- hverfin, en manntjón varð ekki. Flugmálaráðuneytið breska sakar þýsku flugmennina um það í tilkynningu sinni, að þeir varpi sprengjum að yfirlögðu ráði á staði, sem ekki eru hern- aðarlegir. 47 þýskar flugvélar voru skotnar niður við Bretland í fyrradag. AÐVARANIR UM LOFTÁRÁSIR í MÚNCHEN. London i morgun. Aðvaranir um loftárásir voru gefnar i Miinchen kl. 2 til kl. 2.30 í morgun, en ekki sást eða heyrðist til óvinaflugvéla. Loft- varnabyssur voru ekki teknar i notkun. Talið er, að breskar sprengju flugvélar hafi verið á ferðinní, en sneitt hjá Miinchen. BREYTING A SKIPUN STJÓRNARINNAR í PORTUGAL. London, í morgun. í gær var tilkynt breyting á skipun stjórnarinnar í Portú- gaL Dr. Salazar verður áfram forsætisráðherra, en hann læt- ur nú af embætti fjármálaráð- herra, sem hann hefir gegnt frá árinu 1927. Um orsÖk þessarar breytingar er ekki kunnugt, en sennilegt er, að dr. Salazar hafi orðið að . létta a sér störfum. Skriðdrekar af þessari stærð eru lítt nothæfir, nema þar sem litlar eru varnir, því að þótt þeir séu hraðskreiðir og vopnaðir tveim hríðskotabyssum, eru þeir ekki svo vel brynvarðir, að þeir þoli skot úr skriðdrekavarnarbyssum. Myndin er tekin í Rómaborg, en Italir eiga marga skriðdreka af þessarí gerð og nota þá í nýlendum sínum og hernaðinum i Afríku. ítaiir heí ja tauga- stríð gegn Jugo- síövum. Lóndon, i morgun. Svo virðist sem Italir haf i hætt taugastríðinu gegn Girkkjum í bili, því að birtár hafa verið tilkynningar í ítölskum biöðum þess efnis, að ítalska stjórnin vilji fyrir stitt Ieyti-stuðla að því, að Grikkland dragist ekki inn i styrjöldina. — í Bretlandi er lit- ið svo á, að festa Grikkja og viðbúnaður Breta hafi haft þær afleiðingar, að tvær grímur runnu á ítali. Nú hafa ítölsk blöð og út- varpsstöðvar hafið áróður mik- inn gegn Júgóslövum. Er ekki enn ljóst til hvers sá leikur er hafinn. Loftápásin á Cire* Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Þvi er neitað i Berlin, að þýsk flugvél hafi gert árás á stað í Eire. Er gefið i skyn, að flugvél- in hafi verið bresk. í London er leidd athygli að þvi, að þegar hafi fengist stað- festing á því í Eire, að flugvélin var þýsk, og hafi sendiherra Eíre í Berlín verið falið að mót- mæla árásinni. , Tilxaunakanínurnar íundust í gær. Tilraunakanínur þær, sem stolið var frá Rannsóknarstofu Háskólans og skýrt var frá hér í blaðinu i gær, eru nú fundnar. f gær var Árni G. Eylands forstjóri á gangi í Vatnsmýr- inni og sá þá kanínu þar á sveimi. Gerði Árni lögreglunni þegar aðvart og þegar hún kom á vettvang, fann hún hina kan- inuna dauða rétt hjá. Enn er ekkert upplýst um Nú mun svo komið, að kart- öfluuppskera síðasta hausts mun vera á þroíuin, enda þótt ! hún hafi verið óvenju góð. í sumar varð nokkurt verð- fall á kartöflum hjá einstöku framleiðendum, fyrir þá sök, að þeir óttuðust offramleiðslu og buðu kartöflutunnuna þess vegna alt niður í 8—10 krónur, á meðan ákvæðisverð Græn- metiseinkasölunnar stóð í kr. 26.50. Þetta verðf all mtin ef til vill hafa átt einhvern þátt í því, hvað nú er lítið orðið um kartöflur á markaðinum, þvi ekki er' ósennilegt, að einstak- ir ménn hafi birgt sig upp fram til haustsins af hinum ódýru kartöflum. Nokkur afföll munu einnig hafa orðið í kartöfluuppskeru síðasta hausts, vegna skemda, en skemdirnar hafa orðið meiri í stórum geymslu- og vöruhúsum kaupstaðanna, en í jarðgeymslum framleiðend- anna sjálfra. Óvíst er enn um uppskeru- horfur í haust, en líkur til að hún verði mun minni en i fyrra vegna hins erfiða tíðar- fars. kanínuhvarfið, en líkur benda til, að unglingar hafi verið hér að verki, og þá liklega helst þeir, sem hafa haft kaninurækt með höndum. Ef kanínurnar, sem sýktar voru með smitandi sýklum, hafa komist saman við aðrar kanín- ur, þarf að rannsaka þær, og sömuleiðis ber brýna nauðsyn til að þeir, sem snert hafa á kanínunum, láti rannsaka, hvort þeir hafi smitast af þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.