Vísir - 04.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Ekrifstoíur:
Féiagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
B'aöamenn Sírrvh
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 4. september 1940.
203. tbl.
Byltmg^arAHra.no »járowar
li
bís Iiandsi
þjóðverjnm
S1HS« 1
omeom
mislieppoasA.
Oeirðir og blóðsúthellingar víðsvegar um landið.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Frá Bucharest er símaÖ í morgun, að byltingartilraun hafi verið gerð í Rúmeníu
i gœr, og hafi járnvarðliðið staðið fyrir henni. Gerðu byltingarmenn tilraun
"til að ná stjórnarbyggingum á sitt vald, svo og útvarpsstöð, símastöðvum og
öðrum opinberum byggingum, en lögreglu og herliði tókst að bæla niður uppreistar-
tilfaun þessa, eftir harða viðureign.
Samkvæmt skeyti, sem borist hefir frá hinni opinberu fréttastofu blaðamanna í
Bucharest, hófst byltingartilraunin með því að maður einn hóf skothríð á lögreglu, sem
hélt vörð framanvert við konungshöllina, og særði alvarlega tvo lögregluþjóna. Talið
er af áreiðanlegum heimildum að með þessu hafi vakað fyrir járnvarðliðsmönnum að
uppreistin skyldi hefjast, ekki aðeins í höfuðborginni sjálfrí, heldur og í borgum og
þorpum víðsvegar um landið.
Aðalhvatamaður að uppreist þessari er fyrverandi ráðherra í rúmensku ríkisstjórn-
inni Horian Sima, og ýmsir aðrir kunnir menn i rúmönskum stjórnmálum, og þá fyrst
og fremst helstu foringjar járnvarðliðsins.
SameiDiHieoar fiernaO-
arrðQstafanlr Breta 09
^ Síðdegis í gær voru birtar op-
inberar tilkynningar í London
og Washington um mikilvægt
samkomulag, sem Bretar og
Bandaríkjamenn hafa gert með
sér, en samkomulagsumleitanir
hafa farið fram að undanförnu
milli ríkisstjórnanna.Samkvæmt
yfirlýsingunum hefir náðst sam-
komulag um að
Bretar leigja Bandaríkjunum
flugvelli, flugbáta- og flota-
stöðvar í nýlendum sínum í
Norður- og Suður-Atlanst-
hafi til 99 ára, en fá í staðinn
50 tundurspilla, og verða hin-
ir fyrstu þeirra (8) afhentir
í lok yfirstandandi viku, en
allir innan hálfs mánaðar.
Eins og áður hef ir verið getið
var það Pershing, herforingi
Bandaríkjamanna á vestur-
vígstöðvunum í heimsstyrj-
öldinni, sem fyrstur hreyfði
því opinberlega, að Bandaríkin
ætti að láta Bretum í té 50
tundurspilla, en síðan hefir mál-
ið verið mikið rætt vestra, og
var viðurkent fyrir all-löngu, að
það væri til íhugunar í Washing-
ton, og síðar, að samkomulags-
umleitanir færi fram.
Roosevelt forseti sendi þjóð-
þinginu sérstakt ávarp í tilefni
af samkomulaginu. Ræddi hann
mikilvægi samkomulagsins fyr-
ir landvarnir Bandaríkjanna og
öryggi allrar Vesturálfú og
sagði, að hér væri „gefið, af
frjálsum huga og tekið á móti
af gleði."
Flotamálaráðherra Bretlands
birti einnig ávarp til þess að
gera grein fyrir samkomulag-
inu. Kvað hann báðum aðilum
hinn mesta feng í því að samn-
ingarnir væru gerðir. Bretar
gæti notað tundurspillana við
fylgd kaupskipa í baráttunni
gegn kafbátum Þjóðverja, en
með því að láta Bandaríkin fá
f Iota- og flugstöðvar væri aukið
stórkostlega öryggi ekki að eins
Bandaríkjanna, heldur og Pan-
ama-skurðarins, Mið-Ameríku-
Strax er atburður sá, er að ofafl greinir hafði farið fram hóf-
ust blóðugar óeirðir víðsvegar um borgina, en þó aðallega í
kringum hinar ýmsu opinberu stöðvar. Járnvarðliðsmenn
beindu sókn sinni fyrst og fremst að útvarpsstöðinni og síma-
byggingunni, og tókst þeim að skera í sundur símaþræði og
símaleiðslur, sem að byggingunni liggja. Urðu þarna allhörð
átök, sem stóðu lengi yfir og bárust frá stað til staðar um borg-
ina alla, og var herlið strax kvatt á vettvang til þess að halda ó-
róaseggjunum í skef jum.
Tókst lögreglu og herliði að bæla niður óeirðirnar, en þá höf ðu
margir særst og allmargir beðið bana, en engar opinberar til-
kynningar liggja fyrir um manntjónið enn sem komið er.
Til óeirða kom í öðrum borg-
um víðsvegar um landið, en þó
getur fréttastofan sérstaklega
um uppreistartilraunir í borgun-
um Brasov og Constanza, þar
sem kom til harðra átaka milli
lögreglu og. herliðs og borgar-
anna hinsvegar. Mikil ólga er í
Transylvaniu og er rúmenski
bændaforinginn dr. Maniu þang-
að kominn. Hefir hann lýst yfir
því að hann mUni halda uppi ó-
trauðri barátfu til þess að koma
í veg fyrir ákvarðaða skiftingu
Transylvaniu, og hefir honum
orðið mikið ágengt í því að efla
andstöðuna, og hefir nefnd verið
stofnuð, sem stjórna skal and-
róðrinum gegn afhendingu
landsins.
Gigurtu forsætisráðherra
flutti útvarpsræðu til þjóðarinn-
ar í gær og kvatti hana til þess
að standa með ríkisstjórninni,
og hefja ótrauð það Uppbygg-
ingarstarf, sem fyrir höndum er.
Talið er að nokkurs óróa gæti
í Þýskalandi vegna ástandsins i
Rúmeníu og fari þar fram við-
búnaður til þess að grípa inn i,
ef þörf gerist. Hefir liðsauki ver-
ið fluttur til rúmönsku landa-
mæranna frá því sem getið var
í skeytum í gær.
ríkja og Canada og Newfound
lands.
1 greinargerð sinni lagði ráð-
herrann mikla áherslu á, að slíka
samninga væri ekki hægt að
gera, nema alger eining væri
ríkjandi þjóða milli.
Samningarnir voru undirrit-
aðir í Washington af Lothian
lávarði, sendiherra Breta, og Mr.
Cordell Hull, utanríkismálaráð-
herra Bandaríkjanna.
Tundurspillarnir eru 1200
smálestir hver og flestir gamlir
og var búið að taka þá úr notk-
iin, en voru síðar teknir til hlut-
leysis gæslu.
Jlllfiií ÍSlt
segir JLmeríku-
maður í London
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Edward Murrow, fréttamað-
ur C. B. S. (Columbia Broad-
casting System) í London talaði
í útvarp vestanhafs frá London
í gær. Hann sagði m. a.:
„Eg held, að hér sé verið að
sýna ein 26 leikrit núna hér í
London. Það er' betur að verið
en í New York og aðsóknin er
ágæt. Ef merki er gefið um
loftárás um það bil, sem fólk
ætlar heim úr leikhúsunum, þá
dvelur það áfram í þeim og
skemtir sév við dans, þar til
merki er gefið um að hættan sé
liðin hjá.
Hér er enginn skortur á nauð-
synjum eða matvælum. Eg hefi
ekki orðið var við neinar breyt-
ingar á mataræði mínu og veit
ekki af neinum, sem hefir þá
sögu að segja.
Fólk er rólegt i loftárásun-
um. Hjón, sem eiga börn, fara
með þau i skýlin, en flestir vilja
vera úti og horfa á aðfarirnar.
Þjóðiiv bíður róleg næsta þátt-
ar stríðsins. Hún er óttalaus en
er ekki full af heimskulegu of-
trausti. En allir eru vissir um,
að Bretar muni sigra að lokum,
hversu langt sem þess verður
að bíða.
Sjálfboðaliðar.
Síðastliðna viku gengu um 100
sjálboðaliðar frá Bandaríkjun-
um í flugherinn í Kanada. Allir
eru sjálfboðaliðar þessir æfðir
ÞAB* má segja með nokkurum sanni, að heróp ófriðarþjóð-
anna sé: „Meiri olíu". Flugvélahreyflar svelgja óhemju ósköp
og aldrei minkar eftirspurnin. — Myndin er tekin í Przemysl,
þar sem verið er að fylla þýska olíuflutningavagna með rúss-
neskri olíu.
Japanir krefjast leyfis til
herflutziings um I:
M&fa þeip sent lands&tj&pn-
inni hps
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgnn.
Frá Shanghai er símað að opinber tilkynning hafi borist þang-
að frá Saigon, þar sem svo er frá skýrt, að stórnin í Índo-China
hafi 2. þ. m. hafnað úrslitakostum Japana, sem fóru í þá átt, að
Japönum skyldi heimilað að flytja herlið og hergögn yfir Indo-
China. Kröfur þessar brutu gersamlega í bága við þau fyrirmæli,
sem landstjórninni höfðu borist frá frönsku stjórninni í Vichy,
og var því úrslitakostunum hafnað siklyrðislaust.
Frá Tokyo simar fréttáritari
United Press hinsvegar, að tals-
maður japönsku herstjórnar-
innar hafi neitað þvi, að Japan-
ir hafi sent stjórnini i Indo-
Kína úrslitakosti, vegna heim-
ildar til flutnings japansks her-
Hðs yfir landið. Hafi því ofan-
greind fregn ekki við nein rök
að styðjast.
Fréttaritari United Press í
Hong-Kong hef ir það ef tir bresk-
um heimildarmönnum þar, að
Nishiharaherforingi og formað-
ur japanska herráðsins í Hanoi,
hafi tilkynt stjórn frönsku Indo
China, að japanskar hersveitir
muni hef ja innrás i landið föstu-
daginn 6. þ. m., nema því að eins
að landstjórnin verði við kröf-
um Japana um frjálsa flutninga
herliðs og hergagna fyrir þann
tíma.
Bretar og Bandaríkjastjórn
fylgjast vel með öllu því, sem
þarna gerist og hafa flotamála-
sérfræðingar i Washington látið
það álit sitt í ljós að samkomu-
lag það, er gert hefir verið af
stjórnum Bretlands og Banda-
fIugmenn. - Ýmsar fregnir hafa
borist um, að sjálfboðaliðar gefi
sig fram í hundraðatali í Banda-
ríkjunum, til þess að ganga í
breska f lugherinn. Að eins æf ðir
flugmenn eru teknir.
ríkjanna um sameiginlegar
hernaðarráðstafanir, geti einnig
opnað leið til samkomulags um
afnot Bandaríkjaflotans af her-
skipahöfn Breta í Singapore.
Búast menn alment við að til
mikilla tíðinda geti dregið, ef
japanska herstjórnin heldur fast
við kröfur sínar og úrslitakosti
gagnvart Indo-China.
IIJálnmL'ísíarf-
semi í Jbreiskraiii
borgfuiii.
Eftirlitsmaður frá öryggis-
málaráðuneytinu hefir gefið út
skýrslu um ástandið meðal ó-
breyttra borgara á þeim svæð-
um í Norður-Egnlandi, sem orð-
ið hafa fyrir loftárásum Þjóð-
verja.
Segir þar m. a. að i öllum
borgum hafi verið komið upp
almenningseldhúsum, þar sem
þeir fá að borða, sem mist hafa
hús sín. Eru þessi eldhús og
mötuneyti í skólahúsum. Þar
eru lika svefnskálar fyrir þá,
sem þurfa.
Hafa allir á þessum svæðum
lagst á eitt um að gera þessa
starfsemi sem fullkomnasta og
fjöldi sjálfboðaliða starfar að
henni. Sérstaklega geiir eftir-
Sjódþurðin
í Dagspún
Báðir hafa
játað.
"^FlSIR fékk þær upplýs-
* ingar í morgun hjá
sakadómara, að hinir hand-
teknu, Einar Björnsson og
Marteinn Gíslason, hafi játað
að vera báðir þátttakendur í
sjóðþurðinni.
Upphæðir þær, sem runnið
hafa til hvors um sig eru sem
hér segir:
Til Einars 14.415.00 kr.
— Marteins 6.291.96 —
Þeir hafa gert grein fyrir
því til hvaða hluta þeir hafi
eytt verulegum upphæðum,
en að svo komnu máli eru
ekki gefnar upplýsingar um
það.
Einar og Marteinn eru enn
í gæsluvarðhaldi.
40 notaðir bílar
keyptir í Bretlandi.
Samkvæmt fregnum, sem
Vísi bárust í morgun, hefir
Svemn Ingvarsson, forst. Bif-
reiðaeinkasölu ríkisins, fest
kaup á 40 notuðum bifreiðum í
Englandi, sem fluttar verða
bráðlega hingað til lands og
seldar bifreiðastöðvunum.
Forstjórinn fór utan fyrir
nokkru i þeim erindum, að
kaupa nýjar bifreiðar, sem
einkasölunni höfðu verið boðn-
ar til kaups, en er til Lundúna
kom, fóru þau kaup út um þúf-
ur einhverra orsaka vegna. Bað
forstjórinn þá um heimild til
að kaupa notaðar bifreiðar, sem
nú má fá í Englandi með að-
gengilegu verði, og var sú
heimild veitt af íslensku stjórn-
inni.
Um þetta er í sjálfu sér ekki
margt að segja, ef valið á bif-
reiðunum tekst vel, þannig að
þær séu ekki verulega úr sér
gengnar. — Hinsvegar hefir
reynslan orðið sú, að bifreiðar,
er keyptar hafa verið notaðar
hingað til lands, hafa gefist
mjög illa, og viðhald þeirra
orðið óhemju kostnaðarsamt.
Fyrir 2—3 árum voru nokkrar
slíkar bifreiðar keyptar af
einkasölunni, og segja bifreiða-
stjórar, að strax fyrstu mánuð-
ina hafi viðhalds og endurnýj-
unarkostnaður þeirra numið frá
kr. 300.00 upp i kr. 1500.00, en
viðhald þeirra nú er talið af
kurinugum um kr. 1000.00 á ári
hverju.
Verði reynslan ekki önnur og
betri af hinum nýju bifreiðum,
en sú sem fengist hefir, virðist
hagnaðurinn af innkaupum á
gömlum bifreiðum i fylsta máta
vafasamur. Er það og athyglis-
vert hve gífurlegri upphæð er
varið til kaupa á varahlutum á
ári hverju, en slík kaup spör-
uðust verulega, ef nýir og not-
hæfir bílar væru keyptir til
landsins.
litsmaðurinn sér tiðrætt um
hvað samvinna væri sérstaklega
góð í námubæjunum. I stærri
bæjunum hafa verið stofnuð fé-
lög, sem eiga sérstaklega að
bæta samúð og vináttu meðal
íbúanna.
Að lokum sagði ef tirlitsmað-
urinn, að ef árásirnar yrði harð-
ari, myndi fólk, að eins fylkja
sér fastar saman.