Vísir - 31.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 31.08.1940, Blaðsíða 2
VISIR K l ».rV « r,- nmfflmnwrf 'VISIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Ivristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla1: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 G 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan li/f. Svona á það ekki að vera! þ AÐ er óvíst hvort það var fallega hugsað, en það var að minsta kosti fallega gert af fyrverandi stjórnarflokkum, að losa sjálfstæðismenn með öllu undan ábyrgðinni af þvi, hvern- ig komið var, þegar loks var leit- að til Sjálfstæðisflokksins um hjálp í viðlögum. Það voru sem sé óskráð lög hjá fyrverandi stjórnarflókkum., að hafa vilja sjálfslæðismanna að alls engu. Þing eftir ])ing voru flest- ar tillögur sjálfstæðismanna drepnar. Það var alveg sama, hvort um var að ræða smátl eða stórt, — ef sjálfstæðismaður bar málið fram komu hendur and- stæðinganna á loft: móti! Ætl- unin var sú að gera sjálfstæðis- menn álíka réttlausa og Gyð- ingana í ríki Hitlers til þess að lægja þannig rostann í þeim mótþróagjarna kjósendahóp, sem ekki vildi syngja lof og dýrð þeim valdhöfum, sem einir voru réttbornir til ríkis á íslandi. Vér einir vitum, var kjörorðið á þeirri tíð, er vegur fyrverandi stjórnarflokka var sem mestur. Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja til almennra mála, þetta kyrrstæða, hugmyndasnauða íhald, sem ekkert þráir nema dauðahn og allsleysið! * Svona var tónninn árum sam- an: Alt í lagi hjá valdhöfunum, ekkert ráð þegið, sem frá and- slæðingunum kom. Þannig voru sjálfstæðismenn settir út af sakramenti um stefnu og at- hafnir hinna ráðandi flokka og þar með jafnframt mæltir und- an allri ábyrgð á þvi, hvernig fór. Og svo vaknar þjóðin við það einn dag, að eftir alla hina dá- samlegu leiðsögu undanfarinna ára, sé alt að fara í strand, at- vinnuvegirnir í kaldakoli, vax- andi vinnuleysi og örbirgð — hrunið óumflýjanlegt. Það sljákkaði ofurlílið í þeim hnaklcakertu og þeir fóru að tala um friðsamlegar úrlausnir, nauðsyu þess að bestu menn tækju höndum saman og slíðr- uðu sverðin, þetta voru svo al- varlegir tímar, að ekki væri far- andi með völdin í landinu, nema vissa væri fyrir þvi, að þjóðin stæði saméiiiuð að baki valdhöf- unum: Það var takandi í mál, að hafa jafnvel þá, sem ekkert þráðu nema dauðann og alls- leysið, með í ráðum! * Það varð mikill fögnuður yfir því, að liinir drembilátu menn skyldu beygja svíra sína. Sjálf- stæðismenn fögnuðu þeirri hugarfarsbreytingu fornra and- stæðinga, sein látin var óspart uppi. Þéiin kom öllum saman um, að þeir sem setið hefðu yfir lilut Sjálfstæðisflokksins meira en tug ára, yrðu að bæta úr því ranglæti, sem beilt hafði verið. Þeir sem bjartsýnastir voru höfðu þá trú á hugarfarsbreyt- ingu hinna fornu andstæðinga, að óþarft væri að binda þá skjal- legum loforðum uin réttingu þeirra mála, sem helst höfðu á milli horið. Svo liófst samstarf- ið. ★ Tímamir höfðu verið alvar- legir. Það var ófriðarblika í lofli. Nú skall hún vfir. Þörfin á samstarfi varð svo rík, að ekki mátti upp úr slitna. Nú var tækifæri til að sýna, að sam- starfið væri reist á traustum grundvelli, einlægum vilja á því, að hæta úr yfirganginum, sem hafður hafði verið í frammi á undanförnum árum. Það mátli líka nota hina utanaðkomandi erfiðleika til að halda áfram að þrengja kosli þeirra, sem til hjálpar höfðu verið kvaddir, ])egar mikið lá við, og mima það eitt, að þeir voru fornir and- stæðingar. Það mátti hliðra til og sýna góðan vilja, ellegar nota ástandiðtil að níðast á samstarf- inu. Síðari kosturinn var valinn. Þeir menn, sem fvrir hélfu öðru ári þóttust stefna að því háleita marki að sameina alla is_ lensku þjóðina, ástunda nú að sundra þeim flokki, sem lét til leiðast að taka í þá liönd, sem fram var rétt með hjartnæmum yfirlýsingum um einlægni og friðarvilja. Einn er ásakaður um hörku og óbilgirni, annar er rægður fyrir tillátssemi og lin- kend. Það verður elcki langt þangað til að nýju verður skorið upp úr með hið gamla hrópyrði: alt er betra en íhaldið. Sjálf- stæðismenn hafa margt getað lært á undanförnum misserum. Það sem þeim öllum kemur saman um, þegar samstarfið ber á góma, er þetta: Svona á það ekki að vera! 20 ára starf. Málverkasýning Ásgeirs Bjarnþórs- sonar. listmálara. Ásgeir Bjamþórsson listmál- ari opnaði í dag sýningu á verk- um sínum síðustu tvo áratug- ina, í sal þeim, sem Útvegs- bankinn hafði áður afgreiðslu, við Lækjartorg. Elstu verkin, sem málarinn sýnir, eru frá árinu 1920, en nýjustu málverkin frá þvi í sumar. Eru þarna mörg mál- verk af ýmsum gerðum og verkefnum, mannamyndir, landslagsmyndir o. fl. o. fl. Ásgeir hefir farið víða um lönd og dvalið langdvölum í Frakklandi, Italíu, Þýskalandi og á Norðurlöndum, og ber sýn- ing hans þessu vitni. Verkefnin eru bæði innlend og útlend, en því miður er hér ekki um full- komna heildarsýningu að ræða, með því að málverk hans eru viða niður komin, innanlands sem utan, og ekki tök á að ná til þeirra. Sýningar þessarar verður nánar getið hér i blaðinu síðar. slun Haraldar Á á aldarfjórð' ungsafmæli g' a Á morgun á verslun Haraldar Árna- sonar aldarfjórSungs afmæli, en hún er ein af þekfustu, stærstu og vinsælustu verslunum Reykjavíkurbæjar. Þann 1. sept. 1915 opnaði Haraldur Árnason vefnaðar- vöruverslun í Hafnarstræti. Hann keypti þá verslun af Th. Thorsteinsson, en hjá honum hafði hann verið verslunarstjóri í mörg ár. Voru húsakynni fremur lítil og fyrstu 10 dag- ana aðeins tvent starfandi við yerslunina auk Haraldar. Rúmum mánuði seinna flutti Haraldur verslun sína í Presta- skólann gamla, þar sem versl- unin er enn í dag. En ekki var verslunin stór í þá daga, né reksturinn mikill, enda hafðist hún þá við í tveimur litlum her- bergjum. Frá því að verslunin fluttist í Prestaskólaliúsið gamla hefir hún aukist og eflst ár frá ári. Haraldur hefir livað eftir annað orðið að breyta, bæta og stækka húsakynni sín svo að nú er lieil húsaþyrping fyrir verslun, skrifstofur og vörugeymslu, sem fyrir 25 árum komst fyrir í tveimur litlum herbergjum. En þrátt fyrir hinar miklu og vönduðu umbætur á húsakynn- um verslunarinnar, er þó eng- um vafa undirorpið, að Harald- ur hefði aukið húsakynni sín enn að mun, ef viðslciftakreppa undangengina óra hefði ekki dregið úr stærri framkvæmd- um. Þegar Haraldur Árnason til- kynti bæjarbúum fyrir 25 árum i Vísi, að hann hefði keypt vefn- aðarvöruverslunina af Th. Thor- steinsson, auglýsti hann jafn- framt, að þrátt fyrir þá erfið- leika sem stríðið hefði í för með sér, ætlaði hann að kappkosta að hafa sem fjölbreyttastar vörutegundir á boðstólum og reyna að gera viðskiftavini sina ánægða. Haraldur hefir ávalt kept að þessu sama marki, hvort sem styrjöld liefir staðið yfir eða ekki, og honum hefir tekist það svo frábærlega vel, að verslun hans er ekki að eins orðin ein- hver stærsta vefnaðarvöruversl- un þessa lands, heldur þjóðfræg fyrir löngu fyrir alveg sérstaka vöruvöndún og gæði. Það er meira að segja einkennandi fyrir hinar framúrskarandi vin- sældir Haraldarbúðar, að þrátt fyrir allar viðskiftahömlur og viðskiftakreppur síðustu ára, hefir hún ekki dregið saman segl sín, eins og svo margar aðrar verslanir hafa orðið að gera, heldur hefir verslunin si : og æ dafnað ár frá óri og hefir Haraldur Árnason kaupm. aldrei talið fleira starfsfólk en nú. Vinna þar 30—40 manns en auk þess 12—20 manns á saumastofu verslunarinnar. Og það er engu að siður mann- valið við verslunina sem á sinn þátt í vinsældum hennar. Har- aldi hefir tekist að velja ágætis- mann í hvert einasta sæti. Versl unarfólk hans er afburða vin- sælt fjæir lipurð og alúð við af- greiðslustörfin, og það er veiga- mikið atriði i öllum viðskiftum. Haraldur Árnason er nú rúm- lega fimtugur að aldri. Hann er fágætt lipurmenni og viður- kendur fyrir ljúfménsku, hóg- | værð en jafnframt fyrir atorku : og dugnað. Auk hinna mildu 1 kaupsýslustarfa sem Haraldur j hefir ávalt haft með liöndum, hefir ríkisstjórnin íslenska falið honum að annast undirbúning, skipulag og móttökur allra konungsheimsókna hingað til lands frá því 1921, að því ári meðtöldu. Hitt vita aftur á móti færri, að Haraldur Árnason átti ekki aðeins sæti i framkv.stjórn íslandsdeildar heimsýningar- innar í New York 1939 og 1940, heldur og að hann var aðaldrif- Áskorun til Ríkisútvarpsins. Vér höfum heyrt, aðL Guðbrandur prófessor Jónsson hafi sótt um þularstarfið við ríkisútvarpið. Vér teljum prófessor Guð- brand álitlegastan til þessara starfa þeirra manna, er vér þekkj- um. Ber til þess almenn mentun hans, þekking á mönnum og málefnum hér og erlendis eftir því, sem vera mun kostur hér- lendra manna, yfirgripsmikil þekking á tungumálum og ágætt málfar. Sakir þessara kor a, sem vér teljum prófessor Guðbrand hafa framar þeim, er vér þekkjum til, leyfum vér oss hér með að skora fastlega á þá, er þularstarfanum ráðstafa, að veita Guðbrandi prófessor Jónssyni hann. Alexander Jóhannesson háslcólarektor. M. Meulenberg biskup. Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis. Gissur Bergsteinsson hæstaréttardómari. Guðm. R. Oddsson forstjóri AlþýSubrauðgerðarinnar. Magnús Gíslason skrifstofustjóri i fjármálaráðn. Oddur Guðjónsson skrifstofustjóri í verslunarráðinu. Haraldur Árnason kaupmaður. Sigurður Halldórsson húsasmiðameisari. Jónatan Hallvarðsson sakadómari. fíjarni Benediktsson prófessor. Jónas Guðmundsson eftirlitsmaður bæjar- og sveitarfél. Snæbjörn Jónsson bóksali. Magnús Thorlacius hdm. Einar Arnórsson hæstaréttardómari. Þórður Sveinsson prófessor. fíjarni Jónsson vígslubiskup. Guðm. Thoroddsen prófessor. Sigurg. Sigurðsson biskup. fíjörn Þórðarson lögmaður. Agnar Kofoed-Iiansen lögreglustjóri. Pétur Magnússon hæstaréttarmálaflutningsmaður. Stefán Sandholt bakarameistari. Georg Ólafsson bankastjóri. Eggert Kristjánsson stórkaupmaður. Guðm. I. Guðmundsson hæstaréttarmálaflutningsmaður. Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri. fjöðrin og aðal starfskraftur- inn í nefndinni þótt ekki væri í hámæli haft. En Haraldur hefir ávalt starfað þannig, að liann liefir dregið sig í hlé á yfirborð- inú og ekki sint metorðum né mannvirðingum, en þeim mun meira starfað í kyrþei og altaf Iagt alla krafta sína fram af al- úð og ósérplægni. Að endingu óskar Vísir Har- aldi Arnasyni og verslun hans alls góðs og besta gengis i fram- tíðinni og Vísir vill ennfremur óska þess að Haraldi megi auðn- ast að reisa fagra og veglega verslunarhöll á þeim stað, sem hin vinsæla Haraldarbúð hefir staðið á undanförnum aldar- fjórðungi. Lííil fyrirspurn. |Úr þvi að eg einu sinni tókst á hendur, að vanda um við út- varpið, þá væri víst ekki úr vegi, að eg beindi lítilli fyrirspurn til þess, í allri auðmýkt. — Hvers vegna eru þeir eiginlega, að reyna þessa þuli sína lcvöld eft- ir kvöld í áheyrn hlustenda? Ekki eiga veslings hlustendurn- ir að hafa nein atkvæði um það, hver fyrir valinu verður. Held- ur útvarpið ekki, að almenn- ingur í landinu liafi við nóg að stríða, þó að útvarpið sé ekki að reyna á þolinmæði lians, þeg- ar ótíð, misjöfn stjórn innan- lands og stríð ytra, fer saman? Jú, það getur alveg reitt sig á það! Þulirnir eru upp og niður, sumir góðir, en sumir líka svo leiðinlegir, að mann liryllir við. Þar að auki eru fréttimar hvorki svo vel valdar eða skemtilega samdar, að það veiti af, að þær væru sæmilega flutt- ar. — Ef útvarpsráðið þykist ekki fært um að velja mann eftir hæfileikum, þá væri réttast fyr- ir það, að fara út á götu og taka þar einhvern fróman Fram- sóknarmann af handahófi, þvi að þeim er livort sem er sjálf- sagt ætlaður þessi starfi, enda er vandalaust að þekkja þá frá öðrum mönnum. Vill útvarps- ráðið ekki athuga þetta, því að þessu er beint til þess í góðu skyni og af heilum hug. Ef það vill eklci þiggja þetta ráð og það getur ekki baslað við að ráða fram úr þessu sjálft, þá getur það máske, ef alt um þrýt- ur, fengið einhvern, sem vit liefir á, til að hjálpa sér að velja þul, þó að það sé líklega full liart aðgöngu fyrir það. En hvers vegna aumingja hlustend- urnir þurfa að taka þennan kross á sig, það fæ eg ekki skilið. í þeirri von, að reynslutími hlustendanna fari nú að verða á enda, læt eg hér staðar num- ið. — Kona. E F ÞÉR H R F I Ð húsnæði til leigu eitthvað að selja tapað einhveipju, Þá er best að setja smáauglýsingu í Simi 1660. NÝ SKÁLDSAGA eftir GUNNAR GUNNARSSON kemur út í haust hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. Bókin verður prentuð í takmörkuðu upplagi, eingöngu fyrir fasta áskrifendur M. F. A. — Gegn 10 króna ársgjald fá áskrifendur þessa bók og 2—3 aðrar. Skrif- stofa M. F. A. í Alþýðuhúsinu tekur við áskrifendum. (Sími 5366).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.