Vísir - 02.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 02.09.1940, Blaðsíða 1
 • Kristi Ritstjóri: án Guðlaug sson Skrifstofur j Féiagsp rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Elaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 2. september 1940. 201. tbl. Stöðugar loftárásir á Lon- don og Berlin um hel Þjóðverjar taka upp nýja baráttuadferd til þess að draga úp fflugrvélatjöni sínu EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Ifyrsta skifti frá þvi aðfaranótt þriðjudags var ekkert loftvarnamerki gefið í nótt í London, en loftárás var gerð í morgun kl. 8, og stóð hún yfir um nokkra hríð. Var þó aðallega barist yfir úthverfum borgarinnar, og tjón varð mjög óverulegt. Árásir Þjóðverja í nótt hafa aðallega beinst að borgum í suðvestur Englandi svo sem Plymouth, en þar var varpað niður fimmtíu þyngstu sprengjum, og nokkrum íkveikjusprengjum, sem ollu brunum á ýmsum stöðum. Loftárásir voru ennfremur gerðar á þrjár aðrar borgir á suðvestur Englandi í nótt, ennfremur Dover og Ports- mouth, og ýmsar borgir í Midlands. Það, sem einkum er athyglisvert í sambandi við loftárásir þessar, er að Þjóðverjar hafa tekið upp nýja bardagaaðferð sem er í því falin, að þeir nota færri sprengjuflugvélar en áður, en í fylgd með þeim er geysimikill fjöldi léttari orustuflugvéla,þeim til verndar. Hefir þetta dregið mjög úr flug- vélatjóni Þjóðverja, þannig að talið er nú að þeir missi aðeins 5 flugvélar á móti hverjum tveimur, er Bretar tapa, en áður voru hlutföllin talin 4:1. Nokkrar breskar flugvélar gerðu loftárás á Berlín í morgun, en taKð er að þær hafi ekki unnið verulegt tjón í borginni sjálfri. Heyrðist þangað ómur af skothríðinni frá loftvarnarbyssum í úthverfum borgarinnar. Opinberlega var tilkynt í Berlín að óvinaflugvélar hefðu reynt að gera árás á borgina, en þær hef ðu verið hraktar á f lótta af loftvarnarbyssum borgarinnar, en sárfáum sprengjum hefði verið varpað niður í úthverfum Berlínar. Frá Genf berst sú frétt að um miðnætti í nótt hafi loftvarna- merki verið gefið í borginni, með því að heyrst hefði til flug- véla, sem flogið hefðu þar yfir í suðurátt. Er talið víst að þar hafi breskar flugvélar verið á ferðinni, í heimsókn til ítalskra hergagnaverksmiðja, eins og oft hefir komið fyrir áður, og getið hefir verið í skeytum Engar fregnir hafa enn borist um árásir eða tjón á norðanverðri Italíu. Hér fara á eftir helstu tíðindi, =sem ger'st hafa um'helgina. Árásir á breskar borgir. Alt frá því síðastliðinn föstu- dag hafa stórkostlegar og að heita má óslitnar loftárásir ver- ið gerðar á Bretland. Virðist svo sem mjög hafi verið hert á loft- árásum frá báðum aðilum i því tilefni að ár er nú liðið frá inn- rásinni í Pólland, en tveimur dögum seinna sögðu Bretar og Frakkar Þjóðverjum stríð á hendur, ög höfnuðu við þá öll- um samningagerðum. Fyrri hluti laugardagsins, alt frá þvi árla um morgunin, gerðu Þjóðverjar, að því er United Press segir, mestu loftárásir, sem þeir hafa nokkru sinrii áð- ur gert á Bretland, og 'kom hver flugvéiabylgjan af annari yfir sundið, enda var talið að flug- vélar þær sem árásirnar gerðu liafi losað þúsundið. Árásirnar beindust éinkum að f lugvöllum og flugstöðvum i suðaustur Englandi, en nokkur flugvélafylki flugu til Lundúna og gerðu árásir á flugvelli þar í grend, og tókst þeim að valda þar nokkrum skemdum. Bresk- ar flugsveitir réðust gegn þeim og hröktu þær af höndum sér eftir harða viðuréign. Höpar manna stóðu á götunum og shorfðu á einvígi þau, seni fram f óru i lof ti yfir borginni. Árásir ^þessar héldu svo áfram í fyrr'i- nótt og allan daginn i gær, og uvo virðist sem þær hafi magn- ast frekar en rénað. Halda Þjóð- verjar því fram að þeir hafi skotið niður eða eyðilagt 133 flugvélar fyrir Brelum. Þar af 116 í loftbardögum, þrjár með loflvarnabyssum og 14 á j'örðu. Bretar telja að mjög óverulegi Ijón hafi orðið af lo'ftárásum þessum, en þýskir flugmenn fullyrða að eldar hafi komið upp víðsvegar um landið, og hafi í rauninni verið ótölulegir, enda hafi svo mörgum sprengjum verið kastað yfir borgir í Suð- ur-Englandi,. Mið- og Norður- Englandí, að likja, hafi mátt sprengingunum við stórkostlegt þrumuveður. í þessum lof torust- um segjast Þjóðverjar aðeins hafa mist 32 flugvélar. Churchill þakkar breska f lughernum. Þá hafa breskar flugsveitir gert miklar loftárásir á Beiiin, Koln, Hamborg, Kiel, Emden og ýmsar borgir í Hollandi, t. d. Rotterdam, Belgíu og Frakk- landi. Tela þeir sig hafa unnið stórkostlegt tjón í árásum þess- um, en aðeins mist tvær flugvél- ar. Segjast þeir hafa valdið stór- kostlegum skemdum á her- gagnaverksmiðju í úthverfum Berlinar, eyðilagt rafmagns- stöð þar í borg og valdið marg- víslegu tjóni á flutningaleiðum. Þjóðverjar gera aftur litið úr þessum árásum og segja að breskir flugmenn kasti sprengj- tim sínum af handahófi, enda hafi breska útvarpið sjálft haft það eftir flugmanni einum að Berlin haf i öll verið böðuð i skini ljóskastara, og að hann hafi ekki getað séð hver árangur varð af yprengjum, sem hann varpaði niður, með því að þýskar árás- arflugvélar hafi ráðist að hon- um, en hann haldið á braut strax og sprengjunum hafi verið varpað niður. Bretar telja þó að tjónið hafi orðið Þjóðverjum, tilfinnanleg- ast í Emden, þótt alslaðar hafi það verið mikið. Segjast þeir hafa hitt með þungum sþrengj- iim hafíiargai'ða við aðaliim- siglinguna til borgarinnar, enn- f remur aðalherskipabrygg j u borgarinnar, og hafi tjónið að öðru leyti verið gífurlegt á stöð- um, sem hernaðarlega þýðingu höfðu. Þá segast Bretar enn hafa gert árásir á olíu- og bensín- geyma við Rotterdam og ýmsa mikilvæga staði á strönd Erm- arstund, og hafi þeir þar komið Þjóðverjum mjög á óvart. Churchill forsætisráðherra hefir sent flugstjórninni þakk- arskeyti, þar sem hann lætur í ljós ánægju sína. og aðdáun á frammistöðu breskra flugsveita sem gert hafa árásir á þýskar borgir. Amerískur fréttaritari, sem nú dvelur i Bretlandi lýs- ir loftorustunum á þá leið, að þær hafi verið meiri um þessa helgi en dæmi séu til áður. „Lundúnabúar venjast nú óðum loftárásum," sagði ame- ríski fréttaritarinn Fred Bates í útvarpserindi í gærkveldi. „í gærkveldi gengu bæði leigubil- ar, sporvagnar og almennings- bílar, þrátt fyrir Jjað, þótt hættumerki hefðu verið gefin. Nú virðist verayafnmargt fólk á götunum, hvað sem tautar, og eg býst ekki við, að meira en helmingur fólksins leiti til loftvarnaskýla, og það verður færra og færra með hverjum deginum. Eg býst ekki við allir myndu fara í loftvarnaskýli, eins og var fyrstu dagana, þegar loft- árásir urðu, fyr en sprengjum fer að rigna yfir sjálfa borg- ina. í gærkveldi var fjöldi fólks í Hyde Park, og skemtu sér við að horfa á Ijóskastarana, sem voru að leita flugvéla. Fólkið skemti sér við söng og gleð- skap, meðan það var að biða eftir að eitthvað kæmi fyrir." í London kom í fyrradag út fyrsta tölublaðið af „Norsk Tidend", málgagni frjálsra Norðmanna. Blaðið á að koma út tvisvar í viku. Lundúnablöðin minnast i gær á ársafmæli stríðsins. Seg- ir „Times" m. a. í forystu- grein: „Fyrir einu ári byrjaði Hitler að láta sprengikúlunum rigna yfir Pólland. Síðan hefir margt á dagana drifið og mörg lönd- in orðið að lúta áþján Iians, en hið einkennilega hefir skeð, að þrátt fyrir .alla sigra sina, er hann ennþá eftir eitt ár ekki hænufeti nær þvi takmarki, sem hann hafði sett sér, að hafa náð yfirráðunum i Ev- rópu. Bæði 15. ágúst og 1. sept. hafa nú liðið svo, að ekkert markvert skeði, en þá átti að ráða niðurlögum Breta. Bretland er enn ósigrað og það heldur Hitler ennþá i járn- greipum hafnbannsins. Enginn kafbátahernaður, lofthernaður eða „algert hafnbann" hefir getað linað undirtök vor. Vér förum allra vorra ferða um heimshöfin, án þess að Hitler geti við nokkuð ráðið, en hann verður nú að horfast i augu við langan vetur, án þess að geta flutt eitt einasta tonn af nauðsynjavörum til sín um þýðingarmestu sjóleiðir, sem að Þýskalandi liggja." Flugvélatjón Þjóðverja, Það var opinberlega tilkynt í morgun í London, að í loft- orustum í gær hefði 25 þýskar flugvélar verið skotnar niður, en Bretar hefði mist 15. Flug- mennirnir fórust allir að 6 und- anteknum, sem björguðust i fallhlifum. ,í tilefni af því að eitt ár er liðið frá því er slyrjöldin hófst, birti breska herstjórnin yfirlit varðandi flugvélatjón Breta og Þjóðverja frá upphafi. Er þar talið, að Þjóðverjar hafi mist samtals 3914 flugvélar, þar af' 1419 í loftbardögum yfir Bret- landi eða í grend við það. Hér eru ekki taldar með flugvélar, sem Þjóðverjar hafa mist í Pól- landi, en talið er að þær muni ekki hafa verið færri en 300. Bretar segjast sjálfir hafa mist 1009 flugvélar, þar af 414 meðan barist var i Frakklandi og Belgíu, 315 í loftbardögum yfir Bretlandi, en 154 i árásai-- flugferðum á þýskar borgir. í síðustu viku telja Bretar sig hafa skotið niður 293 þýskar flugvélar við Bretland, og með því að flestar þeirra hafi verið sprengjuflugvélar, muni láta nærri að Þjóðverjar hafi mist 700 æfða flugmenn. Á sama tíma telja Bretar sig hafa mist 128 flugvélar, en 110 flugmenn hafi farist. Þjóðverjar hreiknir. Þýska útvarpið gefur að heita má daglega yfirlit um gang styrjaldarinnar það ár, sem af henni er. Er lögð megináhersla á það að Bretar og Frakkar hafi sagt Þjóðverjum stríð á hendur tveimur dögum eftir að ráðist var inn i Pólland, og öljum friðarboðum Þjóðverja hafi verið hafnað. Þýska þjóðin hafi því neyðst til að berjast, og nú sé svo komið, að ekki aðeins hafi mótspyrna Póllands verið brotin á bak aftur, held- ur hafi eftirtalin lönd verið yf- irunnin með öllu: Noregur, Hol- land, Belgía, Frakkland, en vin- samleg sambúð hafi verið upp- Mótmælafuiidir og kröfu- göngur í rúmenskum borg- um (segja Breíar) Alt með kyrrum kjörum í Rúmeniu (segja Þjóðver jar) Samkvæmt breskum fregn- um hefir komið til allmikilta æsinga og óeirða í Rúmeníu, vegna samninganna í Vín, varðandi afhendingu Transgl- vaníu. í mörgum borgum söfnuðust menn saman til útifunda, þar sem krafist var að gripið yrði til vopna, og kröfugöngur síð- an farnar. I Búkarest voru haldnir mótmælafundir og kröfugöngur í gær. Var herlið sent á vettvang til þess að dreifa mannfjöldanum, en þá fór hvorki betur né ver en svo, að herliðið sameinaðist mann- fjöldanum og gerði hans kröf- ur að sinum. Kom til allveru- legra óeirða og er ólga mikil viðsvegar um landið, sem ó- víst er um hvað úr verður. Hef- ir þannig verið gjör aðsúgur að bústað italska ræðismanns- ins í borg einni og rúður brotn- ar þar. Einkum eru bændur, undir forystu dr. Maniu, harðir i kröfum sinum út af úrskurð- inum og segja, að rúmenska þjóðin muni aldrei sætta sig við hann, nema þvi aðeins, að hann verði borinn undir þjóð- aratkvæði. Dr Maniu er sagð- ur farinn til Transylvaníu. Rúmenska stjórnin hefir bannað mótmælafundi og kröfugöngur, og þeim, sem skipuleggja slikt, verður refs- að stranglega. Þjóðverjar hafa um þetta alt aðra sögu að segja. Full- yrða þeir, að hér sé aðeins um breskan áróður að ræða, vegna vonbrigða þeirra, sem Bretar hafa orðið fyrir yfir þvi, að geta ekki komið öllu í bál á Balkanskaga. Segja Þjóðverjar að Manulescu forsætisráðherra og Czaky greifi hafi sent von Ribbentrop þakkarskeyti fyrir prýðilega málamiðlun hans i Vin, og skipan þeirra deilu- mála, sem þar voru útkljáð. Dr. Manulescu flutti um helgina fyrirlestur í rúmenska útvarpið og lýsti m. a. yfir því, að Rúmeriar gætu vel unað við hlutskipti sitt, enda væri á kom- in lausn allra deilumála, sem þeir ættu í við nágrannaþjóð- ir sinar, og öryggi rikisins væri trygt með loforði von Rib- bentrops og Ciano greifa um að ábyrgjast núverandi landa- mæri Rúmeníu, með hernaðar- legri hjálp, ef með þyrfti. Telja Þjóðverjar, að til erigra óeirða hafi komið i Rúmeniu. tekin við allar aðrara þjóðir á meginlandi Evrópu. Bretar í síðustu varnarstöðu. AlMr þessir bandamenn Breta hafi orðið að lúta í lægra haldi, jafnvel Maginot-línan hafi ekk- ert gagnað. Bretum hafi einnig misteldst áform sín í Skandina- viu og á Balkanskaga, en þar hafi þeir reynt af fremsta megni að blása að ófriðarglóðunum. Nú sé ófriðurinn komirin á það stig, sem hann skyldi frá upp- hafi verið hafa, að Bretar verði nú sjálfir að berjast, til þess að verja sitt eigið land, og séu þeir nú einangraðir og í síðustu varnarstöðu. Segast Þjóðverjar fyrir sitt leyti engu kvíða um úrslit þeirrar viðureignar, sem nú eigi sér stað. fyrir skeytinu, var þotið til björgunarbátanna og þeim köm- ið á flot, en yfirmenn skipsins stjómuðu börnunum, sem voru furðulega róleg. Tókst að koma þeim öllum i björgunarbátana. Loftskeytamaður skipsins sendi stöðugt út neyðarmerki, qg nokkur skip, sem þarna voru í nánd, hröðuðu sér á staðirin til hjálpar. Samkvæmt siðustu fregnum, sem borist hafa, eru nú öll börnin komin heil á húfi um borð i björgunarskipin. 320 Hriu bjimi il skiii sem skitil var i Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Breskt flutningaskip, sem hafði innbyrðis 320 börn, sem fara áttu frá Bretlandi til Can- ada, var skotið í kaf í gær af þýskum eða ítölskum kafbát. Var skotið á skipið fyrirvara- laust, en þrátt fyrir það varð ekkert slys á ^ börnunum, en einn af yfirmönnum skiþsins beið bana. Strax er sldpið hafði orðið Aíleiðingar Vín- arsamningsins. Einkaskeyti frá United Press. Frá Istanbul berast þær fregnir, að alment sé litið sívo á þar, meðal stjórnmálamanna, að ' Vínar-samkomulagið hafi mjög þrengt að kosti Tyrkja, og geri aðstöðu þeirra erfiðari á margan hátt, og sé hið sama að segja lim öll ríkin í suðaustur Evrópu. Að vísu telja menn að áhrifa samninganna muni ekki gæta verulega nú þegar, en einkum þegar fram í sækir. Er talið að yfirlýsingar þeirra von Ribben- trops og Ciano greifa, um hern- aðarlega hjálp til Rúmena, og ábyrgð þeirra á núverandi landamærum Rúmeniu, hljóti að hafa þær afleiðingar að mjög sé dregið úr áhrifavaldi Rússa á Balkanskaga, en af því leiði aftur að Tyrkir séu miklu ver settir en áður, vegna ágengni Rússa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.