Vísir - 07.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 07.09.1940, Blaðsíða 1
_r Ritstjórl: Kristján GuðSaugsson Skrlfstofúr: Félagsprerftss-niöjan (3. h«eð). 30. ar. Reykjavík, laugardaginn 7. september 1940. NBlrWCIK-XttMi ___. Ritstjóri Blaðamenn Áuglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sfmi: 1660 5 Ifnur 206. tbl. ebbbs úifuuB íbcíbibs - - - HERLIÐ frá Rhodesiu í Suður-Afríku, sem nýlega kom til Súez til að taka sér stöðu þar með breska hernum. LundúnaMar í lofí- jumínótt Ákaíar loftárásir og margir brunar. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Þýskar flugvélar gerðu enn tvær loftárásir á London í nótt og'strax í morgun gerðu þær enn eina árás. Vörp- uðu þær niður hundruðum íkveikjusprengja, og mikl- um f jölda af þyngstu og kröftugustu sprengjum. Geislaflóð ljóskastaranna lék stöðugt um himinhvolfið yfir borginni í nótt og annað veifið sáust eldstólpar rísa upp, er sprengjum var varpað niður og eldur kom upp í mannvirkjum. Bál þessi voru flest fljótlega slökt. Flestar sprengjanna féllu niður í íbúðarhverfum borgarinnar, en 16 hverfi urðu fyrir sprengjuregni, og voru þau í minna en 15 mílna f jarlægð frá miðri borginni. Manntjónslistar bera þáð með sér að miklu færri hafa farist, en ástæða var til að ætla, en sú mun vera orsökin að allir, sem því gátu við komið leituðu niður í loftvarnabyrgin. atlögu gegn þeim bresku og kom til átaka mikilla yfir borg- inni. Fréttaritarar erlendra blaða, sem dvelja í Berlin, sima blöð- um sínum, að samkyæmt opin- berum tilkynningum hafi þrír menn verið drepnir, en 12 hafi særst í árásum þessum. Hafi þyngstu sprengjurnar yfirleitt komið niður í nánd við hernað- arlega mikilvæga staði. Miklar loftárásir voru gerðar a Bretland í gær og háðar harð- ari Ioftorustur en nokkru sinni. — Sk-otnar voru niður 45 þýsk- ar flugvélar og 19 breskar. Mesta árásin var gerð 1 gær- morgun er 900 þýskar flugvélar komu 20—30 i „bylgjum" yfir til Kent. Var mikið barist í Ipffi yfir Kent og Sussex og i .orustu, sern stóð í eina klukkustund, var skotin niður að meðaltali 1 þýsk flugvél á hverjum 2 mín- tum. Markmiðið með þessum á- rásum sem flestum öðrum i seinni tíð, er að hrekja breska flugherinn frá flugstöðvum sin- um í suðurhluta landsins, en það hefir algerlega mistekist. —Pólsku flugmennirnir börð- ust frækilega i gær sem endra- nær. Skutu þeir niður 6 þýskar flugvélar — ef til vill 8. — Fréttastofufregriir herma, að 3. árásin hafi líka , verið hörð. Var þá barist harðara en nokk- uru sinni yfir Thamesárósum. En þar, sem í öðrum árásum, lókst aðeins fáum sprengju- í'Iugvélum að komast inn yfir úthverfi London og var þar m. a. varpað hvinsprengjum. Breskar sprengjuflugvélar liafa gert margar árásir á her- stöðvar Þjöðverja á meginland- inu, í Frakklandi við Calais, Boulogne og víðar, m. a. á fall- byssustæðin á Cap Gris Nez, en einnig voru gerðar árásir í Þýskalandi og á Norður-ítaliu. Þrjár árásir voru gerðar á höfnina i Boulogne. Bretar svara fyrír sig. Næturárásir á Berlín. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. I Berlin voru lof tvarnarmerki gefin laust eftir miðnætti í nótt og aftur kl. 3 í nótt. Varð borg- in fyrir áköfustu loftárásum, er átt hafa sér stað frá því er styrj- öldin hófst, og var varpað nið- ur fjöldamörgum þyngstu sprengjum og íkveikjusprengj- um látið rigna yfir borgina, og kom eldur upp á allmörgum stöðum. Breskar flugvélar flugu fram og aftur yfir miðri borginni, og köstuðu niður blysum, sem fest er í fallhlífar, til þess að ná sem bestum árangri með árás- unum. Er talið að tjónið hafi orðið mjög tilfinnanlegt, og gerðu þó' varnarsveitir borgar- innar alt sem í þeira valdi stóð til þess að hrekja bresku flug- sveitirnar af höndum sér. Ljós- kastai'ar voru teknir í noíkun skar flij.ovélai- réðrist til FraBBMlc.. StjOFBBBBB eu«l UB'ski pud. • Petain marskálkur hefir endurskipulagt stjórn sína og losað sig yið 6 ráðherra. Land- varnarráðherraembættið er lagt niður, en Weygand herfoi-ingi, sem gegndi þvi, hefir verið sendur til Afríku, til þess að samræma stjórn frönsku ný- iendnanna, sem halda trygð við Vichy-stjórnina. - Þetta er gert, segir í breskri. tilkynningu, þeg- ar. Frakkar um heim allan flykkjast undir merki De Gaulle. Að undanförnu hafa sjálfboðaliðar, alt franskir menn eða af frönskum ættum, komið til London frá Canada og mörgum Suðnr-Ameríku- Eftir konungaskiftin í Rú- méníu hefir meiri kyrð komist á í landinu. Antonescu, sem nú hefir fengið algert einræðisvald, hefir fyrirskipað að ýmsir af helstu leiðtogum þjóðarinnar á undanförnum árum, yrðu fang- elsaðir, og voru margir menn teknir til fanga í gær, þ. á m. tveir fyrverandi forsætisráð- herrar, Tatarescu og Argetio- anu. Michael I. hefir undirritað á- varp til móður sinnar, Helenu, en hún hefir. dvalið i útlegð frá því árið 1930, er Karol kouung- ur tók við völdum í landinu. Kom hún i gær til rúmönsku landamæranna í einkalest, frá Þýskalandi. Karol konungur fór frá Bukarest með einkaflugvél í gær, en ekki er fullvissa fyrir því hvort hánn hefir haldið til Jugoslaviu eða áleiðis til Sviss, með því að fregnum ber ekki saman um þetta. í Bukarest var mikill f ögnuð- ur ríkjandi í gær vegna kon- ungaskiftanna. Hús voru fán- um skreytt, og f ólk þyrptist um- hverfis konungshöllina til þess að hylla hirin unga konung. Járnvarðliðsmenn gengu i fylk- ingum um göturnar og sungu ættjarðarljóð, en múgur og margmenni slóst í för með þeim. Þjóðverjar telja að hérmeð se stefna Titulescu varðandi sam- vinnu við Frakka og Breta úr sögunni. I London taka blöðin aðra afstöðu, og vekja athygli á því að ólgan i Rúmeníu hafi upphaflega risið vegna andróð- urs gegn áhrifavaldi öxulríkj- ánna, og væri þá furðulegt, ef leikurinn snérist þannig, að af- staða rúmönsku þjóðarinnar umhverfðist gersamlega fyrir rás viðburðanna. * ríkjum, og víðar að, íil þess að ganga í lið De Gaulle, og hefir orðið að setja upp sérstakar skrásetningarskrifstofur til þess að greiða fyrir þeini. Óljósar fregriir bárust um það í morgun, að Weygand hefði meiðst hættulega í flugslysi, sennilega á leiðinni til Afriku. Fregnin er ekki áreiðanleg. l>ý ILS.A. stofna 1.200.000 anna her með vél- knúnum hergögnum. Rúmlega 5 miljarðar dollara til landvarnar. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Frá Washington er símað að þing Bandaríkjanna haf i end- anlega samþykt og gengið frá lagasetningu, sem bygð er á tillögum Roosevelts, um f járveitingu til hernaðar- þarfa. Með löggjöf þessari er samþykt að verja 5.251.486.392 dollurum til smíða á flugvélum og brynvörðum hergögnum. Munu þannig verða smíðaðar 18.421 flugvél og hafin smíði á herskipum til eflingar f lotanum.'Ákveðið hefir verið ennfreniur að niynda vélahersveitir, sem skipaðar verða einni miljón og tvö hundruð þúsundum manns, og fá herdeildir þessar öll f ullkomn- ustu vélknúin tæki til umráða og afnota. Þykir þessi ráðstöfun Bandaríkjaþings hin merkilegasta, og bera vott um hve eindreg- ið fylgi stefna Roosevelts á að fagna, enda dregur stöðugt úr áhrifuin einangrunarstefnunnar í Bandaríkjunum. ríkisstjórnar snúa sér til og bæjarráðs [öjgaard &. Schultz. Trésmiðafélag Reykjavíkur og Múrarameistarafélag Reykja- víkur, hafa snúið sér bréf lega til atvinnumálaráðherra og bæjar- ráðs Reykjavíkur, sökum þess að Höjgaard & Schultz A/S hafa að undanförnu tekið að sér almenna vinnu hér í bænum, svo sem brúarbyggingu yfir Tjörnina og vinnu fyrir bæjarsímann, sem innlendir menn hefðu hvorttveggja getað annast. Ennfrem- ur hefir firmað boðið í hús, sem H.f. Hamar eða Stálsmiðjan ætlar að fara að byggja, og auk þess tekið í ákvæðisvinnu húsa- byggingar fyrir breska setuliðið. Bréf ofangreindra félaga er svohljóðandi: „Samkvæmt viðtali og bréfa- viðskiftum er iðnfélögin hafa haft við ráðuneyti yðar í sumar, er yður kunnugt, að atvinnu- leysi á meðal byggingarmanna hefir verið mjög mikið, síðari hluta síðasta árs og þetta ár, þar til nú að breska setuliðið hóf byggin gu hermannaskálanna. Þessi vinna er þó þeim ann- mörkum háð, að hún er aðeins fyrir þá, sem vinna hjá öðrum. Við þessu'væri ekkert að segja ef ekki hefði brugðið svo við, að útlent byggingarfélag (Höj- Aðstaða Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Að afstöðnum fundi i Hvíta húsinu i gær sagði La Guardia borgarstjóri, form. landvarna- ráðs Canada og Bandaríkjanna, að Bandaríkin myndi láta Can- ada i té hergögn, m. a. 200 skriðdreka til æfinga. — Banda- ríkin munu fá tvær herstöðvar i Nýfundnalandi. ----------- i__M_Í_BÍ__i ---------- Bretar Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Hahfax lávarður sagði í London i gær, að Sir Robert Craigie sendiherra Breta í Tok- io hefði verið falið að minna japönsku stjórnina á, að Bret- land ætlaðist til þess, að ekkert yrði gert, sem leiddi til þess að breyting yrði i Franska Indo- Kína — Bretar vildi vþar „ó- breytt ástand" (status quo). Landstjórn Indo-Kína gengur að kröfum Japána. London í morgun. — U. P. Fréttaritari United Press í Tokio skýrir frá því í morgun. að þar hafi verið opinberlega tilkynt, að með aðstoð og milli- göngu hlutlausra ríkja hafi samkomulag náðst í deilum Japans og Indo-Kína. Hefir stjórn Indo-Kína fallist á að heimila Japönum að setja 12.000 manna herlið þar á land og hafa það í setustöðvum, en auk þess fá Japanir að flytja lið um landið og afnot af flugvöll- um. gaard & Schultz), er hér hefir með stórverk að gera, tekur að sér í ákvæðisvinnu að fram- kvæma verk fyrir breska setu- liðið, sem að engu er frábrugðið hhðstæðum verkum er innlendir byggingamenn hafa áður leyst af hendi. Þó er engum innlend- um byggingamönnum gefinn kostur á að bjóða i þetta verk. Hafa þeir þó verkfæri og áhöld, sem þeir hafa keypt dýru verði, og þvi fyllilega samkepnisfærir að því leyti, til að framkvæma verkið, en ekki gefinn kostrir á að njóta samkepninnar. Áður áminst félag hefir flutt hingað inn byggingarefni og áhöld til ákveðiris verks, toll- frjálst, sem ætla má, að notað sé til áðurgi'einds verks, að ein- hverju leyti. Vér vonum að þér, háttvirtur ráðherra, takið þetta mál til at- hugunar, og á þann veg, að is- lenskir byggingarmenn, hvort sem þeir eru æðri eða lægri, f ái að njóta fylsta réttar í sinu eig- in landi, og þurfi ekki að eiga yfir höfði sér þá hættu, að út- lent byggingarfélag, er fær hér fríðindi um stundarsakir, til framkvæmda á ákveðnu verki, fái aðstöðu til að keppa á móti íslenskum byggingarmönnum, með þeirri sérstöðu, að það hef- ir yfir að ráða tollfrjálsu efni og ef til vill undanskilið þeirri skattaálagningu til bæjar óg ríkis, sem íslenskir menn verða að greiða." Þótt ofangreint athæfi Höj- gaard & Schultz sé að ýmsu leyti athugavert, með tilliti til þeirrar aðstöðu, sem firmað hefir feng- ið hér, ber þó þess að geta að framferði hinna innlendu stofn- ana, sem falið hafa þeim verk er miklum mun lakara. Þessar stofnanir bafa að minsta kosti sumar alls ekki boðið verkið út, og engar þánnig að iðnaðar- mönnum alment gæfist kostur á að bjóða í þau. Er þetta þeim mun vitaverð- ara, sem hér eiga í hlut tveir opinberir aðilar, Reykjavikur- bær og bæjarsíminn, sem enn frekaiú kröfur verður að gera til, en einstakra fyrirtækja. Þessum aðilum ber báðum að hafa í huga hagsmuni iðnaðar- manna, sem eigin hag, og eng- ar frambærilegar afsakanir virðast Mggja fyrir slíku fram- ferði þeiwa, sem að ofan er lýst. Það kann að vera að þessar stofnanirhagnistlítið eitt á.þess- um ráðstöfunum, sem þó er vafasamt, en að þeim er þjóð- hagslegt tjón, sem er miklu þyngra á metunum, en hinn vafasami hagnaður fyrirtækj- anna. Væntanlega fæst á þessu fullnægjandi skýring frá hendi þeirra manna, sem verkunum hafa ráðstafað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.