Vísir - 29.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 29.08.1940, Blaðsíða 1
 Ritsfcjóri: K r i s t j án Guðlaug sson Skrifstofur Félagsp rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri i i, ðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldker) 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 29. ágúst 1940. 198. tbl. ÆgnUegrusAii nætiiráráísir & Bretland f rá stríðsbyrju sigiingm - T¥ý loftárás á Ilerlin s. 1. nótt. Hvað lafir hann lengi ? Þegar Voroshiloff féll í ónáð hjá föður Stalin, tók þessi svip- fagri maður við af honum. Hann er Semyon Konstantino- vich Timoshenko, marskálkur, 45 ára að aldri. Hann hefir hlot- ið mest álit í augum Rússa fýrir að ráðast að haki Pólverjum, þegar þeir áttu í vök að verjast fyrir Þjóðverjum. — En nú er eftir að vita hvað hann lifir lengi á þeirri frægð. ir I Einkaskeyti frá United Press. öldungadeild þjóðþingsins hefir nú samþykt með 56 at- kvæðum gegn 31 herskyldulög- in, sem heimila að kveðja til heræfinga um eins árs bil alla vopnfæra karla í Bandaríkjun- um á aldrinum 21 til 30 ára. Um frumvarp þetta hefir staðið allmikill styr að undan- förnu á þingi Bandaríkjanna. Voru bornar fram breytingar- tillögur við frumvarpið, þess efnis, að heimildin yrði ekki veitt fyrr en á næsta ári. Héldu tillögumenn því fram, að ó- heppilegt væri, að þetta mál yrði deiluefni í kosningunum, sem nú fara í hönd. En forset- inn, Franklm D. Roosevelt, lýsti þá yfir því, að ef frestur yrði á afgreiðslu frumvarpsins, væri öllum, landvarnafyrirætlunum þeim, sem ríkisstjórnin hefir á prjónunum, stefnt í voða, og kvaðst hann verða að leggja á- herslu á, að afgreiðslu málsins yrði hraðað. Kvaðst hann mundu búast við, að frumvarp- ið yrði afgreitt sem lög á tvéim- ur til þremur vikum. Virðist svo sem Roosevelt muni hafa sitt fram. Gengur frumvarpið nú til fulltrúadéild- arinnar. Hefir það vafalaus't ýtt iujög undir, að öldungadéildin samþykti frumvarpið, að sú skoðun hefir breiðst allmjög út í Bandaríkjunum, að það, sem gerst hefir í Evrópu, sýni, að Bandaríkin verði að vera við Bresku flugvélarnar flugu íram og aftur yfir borgina EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Mörg hundruð þýskra flugvéla gerðu í nótt hörð- ustu næturloftárásirnar á Bretland. Varpað var niður þúsundum sprengja á England og S.-Wales frá því að farið var að skyggja í gærkveldi og þar til birti aftur í morgun. Næstum allar sprengjurnar, sem varpað var niður voru litlar íkveikjusprengjur, en á f lestum stöðum tókst að slökkva eldinn, sem þær kveiktu, áður en hann gat valdið miklu tjóni. Miljónir Lundúnabúa urðu að dvelja alt að 7 klukku- stundir í loftvarnabyrgjunum víðsvegar um borgina, meðan þýsku flugvélarnar flugu fram og aftur yfir út- hverfunum. Inn yfir miðhluta borgarinnar tókst þeim ekki að komast. United Press hefir það eftir áreiðanlegum heimildum, að Þjóðverjar vörpuðu niður alt að 1000 íkveikjusprengjum og stórum sprengj- um á London og nágrenni hennar. Tjón varð lítið og að eins tveir stórbrunar kviknuðu, en þeir voru fljótlega slöktir. Talið er að að eins 12 þýskar flugvélar hafi tekið þátt í árásinni á London, en þær flugu svo hátt, að erfitt var að beita loftvarnabyssunum og leitarljósin náðu að eins einstaka sinnum „tangarhaldi" á þeim. Þúsundiir manna voru í næturklúbbum, leikhúsum og veitingahúsum í Westend, þegar loftárásin hófst. Hafðist fólk þar víða við áfram og var ýmislegt til skemtunar, þótt komið væri fram yfir venjulegan lok- unartíma. Þjóðverjar héldu áfram árásum sínum á Bretland í gærkveldi og síðastl. nótt. Komu flugvélarnar yfir sundið til Kentstrandar og lenti í bardaga milli þeirra og breskra orustuflugvéla. Yfir Thamesárósum var mikið barist. Nokkurum þýskum flugvél- um tókst að komast inn yfir London. Flugu þær mjög hátt. Árásir voru gerðar á f jölda marga staði í Englandi og Wales í gær og urðu skemdir á íbúðarhúsum og verksmiðjum og sum- staðar varð manntjón. Yfirleitt beita Þjóðverjar þeirri aðferð í seinni tíð, að flugvélar þeirra fara í smáhópum eða ein og ein, til þess að komast hjá miklu flugvélatapi. Mesta loftorustan í gær stóð yfir í heila klukkustund og vor sjö flugvélar skotnar niður og tvær breskar. Alls voru skotnar niður 24 þýskar flug- vélar í gær, til kl. 8 síðdegis, og 12 breskar, en áhafnir f jögurra komust lífs af. Svo virðist sem Bretar ætli að endurgjalda Þjóðverj- um árásirnar á London, því að ný loftárás var gerð á Berlín s. I. nótt, Þegar er aðvaranirnar um loftárásir höfðu verið gefnar þustu menn í loftvarnabyrgin og höf ðust þar við samtals í 3 klst. Það voru mjög margar f lugvélar sem komust inn yfir borgina, og segja frétta- ritarar hlutlausra þjóða, að bresku flugvélarnar hafi flpgið fram og aftur yfir borgina. Úr miðhluta borgar- innar sáust svifblys yfir úthverfunum og mikil skot- hríð heyrðist. Loftárásin stóð í 3 klst. Samkvæmt hinni opinberu þýsku fréttastofu biðu tíu menn bana, en 28 særðust í loftárásinni á Berlín. — Flugvélarnar komu aftur og aftur og var varpað sprengjum og íkveikjusprengjum víðsvegar um borgina. öllu búin, og hættulegt sé að fresta fyrirætlunum um aukn- ar landvarnir. Hefir það aukið ótta manna í þessuni efnum, að undirróður niöndulveldanna í Bandaríkj- tiiuim hefir reynst vera víðtæk- ari en talið var, og hefir m. a. verlð gerð húsrannsókn hjá þýskri ferðaskrifstofu í New York, og lagt hald á öll hennar plögg. Blöðin héldu því fram, að skrifstofa þessi væri aðal- bækistöð þýsks undirróðurs í Bandaríkjunum. Það er talið, að um 12 mil- jónir nianna í Bandaríkjunum verði skrásettar til herþjónustu, Mörg skip hafa í þessu stríði farið i sína hinstu siglingu niður á hafsbotninn og tekið með sér marga eða fáa menn af skipshöfninni. Mynd þessi er af norsku skipi, Burgos, sem rakst á tundurdufl við Englandsstrendur, er skipið var á siglingu i „convoy". Skipverjum öllum, 32 að tölu, var bjargað. 99 ¦» S83® menn umferð" fyrsta, mán< uðinn. ' Dagskipun lögreglustjórans, um að taka alla áber- andi drukkna menn úr umf erð, hef ir nú verið í gildi í fjórar vikur og hafa 220 menn verið teknir á því tíma- f bili, eða tæplega 8 menn á sólarhring til jaf naðar. Visir hafði tal af Agnari Ko- foed-Hansen lögreglustjóra í morgun. Kvað hann það mestu vand- kvæðin við framkvæmd dag- skipunarinnar, hvað lögreglan hefði yfir takmörkuðu húsnæði að ráða. í „steininum" fyllist oft á laugardagskvöldum um ellefu- leytið, en þau kveld er að jafn- aði mest að gera. Þá tökum við til að nota klef- ana, sem eru í húsi sjálfrar lög- reglunnar, en oft fer svo, að sú viðbót nægir ekki.. Neyðumst samkv. herskyldulögunum. — Gert er ráð fyrir, að 900.000 nxenn verði kvaddir til vopna árlega. Menn, sem kvaddir hafa verið til heræfinga, má senda til herþjónustu hvarvetna í Vest- urálfu og til nýlendna Banda- ríkjanna. Vegna þessara laga geta Bandaríkin i framtiðinni haft 4x/2 miljón manna æfðan her, auk varaliðs. Lögin heimila ríkisforsetan- um að taka verksmiðjur ein- síaklinga og fyrirtækja til fram leiðslu í þágu landvarnanna, er nauðsyn krefur, að hergagna- framleiðslan sé aukin i þágu Iandvarna Bandaríkjanna. við þá stundum til, eftir mið- nættið, að láta þá lausa, sem minst eru drukknir og hafa hægast um sig, en þeir eru þá fluttir heim til sín. Or þessu mun þó bætt von bráðar, þvi að nú er verið að innrétta nýja klefa i húsinu og verðum við vonandi ekki í neinu húsnæðishraki ef tir það. Þessi starfsemi lögreglunnar virðist bera tilætlaðan árangur. Minna hefir verið um óreglu á götunum og hvergi hefir komið til árekstra milli Islendinga og breskra hermanna. Dagskipunin mun verða Iátin gilda framvegis og í engu slakað á henni. Bretar og traust íranskra nýlendna. London í morgun. „Times" ræðir um frönsku nýlenduna Tschad í forystugrein i morgun: „Það er gott fordæmi, sem stjórnendur þessarar nýlendu hafa gefið öðrum frönskum ný- lendum úti um heim, enda sýnir það, að allir Frakkar í Afríku eru ekki á sama máli og þeir, sem sent hafa Hitler 800 flugvél- ar til að herja með á fyrri banda- menn. Enginn efast um, að að- staða de Gaulle's hershöfðingja styrkist mjög við þennan holl- ustuvott nýlendunnar. . Þáð er nú hlutverk Breta að vinna aftur traust margr* franskra nýlendna, sem líkt er ástatt um og Tschadnýlenduna, og gera þær að virkum banda- mönnum gegn yfirgangi mönd- ulveldanna." Það er lðgð áhersla á það i London, að Tschadnýlendan sé þýðingarmikill liður milli bresku nýlendanna. Þá virðist svo sem viðureignir síðustu vikna i lof ti hafi sannfært stjórn- endur hinnar frönsku nýlendu um það, að Bretar muni að lok- um sigra, og þurfi þvi ekki að óttast hefndir af hálfu Þjóð- • verja. Þýski ílugflotinn »heldur aðeins vökuu íyrir íólki í London, Amerikumenn gerast nú með hverjum deginum ákafari stuðningsmenn Breta. Boosevelt og Willkie hafa báðir lýst sig andvíga einangrunarstefnunni og fylgjandi þvi, að Bandaríkin veiti Bretum alla hjálp, sem þau geta. Johnson hershöfðingi lýsti yfir því í gær, að Hitler myndi ekki borða neina máltíð i Lund- únum á þessu ári, en það hefir verið einn liður í „hvislingum" nazista, að Hitler myndi borða morgunverð i Lundúnum ein- hvern daginn i haust. Bandarikjablöðin birtu flest i gær fyrirsagnir þess efnis, að loftái'ásirnar á London hefðu enga hernaðarlega þýðingu, og einstöku blöð komust jafnvel þannig að orði, að þær væru hlægilegar fyrir það, hve litlu tjóni þær kæmu af stað. „Getur Hitler ekki meir en þetta?" spyr eitt blaðið, og bæt- ir því við, að þýski loftherinn, sem talinn var ægilegur í byrj- un striðsins, geti nú að þvi virð- ist, ekki meir en að halda vöku fyrir fólki í Lundúnum. Kappróðrarmót Ár- manns f er f ram í kvöld Kappreiðrarmót Ármanns fer fram í Skerjafirði í kvöld og hefst kl. 7. Er nú liðið á þriðja ár síðan kappróðrarmót fór fram síðast hér. Bóðurinn hefst rétt utan við bátaskýli Ármanns og lýkur inni í Fossvogi. Brautin er 2000 metrar og taka þrjár bátshafn- ír þátt i róðrinum, A-, B- og C- sveit Ármanns. Þátttakendur frá K.B. eru ekki með að þessu sinni. Kept er um bikar, sem Sjó- vátryggingarfélag tslands hefir gefið. Þá fer og fram kappróðrar- mót fyrir byrjendur og taka þótt i því tveir flokkar, A- og B-sveitir frá Ármanni. Þær róa 1000 metra. Mikið f jör er nú i róðrariðk- unum hjá Ármanni og æfa um 50 manns hjá þvi félagi að staðaldri. Slys. Sjö ára gamall drengur varð í morgun fyrir herflutningabíl í Hafnarfirði og beiö bana af. Mál- iö er í rannsókn og ekki hægt aí) segja frekara frá því a'S svo stöddu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.