Vísir - 10.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 10.09.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR Hj oðþurðarmálíð I Dagfibrun ogr Goðtemplarareglan. Hússtjórn Cródtemplaraliiissiiis höfðar mál gegn ritstjéra Alþýðubladsiiss. Alþýðublaðið flutti 2. sej)t. s. 1. leiðréttingu undirritaða af mér, en lét fylgja lienni nokkrar athugasemdir frá rit- sljóranum, sem ekki verða skildar öðru vísi en sem beinar að- dróttanir um óráðvandlega meðferð á fé af hendi okkar, sem fórum með stjórn hússjóðs Góðtemplarareglunnar í Reykjavík, þegar Einari Björnssyni var veitt víxillán úr sjóðnum skömmu fyrir áramót 1938. Má jafnvel skilja ummæli ritstjórans svo, að við höfuni átt heinan þált í að E. B. greip lil þess óyndisúrræðis að taka peninga úr sjóði „Dagsbrúnar“. i við lcosningu í eina þá ábyrgð- DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræli).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. . Félagsjjrentsmiðjan h/f. Héðinn bozgar. jþ AÐ hefir ekki borið mikið á Héðni Valdimarssyni í pólitíkinni upp á síðkastið. En nú hefir tómahljóðið i Dags- brúnarkassanum vakið björn- inn í hýði sínu og hann er held- ur ófrýnn og úrillur i svefnrof- unum. Héðni blöskrar alveg, live lítt er stundum vandað til valsins á trúnaðarmönnum og vill nú koma fram ábyrgð, ekki einungis á hendur stjórnar- nefndarmönnum Dagsbrúnar sameiginlega, heldur og á for- mönnum þeirra tveggja flokka, sem standa að meirihlutanum. Að því er sljórn Dagsbrúnar viðvíkur, vitnar hann í lög fé- lagsins um það, að hún beri á- byrgð á sjóðnum, ef féhirðir setur ekki tryggingu fyrir hon- um. En Héðinn gerir sig ekki ánægðan með þetta. Hann gerir þá siðferðiskröfu á hendur Stefáni Jóh. og Ölafi Thors, að þeir greiði úr sínum vasa það fé, sem horfið er, vegna þess að þeir hafi samið um „íhlulun flokka sinna um verkalýðsmál Dagsbrúnar.“ Það er sýnilegt, að Héðinn hugsar sér til hreyfings á þessu máli, og er það raunar að von- um, vegna þess að Dagsbrún var löngum liið traustasta vígi hans í stjórnmálabaráttunni og hefir honum þvi vafalaust svið- ið sáran að vera sviftur þar völdum. Býður liann nú liðsinni sitt til að „bjarga félaginu“ að nýju úr þeim ófarnaði, sem í er komið. Það má vel vera, að Héðinn eigi ennþá einhver itök í félaginu og að þess sé beðið, að hann leggi nú til sína menn til þess að kóma þar á þeirri heiðarlegu fjá%málameðferð, er svo mjög liefir skort hið síðasta misseri. Og það vill svo vel til að Héð- inn er margbúinn að sýna það, hvaða menn það eru, sem hann treystir best í þessum efnum. Honum verður það aldrei á, eins og Stefáni Jóhanni að mæla með Einari Björnssyni og Marteini Gíslasyni. Héðinn þekkir sitt heimafólk og brenn- ir sig ekki á því soði. Það eru tveir menn, sem Héðinn hefir sérstaklega -borið fyrir brjósti og haldið fram í málefnum verkalýðsfélaganna. — Þessir menn liafa altaf haldið trjrgð við hann og eru þess vafalaust albúnir, að leggja fram krafta sina og hugvit til þess að bæta fjármálasiðferðið í Dagsbrún. Þessir menn eru svo alkunnir í hópi verkamanna, að Héðinn þarf ekki að eyða löngum lima í að lýsa dygðum þeirra. Það getur þess vegna ekki hjá því farið, að verkamenn viti vel, hverju þeir eiga að svara, þegar Héðinn býður þeim Guðmund Ó. og Þorstein Pétursson til þess að „ráða bót á f jármálasukkinu í Dagsbrún“. En væri nú svo að einhverjir í hópi verkamanna hefðu ekki alveg eins bjargfasta trú og Héðinn á heiðarleik þeirra Guðmundar Ó. og Þor- steins Péturssonar, þá er samt engin hætta á ferðum. Héðinn hefir lýst svo afdráttar- laust ábyrgð pólitískra foringja, að hann getur sjálfur aldrei skorast undan ábyrgðinni á sín- um mönnum. Héðinn gengur meira að segja svo langt i sið- gæðiskröfum sínum, að hann lætur sér ekki nægja, að gera Stefán Jóliann ábyrgan fyrir misfellum sinna flokksmanna, heldur krefur hann einnig Ólaf Thors til ábyrgðar vegna flokksmanna Stefáns Jóhanns. Það fer víst enginn að ætlast til þess, að Héðinn taki á sig slíka ábyrgð utan síns flokks. En verkamenn þurfa ekkert að hika við að fela þeim Guðmundi Ó. og Þorsteini Péturssyni vörslu fjármuna. Þeir hafa orð Héðins fyrir því, að hann á- byrgist kassann. Og sem betur fer stendur Héðinn svo. traust- um fótum fjárhagslega, að hann getur snarað út einum litlum Dagsbrúnarsjóð, hvenær sem vera skal. Það ælti þess vegna að vera alveg einsætt að láta þá Guð- mund Ó. og' Þorstein Pélursson „ráða hót á fjármálasukkinu í Dagsbrún“. « Veírarstarfsemi Tónlistar- félagsins. Tónlistarfélagið liefir í undir- búningi margháttaða starfsemi í vetur, þrátt fyrir ófrið og aðra erfiðleika. Ilöfuðverlcefni vetr- arins verður Messias ef tir Hánd- el, hið mikla verk, sem tón- skáldið samdi við texta úr Ritn- ingunni. Verkið er skrifað fyrir hljómsveit, blandaðan kór, 5 einsöngvara og orgel. Verður þetta mikla verk sennilega fært upp i dómkirkjunni. Dr. Victor von Urbantschitsch stjórnar 35 manna liljómsveit og'nær 70 manna kór, en Páll ísólfsson leikur á orgel. Enn er ekki full- ráðið um solista. Ilándel samdi Messias í London við enskan texta og verður verkið flutt á því máli. Messias er langsam- lega þektasta verlc þessarar teg- undar, sem nokkurntíma hefir verið skrifað, og eru margir kaflar úr því mjög kunnir hér. Fyrsti hljómleikur félagsins í liaust verður afmælishljóm- leikur H. R., en hljómsveitin er þá 15 ára. Árni Kristjáns- son leikur þar einleik með hljómsveit, og er það í fyrsta sinn, sem Árni leikur hér með aðstoð hljómsveitar. Einn af okkar efnilegu listamönnum og nemandi Tónlistarskólans, — Rögnvaldur Sigurjónsson, leik- ur í fyrsta sinn fyrir félagið í haust. Það kann að þykja óskjmsam- leg bjartsýni, að láta sér detta i hug, að stríðið standi svo stutt, að unt verði, eins og áður, að flytja inn til landsins eitthvað af erlendri tónlist áður en vet- urinn er á enda, en félagið hefir fullan hug á því að bjóða liing- að einhverjum heimsfrægum listamönnum á borð við Emil Telmanyi, sem kom, liér s.l. ár í boði félagsins. Sennilega verður færð upp ein óperetta, en búast má við vegna hinna óvenjulegu tíma, að hún verði valin áf léttari teg- und. Tónlistarskólinn átti eins og kunnugt er 10 ára afmæli s.l. vor og gaf félagið út í þvi til- efni tímarit sitt mjög myndar- legt. Sjúkrasamlagið beinir þeim tilmælum til manna, að þeir hafi meðferðis skiftimynt, svo sem þeim er únt, þannig, að afgreiðsla þurfi ekki að tefjast vegna skorts á smámynt. Hefir þetta torveldað alla afgreiðslu und- anfarna daga, og er því áríðandi, að menn sinni þessum tilmælum. Enda þótt það sé alt annað en skemtilegt verlc að ræða ólán það, er E. B. hefir ralað i, opin- lierlega — þar hefði farið best á að láta skýrslu sakadómarans í blöðunum eina tala sinu máli —þá verður eklti lijá þvi kom- ist vegna ummæla Alþýðublaðs- ins og þess orðróms, er þau hafa skapað, að gera ahnenningi grein fyrir þessu láni, sem rit- stjóra Alþýðublaðsins virðist vera svo hugarlialdið um að gera tortryggilegt. Haustið 1938 voru í hússtjórn Góðtemplarahússins i Reykja- vik, auk Einars Björnssonar, Jakob Möller fjármálaráðherra, Guðmundur Gunnlaugsson kaupmaður, Bogi Benediktsson bókhaldari og undirritaður. Nokkru fyrir áramót fór E. B. þess á leit við okkur með- stjórnendur sína, að við veittum honum víxillán úr hússjóðnum að upphæð 3800 krónur. Kvaðst liann eiga veðdeildarbréf liljóð- andi á 5000 krónur, sem liann þyrfti að selja, gæti hann ekki komið því í lag fyrr en eftir áramót, en lægi þar á móti á peningunum þegar í stað. Við vorum i fyrslu tregir til að verða við þessu, vegna þess að í hlut áttimaður úrhússtjórn- inni sjálfri, en ekki vegna þess, að við álitum okkur óheimilt að veita lán úr sjóðnum,efþað væri vel tryggt; því þó tekið sé fram í kaupsamningi við ríkisstjórn- ina um Góðteiuplarahúsið, að ríkisstyrkurinn skuli ávaxtaður í banka, þá mun einatt vera í sjóðnum talsvert meira fé, og er hússtjórn vitanlega heimilt að fara með það á annan hátt, ef nægileg trygging er í boði. Hér var lika að ræða um aðeins til- tölulega litla upphæð miðað við allan sjóðinn, stuttan tíma og al- veg örugga tryggingu. — Það var þvi úr, að E. B. var veitt lán- ið sem víxillán til 3 mánaða, gegn ábyrgð Flosa Sigurðssonar trésmíðameistara. Töldum við nafn Flosa fulla tryggingu fyrir upphæðinni, enda mun enginn bera brygður á, að svo hafi ver- ið. Endurskoðandi reikninga sjóðsins fann heldur ekkert við víxilinn að athuga. Til þess var ætlast, að víxill- inn væri greiddur á réttum gjalddaga, eins og lofað hafði verið, en úr þvi varð þó ekki, og var hann endurnýjaður nokkr- um sinnum með sömu ábyrgð. Fylgdist eg nokkuð með því þar til í febrúar s. 1., að gjaldkeri sjóðsins tjáði mér, að lánið væri að fullu greitt. Þannig er þá saga þessa máls, og verður af henni ljóst, að hér hefir hvorki verið um „sjóð- þurð“ né sviksamlega meðferð á fé að ræða, heldur um mjög vel tryggt lán, veitt manni, sem ekki hafði minna álit en það, að samflokksmenn hans nokkrum mánuðum síðar, með tilstyrk annars velmetins stjórnmála- flokks í landinu, sluddu hann armestu trúnaðarstöðu, sem verklýðsfélög landsins liafa yfir að ráða. Af einhverjum, mér -— og líldega flestum öðrum dauðleg- um — duldum, ástæðum, reynir ritstjóri Alþýðublaðsins að gera Góðtemplar^regluna tortryggi- lega í augum almennings i sam- bandi við sjóðþurðarmálið í „Dagsbrún". Eiginlega verða ummæli lians eklci skilin á annan veg en þann, að óreiðan liafi verið flutt úr Góðtemplarareglunni yfir í „Dagsbrún“. Hinn 30 ágúst byrjar hann á, að skýra frá því, að E. B. liafi játað fyrir rétti, að hann liafi notað 4—5 þús. krónur af fé „Dagsbrúnar“ lil greiðslu á sjóðþurð, sem hann hafi staðið að hjá .Stórstúku ís- lands“. Eg átti þá morguninn eftir símtal við ritstjórann og benti lionum á, að fregn þessi væri á misskilningi bygð. Eg hafði upp fyrir honum ummæli sakadóm- arans, sem hann hafði leyft mér, að liafa eftir sér, og benti enn- fremur á, að það færi að leggja stein á byrði hins ólánssama formanns „Dagsbrúnar“, að bera á hann sök, sem hann sannanlega væri saklaus af, þar sem þessi umrædda sjóðþurð liefði aldrei ált sér stað. En rit- stjórinn taldi sig liafa svo góðar heimildir, að hann þyrfti ekkert að leiðrétta. 1. september birti eg svo leið- réttingu í Morgunblaðinu. Sama dag hringdi ritstjóri Alþýðu- blaðsins mig upp og bauðst til að birta sömu leiðréttingu í Al- þýðublaðinu, ef eg sendi sér hana. En atliugasemd kvaðst hann myndi gera við liana. 2. sept. kemur svo leiðréttingin með athugasemdum ritstjórans. Heldur liann þar enn áfram að dylgja um sjóðþurð —- þó hann nefni ekki orðið — að vísu ekki hjá Stórsíúkunni „sem slíkri“, heldur hjá hússjóði Góðtempl- arareglunnar, en segir að þar sé þó aðeins um „formsatriði að ræða“ (hver sjóðurinn sé). Hann lieldur þvi í fyrsta lagi enn fast við fyrri staðhæfingu sína um sjóðþurð, og vill með því láta líta svo út, að yfirlýsing mín sé raunverulega ekkertann- að en orðaleikur. í öðru lagi sakar ritstjórinn hússtjórnina, þ. e. Jakob Möller, Guðmund Gunnlaugsson, Boga Benedikts- son og undirritaðan um að hafa tekið fé í lieimildarleysi handa E. B. 1 þriðja Iagi virðist rit- stjórinn telja Flosa Sigurðsson ómerkan sem óbyrgðarmann fyrir upphæðinni, þar sem. hann gefur í skyn að víxillinn hafi verið einskis virði. Og í fjórða lagi verða ummæli hans varla skilin á annan veg en þann, að við, ofangreindir menn, af ótta við afleiðingarnar af gerðum okkar, liöfum átt beinan þátt í, að E. B. greip til þess „óyndis- úrræðis að taka á ólöglegan hátt þúsundir króna úr sjóði „Dags- brúnar“ til þess að greiða slílcan víxil“. Til þess að lesendur geti naumast verið í vafa um, hvað liann meinar, getur ritstjórinn þess greinilega, að rannsóknin muni þegar hafa leitt i ljós, að þetta hafi verið fyrsta upphæð- in, sem E. B. hafi tekið á þennan hátt. —• Geta má þess, þó það Tíðindamaður Vísis hitti Mr. j Stevens nýlega að máli og barst ! þá lcynning hans af Vestur-Is- j lendingum og íslandi í tal og ; dvöl hans liér á Iandi. Komst Mr. Stevens svo að orði: „Þegar eg kom liingað í fyrsta sinni árið 1938 gladdist eg mjög yfir því að fá tækifæri til að FRANCIS STEVENS. heimsækja föðurland Veslur- íslendinga, sem eiga atliyglis- verðan þátt í kanadislcu þjóð- lífi, og einnig nú gleðst eg yfir að liafa átt kost á því að koma liingað aftur. Þegar eg heim- sótti íslensku sveitabæina féklc eg efni i greinar mínar, sem sýndi liugrekki og viljafestu, sem lesendur mínir liöfðu gam- an af að kynnast. Bæði hér í Reykjavík og úti um sveitir landsins hitti eg fólk, sérstakt í eðli sínu, með ríka sjálfstæðis- kend og einstaklega góðviljað og greiðvildð. Sigfús Halldórs frá Höfnum veitti mér prýðilega aðstoð á ferðum mínum um landið, og er eg lionum mjög þakklátur fyrir það. Það hefir einnig glatt mig, að hér hefi eg liitt ýmsa þá, sem dvalið hafa um skeið i Vestur-Kanada. Hér hitti eg t. d. Ófeig lækni Ófeigsson, sem dvalið liefir i Winnipeg, og naut styrks af sjóði Kanadastjórnar, er stofn- aður var á þúsund ára hátið Al- þingis. Okkur var kunnugt um það i Winnipeg, að Ófeigur átti kost á að því að dvelja áfram í Ameríku og ráðast til hins nafntogaða „Mayo“-súkrahúss í skifti raunar litlu máli, að rit- stjórinn er mjög ónákvæmur með tölur, sem liann nefnir í þessu sambandi. — Eg vil taka það fram, að rit- stjóra Alþýðublaðsins voru kunnir allir málavextir viðvíkj- andi láninu til E. B„ áður en hann birti athugasemdir sínar. Eg vildi sýna lionum fullan drengskap, og hafði hinsvegar ekkert að dylja í málinu, svo eg rakti það fyrir honum alt frá byrjun. En þó honum þannig væri alt málið kunnugt og liann ætti þess kost, sér að vansalausu, að leið- rétta fyrri missagnir, þá kaús hann samt heldur að lialda dylgjum sínum áfram, og það ákveðnara en áður, enda mUn honum nú gefast kostur á að standa við unnnæli sín fyrir dómstólunum. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Rochester, Minnesota, þar sem hann hefði fengið miklu riku- legri laun en liér, en föðurlands- ást hans réði því, að hann kaus að verja starfskröftum sínum í j þágu eigin þjóðar. Alúð hans j — eins og svo margra annara ! — var mér Ijúf i minningunni, er eg fór aftur heim til Kan- j ada.“ j Hvernig kemur yður land og j þjóð fyrir sjónir að þessu sinni? „Nú, þegar eg kem hingað í annað sinni, finst mér að frels- ið og frjálsræðið setji svip sinn á þjóðlífið, og liið fagra lands- lag vekur lijá manni þær hug- myndir að guðlegir fingur séu enn að verki við þessar meitl- uðu hæðir, og hér brenni enn- þá eldur sköpunarinnar.“ Um livað ætlið þér aðallega að skrifa? „Að þessu sinni mun eg aðal- lega rita um kanadiska og breska hermenn, sem liér dvelja, og sem hafa það hlut- verk með höndum að verja hið arfgenga frelsi. Við vonum að með dvöl sinni liér geri þeir hvorttveggja í senn að verja enska licimsveldið fyrir árásum og tryggja áframhaldandi sjálf- stæði íslands. Eg mun einnig skrifa um ís- lensku þjóðina. Það, sem fyrst og fremst vekur athygli mína, — og þess mun eg geta sérstak- lega í greinum, sem eg sendi til Kanada, — er liin veglega há- skólabygging liér í bænum, sem eg liefi skoðað. Þið liafið bygt stærstu og veglegustu bygging- una í landinu fyrir uppeldi og mentun æskunnar. Fegurstu byggingarnar í öðrum löndum eru oftast bygðar fyrir stjórn- cndurna, stjórnirnar eða versl- unarreksturinn. Þið liafið varið auði yklcar fyrir æskuna. Það er táknrænt, og talandi vottur þess, hversu ríka trú þið liafið á framtíð þjóðarinnar, og um leið minnir það umheiminn á að mikilleik- inn verður veginn og mældur eftir gildinu, en ekki gnægð- inni. Það er heiminum nauðsyn að sjálfstæði og algert frelsi smáþjóða verði varðveitt. Þeir, sem kynnast andlegu lífi íslendinga munu öðlast á »Þið hafið varið auði ykkar fyrir æskuuau. Vlðtal vid Fraocis Steveos. Kunnur kanadiskur blaðamaður, mr. Francis Stevens, dvelur hér í bænum um þessar mundir. Hann hefir eitt sinn áður sótt ísland heim. Var það árið 1938. Eftir nokkra dvöl hér í landi skrifaði hann blaðagreinar í blöð vestan hafs, en hann starfar á vegum „The Winnepeg Free Press“, og voru þessar greinar í senn prýðilega ritaðar og íslendingum mjög vinsamlegar. Að þessu sinni dvelur Mr. Stevens hér á landi á vegum Kanada- stjórnar, og skrifar greinar um ísland og viðhorfin hér í öll helstu blöð Kanada. ✓

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.