Vísir - 14.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 14.09.1940, Blaðsíða 2
V I S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Á Vilhjálmur Þór að gjalda fjarveru sinnar? jþÓTT Vilhjálmur Þór só ennþá íillölulega ungur maður, eitthvað rétt um fer- tugt, á hann þó að baki sér langan og merkilegan starfs- feril. Hann gekk um fermingar- aldur í þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga og vann sér þar svo skjótan frama, að rúmlega tví- tugum er honum falin forstaða þessa mikla fyrirtækis. Undir forustu hans færði félagið enn mjög út kvíarnar, og er lang öflugasta kaupfélagið á land- inu. Framsóknarmenn hafa haldið Vilhjálmi Þór mjög fram, svo sem vonlegt er, því vafalaust er liann umsvifa- mesti kaupsýslumaður í þeim hópi. Fyrir fjórum árum fór hann að opinberri tillilutun til Bandaríkjanna, til þess að greiða fyrir afurðasölu þar í landi. Þegar farið var að undir- búa íslandsdeildina á heims- sýningunni í Ne'w-York, var hann ráðinn framkvæmdar- stjóri hennar. Þegar banka- stjórastaða losnaði við Lands- bankann, þótti liann svo sjálf- sagður í það starf, að gert var út um ráðningu hans á einum stuttum fundi i bankaráðinu, þar sem sæti eiga fulltrúar þriggja stærstu þingflolckanna. Loks er Vilhjálmur ráðinn um stundarsalcir fulltrúi landsins í Bandaríkjunum, og hefir gegnt þvi starfi undanfarið. Nú liefir Thor Thors tekið við sendimannsstarfinu, en Vil- hjálmur kemur heim til að annast hið virðulega starf, sem bankastjóri við þjóðbankann. * Öllum ætti að geta komið saman um, að maður, sein þannig tekur við hverri ábyrgð- arstöðunni annari virðulegri, á ekki að þurfa að eiga það á hættu, að leikur sé gerður að því að varpa skugga á nafn hans. En nú hefir verið svo á málum lialdið, og það af for- manni þess flokks, sem Vil- hjálmur hefir fylgt, að almenn- ingur getur ekki áttað sig á því, hverjum beri 40.000 lcrón- ur, sem Vilhjálmur hefir tekið við fyrir að annast síldarsölu i Ameríku. Gangur þessa máls er í fám orðum eins og hér segir: Þjóð- viljinn skýrir frá þvi, að Síld- arútvegsnefnd hafi greitt Vil- hjálmi Þór 40.000 krónur fyrir að selja sild í Ameríku. Út af þessu lætur Jónas Jónsson, sem sjálfur á sæti i sýningarráði New-York-sýningarinnar, Tím- ann „leiðbeina“ „íhaldinu“ um það, að alt, sem Vilhjálmur fái fyrir síldarsölu, gangi til að standast kostnað við sýninguna og önnur opinber störf Vil- hjálms vestra. Sjálfstæðisblöð- in höfðu ekki á málið minst, svo að „leiðbeining" Tímans var algerlega tilefnislaus. En nú er farið að grenslast eftir, hvernig i málinu liggi. Harald- ur Árnason, sem verið hefir i þjónustu sýningarinnar frá upphafi, þar á meðal náinn sam- starfsmaður Vilhjálms Þór i New-York mánuðum saman, er beðinn að upplýsa málið. Har- aldur heldur því fram, að Vil- hjálmur hafi ekki verið í þjón- ustu sýningarinnar nema öðr- um þræði, og liafi hann liaft samþykki sýningarráðs til að reka lcaupsýslu á eigin liönd. Af þessu leiði, að Vilhjálmi beri engin skylda tii að láta umræddar 40.000 krónur ganga til sýningarinnar, enda telur Haraldur ekki, að Vilhjálmur hafi gert það. Upplýsingar Har- alds bera það með sér, að hon- um er rikt i huga, að halda skildi fyrir fjarverandi sam- síarfsmann sinn. ■¥■ En nú skeður það furðuleg- asta i málinu. Jónas Jónsson veður upp á Harald með ó- kvæðisorðum, telur að liann fari með dylgjur um, að Vil- hjálmur hafi stungið síldarpen- ingunum í sinn vasa í heimild- arleysi, og gangi Haraldi til öf- und ein, vegna þess, að hann hafi bara verið „undirtylla“ við sýninguna. Þessi greinarstúfur Jónasar var birtur hér í blað- inu, eins og menn muna. Þegar hér var komið sögu, benti „Vísir“ á, að til mundi vera sönnunargagn i málinu, sem tæki af allan vafa, þar sem væri gerðabók sýningarráðs. Þar ætti að sjást, hvernig ráðn- ingarskilmálar Vilhjálms Þórs væri í aðalatriðum. Við kröfð- umst þess, að gögnin væru lögð á borðið. Þetta var á íimtudag. Ekkert gerist. I gær kernur „Tíminn" út. Og viti menn! Þar er ekki eitt orð um þetta mál, livorki eftir Jónas Jónsson né neinn annan. Hverju eiga menn nú að trúa? Villijálmur Þór hefir tek- ið við 40.000 krónum. Jónas Jónsson segir, að hann eigi að skila þessum peningum. Hefir Vilhjálmur Þór skilað þeim? Haraldur heldur því fram, að Vilhjálmur eigi þessa peninga með öllum rétti. Ef sú skoðun Jónasar er rétt, að Vilhjálmur eigi að skila pcningunum, en peningunum sé hinsvegar óskil- að, gæti litið svo út, sem hér væri um alvarlegt trúnaðarbrot að ræða. En ef Haraldur liefir rétt fyrir sér, getur enginn skuggi fallið á mannorð Vil- hj álms. En er nokkurt vit i því, að maður í stöðu Vilhjálms Þórs, þurfi að eiga það á hættu, að komast í afar óviðfeldna að- stöðu, þegar tölc virðast á því að upplýsa hið rétta í málinu. Ef Vilhjálmur Þór hefði verið hér á Iandi, væri hann vafa- laust búinn að heimta öll gögn á borðið. Á að láta hann gjalda þess, að hann er ^jarverandi við að gegna trúnaðarstörfum fyrir landsins hönd? a Breskur herbíll ekur á sendi- svein á Akureyri EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Akureyri í morgun. g igurður Sigursteinsson, sendisveinn í Vöruhúsi Akureyrar, 14 ára að aldri, varð síðdegis í gær fyrir breskri bif- reið á mótum Strandgötu og Glerárgötu. Var liann á reiðlijóli og lenti það fyrir bifreiðinni, en dreng- urinn kastaðist í götuna. Var hann fluttur meðvitundarlaus i sjúkrahúsið. Sigurður fékk rænu í gærkvöldi, en líðan hans er slæm enn. Þó er hann ekki talinn i lífshættu.- Job. Sælustaður barnanna að Silungapolli. Viðtal við Jón Pálsson íyrv. bankaíéhirði. Tíðindamaður Vísis skaust inn í Strætisvagnabílinn í gær, og vissi naumast hvert ferð hans var heitið, fyr en hann stað- næmdist upp við Silungapoll, en þá voru þar um 70 börn að leggja af stað þaðan heim til sín, eftir nál. 2l/2 mánaða dvöl sína þar í sumar, eða frá júlíb)rrjun til þessa tíma. Meðan við var staldrað örlitla stund, drulckið kaffi og spjallað sanían, notaði tiðindamaður blaðsins tækifærið Og spurði um ýmislegt heiníili þessu viðkom- andi. Börnin voru að týgja sig til og því voru allir önnum kafnir við að sinna þeim og koma þeim af stað, en þó náð- ist lal af einum manni sérstak- lega; það var Jón Pálsson, og fór viðtalið við liann fram á þessa leið: Hver á þessa byggingu og livenær liófst starfsemi þessi? Alment mun svo álitið, og það er i raun og veru svo, að Odd-Fellowar í Reykjavik eigi þessa eign, og það sem henni fylgir, bæði úti og inni, en sjálf- ir, lield eg mér sé óliætt að segja líta þeir svo á, að liún til- heyri „fátækum og veikluðum börnum“ Reykjavíkurbæjar, bæði öldum og óbornum, sem nokkúrskonar heilsuhæli fyrir þau, enda hefir sú raunin á orð- ið, að f jöldi þeirra barna, er hér liafa dvalið, liafa náð fullri Iieilsu að dvöl sinni lokinni. Hér er t. d. stúlka ein, er var hér fyrir 8 árum sem sjúklingur frá fátæku heimili — eins og þau jafnan eru — en nú er hún ein meðal hinna duglegustu starfs- kvenna heimilisins. Starfsemin hófst árið 1918 og þá að Brenni- stöðum í Borgarfirði. Ilvenær var húsið bygt? — Fylgir því nokkur lóð eða lóð- arréttindi ? Ilúsið var bygt 1930 og liefir starfsemin því staðið hér í 10 ár. Lóðin er leigð til 99 ára (1928 eða 1929) með mjög góð- um leigumála frá eiganda jarð- arinnar, Hólmi í Seltjarnar- hreppi, en það er ríkissjóður, sem á þá jörð. Hversu mörg börn eru hér n ú eða á ári hverju, og hversu langur er dvalartiminn fyrir þau hér? Börnin eru 72 að þessu sinni og svo hefir það verið nú um mörg hin síðari ár. Dvalartimi þeirra hefir oftast verið um 9 —10 viluia skeið, eða frá lokum júní fram í byrjun septem- ber, stundum lengri eftir ástæð- um, en aldrei eins lengi sem nú, vegna óhagstæðrar veðráttu i sumar og veikinda meðal barn- anna. Hefir verið um mikil veikindi að ræða meðal þeirra í sumar? Já, talsverð veikindi. Um eitt ni/1? lórm OA lirirn að vísu ekki lengi, en illa haldin af blóðkreppusótt, er eitthvert þeirra hefir haft með sér, án þess læknir eða aðrir vissu um það, né gæti við þvi gert. Nú eru það 3 börn, sem liggja í hálsbólgu og verða að vera hér eftir, 2—3 næstu daga. Heiinilis- læknirinn, Árni Pétursson, var að fara héðan og taldi réttara, að börn þessi dveldu hér nokkra daga enn, þótt ekki væri þau í hættu stödd vegna þessa las- leika. Hvaða meðgjöf er tekin með börnunum, t. d. á mánuði eða fyrir dvalartímann? v Enginn eyrir. Þau hafa ávalt verið liér, öll þessi ár, og eins áður, algerlega að kostnaðar- lausu fyrir foreldra þeirra og aðstandendur. Reykjavíkurbær hefir notað tilboð félagsins um að liafa hér um 40 börn á sinn kostnað nú 3—4 síðastliðin ár, einnig að kostnaðarlausu fyrir aðstandendur þeirra. Er ekki mikil eftirspurn ár- lega eftir því að koma börnum liingað til dvalar? Síðastl. vor var sótt um, dvöl fyrir 174 börn. Það voru því 102 börn, er ekki gátu komist að, sennilega flest nokkurnveg- inn jafn-þurfandi, sökum las- leika síns. Hvernig fer valið fram? Og hvaða reglum er fylgt um það? Eins og eg sagði áðan, eru það aðeins „fátæk og veikluð börn“, sem hér koma til greina að tekin séu. Síðari hluta maí- mánaðar er starfsemin venju- lega auglýst, umsóknir berast innan ákveðins tíma; að þvi búnu koma öll þau börn sam- an, sem sótt var fyrir, til lækn- isskoðunar, sem framkvæmd er af 2—3 læknum, og þar sem ekki er um mikiiin mun fátækt- ar að ræða, er það læknisskoð- unin venjulega, sem ræður úr- slitunum um það, livaða börn það eru, sem mesta þörfina liafa; oftast þarf engra bolla- legginga við um þetta, þvi lækn- isskoðunin ein nægir, en annars eru ástæður manna, fátækt, j forstöðuleysi heimilisins o. fk, I sem einnig er tekið til greina. Eg vil nota tækifærið og taka það fram, að eg man ekki til, að barn eða börn frá neinum félagsnianni, þ. e. Odd-Fellow- um sjálfum, hafi nokkru sinni verið tekið í sumarvistir þess- ar: Þeim hefir víst aldrei komið til hugar að fara frani á það. Síðasti réttur barnanna að Silungapolli. Hversu margt starfsfólk er liér venjulega, og liver hefir for- stöðuna? Starfsfólkið er nú og enda oftast 10—12 fullorðnir: Tvær forstöðukonur, að þessu sinni frú Vigdís Blöndal læknisfrú frá Stafholti og ungfrú Katrín Magnúsdóttir frá Gilsbakka, þá eru og 2 þvottakonur, ein kona í eldhúsi, og tvær aðrar við matreiðslu, stúlka ein, sem gæt- ir stúlkubarnanna úti við og piltur, sem gætir drengjanna, auk þessa er og ráðsmaður og loks stúlka til lireingerninga. Börnin eru vigtuð í hverri viku og hæð þeirra mæld þegar þau koma og fara. Að þessu sinni liafa börnin þyngst að meðaltali um 2,6 kílógr. og hækkað að meðaltali um 2 cm. Þetta er betri árangur en i fyrra, en ekki nærri eins góður, sem mörg önnur ár. Veldur því ves- öldin í sumar og veðráttufarið. Að Silungapolli liafa venju- lega verið frá stofnun þess 60 —72 börn. Mest liefir eitt barn þyngst þar á einu sumri um 19 pund, en að meðaltali hafa þau þyngst þar mest um 13 pund yfir sumartímann og það er sönnun fyrir liinni hollu og á- gætu líðan þeirra. Húsið er framúi’skarandi skemtilegt að öllu leyti, rúm- gott og lireinlæti með afbrigð- um. Stór matsalur er í miðju húsinu að sunnan, til beggja liliða svefnsalir, svefnherbergi forstöðukonanna, þá er salerni, þvottaklefar og baðherbergi. Uppi á loftinu er leiksalur, þegar veðrið er svo óhagstætt, að börnin geta ekki leildð sér úti, þar eru herbergi fyrir þjón- ustufólk, lierbergi ætlað lækni, geymsla o. fl. Sækja nú ekki leiðindi að börnunum stundum ? Fyrsta daginn og niáske næsta vilja þau gjarnan komast heim aftur, en sjaldan fleiri en 2 eða 3. Síðasta daginn vilja engin þeirra fara heim, nema þá í bili, ef þau mætti fá að koma aftur, og mörg fara þau að gráta, þegar á það er minst, að nú sé dvalartími þeirra hér á enda. Mörg þeirra „panta pláss“ fyrir sig næsta ár, og hugga sig við það allan vetur- inn, að þau fái það (!) Fuglalífið, sólböðin og berja- runnarnir, liin reglulega stjórn og heimilishættir allir, hafa fallið þeim svo vel, að þau vilja gjarnan mega njóta þvílikrar sæluvistar lengur og oftar. Eru börnin elcki ódæl, lirekkj- ótt eða uppvöðslusm? Nei, og aftur nei! Það fer beinlinis orð af því, hversu vel þau koma sér; þótt þau sitji 72. við sömu borðin í matmálstím- anum, heyrist eklci svo mikið sem liljóðskraf í millum þeirra. Þessu hafa margir, sem. hiiigað hafa komið, teldð eftir, og furð- að sig á, þar sem svona mörg börn eru saman koniin, frá mis- munandi heimilum. En stjórn sú, er þau liafa hér, er áreiðan- lega góð: Ákveðin, nærgætin og mild. Þar eru allir heimilis- menn samtaka um, sem einn maður væri, enda má segja að nafn það er heimilinu jiefir ver- ið valið, eigi vel við, en það heitir: „Glaðheimar á Iðavelli við Silungapoll.11 Þar sem starfsemi þessi, sem byrjuð var fyrir 23 árum, hefir verið svo liappadrjúg fyrir mörg hundruð fátækra og veilcl- aðra barna þessa bæjar og heillarík fyrir þau og aðstand- endur þeirra, hlýtur mikil vinna að hafa verið liér af hendi leyst, en þar sem það mun kunnugt öllum almenningi, hvaða menn verk þessi hafa unnið meðal Odd-Fellowa sjálfra þá þykir þess engin þörf, að þessu sinni að nefna nöfn þeirra. Dýra verndunarféla gið annast eftirlit með fjár- rekstrum í liaust. Stypkui* til nauðsynlegra ráðstaf- aua veittur úr píkissjóði. Dýraverndunarfélag Islands hefir á undanförnum árum beitt sér mjög fyrir því að bætt yrði meðferð sláturfjár, bæði í slátur- húsum og ennfremur bifreiðaflutningum. Rekstramir hafa orð- ið að nokkuru útundan, enda má segja, að þar hafi verið síður þörf sérstakra ráðstafana til úrbóta. Var þó auðsætt að með stöðugt vaxandi umferð þurfti félagið einnig að láta þetta mál til sín taka, ekki síst eftir að flutningar breska herliðsins hófust, og girðingar og aðrar torfærur voru settar í nánd við vegi. —- Barnaheimilið að Silungapolli. (Myndin var tekin i gær, áður en börnin fóru í bílana.) Af þessum orsökum fól stjórn Dýraverndunarfélagsins for- manni þess, Þórarni Kristjáns- syni hafnarstj. og Sigurði Gísla- syni lögregluþj., að leita til rik- isstjórnarinnar og fara fram á að nauðsynlegar ráðstafanir yrðu gerðar til þess að auð- velda fjárrekstra hingað til bæjarins og annara staða, þar sem nauðsyn krefði. . Þessir forráðamenn Dýra- verndunarfélagsins skrifuðu landbúnaðarráðherra bréf hinn 6. þ. m., og fóru fram á það, að eftirgreindar ráðstaf- anir yrðu gerðar nú í liaust: 1) Að girðingar við vegi verði flultar þannig, að fjár- rekslrar geti farið meðfram vegum. 2) Að eftirlitsmenn verði skip- aðir, er liafi eftirlit og um- sjón með fjárrekstrum, og leiðbeini rekstrarmönnum. 3) Að það verði sérstaklega brýnt fyrir bifreiðastjórum að aka gætilega, er þeir mæta rekstri og sýni fulla nærgætni. 4) Að það verði brýnt fyrir rekstrarmönnum, að hafa fjárhópana litla og reka þá meðfram vegum, sem og að haga rekstrinum þannig, er komið er í nánd við bæinn, að heppilegur tími sé val- inn, þ. e. a. s. þegar um- ferð er með minsta móti. Landbúnaðarráðherra tók mjög vingjarnlega í þessa málaleitun félagsins, tók málið upp á sína arma og lofaði að Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.