Vísir - 31.08.1940, Blaðsíða 1
s ! Ritsí jóri:
Kristj án GuðSauc sson
Skrifstofur
Félagsp nentsmiðjan (3- hæð).
Riísíjóri
Biaðamenn
Auglýsingar
Gjaldkeri
Afgreiðsla
Sími:
1660
5 línur
30. ár.
Reykjavík, laugardaginn 31. ágúst 1940.
200. tbl.
62 þýskar flugvélar skotn-
ar niður í áköíum loítbar-
dögum yfbr Bretlandi í gær
«¦
LOFTSTYRJOLDIN ER
AFTOR HARRNAHDI -
EINKASKEYTI FRÁ TJNITED PRESS. — London í morgun.
JH Dftstyrjöldin virðist aftur vera að færast í auk-
JBLi ana- Þjóðverjar sendu hverja flugvélafylk-
inguna á fætur annari yfir Ermarsund i gær
0g lenti í miklum orustum yfir sundinu og yfir strönd-
um Bretlands, þar sem breskar orustuflugvélar þegar
lögðu til atlögu við þær. Riðluðust flugvélafylkingar
Þjóðverja, en margar komust Imi yfir land og var varp-
að sprengjum á London, ýmsa staði i suðaustur- og suð-
vesturhluta landsins og Midlands. Það er viðurkent af
Bretum, að tjón hafi orðið á mörgum stöðum, bæði
manntjón og eigna. Iveruhús hrundu og verksmiðjuhús
og fólk beið bana og særðist á allmörgum stöðum. Samt
segja Bretar, að tjónið geti ekki talist mikið miðað við
það hversu mikið kapp Þjóðverjar lögðu í árásirnar. 1
stærstu flugvélafylkingum Þjóðverja voru alt að því 150
sprengjuflugvélar. Bretar seg.jast hafa skotið niður 62
þýskar flugvélar i gær, en viðurkenna að þeir hafi sjálf-
ir mist 19.1 London urðu merm f jörum sinnum að leita
hælis í Ioftvarnabyrgjunum og var dvölin í þeim lengst
í seinasta skiftið, þegar menn urðu að hafast þar við
um 6 klst. Flugyélamar flugu mjög hátt, segir í bresk-
um tilkynningum, og var sprengjunum varpað af handa-
hófi. Þjóðverjar vörpuðu niður sprengikúlum, hvin-
sprengjum og ikveikjusprengjum. Þar sem eldur kom
upp var hann fljótlega slöktur. — Þjóðverjar segjast
hafa skotið yfir 80—90 breskar flugvélar, en að eins
mist 20 sjálfir.
Lo!tái(á§ á Berlin «. 1. iiott ©g
Krappverksmiðjuriiai* í E§§en og-
fjölda marga srtaði aðra í fyrrinott
Loftárás Breta á Berlín síðastliðna nótt stóð yfir í fullar tvær
klukkustundir, að því er fréttaritarar hlutlausra þjóða segja í
fregnum sínum. Eldur kom upp á nokkurum stöðum og skemd-
ir urðu allmiklar. Þóðverjar viðurkenna að tjón hafi orðið á
hernaðarstöðum. Nánari opinber tilkynning um loftárásina er
væntanleg. — í fyrradag gerðu breskar sprengjuflugvélar árásir
á f jölda marga hernaðarstaði í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu
og Hollandi. Einnig var gerð árás á 14 þýska togara og birgða-
skip skamt frá Hollandsströndum og er talið, að sumum skip-
unum hafi verið sökt. í Frakklandi, HoIIandi og Belgíu var að-
allega ráðist á flugstöðvar, en í Þýskalandi á olíubirgðastöðvar,
verksmiðjur og slíka staði, við Köln, Duisburg, Gelsenkirchen,
Hamm og víðar. Ennfremur var gerð árás á Kruppverksmiðj-
urnar í Essen og kom þar upp mikill eldur.
Þrjár af bresku-flugvélunum, sem tóku þátt í þessum árásum,
eru ókomnar til bækistöðva sinna, og er talið, að þær hafi farist.
Breska stjornin
liafnar orðsená-
ingu frá íiýsku
stjðrninni.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Tilkynt hefir verið í London,
að breska stjórnin hafi neitað að
fallast á orðsendingu, sem þýska
stjórnin hefir sent henni. t orð-
sendingu þýsku stjórnarinnar er
farið fram á, að breska stjórnin
fyrirskipi að láta óáreitt smáskip
um 24 talsins, sem auðkent
verða með Rauða krossinum, en
skip þessi eiga að hafa það hlut-
verk með höndum, að svipast
um eftir þýskum flugmönnum,
sem neyðast til þess að lenda á
sjó, á höfunum kringum Bret-
land.
Þessum kröfum getur breska
stjórnin ekki orðið við, í fyrsta
lagi vegna þess að Bretar hafa
enga tryggingu fyrir, að skipin
verði ei notuð til annara starfa.
Þannig gæti áhafnir skipa þess-
ara aflað sér mikilvægra upplýs-
inga og komið þeim áleiðis til
þýsku herstjórnarinnar. t öðru
lagi yrði slik skip til þess að
hindra hernaðarlegar aðgerðir
Breta.
Itir SuOur-Hfrf
r
r á lersimr
lli i ito.
Fregnir frá Kairo herma, að
suðurafríkanskar flugsveitir
hafi gert árásir á Mogadishu,
sem er aðalbærinn í Italska Som-
alílandi og aðsetursstaður ný-
lendustjórnarínnar. Eru þarna
og flugskálar og birgðastöðvar.
Elugvélarnar komu i þéttum
fylkingum og rigndi sprengikúl-
um yfir alla hernaðarlega mikil.
væga staði í bænum. Gaus
reykjarmökkurinn 3000 fet í lof t
upp, að afstöðnum mörgum
sprengingum.
Suður-Afríkumenn hafa þeg-
ar sent talsverðan herafla til
Kenya, nágrannanýlendn Italska
Somalilands og Abessininu, og
m. a. margar flugsveitir. Er bú-
ist við, að Suður-Afríka muni
senda mikið lið þangað. Hafa
f járveitingar nýlega verið stór-
um auknar í því skyni.
Þá Iiafa breskar sprengjuflug-
vélar gert árásir á ýmsa, staði í
Abessiníu og Eritrea. m. a. á
Massawa.
Innrásin íEgipta-
land talin yfir-
vofandL
Senda Þjóðverjar lið
Itölum til stuðnings?
London í morgun.
Það er nú mikið um það rætt
i breskum blöðum, hvort Italir
muni láta til skarar skriða og
hefja innrásina i Egiptaland;
en ítalir hafa sem kunnugt er
safnað um 250.000 manna liði i
nánd við landamæri Egipta-
lands og Libíu. Það er talið, að
aðstaða ítala til þess að hefja
innrás í Egiptaland versni þvi
lengra sem líður, fyrst og fremst
vegna þess, að breskar og suð-
urafríkanskar sprengj uflugvél-
ar halda uppi stöðugum árásum
á bensín- og olíubirgðastöðvar
þeirra í Afríku, en þar sem Ital-
ir reiða sig aðallega á flugher
sinn og vélahersveitir, verða
þeir að hafa nægilegt bensín. í
öðru lagi hefir aðstaða þeirra
stórum versnað við það, að
frönsku nýlendurnar í Mið-Af-
ríku hafa snúist í lið méð De
Gaulle og Bretum, — og hver
veit nema hið sama verði ofan
á í Norður-Afríku, a. m. k. i
Tunis. Loks er þess að geta, að
Italir vita það nú, að Egiptar
verja land sitt með Bretum,
ráðist þeir inn í það. — Þrátt
fyrir alt þetta, og þó ekki sé
vitað, að ítalir hafi fengið liðs-
auka frá ítalíu nema lítils hátt-
ar loftleiðis (því að breski flot-
inn er einvaldur á Miðjarðar-
hafi, segja Bretar), búast menn
;;:.^::';:::v;;:/;::x;:;:::;;::::::;::::::':::-^v;:::;:;::
Skipshöfnin á þessum þýska kafbát er áfjáð i að komast í land og hitta ástvinina eftir langa
og stranga útivist. Kafbátur þessi var sagður hafa sökt 16 skipum Bandamanna, er hann kom
úr förinni. — Skipstjóri hans heitir Herbert Schultze.
IJng^erjatF fá li
í'® m\
RúmenaF urðu ad lúta
J»ad ei» fuIlyFt að þeim hafi
vepið settip úpslitakostiF.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morj?un.
I gær var samkomulag undirritað í Vínarborg um lausn deilu
Ungverja og Rúmena. Var það undirritað af utanríkismálaráð-
herrum Þýskalands og ítaliu og fulltrúum Ungverja og Rúmena.
Ungverjar fá liðlega helming Transylvaníu, en höfðu gert s4x
vonir um að fá tvo þriðju. — Hafa þessi úrslit vakið þjóðarsorg
í Rúmeníu.
Von Ribbenti-op flutti út-
varpsræðu um samkomuiagið i
gærkveldi og sagði hann, að
með þessu samkomulagi væri
búið að fá lausn á seinasía*
deilumáli Dónárrikjanna. I sér-
stökum viðbótarsáttmála hafa
báðir aðilar deilunnar fallist á
samkómulagið, sem endanlega
lausn, en Þjóðverjar ábyrgjast
hin nýju landamæri.
I Bretlandi er því haldið
fram, og vitnað í frásögn rú-
menska útvarpsins, að í reynd-
inni hafi Rúmenum verið settir
úrslitakostir, og þess vegna hafi
þeir neyðst til þess að beygja
sig. Var þeim, er ekki vildu
láta Transylvaniu af hendi,
stöðugt að aukast fylgi, og
ræddi Karl konungur við dr.
Maniu, leiðtoga Bændaflokks-
ins, er mest barðist fyrir því, að
Rúmenar gengi ekki að kröfum
Ungverja, ufn öll þessi mál. En
niðurstaðan varð sú, að Rú-
menar áræddu ekki að setja sig
upp gegn Þjóðverjum.
Sérstök nefnd verður setf á
stofn og hefir hún eftirlit með
afhendingu héraðánna. — Rú-
menar eiga að skila héruðun-
um innan hálfs mánaðar. Ýms
ákvæði hafa verið sett varðandi
við, að ítalir láti kylfu ráða
kasti og ráðist inn í Egiptaland
þá og þegar. Þeir verða að gera
það bráðlega eða hætta við það.
I breskum blöðum er tals-
vert um það rætt, hvort- Þjóð-
verjar muni freista að senda
herafla loftleiðis Itölum til
stuðnings. En margir draga það
í efa, af því að Þjóðverjar hafa
nógu að sinna meðan „styrj-
öldih um Bretland" er óútkljáð.
íijúana og rúmenskir þegnar i
þeim héruðum, sem látin verða
af hendi, fá rétt til þess að
sækja um að hverfa til Rúmen-
íu, og hið sama gildir um Ung-
verja. Ungverjar fá nærri alt
Norður-Siebenbiirgen, en þar
búa um 800.000 Rúmenar.
Að tjalda
•Oaicis
m
!
í dag hefst ný neðanmáls-
saga hér í blaðinu eftir aí-
kunnan og vinsælan skemti-
sagnahöfund. — f upphafi
sögunnar er sagt frá þremur
vinum, sem allir koma mikið
við sögu síðar, og komasí
þeir þegar í upphafi sögunn-
ar í kynni við „mann leynd-
ardómanna" — Felix Dukane
— og hina forkunnar fögru
dóttur hans, sem þegar hríf-
ur hugi tveggja vinanna. —
Sagan er „spennandi" þegar
frá upphafi.
»Landnáma(<
Nýlega var stofnað hér í bæn-
um nýtt bókaútgáfufélag, er
nefnist „Landnáma". Er félag-
inu ætlað það verkefni, að gefa
út heildarverk íslenzkra rithöf-
unda, enda skal vandað sérstak-
lega til útgáfunnar.
Er ætlunin af hef ja útgáfu á
ritum Gunnars Gunnarssonar,
þegar á þessu ári og mun höf-
undurinn rita sérstakan for-
mála með hverri bók, og öll
Þuiarstarfið
við Ríkis-
útvarpið.
Prófessor Guðbrand-
ur Jónsson er sjálf-
sagður til starfsins.
Á öðrum stað hér í blaðinu
birtist áskorun til Ríkisútvarps-
ins, frá ýmsum kunnustu mönn-
um hér í bæ á ýmsum sviðum,
er gengur í þá átt, að prófess-
or Guðbrandi Jónssyni verði
veitt þularstarf það, sem nú er
laust, en hann hefir sótt um
stöðuna.
Prófessor Guðbrandur er al-
menningi kunnur af fyrirlestra-
starfsemi sinni við Rikisútvarp-
ið, en auk þess hefir hann flutt
slika fyrirlestra i útvarp víða
um lönd, og hlotið lofsamlega
dóma. Mætti ennfremur nefna
það, að prófessor Guðbrandi
hefir þráfaldlega verið falið að
annast þularstörfin er útvarp-
að hefir verið hér á erlendum
tungumálum, og tekist það
prýðilega, að almannadómi.
Hann hefir þannig þegar sann-
að rétt sinn til stöðunnar, og er
þess að vænta, að við veitingu
verði hann metinn eftir verð-
leikum^ og þá er ekki að efa
úrshtin.
Þess má geta, að þessa dagana
gefst almenningi kostur á að
rita undir svipaða áskorun og
birt er hér í blaðinu. Liggja list-
ar frammi í bókaverslun Sigf.
Eymundssonar og Bókaverslun
Snæbjarnar Jónssonar. Ættu
menn að sýna, að þeim stendur
ekki á sama um val i stöðu
þessa, með því, að rita nöfn sín
á lista þessa, og styðja þannig
sjálfsagðasta manninn, sem all-
ir vilja á hlýða, til þess að fá
siööuna.
verða eintökin tölusett og árit-
uð af honum. Síðar er ætlunin
að gefa út á svipaðan hátt verk
annara rithöfunda vorra, eftir
því sem ástæður leyfa.
Stjórn félagsins skipa 7 menn:
Andrés G. Þormar formaður,
Ragnar Jónsson varaformaður,
Kristján Guðlaugsson ritari,
Einar R. Jónsson gjaldkeri,
Ragnar Ólafsson, Ármann Hall-
dórsson og Kristinn Andrésson.