Vísir - 09.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 09.09.1940, Blaðsíða 2
VlSIR Hvaða sérstakar krmpmstælor gera það mjðg eðlilegt að verkbjóðendnr SDiii sér til Hðjgaard & Schultz? Athugasemdir iðnaðarmanns við skýrsiu firmans. m Útgefandi: BLABAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritsljóri: Kristján GuÖlaugsson Skrlfst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 Iínur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Tíminn leiðbeinir. y ILHJÁLMUR ÞGR hefir ástæðu til að taka uxidir með manninum, sem bað guð að forða séf frá vinum sínum. Timinn hefir fundið hvöt Jrjá sér til að bera skjöld fyrir Vil- hjálm og fei’st þáð svo álappa- lega, að miklu betur Jiefði verið heiina setið. Tilefnið er það, að blað kommúnista liafði flutt grein um síldarútvegsnefnd og meðal annars sagt frá því að Vilhjálmi Þór hefðu verið greiddar 40 þúsuud krönur fyr- ir að selja sUd í Ameriku á síð- astliðnu ári. Það þarf ekld að taka það fi’am, að slik lieimild þykír alt annað en örugg og munu margir hafa Jitið á þetta sem livern annan söguburð, sem eldd þyrfti að liafa við neitt að .styðjast, frekar en verk- 'ast vildi. En Tíminn lileypur upp tif handa og fóta. í síðasfa blaði birtist efth’farandi „leið beining“, feitletruð, á áberandi stað: „Þjóðviljinn ræðst á Vil- hjálm Þór fyrir að hann liafi stungið í sinn vasa laúnum fyr- ir vinnu við síldarsölu í Ame- ríku. Til leiðbeiningar komrn- únistum og íhaldi (leturbi’. liér) skal það tekið fram, að all- ar tekjur fyrir stöx-f Vilhjálms ganga lil að standast kostnað við sýninguna og önnur störf, er hann vinnur fyrir þjóðina“. Það er alveg Iiulinn leyndar- dómur, hvað komið hefir Tím- anum til að fara að leiðbeina „íhaldinu“ í þessu máli. Sjálf- stæðisblöðin höfðu ekki minst á það einu orði. Þessi ádi-epa Tímans kemur yfir þau alveg eins og þjófur úr heiðskíru lofti. Þá fyrst er farið að grenslast eftir, hvernig í málinu liggi. Upplýsinga er leitað hjá Har- aldi Árnasyni, sem frá upphafi hefir verið einn af aðalmönnum íslensku sýningarinnar í New York. Haraldur skýrir svo frá að Vilhjálmur hafi ekki verið, nema öðrum þræði í þjónustu sýningai’innar. Hafi hann feng- ið ákveðna þóknun fyrir það. Jafnframt hafi hann rekið kaupsýslu á eigin hönd, og sé sýningunni óviðkomandi með öllu, livað hann starfi í þeirri grein og hvað hann taki fyrir þau stöi’f. Haraldur telui* ekki að sýningin hafi átl neitt tilkall til þess fjái’, sem Vilhjáhnur hafi unnið sér inn fyrir almenn kaupsýslustörf, né heldur að slíkt fé hafi frá honum til sýn- ingarinnar runnið. Haraldur er greinargóður maður og allra manna kunnug- aslur þeim málum, sem hér um ræðir. Þess vegna munu fáir að óreyndu véfengja framburð hans. En þá er mönnum spurn: Hvaða uppátæki er það hjá Tímanum, að fara algerlega til- efnislaust að draga sjálfstæðis- blöðin inn í þetta mál með þess- um líka haldgóðu leiðbeining- um! Það má sennilega ganga úi frá því, sem gefnu, að sýningin hefir ekki fengið eyri af þess- um síldarpeningum. En ef mark væri tekið á skýringu Tímans, gæti litið svo út, sem Vilhjálmur Þór liefði dregið sér í heimildarleysi slórfé, sem átti hefði að gariga tii opinberra þarfa. Haraldur lieldur því liins- vegar fram, að þessir síldarpen- ingar hafi gengið til einkafyrir- tækis Vilhjálms, og verið hön- um frjálsir með öllu. Menn eru ýmsu vanir af Tím- íuium. En af þessu atviki er sýnilegt, að framhíeypni blaðs- ins og liroðvirkni eru engiri tak- mark sett. Það slæst upp á sjálf- stæðisblöðin með mesta derr- ingi, algerlega tilefnislaust. Þetta verður til þess, að farið er að grenslast eflir, hvernig í mál- inu liggi, og þá kemur það í ljós, að það sem Tíminn hpfir um þctta sagt, virðist vera tóm vit- leysa. Svo liáskaleg vitleysa, að einn af þektustu mönnum F ram sóknarf lokksins, banka- stjóri við þjóðhankann, hefði getað lagst undir óþægilegt ámæli, e'f Haraldur Árnason, einn af þektustu heildsölunum í Reykavík, hefði eklci upplýst málið. Það má mikið vera, ef hinurn sómasamlegri mönnum Framsóknar þykir ekki súrt í hroti, að þurfa að hafa jafn frámunalega óvandað blað og Tímann, að höfuðmálgagni flokksins. a HANDTÖKURNAR I FRAKKLANDI. Mandell, fyrrv. innanríkis- ráðlierra í Frakklandi, liefir verið Iiandtekinn og fluttur loft- Ieiðis til Riom, þar sem hann, Daladier fyrv. forsætisráðherra, Gamelin foringi og fleiri helstu menn Frakklands, verða leiddir fyrir rétt. I Morgunblaðinu s.l. sunnu- dag birtist bréf eða skýrsla firmans Höjgaard & Schultz til bæjarstjórnar um framkvæmd- ir þess hér í bæ. í upphafi skýrslunnar segii’ svo: „Verk þau, sém við í ár höf- um tekið að okkur til framr kvæmda, höfum við tekist á hendur samkv. beinum tilmæl- um viðkomandi verkbjóðanda, þar eð sérstakar kringumstæð- ur hafa gert það mjög eðlilegt, að verkbjóðendur snúi sér til okkar„“ Hvers vegna liafa íslenskir verkbjóðendur snúið sér hein- líriis til firmans, en ekki gefið innlendum firmum eða einstök- | um mönnum kost á að gera til- I hoð í verkin? Er það af sér- | slakri umönnun fyrir löndum sínum, til þess að hlífa þeim | við erfiði vinnunnar, eða er það til þess að gefa erlendum, vinnu- veitendum tækifæri til þess að hafa fé af fátækum bæjarb'ú- um ? Kannske er þessi verknaður bara framinn í glópsku? Að minsta kosti er þetta í fylsta múta vítavert athæfi. Eru vinnuslcilyrði iðnaðar- manna hér í bæ svo glæsileg, að þeir geti unnað erlendu firma að taka liér framkvæmd ú einu verkinu eftir öðru? Nei! Það veit hver heilbrigð- ur maður, að vinna er yfirleitt lítil fyrir iðnaðarmenn og ekki síst á þessum erfiðistímum. Mér verður einnig á að spyrja hvaða „sérstakar kringumstæð- ur“ gera það mjög eðlilegt, að verkbjóðendur snúi sér til firm- ans H. & S.? Hefir firmað kannske einhver sérstök lilunnindi, hvað viðvík- ur innflutningi efna, til þess að taka að sér framkvæmd á verk- inu, sem alls ekki að neinu leyti eru í sambandi við Hitaveitu Rej’kjavíkurbæjar ? Eg veit ekki til, að firmað sé hér í öðrum erindagerðum en að ljúka við hitaveituna. Fær firmað kannske flutt inn í landið ótakmarkað efni, fram yfir það, sem þarf til hitaveitunnar, á sama tíma sem ríkisvaldið neitar með lögum að flytja byggingarefni inn í Iand- ið, til nauðsynlegustu framr kvæmda? Þannig stendur á einum stað í skýrslu firmans: „í siðastliðnum nóvember- mánuði snéri Landssíminn sér að okkur viðvikjandi fyrirætl- un um að leggja shnastrengja- pípur með tilheyrandi jarðhús- um í miðbænum........ .... Nokkrir fundir voru haldnir um þetla í nóvemher milli Landssímastjórnarinnar og firma okkar, og síðan var á- kveðið, að málið skyldi athugað nánar með símastjórnum Oslo og Iiafnar. Því næst voru gerð-. ar verkteikningar og áætlun og tilboð í Höfn og þegar firmað sendi liingað skip í mars með sement, var sement sent með til að framkvæma þetta verk.“ Mér skilst svo sem firmað hafi fengið hér tollfrjálsa sem- entséridingu til þess að fram,- kvæma verk alveg óháð liita- veitunni, eða ef svo er ekki, hvernig er þessu þá farið? Og á enn einum stað í skýrsl- unni segir svo, þar sem talað er urii verk Stálsmiðjunnar: „Verkbjóðendur tiltóku mjög stuttan tíma til verksins, og við leyfum oklcur að fullyrða, að Stálsmiðjan liafi valið rétta leið, að leita samvinnu við okkur með að vinna þetta verk þar e'ð við höfum aðstöðu og efni til þess.“ . Þetta er blátt áfram hlægi- legt. Héídur yfii’verkfræðingur firmans, að hann eigi við þá menn, sem enga þekkingu hafi á þvi starfi, sem hér um ræðir? Eða hvers vegna hefir firmað betri aðstöðu? Eg fullvissa yð- ur um það, að islenskir verka- menn og iðnaðarmenn (svein- ar) munu ekki síður vinna hjá íslenskum vinnuveitendum en erlendu firma. Og að gefnu tilefni vil eg benda á það, að íslenskir vinnu- veitendur hafa aldrei gert sig seka í því, að lieimta af verka- mönnum, að þeir mæti fyr en vinna á að hefjast. Hvað efnið snertir ættu möguleikarnir að vera jafnir til framkvæmda á verkinu, nerna Höjgaard & Schultz njóti sér- stakra hlunninda. Einnig er minst á það í skýrsl- unni, að bæjarverkfræðingur, hr. Valgeir Björnsson, liafi snú- ið sér beint til H. & S. eftir að liafa fengið samþykt bæjar- stjórnar samlcv. hans eigin til- mælum um að fela firmanu verkið. Eii hvað kom bæjarverkfræð- ingi og bæjarstjórn til þess arna ? Hafa íslenskir menn kannske ekki staðið fyrir hrúarsmíði fyrr ? Jú, vissulega og það merki- legri brúarsmíði, en hér um ræðir. I lok greinarinnar er svo vik- ið að því, að ályktun bæjar- stjórnar, sem gerð var á dögun- um, sé bygð á misskilningi, sem stafi af ófullnægjandi vitneskju um málið, og ennfremur, að firmað telji það vafalaust, að bæjarstjórn m.uni ekkert hafa við það að athuga, þó að það haldi áfram að taka önnur verk til framkvæmda en hitaveitu bæjarirts. En fari svo sem hér segir, að bæjarstjórn og landsstjórn skifti sér ekki meira af þessu máli og II. & S. haldi áfram að vinna við verk, sem eru óháð hitaveitunni, má búast við, að svo gæti farið, að iðnaðarmenn taki til sinna eigin ráða. Það er vitað mál, að H. & S. fær efni í steypu, sem sé sand og möl, í bæjarlandi án endur- gjalds, til framkvæmda á hita- veitunni. En nú liggur mér næst að spyrja: Fær það einnig steypu- efni endurgjaldslaust til fram- kvæmda á byggingu hermanna- skálanna og öðrum þeim verk- um., sem það liefir telrið að sér hér? Og ef svo er, hvar er þá okkar réttur? Við verðum að kaupa steypuefnið dýru verði til þess að framkvæma verk, sem okkur eru falin. Hversu mikið regindjúp er ekki á af- komuskilyrðum tveggja aðila, ef alt er Iagt upp í liendurnar á öðrum,. en hinn verður að sæta afarkostum til þess að öðl- ast sama rétt. Einar Kristjánsson. INDO-KÍNA. Því er neitað í fregn frá Chungking, að kínverskur her hafi farið inn yfir landamæri Franska Indóldna og að slegið liafi í bardaga við franskt her- lið. Öldungamót í. R. R. Öldungamótið eða Old-boys- mótið, var haldið í gær kl. 2 á íþróttavellinum. Veður var frekar gott eftir því sem verið liefir síðustu daga, en þó dálítill vindur að suðaustan. Iþróttaráð Reykja- víkur skyldi sjá um mótið, en það fórst, því miður, lieldur ó- hönduglega, því kepnin gekk mjög seint og leikstjórn, ásamt fyrirkomulagi á sjálfu mótinu, var mjög ábótavant. Áhorfend- ur voru liinsvegar fleiri en bú- ast mátti við, þar sem um frjálsar íþróttir var að ræða, og virtust þeir skemta sér vel. Úrslit í einstöknm greinum urðu þessi: 100 metra hlaup: 1. Frímann Helgas., Á. 12.5 sek. 2. Guðm. Sveinss. Í.R. 12.6 — 3. Hallst. Hinr.s., F.H. 13.2 — Stjórnarboðhlaup 5 x 80 metra. 1. Fiml.fél. Hafnarfj. 48.0 sek. 2. Ármann 50.3 — 3. K.R. 50.5 — 5x80 boðhlaup öldunga yfir kQ ára. 1. Ármann 55.6 sek. 2. K.R. 56.0 — Langstökk. 1. Konráð Gíslason, Á. 5.65 m. 2. Þorgeir Jónsson, K.R. 5.63 — 3. Stefán Runólfsson, Á. 5.63 — 8 x 100 m. boðhlaup öldunga yfir 32 ára. 1. Ármann 1 mín. 46.4 sek. Aðeins 1 sveit kepti. Kúluvarp. 1. Lárus Salómonss., Á. 9.76 m. 2. Frím. Helgason, Á. 9.54 — 3. Þorgeir Jónsson, K.R. 9.52 — 1000 metra hlaup. 1. Guðm. Sveinss., I.R. 2:54.6 2. Jóh. Jólianness., Á. 2: 58.2 3. Frímann Helg'as., Á. 3: 00.5 I 100 m. hlaupinu og stjórn- arboðhlaupinu var ekki keppt til úrslita, heldur tíminn úr undanrásunum látinn ráða um röð. 4Ó ára öldungarnir vöktu mikla hrifningu hjá áhorfend- um. Við fyrstu skiftingu i þvi hlaupi leiddu Ármenningar, en Kristján L. Gestsson komst vel fram úr á næsta spretti og eft- ir það var K.R. á undan þar til að „Sigurjón sterki“ stikaði fram úr „Jóni á gullskónum“ á síðasta sprettinum. Var það sama sagan og í fyrra. Árangurinn í langstökkinu er allgóður, enda liöfðu stökkv- aiarnir vindinn með sér. 1 kúluvarpinu kastaði Þorgeir 10.01 metra i aukakasti. Þess her að gæta, að aðeins voru leyfðar 3 tilraunir í langstökk- inu og kúluvarpinu. Frh. á bls. 3. Tilkynning um verð á vörum hjá Litlabandalaginu. Rúgmjöl ísl aialaö 1/2 kg. 30 aura. Sláturgarn hnotan 35 aora. Hveiti 1/2 kg. 35 aura. Hrísgpjón 1/2 50 aura. Haframjöl fínt 1/2 kg. 50 aura. JLyftiduft 1/2 kg. 2.50. HREINLÆTISVÖRUR: — Radíon gk. 75 aura. Rinso stór pk. 75 aura. Flik-Flak pk. 75 aura. Fix pk. 55 aura. Fix stór pk. 70 aura. Stangasápa Isl, Stöng 1. kr. Sunlightsápa stöng 1.15. Handsápa Favori stykkiB 65 aira. Garbo stykkið 65 aura. Rlákkudós útl. 35 aura. Bón í pökkum frá 60 aurnm. — Spyrjiö um verd hjá okkur ádur en J»ér festid kaup — Verslid þar sem ódýrast er — zm Grettisgötu 57,Símar 2285,2849. Otbú Njálsgötu 108. Sími 5285. Framnesveg 15. Sími 1119. Ránargötu 15. Sími 3932. ilioill Grundarstíg 2. Sími 4131. Verslunin Selíoss Vesturgötu 42. Sími 2414. Týsgötu 8. Sími 4268.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.