Vísir - 02.09.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 02.09.1940, Blaðsíða 3
VlSIR Samfylking Fram og Vals sigraði með 2:1. Besta knattspyrnuveður sumarsins gaf bestu knattspyrnu- mönnum bæjarins tækifæri til að sýna bæjarbúum verulega skemtilegan og góðan leik. Það tækifæri var látið ónotað að mestu. Áhorfendur, sem voru með flesta móti á sumrinu, voru ekki hrifnari af að horfa á leikinn, en leikmenn margir hverjir virtust vera af því að þurfa að leggja það á sig að leika hann. Fram—Valur náðu betri leik, sérstaklega í fyrra hálfleik, og var það verðskuldað, er þeir skoruðu i miðjum hálfleikn- um. Jón Magnússon setti knött- inn þétt fyrir markið, er hann liafði þvingað Edvald úr því til að mæta sér. Björgúlfur skoraði. í síðari liálfleik var nokkru meiri dugur í Iv.R.— Víking en áður, en samleikur sást sjaldan. Fengu þeir fleiri tækifæri, og nokkur góð, og áttu þeir meira i þessum hálf- leik. Fram—Valur urðu samt fyrri lil að skora. Jón Magnús- son skoraði með snöggu skoti úr stuttu færi. K.R.—Víkingur svöruðu fyrir sig stuttu siðar. Óli B. skallaði í mark, eftir miðjun frá vinstri. En fljót- lega dofnaði leikurinn aftur, og biðu nú leikmenn jafnt og á- horfendur eftir því einu, að honum yrði lokið. — Breyting- ar urðu þær á Fram—Vals lið- inu, að Björgúlfur (Val) og Sig. Jónsson (Fram) komu í stað Frimanns (Val) og Högna (Frajn). Þorst. Ól. (Vík.) gekk úr K.R.—Vikings-liðinu i liálf- leik, vegna meiðslis, og kom Einar Pálss. (Vik.) í hans stað. Hermann (Val.) gekk úr mark- inu snemma í seinni hálfleik vegna meiðslis, og Magnús (Fram) kom í hans stað. Frammistaðan i Fram—Vals- liðinu var jöfn. Framherjar, einkum Ellert og einnig Þór- hallur og Jón Magn., voru góð- ir. Vörnin var mjög sæmileg. K.R.—Víkings-liðið var of sundurlaust til að vera dæml sem lieild, en þar má segja, að fæstir einstaklingar liafi verið eins góðir og við mátti búast. Skúli Ágústss. var góður, og voru hann og Óli B., sem einn- ig var góður, þeir einu, sem lögðu eittlivað að sér. Björgvin Scliram og bakverðirnir Har. Guðm. og Sigurjón, voru sæmi- legir. Brandur Brynj. kunni ekki við sig sem framvörður og innframherji, og notuðust lítið sem ekkert hæfileikar hans. Liðin frá marki og vinstri Fram—Valur: Hermann (Val), Sig. Jónss. (Fram), Grímar (Val), Sæmundur (Fram), Sig. Ilalld. (Fram), Guðm. Sig. (Val), Björgúlfur (Val), Magn- ús (Val), Jón Magn. (Fram), Ellert (Val), Þórhallur (Fram) — K.R.—Víkingur: Edvahl (Vík.), Sigurjón (K.R.), Har. Guðm. (K.R.), Brandur (Vik.), Björgvin (K.R.), Skúli Ág. (Vík.), Ingólfur (Vík.), Ingi (Vík.), Þorst. Ól. (Vik.), Óli B. (K.R.), Har. Gíslas. (K.R.). Kirkjuhljómleikar Björns Ólafssonar og Páls ísólfssonar. Kennarar Tónlistarskólans, þeir Björn Ólafsson fiðluleik- ari og Páll ísólfsson orgelleik- ari, böfðu allan veg og vanda af síðustu hljómleikum Tónlistar- félagsins á starfsárinu 1939—- 1940, sem haldnir voru í Dóm- lcirkjunni á föstudaginn var við mikla aðsókn. Það má ávalt búast við góðri músik á kirkjuhljómleikum, þegar á boðstólum eru fiðlu- og orgelverk eflir gamla meistara, þvi að varla eru aðrar gamlar tónsmíðár fluttar opinberlega — hér er um tveggja alda gaml- ar tónsmíðar að ræða -— en þær, sem varðveitt hafa lifs- kraft sinn fram á þennan dag. Og þegar jafn snjallir listamenn eins og Páll og Björn eiga lilut að máli, þá er það nægileg trygging fyrir því, að slik verk fái að njóta sin. Fyrst lék Páll „Prelúdíu og fúgu“ í es-dúr eftir Bacli. Þessu verki er ekki fisjað saman. Það var sldrt dregið upp í linum og litum. Þar næst lék Björn fiðlusónötu í d-dúr eftir Hánd- el með undirleik Páls á orgelið. Er sónatan einkar fögur. Gætti nokkurs óstyrks fyrst í byrjun hjá Birni, og eins var það í Tar- tini-verkinu, sem liann lék síð- ar, en brátt fór þetta af. Björn befir mikinn og fagran tón og lék liann þessi klassísku verlc rólega og með föstum tökuni. Meðferðin er músíkölsk og laus við leikai-askap. Hann hefir glæsilega leikni. Enginn vafi er á því, að liann liefir ósvikna listamannshæfiléika. — Siðasta verkið, sem liann lék, var Cha- conna í g-rnoll eftir Vitali. Páll lék eingöngu verlc eftir Bacli. Auk fyrnefndrar prelúdíu og fúgu lék hann tilbrigði yfir sálmalagið „Hver sem ljúfan guð lætur ráða“ og „Toccötu, adagio og fúgu“ í c-dúr. Það er engin þörf á að fjölyrða um orgelleik Páls. Um hann er skrifað á hverju ári. Lista- mannseinkenni lians eru i stuttu máli þau, að honum lætur best að leiða fram hið volduga og sterka í músikinni. Hann bvgg- ir upp liin máttugu verk Baclis með afli og andagift, svo þau verða tilkomumikil og ná rétti sínum. Spilið er stórbrotið og skapríkt og liefi eg fyrir mér orð erlends snillings, að Páll muni vart eiga sinn jafningja í orgelleik á Norðurlöndum. Slikir tónleikar sem þessir eru göfgandi. B. A. Sauintviiinf Hvítur og svartur nr. 30, 36, 40. — Silkitvinni, margir litir, Stoppigam, margir litir. Teygjubönd, hvít og svört, S oklcabandateyg j a, Hárnet —• Hárpinnar. «HZLC! Magnús Thorlacius hdm., Hafnarstræti 9. Til sultunar KANDÍS, 1.90 kgr. V ANILLESTENGUR. j V ANILLES YKUR. MARMELIT BETAMON. SULTUGLÖS. KORKTAPPAR 4 stærðir. FLÖSKULAKK. CELLOFANPAPPÍR. G^kaupfélaqiá DUGLEG stúlka vön kvenkápusaumi, óskast nú þegar. Uppl. í VERSLUN Kristínar Sigurðardótiur. Laugavegi 20 A. UTSALA Á PRJÓNAVÖRUM hefst í DAG og stendur til fimtudags VESTA, Laugaveg 40 ATHUGIÐ að útsalan er að eins á Laugav. 40 og stendur að eins jTir til fimtudags. Gefins bam Vil gefa tveggja mánaða gamlan, hraustan strák. Um- sóknir, ásamt upplýsingum um heimilsfang, merktar: „Strákur“, leggist inn á afgr. Visis fyrir miðvikudagskvöld. Hús óskast til kaups milliliðalaust. Filboð ásamt upplýsingum sendist Vísi sem fyrst, merkt: „10“. Búðar- ranrétting hillur, skúffur og afgreiðslu- borð til sölu. — Uppl. í síma 1619 og 3005, eftir kl. 7. — Stúlka sem kann bókfærslu, vélritun og ensku getur fengið atvinnu strax. Umsóknir með mynd og meðmælum ef fyrir hendi eru, merktar: „English spo- n“ sendist afgi'. Vísis. LnjjjynrrFi Esja fer vestur og norður fimtu- daginn 5. þ. m. kl. 9 síðd. Flutningi veitt móttalca, eftir þvi sem rúm leyfir, á morgun og fram til hádegis á miðvikudag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir miðvikudags- kvöld. Liðleg og geð- góð stúlka þrifin og stjórnsöm, á aldrin- um 30—40 ára, sem er húsleg, bæði við algengan matartil- búning og annað er að liús- verkum lýtur, getur nú þegar fengið þægilegan ráðskonu- starfa á barnlausu heimili (að eins 1 maður). Leggið nafn yðar og heim- ilisfang á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Mjög þægilegt starf“. Dugleg stúlka, vön fram- reiðslu, óskast nú þegar. HÓTEL VÍK, skrifstofan. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Lítið hús utan við bæinn, óskast til kaups eða leigu. Sími 3749. í Elliiaun og Örorkubætur Umsóknum um ellilaun og örorkubætur fyiir árið 1941 skal skilað fyrir LOK ÞESSA MÁM- AÐAR. Umsóknareyðublöð fást í Góðtempíarahúsraii alla virka daga kl. 10—12 og 2—5. Umsækj- endur geta fengið aðstoð við fylia úf evflra- blöðin á sama stað og tíma. Þeir eru sérsfak- lega beðnir um, að vera við því búnir að gefa upplýsingar um eignir sínar, tekjur frá 1. &kL 1939 og um framfærsluskyida ættingja síiaa, (börn, kjörbörn, foreldra, kjörforeldra: <og maka). Athygli skal vakin á því, að í þetta sinn verða notuð önnur umsóknareyðubiítð en áðtir,, ttg verða umsóknirnar að vera ritaðar á þareT Allir þeir, sem sækja um ÖRORKUBÆTUK (fólk á aldrinum 16—67 ára), verða að fáSr- orkuvottorð hjá TRÚN ÁÐ ARLÆKMI TRYGGINGARSTOFNUNAR RÍKISIKS. Trúnaðarlæknirinn verður fyrst um sims :öl viðtals í lækningastofu sinni, YESTURGÖTII 3, alla virka daga aðra en laugardaga kl. 1—'3 síðdegis. Umsækjendur eru hvattir til þess að afla sér vottorðanna sem fyrst til þess að forð- ast ös síðustu dagana. ^ Menn, sem sækja um ELLILAUN EÐA ÖiÞ ___ORKUBÆTUR í FYRSTA SENN, láti fseð- ingarvottorð fylgja umsókniinnL Umsækjendur sendi umsóknir sínar semfýiBÍ, helst fyrir 15. þ. m. Borgarstjórinn. Hárkambar - Hárspennnr Ný.jasta tíska frá New York. MIIvIÐ ÚRVAL. K, Einarsson & BjéFnsson ÁSKORUN um að veita Guðbrandi Jénssyni þalarslarfié við ríkisútvarpiS liggur frammi til undirskriftar í bó'kaverslun Sigfúsar Eymundssonar og bóLaverslun Snæbjarnar Jónssonai'. en síðar í dag í bókaverslun ísafoldarprenlsmiðju. Gólfdúkar Höfum fyrirliggjandi 2., 3. og 4. þykt, i fleíri litum.. J. Þorlák§§on il ^ordmann. Jarðarför fósturföður okkar, Jónasar Gottsveinssonar, fer fram þriðjudaginn 3. sepleniber frá dómkirkjunm ogíj hefst með húskveðju frá Nýlendugötu 4, ld. iy2 e. b_ Eiríkur S. Bech. Einai Pálsson. Jarðarför mannsins míns, Kristjáns Grímssonar, laeknis, fer fram miðvikudaginn 4. september frá dómkirkjurtni csg liefst með húskveðju að heimili hans, Hverfisgötu 39, kL 2 eftir liádegi Bengía Grímssoie.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.