Vísir - 09.09.1940, Blaðsíða 4

Vísir - 09.09.1940, Blaðsíða 4
V I S I R I dag er síðasti söludagur í Z. flokki. Happdrættið. Gamla Síó Sknggahllðar Lnndúnaborgar. Ensk leyniiögreglumynd, gerð samkvæmt skáld- sögunni „Dark Eyes of London“, eftir Edgar Wallace. — Aðalhlutverkin leika: Bela lÆgesi ofl Grreta G-ynt, @ýnd kl. 7 OQf 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Ráðist á lágan garð. I Tímanum, sem lcom út s.l. föstud., birtist grein eftir Jónas Jónsson, sem hann nefnir: Tvö ríki á lslandi“ og fjallar um af- stöðu íslendinga og breska setu- iiðsins innbyrðis. Er í þessari grein vikið á mjög óviðeigandi hátt að íslendingum þeim, sem nú liafa verið fluttir í enskar fangabúðir, og þó einkum öðr- um þeirra. Þennan mann þekk- ir J. J. ekki neitt, en gefur lion- um eftirfarandi vitnisburð: „Pilturinn á Akureyri virtist hafa opinberlega tilheyrt klíku, sem hefir einræðisstefnu að á- irúnaði. Hann liafði látið falla ■óviturleg og háskaleg ummæli i þá átt, að liann inyndi lialda á- fram óleyfilegri loftskeytaiðju til útlanda, hvað sem íslenska ríkisstjórnin og hernaðarvöld Breta segðu. Þessi maður virð- ist hafa verið gæddur tregum gáfum, hneigð til iðjuleysis og Jíergjufullri Iund.“ Það er einkennilega innrætt- nr Islendingur, sem ræðst á þennan hátt á landa sinn, sem orðið hefir fyrir þeirri ógæfu að lenda í höndum liinna er- lendu hermanna og er kominn til fangabúða i Bretlandi. Ekki getur hann borið hönd fyrir liöfuð sér. Og lieldur J. .1. að svo fúlmenskuleg árás liæti að- stöðu piltsins gagnvart fanga- vörðum. lians, eða aðstöðu fjöl- skyldu hans til að íeita réttar og bóta fyrir það brot, sem framið hefir verið með fangelsan pilts- ins? Auðvitað eru slik umniæli jafn óheyrileg og |»au eru óvið- ' eigandi. ; Og svo er anuað athugunar- efni. Hvaðan liefir J. J. þær | upplýsingar um piitinn frá Ak- ureyri og mál hans, sem verða ■ aindirstaða undir slíkan dóm? Hann hefir áreiðanlega engar vsannanir fyrir Jiví.. að pilturinn hafi beitt hótunmn. Það hafa ekki einu sinni verið lagðar ífram nokkrar sannanir fyrir því, að pilturinn sé sekur um njósnir eða óheimila meðferð loftskeytatækja. Fyrst þegar slíkar sannanir hafa verið lagð- ar á borðið fyrir yfirvöld og al- menning, iiafa J. J. og aðrir leyfi lil að fella sinn dóm. Höf- uðsmaður sá, sem gaf blöðun- um upplýsingar um mál liinna fangeisuðu pilta. virðist hafa lagt áherslu á, að þeir væru fluttir burt til varúðar, en ekki til hegningar fvrir framið af- hrot. J. J. hefði fremur átt að gangast i að islenska rikis- stjórnin fengi fullkomna og greinilega skýrslu frá lierliði Breta um mál þetta, en hlaupa npp með persónuleg gífuryrði nm nauðstaddan íslending, sem engin tök hefir á að verja sig og hafði ekkert tækifæri til að fá stuðning landa simia gagn- vart hinum erlendu ákærend- um. Hér skal ekkert rælt um sýknu eða selct þessara manna. Til þess vantar fullnægjandi upplýsingar, enda ekki tilgang- ur greinar þessarar að fara út í þá sálma. En það er ergilegt, að sjá slík blaðaskrif sem þau er hér hefir verið vitnað til. Þegar liinn fangelsaði Islendingur fær slika árás á bakið frá einum á- hrifamanni meðal landa sinna, við hverju mætti hann þá búast í fangabúðum ákærenda sinna i fjarlægu landi? En þeir verða vafalaust miskunnsamari. Hrifla er vonandi ekki til á Englandi! XXX Happdrættið. Dráttur fer frain í 7. flokki á morgun kl. 1. Hjúskapur. Á laugardag voru gefin saman i hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Sigríður Þorgeirsdóttir, Njálsgötu 47, og Axel Thorsteins- son, blaðamaÖur. Heimili þeirra er á Rauðarárstíg 36. Vísir óskar þeim til hamingju. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Margrét Björnsdóttir, Litla Velli, og Sigurður Þórarinsson, Seljaveg 3 A. Ólafur Halldórsson, verkamaÖur, BókhlöÖustíg 6, er 69 ára í dag. Næíurakstur. B.S.I., Lækjargötu, simi 1540, hefir opið í nótt. Næturlæknir. Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, simi 3951. Næturvörður í Ingólfs apó- teki og Laugavegs apóteki. 2. flokks mótið. Síðasti leikur mótsins fer fram i kvöld kl. 7, milli Frarn og Vals. Aðgangur ókeypis. Nýt matreiðslubók er koniin á markaðinn, eftir Helgu Sigurðardóttur. Heitir hún „Græn- meti og ber alt árið,“ og eru i henni uppskriftir af 300 nýjum jurtarétt- um. Eins og nafnið bendir til, er ætlast til að fólk geti hagnýtt sér her og grænmeti til matar alt árið. í hókinni eru leiðbeiningar um geymslu á berjum og grænmeti, svo ]»að niegi haldast sem nýtt, enn- fremur um notkun ýmissa efna, sem notúð eru i þessum tilgangi 0. s. frv. Þá er í bókinni sérstaklega getið um næringargildi, þroskunartíma og gæði hverrar einstakrar jurtar, en i matartilbúningnum er aðaláhersl- an lögð á rétti úr algengum jurt- um. hérlendum, svo sem skarfakáli, njóla og fjallagrösum. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur : Lítil svita eftir Taylor. 20.00 Fréttir. 20.30 Sumarþættir (Sigfús Halldórs frá Höfnum). 20.50 tltvarpshljómsveit- in: Lög eftir íslenzka höfunda. 21.20 Hljómplötur : Kvartett í B- dúr eftir Josep Suk. Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalstími: 10—12 árd. Sítrónur | komusir, lítíð óselt. ...... ..- { ■ ■ : ; ■ I í Heildverslun Magnúsar Kjaran, | Sími £345. í 1 ypwnw' iMf rnrta.iwTrm^.irtiuurTm-TiBmf.’rKmn^’vrrM^ Je.!V\gamx"!UCrNir**aSKZ3anBX)nMt IIIHil HIIW KanptiBii gfamlan Tilkynning frá Reykjavíkurhöfn Hér með tilkynnist, að vegna hernaðaraðgerða Breta verður hafnarmynninu lokað með duflagirðingu frá því í kvöld kl. 8 til kl. 6 árd. á morgun, og verður lokun þessi framkvæmd á sama tíma sólarhringsins fyrst um sinn, þar til öðruvísi verður ákveðið. Hafnarstjóri. Hraðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. . iiiiin——w«————p—n^-rTmiiTiM i!!■——iniMwinnwriTWTwrTmiwmn Hárkambar - Hárspennur Nýjasta tíska frá New York. MIKIÐ ÚRVAL. K* EifiMSSon & BjÖFnsson Vélskðlinn i Reykjavík íekur til starfa 1. okt. Umsóknir sendist skólastjóra fyrir 20. sept. Um inntökuskilyrði, sjá lög nr. 71, 23. júní 1936, um kenslu í vélfræði, og reglugerð Vélskólans frá 29. sept. 1936. SKÓLASTJÓRINN. Nýja JBlö I sátt við dauðann. (DARK VICTORY). Amerísk afburða kvikmynd frá Warner Bros. GEQRGE BRENT og BETTE DAVIS, Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 1. lntis’Nleíl TIL LEIGU 3 HERBERGI og eldhús til leigu Laufásvegi 34. Sími 4867. _____________________ (229 STÓR forstofustofa með þæg- indum til leigu Óðinsgötu 4, fyrstu liæð. (233 GÓÐ STOFA í nýlegu stein- húsi í vesturbænum til leigu. Góður eldhúsaðgangur getur fylgt. Tilboð merkt „K. Á. E.“ sendist til Yísis fyrir þriðju- dagskvöld. (235 LÍTIL stofa með sérinngangi til leigu strax. — Uppl. i sima 3223. (239 ÁGÆT 2—3 herbergja íbúð til leigu. Tilboð merkt „Barn- Iaust“ sendist afgr. Vísis. (248 ÓSKAST 2 HERBERGI. 2 enskir liðsforingjar óska að fé leigð 2 herbergi ásamt bað- herbergi, eða 2 herbergja ibúð. Staðurinn þarf að vera í ná- grenni Þórsgötu. Tilboð merkt „Movements" sendist í Miðbæj- arbarnaskólanum. (25 ÍBÚÐ, hentug fyrir matsölu, óskast. Uppl. síma 5327. (228 BARNLAUS, róleg hjón óska eftir 2 herbergja íbúð. -— Sími 5737. (230 2 STÚLKUR i fastri atvinnu óska eftir 2 litlum lierbergjum, lielst samliggandi, með nýtísku þægindum frá 1. október. Uppl. í síma 2508. (234 STÚLKA óskar eftir litlu her- hergi. Tilboð merkt „Skilvís“ sendist Vísi sem fyrst. (238 2—3 HERBERGI og eldhús óskast. Fjórir fullorðnir í heim- ili. Uppl. í síma 4094 til kl. (244 \^FUNÐÍ$m$TÍU®NHINGm ST. ÍÞAKA annað kvöld kl. 8V2 stundvíslega. Stuttur fund- ur. Kaffikvöld. Hafið spil með. ________________ (236 ST. FRAMTÍÐIN nr. 173. — Fundur í lcvöld kl. 8J4 í Bind- indishöllinni. 1. Inntaka. 2. Hag- nefndaratriði: Guðm. Gamah- elsson og Guðm. Loftsson. 3. Kaffidrykkja. (243 | Félagslíf | KNATTSPYRNUFÉL. REYKJAVlKUR held- ur skemtifund þriðu- daginn 10. þ. m. kl. 9 síðd. i < Oddfellowhúsinu, Þrjú ágæt skemtiatriði og tláiiíh EundlU'- inn er aðeins fyrir K.R.-inga og eru þeir beðnir að mæta stund- vislega, því skemtuninni verð- ur lokið ld. 1. Aðgangur kostar aðeins kr. 1.50. — Stjórn K. R. (240 NOKKRAR stúlkur óskast í móvinnu í nágrenni bæjarins.— Uppl. á Vinnumiðlunarskrif- stofunni. Sími 1327. (251 UNGLINGSSTÚLKA óskast að Vífilsstöðum. Uppl. í síma 9334.______________(242 SENDISVEINN óskast nú þegar, 14—15 ára. Uppl. í síma 2800. (247 HMaIS HÚSPLÁSS til veitingasölu óskast lielst sem næst miðbæn- um. Tilboð, merkt: „Veitingar“ leggist á afgr. Vísis fljótt. (140 VEITINGASTOFA i fullum gangi til sölu. — Tilhoð merkt „Kontant“ leggist inn á afgr. Vísis. (245 ..~ÚS LÍTIÐ einbýlishús eða hæð í húsi (3—4 lierbergi) óskast keypt. Tilboð merkt „112“ send- ist Visi. (237 ÓSKA eftir 3—4 lierbergja ' íbúð með öllum þægindum, helst sem næst miðbænum. Páll Bóasson. Sími 5427. (246 VANTAR tvö herbergi og eld- hús eða aðgang að eldhvisi nú þegar eða 1. okt. Tvent í heim- ili. Rohert Abraham, söngstjóri. Uppl. í síma 3760. (249 CHFfiisiH PELICAN lindarpenni, merkt- ur, hefir tapast. Finnandi geri 1 aðvart í síma 5712. (232 PÍANOKENSLA. Kenni byrj- endum. Uppl. í síma 4682. Anna S. Björnsdóttir. (241 NOTAÐIR MUNIR TIL SÖLU SMOKINGFÖT, einnig jakka- föt, á meðalmann til sölu. Uppl. eftir kl. 6 á Hringbraut 190. — ____________________(231 NOTAÐIR MUNIR ___ KEYPTIR_____________ FLÖSKUVERSLUNIN á Kalkofnsvegi (við Vörubíla- stöðina) kaupir altaf tómar flöskur og glös. Sækjum sam- stundis. Sími 5333. KOPAR keyptur í Lands- smiðjunni. (14 KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, wliiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Berg- staðastræti 10. Sími 5305. — Sækjum, — Opið allan daginn. (1668

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.