Vísir - 29.08.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 29.08.1940, Blaðsíða 3
VlSIR MJéifeiirsiisMið og: uin- h^g^jan fyrii' IftiBSiiiæðrunum, Lengi getur vont versnað. Auk Þess, sem við húsmæðurnar kaupum daglega lélega og gamla mjólk til neyslu, hefir það kom- ið upp úr kafinu nú nýlega, að mál á rjóma, sem seldur hefir verið til almennings hér í bæ, hefir verið svikið, með öðrum orðum, a:ð rjómaflöskur, sem eiga að standast vissa gramma- tölu og hafa verið mældar — hafa leitt það í, ljós, að töjuvert hefir vantað á uppgefið inni- hald. Það er því alt útlit fyrir, að um mikinn skort á góðu eftirliti sé að ræða. Samsölunefndin hef- ir gefið út tilk. þess efnis, að hún geti ekki fengið ábyrgð á stærð mólkurflaskanna, og taki þar af leiðandi ekki ábyrgð á þeim hvað málið snerti. Mér verður nú á að spyrja: Hvað var heimtað af Korpúlfs- slaðabúinu um árið þegar litlu flöskurnar komu þar á markað- inn. Féll ekki dómur i því máli? Var bústjórinn talinn ábyrgðar- laus? Eg hefi lesið i Morgunblað- inu, að dómsmálaráðherrann hafi gefið forstjóra Mjólkur- samsölunnar áminningu fyrir að rjóminn stóðst ekki mál. Hvernig er þessu varið ? Eru tvenn lög til í þessu landi um sama málið, þar sem annar aðil- inn er dæmdur en hinn virðist eiga að sleppa með áminningu ? Dómsmálaráðherrann er þó sá sami og var þegar gamla flösku- málið var dærnt. í sambandi við þelta nýja rjómamál datt mér í hug að líta í Tímann frá 1935, um það bil sem mest gekk á út úr mjólkur- málinu. I TímanUm stendur margt um það mál, en fátt til sóma fyrir þá sem skrifað liafa. 20. janúar 1935 skrifar Jónas Jónsson í Tímann í sambandi við litlu flöskurnar: „1 síðastlið- inni viku liefir það sannast, að flöskurnar frá Korpúlfsstöðum eru of litlar. Thor Jensen hefir ekki treyst sér til þess að mæta fyrir rétti, borið við almennu heilsuleysi. Hann virðist hafa haft margar flöskur í umferð, sem hann vissi að voru of htlar. Það þarf þess vegna ekkert að deila um sökina, hún er játuð. Hann gat sagt hið sanna um málið, og selt þessar flöskur að því skapi lægra verði, sem minna var i þeim.“ Hvað þá um forstjóra Mjólk- ursamsölunnar? Því gat hann ekki sagt okkur, að við ættum að borga minna fyrir rjómann en við gerðum ? Er hann ekki laun- aður maður til þess að liafa eftir. lit bæði með þessu og öðru sem mjólkursamsölunni viðkemur? I Tímanum, 23. jan. 1935, ritar blustandi á húsmæðrafél,- fundi og segir svo: „Húsmæður bæjarins súpa af því seiðið, að mjólkin er seld í of litlum flösk- um. Hvar er umhyggja yðar frú Guðrún Lárusdóttir fyrir mæðr- ! unum fátæku, sem svikunum \ sæta?“ Þannig voru rit Timans í þá I daga út af htlu flöskunum. En | hvað segir Tíminn nú um svikin á rjómanum? Eg hefi ekki komið augastað á það. Hvar er ’ umhyggjan fyrir Reykvísku húsmæðrunum nú, og hver borgar fátækum konum hall- ann, sem þær hafa orðið fyrir i viðskiftum sínum við Mjólkur- söluna frá fyrstu tíð? Svari nú Tíminn. Hvar er réttlætið og bróðurkærleikurinn. F orstj óri Mjólkursamsölunnar, H. E., skrifar í dagblaðið Yísi um mjólkina og mælingu rjómans, og ber sú grein með sér að for- stjórinn muni fylgjast helst til lítið með afgreiðslunni yfirleitt. Hann slcýtur sér á bak við pils- fald afgreiðslustúlknanna og á þar e. t. v. við gamla máltækið: Gott er að hafa barn til blóra, og kenna því alla klækina. H. E. segir í Vísi: Gæðaflokkun mjólk- urinnar hér hjá Mjólkurstöðinni er framkvæmd á sama hátt og átti sér stað jafnt eftir að Mjólk. ursamsalan tók til starfa og áð- Ur. Ber þá að skilja orð forstjór. ans á þá leið, að framförin sé engin í þessi ár, síðan samsalan tók alt í sínar hendur? Ekki er það glæsilegt, að reynslan skuli ekki vera betri en þetta eftir fimm ára starf. Guðrún Guðlaugsdóttir. Meistaiamótid: Haukur Einarsson (K. R.) setti met í 5 km. göngu. Meistaramótið hélt áfram í gærkveldi. Hófst það á 4x100 metra boðblaupi. Fyrst keptu A-sveitir Ármanns og K.R. Þótl einsýnt, að Ármánn myndi sigra i blaupinu, þar eð besti maður K.R.-inga, Sveinn Ing- SíSasta skiftingin í 4x100 m. boð- hlaupinu. K.R.-ingarnir Haukur og Jóhann Bernhard skifta. varsson, gat ekki hlaupið vegna meiðsla. En i annari skifting- Unni mistu Ármenningar kefl- ið og þar með sigraði K.R. auð- veldlega á 47.6 sek. 2. varð sveit 1. Haukur Einarsson, K.R., 52 mín. 59.2 sek. 2. Ölafur Símonarson, Árm., 60 mín. 34.6 sek. 3. Magnús Guðbjörnsson, K.R. 67 mín. 32.8 sek. í kvöld lýkur Meistaramót- inu á 10 km. hlaupi og fimtar- frá Í.R. á 47.8 sek. og 3. B-sveit Ármanns á 48.8 sek. I 1000 metra boðhlaupi (100- 200-300-400 m.) komu úrslitin einnig nökkuð á óvænt. Ár- manni var talinn sigurinn vís, enda tóku þeir von bráðar for- ystuna og béldu henni alt fram á beinu brautina i síðustu 100 metrunum. Þar dró Ólafur Guðmundsson (Í.R.) Sigurgeir (úr Ármanni) uppi með sínum risalöngu skrefum og varð þó nokkurn spöl á undan í mark. Hlaupið var mjög spennandi. Úrslit urðu: 1. Í.R......2 mín. 7.5 sek. 2. Ármann . 2 mín. 9.0 sek. 3. K.R......2 mín. 11.2 sek. Þriðja og síðasta grein kvöldsins var 10.000 m. ganga. Lyktaði henni með ekki ein- ungis mjög glæsilegum sigri Hauks Einarssonar, heldur og með nýju Islandsmeti á fyrstu 5000 metrunum. Iiið nýja met lians á þeirri vegal. er 25:51.8 mín., en var 26:27.5 mín. Er þetta eina metið, sem náðst hefir enn sem komið er á mót- inu. — Árangur í 10 km. göngu var sem hér segir: ólafur Guðmundsson á endasprettinum í 1000 m. boS- hlaupinu. þraut. Verður í hvorutveggja væntanlega mjög hörð kepni og ekki ósennilegt, að nýtt met verið sett í fimtarþrautinni. Kestir ksnlr ii Iriki- ib í höíniii. í gær vildi það til að hestar, sem voru á beit í Örfirisey fæld- ust bifreið, sem þar var að verki á vegum hafnarinnar. Hlupu hestarnir á sund í höfnina og stefndu til lands, en svo illa vildi til að er þeir voru skamt komnir festust þeir í gaddavir og tókst ekki að losa sig. Verkamenn, sem þarna voru nálægir, brugðu þegar við, og tókst þeim að losa hesl- ana með því að klippa í sundur vírinn, og voru þá hestai’nir komnir að druknun. Er í land kom sást að hestarnir voru mjög skáldaðir og rifnir eftir gaddavírinn, en að öðru leyti varð þeim ekki meint. Voru þeir fluttir úr eyjunni í liaga. STARFSEMI SUMARGJAFAR. Frh. af 2. síðu. halda dagheimilunum áfram septembermánuð en hann kvað það ekki kleift fyrir félagið að halda sumarstarfseminni áfram vegna fjárskorts,en mikill áliugi og nauðsyn væri fyrir vetrar- starfsemi, bæði dagheimilis fyrir ca. 25 börn, sem ekkert athvarf eiga að heimilum sinum á dag- inn og vistarheimili (þar sem börnin eru allan sólarliringinn) fyrir ca. 20 börn, sem ekki geta dvalið á heimilum sinum ein- hverra orsaka vegna. Mikið fé þarf til þessarar starfsemi, en félagið náðgerir að afla sér þess nú í haust með merkjasölu, skemtunum og með þvi að leita eftir framlögum frá ýmsum atvinnufyrirtækjum, auk styrlcs úr bæjarsjóði. Aldrei hefir verið eins mikil þörf fyrir vetrarstarfsemi fé- lagsins og einmitt nú. Kostnaður við dag og vistarheimili i vetur fyrir þann fjölda barna, sem hér að framan greinir er áætlaður um 20 þúsund krónur og ætti félagið að mega vænta þess að ekki veitist örðugt að safna þvi fé, þar sem svo mikil nauðsyn er fyrir starfsemi þess. Reykvikingar! Sýnið nú að þið kunnið að meta starf Sumar- gjafar og hinnar ötulu stjórnar hennar með þvi að leggja svo af mörkum að félagið geti haldið þeirri starfsemi uppi í vetur sem nauðsynleg er. B. J. Jarðepli ágæt, ný. Verðið lækkað. vístn Laugavegi 1. ÚTBÚ Fjölnisvegi 2. Alls konar NÓTUR, PLÖTUR, STRENGIR, VARAHLUTIR, NÁLAR, FJAÐRIR og fleira. 2 sanmakonnr vantar tii Vestmannaeyja. Uppl. á Hótel ísland nr. 26, föstudag kl. 7—8 e. h. Stiílka VÖN KÁPUSAUM, óskast nú þegar. — Fyvirspurnum ekki svarað í síma. — Guðm. Guðmundsson, klæðskeri. Kirkjuhvoli. Matreidslubók eftir frk. Helgu Thorlacius, meS formála eftir Bjarna Bjarnason lækni, er komin út. Frk. Helga Thorlacius er löngu orðin þjóðkunn fyrir framúr- skarandi þekkingu á sviði mat- geröarlistarinnar og hefir á undanförnum árum beitt sér af alefli fyrir aukinni grænmetis- neyslu og neyslu ýmissa inn- lendra jurta, t. d. skarfakáls, hvannar, heimulanjóla, hóf- blöðku, Ólafssúru, sölva, fjalla- grasa, berja o. s. frv. I bókinni er sérstakur kafli um tilbúning drykkja úr innlendum jurtum. Húsmæður! Kynnið yður Matreiðslubók Helgu Thorla- cius áður en þér sjóðið niður fyrir veturinn. Bókin kostar aðeins kr. 4,00 í íallegu bandi. Snndoámskeið hefjast að nýju í Sundliöllinni mánu- daginn 2. september. Þátttakendur gefi sig fram fyrir næsta laugardag kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. Uppí. á sömu tímum i síma 4059. Athygli skal vakin á því, að konu- flokkur verður kl. 5.15 þrisvar í viku. Ennfremur skal bent á að nú er síð- asta tækifæri fyi’ir börn til að fá sund- kenslu fyrir veturinn. SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR. Vegna þess, að Stúdentagarðurinn getur ekki starfaS á komandi vetri, hefir Garðstjóm ákveðið að reyna að sjá Garðbúum fyrir vistarverum. Garðbúar, sem v3ja njóta aðstoðar Garðstjórnar, snúi sér til skrlfsíoíia Stúdentaráðs í háskólanum mánudaga, miðvikudaga ög föstudaga kl. 4—5 s.d. Sími 3794. — Um leið rnadhsl Garðstjórn til að skrifstofa Stúdentaráðs verði látin vita um þau herbergi í Reykjavík, sem kynnu aö fást leigð stúdentum í vetur. — Þeir, sem vilja sinna þessu geri aðvart sem fyrst á skrifstofu Stúdentaráðs í M- skólanum kl. 4—5 mánudaga, miðvikudaga eða fösta- daga. Sími: 3794. Stjórn Stúdentagarðsins- PIUGLVSINGAR BRÉFHRUSR BÓKRKÓPUR O.FL. EK QUSTURSTR.12. Tilkynning til húseigenda í Reykjavík. Að gefnu tilefni eru húseigendnr mintir á þa®- að samkvæmt íögum um húsaleigu nr„ 91 frá 1940 er leigusölum óheimilt að segja upp íeígn- samningum um húsnæði, nema þeir þnrís á húsnæðinu að halda fyrir sjálfa síg eða vamla- menn sína. Þá eru húseigendur alvarlega ámíntír umjþað, að leggja fyrir húsaleigunefnd til samþyktar alla leigumála (í þríriti) um húsnæðr, stem gerðir hafa verið síðan 4. apríl 1939 og eira hafa ekki verið lagðir fyrir nefndina. Van- ræksla í þessu efni getur varðað sektu»n„ Nefndin er til viðtals í bæjarþingstofunni aHa mánudaga og miðvikudaga kL 5 ■7 síð'Iúgis. Reykjavík, 28. ág. 1940. Húsaleigunefnd. m\m\ - Hraðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. )) IÖLSEIMI Jarðarför mannsins mins og föður okkar, Niels Chff’istian Níelsen verkstjóra, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 30. þ. m. og hefst með Iiúskveðju að heimili hans, Bórugötu 18. kl. 1J4 e- Guðlaug Nielsen og böm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.