Vísir - 19.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 19.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð). Ritstjóri • Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 GjaldUeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 19. september 1940. ..———1 I iMwm'im'kDWl'WrWHIWIMl 216. tbl. Miklir loftbarda^ar yfir llrrtlaiHli I gær. ITm 50 fln^vélar §kotnar niður. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Miklir loftbardagar voru háðir yfir Kent og Tha- mesárósum i gær. Sendu Þjóðverjar mikinn flugvélaf jölda inn yfir Kentstrendur, a. m. k. hátt á þriðja hundrað. Flaug hver hópurinn á fætur öðrum inn yfir ströndina á 5 milna breiðu svæði og gekk svo í stundarf jórðung, en flugvétarnar komust ekki langt inn yfir landið, því að mikill fjöldi breskra orustuflugvéla sneri til atlögu við þær. Voru aðal bar- dagamir yfir Kent og Thamesárósum síðar og segir i breskum tilkynningum, að báðum orustunum hafi lyktað þannig, að þýsku flugvélunum var dreift löngu áður en þær komust í námunda við London. Sprengjum var varpað á ýmsa staði í gær, því að ein- stakar flugvélar komust inn yfir landið. M. a. var varp- að sprengjum á borg við Mersey. Sprengjum var vaipað á allmörg hús, m. a. verksmiðjur, og varð nokkurt tjón á mönnum og mannvirkjum. Það er kunnugt, að 48 þýskar flugvélar voru skotnar niður í gær og 12 breskar, en 7 af bresku flugmönnun- um björguðust. 1 London var alt með tiltölulega kyrrum kjörum í gær, en í gærkveldi byrjaði sami leikurinn og undan- gengin kvöld. Þýskar flugvélar komu inn yfir borgina, er skyggja tók, og flugu hátt. Þær fóru ein og ein eða i smáhópum, og flugu svo hátt, að ógerlegt var fyrir flugmennina, að varpa sprengjum á ákveðna staði, enda varð reyndin sú, að flestar sprengjur komu niður á íveruhús, flest lítil. Manntjón varð mikið. Það er tatið láta nærri, að s. 1. nótt hafi um 90 manns beðið baná af völdum loftárásanna, en um 380 særst alvarlega. — Loftárásirnar í gær voru gerðar á svæðinu milli London og Lancashire. Árásirnar á verksmiðjuhverfi í borgum við Mersey voru einkum harðar. Stóðu þær yfir klukkustundum saman og segja menn það, að tilgangurinn hafi virst vera, að skjóta verka- lýðnum skelk I bringu. Var varpað niður um 100 sprengikúlum þar, auk íkveikjusprengja. Sprengjum var einnig varpað á staði í Staffordshire, Midlands, Sussex, Essex, Kent og víða í Suður- Englandi. Víða urðu miklar skemdir á húsum. Þýsk flugvél hlaðin sprengikúlum hrapaði niður í hverfi í London og varð þar ógurleg sprenging. Óttast menn, að fjölda margir hafi farist þar. Það er margt furðulegt, sem gerist í loftárásunum, menn kom- ast undan á stundum, þótt heil hús hrynji yfir þá o. s. frv. I gær kom sprengja niður á hús í London og hrundi afturhluti þess, en framhliðin stóð ósködduð og jafnvel mjólkurflaska á tröpp- unum haggaðist ekki. Höfuðárásir Þjóðverja í gær voru 5. Voru það á annað hundr- að þýskar flugvélar, sem fyrst komu, þar næst 5 allstórir hópar. í bæði skiftin var flugvélunum dreift, en einn hópurinn komst inn yfir London. Það er í frásögur fært, að einn Spitfireorustuflugvélaflokkur skaut niður 5 flugvélar í gær, en Hurricaneflokkur 11, þar af 8 Dornier-sprengjuflugvélar. n Loftárásir á Ermarsundshafnirnar. Bretar héldu uppi miklum árásum á Ermársundshafnir þær, sem Þjóðverjar liafa á valdi sínu, svo sem Ostende og Zeehrugge í Belgíu, Calais, Dunkerque og Cherbourg í Frakklandi o. fl. Ennfremur voru gerðar árásir á Hamborg og fjölda marga hernaðarstaði í Þýskalandi. Feikna tjón varð í árásunum og frá Englands- ströndum sáust miklir eldar hinum megin við sundið í nótt sem leið. í fyrrinótt sendu Brel- ar fleiri flugvélar en nokkuru sinni yfir sundið til árása á „innrásarbækistöðvarnar“ og aðra hernaðarstaði. Varð eink- um mikið tjón á hafnarmann- virkjum og skipum í Ermar- sundshöfnunum. í Zeebrugge kom upp eldur í stóru flutninga- skipi og sprengjur konm niður á tvö skip í Cherbourg, og var annað tundurspillir, að því er líldegt þykir. I leiðöngrum þessum mistu Bretar að eins tvær flugvélar. Framsókn ítala í Egiptalandi stöðvast í bili. London, í morgun. Framsókn ítalska hersins, sem sótti fram á ströndum Egiptalands frá Libyu, liefir nú stöðvast í bili. Hafa Italir lagt áherslu á það seinustu tvö dæg- ur, að treysta aðstöðu sína Jiarna og búasl sem best fyrir, en breski flugherinn hefir gert It- ('jhun mjög erfitt fyrir með lát- Á annað liundrað loftárásir á einni vikn. Einkaskeyti frá U. P. London í morgun. DRESKA flugmálaráðu- neytið hefir gefið út skýrslu um loftárásir breskra flugvéla vikuna 8.—14. sept- ember á Þýskaland og þau lönd, sem Þjóðverjar ráða yf- ir. — Segjast Bretar hafa gert 42 árásir á járnbrautarstöðvar í Þýskalandi, Belgíu og Frakk- landi og valdið miklum skemdum. Þá hafi verið gerð- ar tvær árásir á olíugeyma í Hamborg, á flugvélaverk- smiðjur annarsstaðar í land- inu, á skotfærageymslur og stálverksmiðjur. Loftárásir voru gerðar á 15 flugvelli í Þýskalandi, tvo í Hollandi og þrjá v Belgíu. 44 loftárásir voru gerðar á hafnarmannvirki, svo sem í Hamborg, Brakenhafen, Al- tona, Bremen, Wilhelmshaf- en, Kiel, Emden, Wismar, Ostend, Calais, Boulogne, Vlissingen, Dunkirk, Ant- verpen og Delfzijl. Margar árásir hafa verið gerðar á hverja þessara hafna og flest- ar á Ermarsundsliafnirnar. Segjast þeir hafa sprengt í loft mörg skip og pramma, en kveikt í mörgum öðrum. lausum loftárásum á stöðvar þeirra við Sidi Barani og Bug Bug. Hefir tekist að kveikja í bensinbirgðum og eyðileggja skriðdreka og bifreiðir fyrir It- ölum. Það hefir ekki enn lcomið til átaka við meginher Breta, sem er nokkuru austar. Loftáráiirnar ;í 9Ial(a. London í morgun. Það er þegar húið að gera á annað hundrað loftárásir á eyj- una Malta í Miðjarðarliafi. — Segja Bretar, að tjónið af völd- um þeirra liafi verið tiltölulega lítið, því að ítölslcu flugvélarn- ar liafi tíðast flogið mjög hátt og sprengjurnar því iðulega farið í sjóinn. Þá segja þeir, að það hafi iðulega komið fyrir, að ítölsku flugvélarnar snúi við, er að Malta lcemur, einkanlega ef sést til hreskra orustuflug- véla. í morgun var tilkynt í Lond- on, að þýskar sprengjuflugvél- ar hefði tekið þátt í loftárás, sem gerð var á Malta, og voru þær varðar af ítölskum orustu- flugvélum.. Breskar orustuflug- vélar hófu sig til flugs og lenti í bardaga — voru 3 ítalskar og þýskar skotnar niður og eiii bresk. Tjón af völdum loftárás- arinnar var lítið að venju . Georg Bretakoiumgur á eítirlitsferð. S \ i isiHtir hm Ijðril 1 iKSB. Samkvæmt fregn er Yísi barst, eftir að blaðið var komið í vélar, hafa togararnir Arinbjöm Hersir og Snorri goði bjargað 250 mönnum af bresku skipi undan írlands- ströndum. Var skipið á sigl- ingu rétt á undan togurunum er þýska fiugvél bar að, varp- aði á það sprengjum og sökti því. Arinbjöm Hersir bjargaði 110 manns en Snorri Goði 140, og flutti þá íil hafnar í Englandi. j Aukinn stuðningur. i Það er talið alveg vafalaust, i að Bretar fái mjög aukinu i stuðning frá Bandaríkjunum I eftir forsetakosningarnar og jafnvel fyrr. Hefir þetta komið fram í kosningaræðum, sem Wendell Willkie, frambjóðandi republikana o. fl. hafa haldið. Einn af kunnustu mönnum Bandarikjanna er þess eindregið hvetjandi, að Bandaríkin láti Breta fá hraðskreiða mótor- torpedóbáta, svipaða að stærð og hina þýsku E-báta. Ræðir við Hitler Ramon Serrano Suner er nú i Þýskalandi og ræðir við Hitler um ýms mál. Suner er mágur Francos og innanríkismálaráð- lierra Iians. Ilann hefir löngum verið nefndur „hinn sterki mað- ur Spánverja“. Bresknr liermaður fremur ofheldis- verk á kvenmanní ( nótt. Um miðnæturleytið í nótt var kvenmaður , til heimilis á Berg- staðastræti, á leið heim til sín, frá vinstúlku sinni er, bjó á Laufásveginum. Þegar stúlkan var að komast heim að húsinu er hún bjó i, mætir hún breskum hermanni, er tekur hana tali. Hún skiftir við hann orðum, og hann vill fá hana með sér, en hún vill það ekki og ætlar inn í húsið. Vill j hermaðurinn fara með henni en í hún neitar því. Tekur hann þá : um axlir hennar og dregur liana eftir götunni, síðan niður Njarð- argötu og suður fyrir Hring- braut. A allri þessari leið stymp- ast stúlkan á móti og kallar á hjálp, en göturnar eru með öllu mannlausar og þrátt fyrir óp Iiennar kemur enginn henni lil lijálpar. Þegar þau lcoma suður fyrir Hringbrautina, færir hermað- urinn stúlkuna úr kápunni og rífur hana eitthvað, því stúlkan veitti alla þá mótspyrnu er hún gat. Þegar hermaðurinn var húinn að færa stúlkuna úr káp- unni, skelti liann henni flatri á FRÉTTIR t STUTTD MÁLl Ráðherra kaupskipaflotans breska liefir tilkynt, að aðeins einn maður hafi heðið bana við sprengjuárásir á liöfnina í London. ★ Bandarikjastjórn hefir gefið leyfi til að selja liin svokölluðu „fljúgandi virki“, sem eru bestu sprengjuflugvélar í heimi. Þær vega 22 smál., fara með 400 km. meðalhraða og geta flogið 8000 km., án þess að taka bensín. * Bevin, verkamálaráðherra, hefir slcipað þeim starfsmönn- um ráðuneytis síns, sem fluttir voru úr borginni, að lcoma aftur og starfa á hinum fyrri stöðum. * Fyrsta heiðursmerki til manns úr heimvarnarliði Breta var iit- hlutað í gær. slcurðbakka, blautan og forugan og ætlaði að nauðga henni þar. Við óp hennar koma nokkur- ir menn til þeirra, er stúlkunni virðast vera unglingspiltar. Mið- aði hermaðurinn á þá byssu sinni með annari hendi en Iieldur stúlkunni fastri með hinni. Ilverfa unglingarnir þá á hrott, en rétt á eftir kemur bill akandi og út úr honum koma 2 menn til að huga nánar að, hvað um sé að vera. En þegar lier- maðurinn miðar einnig á þá byssu sinni taka þeir það ráð að aðhafast þar ekki neitt frek- ara, en aka i skyndi á lögreglu- stöðina og tilkynna lögreglunni það sem þeir höfðu orðið visari. Fór bæði breska og íslenska lögreglan þegar á vettvang og tók hermanninn er liann lá ofan á stúlkunni í mýrinni, án þess að hafa fengið áformum sínum framgengt. Veitti hann þá ekk- ert viðnám, og er mál hans nú í rannsókn hjá lögreglunni. Kvenmaðurinn var illa til reika, öll hlaut og forug og auk jiess eftir sig vegna hræðslu. Frá Siglufirði. ?0 nii vom sektaQir í SBiirJyrir in. Fimm leynivínsalar handteknir. í sumar, mánuðina júlí og ágúst, voru tvisvar sinnum fleiri menn sektaðir fyrir ölvun í Siglufirði, en fyrir tveim ár- um. f sumar voru 70 menn sekt- aðir fyrir þessi afbrot, í fyrra 64 og 1938 34 menn. Þeir, sem ]>ekkja Siglufjörð að sumarlagi, vita að þar er þá jafnan allmikil óregla, enda vart hægt að vænta annars, þar sem þangað safnast mikill mannfjöldi viðsvegar af land- inu og misjafn er sauður í mörgu fé. Er talið að 12—14 þús. manns hafi bækistöð eða aðsetur að einhverju leyti á Siglufirði um sildveiðitimann. Lögregluþjónar eru hinsvegar aðeins sjö þar á staðnum og varla vanþörf á að fjölga þeim á sumrin. í sumar handtók lögreglan 1 Siglufirði fimm leynivínsala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.