Vísir - 19.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 19.09.1940, Blaðsíða 2
V I S I R M.'ffXXAt VÍSIR DAGBLA0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ititstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f. Naíni í Svíþjóð. AÐ var einu sinni brosað að þvi, þegar það var fært fram til réttlætingar því, að ungum manni var veitt sýslu- mannsembætti, án þess að hann liefði fengið þá æfingu í starfi, sem áskilin er í lögum—aðliann héti í höfuðið á amtmanninum! Það hefði vafalaust verið bros- að ennþá meira ef hinn ungi maður sjálfur liefði altaf verið nieð „nafna sinn amtmanninn“ á vörunum. En sennilega hefir honum verið manna ljósast, livað það var hlægilegt að fara að tala um „nafna“ í þessu sam- bandi og kunnað litlar þakkir, þeim sem það gerði. Það væri ekkert á móti því að Alþýðu- blaðið hugleiddi ofurlítið þetta sögukorn. Það er þessa dagana að dýrðast yfir sigri „Alþýðu- flokksins í Svíþjóð“ og eiga menn víst að skilja það svo, að Alþýðuflokksins á íslandi bíði einhver slíkur sigur við næstu kosningar. „Nafni minn i Svíþjóð“ hefir traust þjóðar sinnar segir Alþýðublaðið og ræður1 sér ekki fyrir monti. * En hvernig ætlar Alþýðu- flokkurinn á íslandi að fara að taka sigur „nafna“ síns i Sví- þjóð sér til inntekta? Þó aldrei nema Stefán Jóhann sé „dús“ við ýmsa áhrifamenn í Svíþjóð, getur hann tæpiega riotið þess hjá sauðsvörtum almúganum á íslandi, að neinu verulegu leyti. Alþýðuflokkurinn okkar verður að njóta, eða gjalda, sinnar eig- in framkomu. Sigur eða ósigur Alþýðuflokksins í Svíþjóð kem- ur honum á engan bátt við. En það sýnir bara, livað Alþýðu- flokkurinn okkar er orðinn langt leiddur, þegar bann fer að skreyta sig með sigrum flokka í öðrum löndum. Alþýðuflokknum hefir hrak- að svo á seinni árum, að mönn- um hlýtur að renna það til rif ja. Það eru ekki mörg ár síðan þessi flokkur setti svip sinn á allar stjórnmálaframkvæmdir hér á landi. Meðan Jóns heitins Baldvinssonar naut við var flokkurinn i sifeldum uppgangi. En eflir að álirifa Jóns hætti að gæta, hefir flokkurinn verið foruslulítill. Þingmenn flokks- ins eru flestir sæmilega gefnir menn, en þeir virðast flestir vera búnir að missa tökin á kjósendum sínum. Blað flokks- ins er snerpulaust og stefnulít- ið. Þessvegna er kominn tími til þess fyrir Alþýðuflokkinn að „taka sig saman“, ef liann á að hafa nokkra von um að halda höfði við næstu kosningar. ★ í fljótu bragði mætti virðast, að sjálfstæðismenn gætu látið sér í léttu rúmi liggja, hvernig Alþýðuflokknum farnaðist. En svo er ekki. Það er vitanlegt að mikill hluti þeirra manna, sem yfirgefa Alþýðuflokkinn, lenda í Kommúnistaflokknum. Ófarn- aður Alþýðuflokksins er þess- vegna vatn á myllu kommún- ista. Eins og á stendur er það þessvegna áhyggjuefni manna, einnig utan Alþýðuflokksins, hvernig fyrir honum er komið. Það er eins og ólánið hafi elt Alþýðuflokkinn seinustu miss- eiin. Alveg nýlega hefir flokk- urinn orðið fyrir miklu áfalli. Það er ekki hægl að breiða yfir siika ósigra. Hér höfðu trúnað- arstörf verið faiin mönnum, sem virðast liafa haft jiað eitt til síns ágætis áð vera dagfars- góðir og þægir. Hinu hafði ekki verið nægilegur gaumur gefinn, hvort jieir hefði ábyrgðartil- finningu og manndóm lil að annast þýðingarmikil trúnaðar- störf. En þótt Aljiýðuflokkurinn liafi átt í miklu andstreymi und- anfarið, ælti bann ]>ó ekki að leggja árar í I)át. Ef flokknum er eins mikið i inun að „þurka út kommúnismann" og látið er í veðri vaka, hefir hann mikið og göfugt hlutverk að inna. En kommúnistar verða ekki vegnir með orðum einum. Það stoðar lítið. jiótt Aljiýðulilaðið sendi þeim tóninn dag eflir dag, ef ekki er tekið fyrir útstreymið úr Alþýðuflokknum yfir i lierliúðir þeirra. Alþýðuflokkurinn verð- ur að „taka sig saman“ og reyna að endurvinna fylgi sitt. IJon- um kemur það að engu gagni, þótt „nafni“ i Svíþjóð sigri. Ilann verður sjálfur að lirista af sér slenið. n ------—mrnnwma*—----- Vilhjálmnr Þór bankastjóri kominn heim. Vilhjálmur Þór bankastjóri er nýkominn hingað til lands á- samt fjölskyldu sinni, eftir tveggja ára dvöl í Ameríku, og tekur nú við störfum sínum hér við Landsbankann. Vilhjálmur Þór. Lætur hann hið besta af dvöl sinni vestra, og telur á því mikla möguleika, að viðskifti okkar við Vesturlieim aukist stórlega. Á því eru þó ýmsir erfiðleikar eins og sakir standa, t. d. tollar og lágt verðlag, en áhugi manna þar vestra fyrir auknum, við- skiftum við ísland eykst stöð- ugt. Telur Vilhjálmur Þór, að verulegan þátt í auknum áliuga vestra fyrir fslandi, eigi sýning- ardeild okkar í New York, sem er prýðilega úr garði gerð, ekki síst eftir að búsrúm sýningar- innar var aukið og veitingaskáli starfræktur. IJafa dómar um sýninguna verið mjög lofsam- legir. Verður liún höfð opin til 27. október, er heimssýningunni verður Iokað. Vilhjálmur Þór er þeirrar skoðunar, að á það beri að leggja ríka áherslu að tryggja og efla viðskiftasamböndin við Ameríku. Grundvöllurinn hafi þegar verið lagður og muni vel séð fyrir þeim málum í fram- líðinni undir forystu Thor Thors. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Tónverk eftir Bax. 20.00 Fréttir. 20.30 Sam- leikur á harmóníum (Eggert Gilf- er) og píanó (Fritz Weisshappel): „Huggun“, tónverk eftir Dussek. 20.50 Frá útlöndum. 21.10 Út- varpshljómsveitin: Lög úr óperett- unni „Eva“, efti'r Lehár. ^aBDiíSM^tstrfiscBBÚ fPcritatficlsi^siais NaBÍwSiiifS verdur reist við llaga* ¥atn á iiæ§tiiiiiii. Viðtal við Kristján Ó. Skagfjörð. Ferðalögum Ferðafélags íslands er lokio á þessu sumri. Lauk þeim með prýðilega hepnaðri ferð inn í Hvalfjörð um s. 1. helgi. Var m. a. gengið á Súlur og var með fádæmum fagurt þar um að litast. Er ilt til þess að vita að fólk skuli ekki fást ti! að ferð- ast er hausta tekur, því oft er loftið óvenju tært um þetta leyti árs cg litir landsins fegurri. í tilefni af því, að sumarstarfsemi Ferðafélagsins er nú lok- ið, snéri Vísir sér til Kristjáns Ó. Skagfjörðs heildsala sem er framkvæmdarstjóri félagsins. með sæmilegum, kjörum.“ „Verður það stórt?“ „Nei, það er af sömu gerð og liúsið i Þjófadölum, tekur svona 6—8 manns. Það mun standa niður undir Einifelli, austan við Fallið.“ „Er svo ekki í ráði að halda áfram með skálabyggingar í kringum Langjökul allan?“ „Jú, það er áætlun ngestu ára, ef vel gengur. Það er m. a. í „Hvernig hefir starfsemi fé- lagsins gengið í sumar?“ spyr tíðindamaðurínn. „í bölvuðum brösum. Það hefir ekki verið hundi út sig- andi í alt sumar fyrir illviðrum og rigningu, enda liefir fólk feð- ast með langminsta móti.“ „Voru margar ferðir farnar á vegum félagsins?“ „Færri en venjulega. Á áætl- uninni voru 7 sumarferðir áætl- aðar, en fimm þeirra voru farn- ar. Flest voru 35 þátttakendur i slíkri för, en það var inn á Þórsmörk og að Mývatni.“ „Hvað stóðu þær ferðir lengi?“ „Þetta 4—9 daga. Lengsta ferðin var austur í Skaftafells- sýslu og Fjallabaksveg. IJún stóð jdir í 9 daga og tóku 18 manns þátt í henni. Annars liafa flestir þátttakendur verið 160 í einni ferð í sumar. Það var austur að Gullfossi og Geysi.“ „Hvað voru helgarferðirnar margar?“ „Þær voru 12, flestar farnar í júlí og ágústmánuði, en í júní féllu nær allar ferðir niður vegna illviðra.“ „Hafa ferðirnar ekki yfirleitt hepnast vel?“ „Jú, svo má það heita. Suinar liafa verið bráðskemlilegar í alla staði og oftast nær hefir fólkið verið ánægt, þrált fyrir misjöfn veður. Fólkið veit sem er, að enda þótt Jón Eyþórsson sé einn af ráðandi mönnum í Ferðafélaginu, þá erum það ekki við, sem ráðum veðrinu.“ „Er fjárhagurinn í lagi?“ „Það er ekki hægt að segja annað, enda þótt nokkur halli hafi orðið af ferðunum í sum- ar.“ „Er ekki árbókin í ár á leið- inni?“ „Jú, hún kemur sennilega út í næsta mánuði, vönduð að frá- gangi öllum eins og venjulega. En hún verður með minna móti í ár, vegna þess, að árbókin í fyrra — sú um fuglana — óx okkur yfir höfuð, hún var svo stór og dýr.“ „Um hvað fjallar árbókin í ár?“ „Um Veiðivötnin eystri, en ennfremur verður í ritinu lýs- ing á og upptalning allra sælu- liúsa og fjallakofa á íslandi. Þetta ætti að verða mörgum, ferðamönnum til hægðarauka, þeirra, sem ferðast upp um fjöll, einkum ef þeir ferðast tjaldlausir eða lenda í illviðr- um.“ „Voru sæluhús Ferðafélags- ins mikið sótt í sumar?“ „Með minna móti, vegna þess livað fólk ferðaðist lítið um ó- bygðir í sumar. Þó voru liúsin við IJvítárvatn og Hveravelli sæmilega sótt, Kerlingarfjalla- húsið minna, en sæluhúsið í Þjófadölum minst. í Þjófadali liggur ekki akfær vegur og ferðalög virðast liafa verið mið- uð allmikið við bifreiðar, enda er það eðlilegt í jafn vondu tíð- arfari. Hinsvegar ættu sem flestir að ferðast fótgangandi eða ríðandi um Kjöl, því þann- ig aðeins verður hinnar undur- samlegu fegurðar hans fullkom- lega notið.“ Uppdráttur af Hagavatni, gerður af Tryggva Magnússyni, með hliðsjón af korti því er Englendingarnir gerðu 1934. Skástrikin sýna valnið eins og það er nú, en hvíta eyðan sýnir hvar vatns- mörkin voru 1939. Má af 4>ví sjá, hversu stórkostlega vatnið hefir breyst við lilaupið. — Sæluliús Ferðafélagsins stendur undir Einifelli, er sést neðst til hægri á uppdrættinum. „Hafði félagið ekki húsvörð i Hvitárnesi í sumar eins og uhdanfarið?“ „Jú, en ekki nema i mánaðar- tíma. Undanfarin sumur hefir Halldór frá Hrauntúni verið þar gæslumaður, en í siímar var Eyþór Benediktsson, faðir Jóns veðurfræðings, þar með konu sinni. Yið Hvítárvatn hefir Ferðafélagið umráð yfir tveim bátum og fara margir á þeim yfir í Karlsdrátt, enda er það i alla staði vel lil fallið.“ „Þið liafið ekki bygt neitt sæluhús í sumar?“ „Nei, ekki ennþá. Það var að vísu ákveðið að reisa sæluhús á Snæfellsjökli í staðinn fyrir það, sem faulc, en það reyndist ó- kleift vegna dýrleika. Nú hefir hinsvegar verið ákveðið og reyndar hafinn undirbúningur að húsbyggingu í námunda við Hagavatn, og verður það þá fimta sæluhúsið í Langjökuls- kerfinu.“ „Hvenær verður það reist?“ „I þessum mánuði. Það er þeg- ar búið að útvega efni í það ráði að koma mjög bráðlega upp skála vestan við nyrðri Langjölculsendann, annaðhvort i Fljótsdrögum, við Reykjavatn eða Arnarvatn, og halda svo á- f ram skálabyggingum suður með jöklinum. Ennfremur deymir oklcur um að byggja skála á næstunni inni á Þórs- mörk, í Landmannalaugum og víðar.“ „Hvernig eru svo framtiðar- horfur félagsins um þessar mundir?“ „Yfirleitt góðar. Vinsældir fé- lagsins fara stöðugt vaxandi og félagalalan eykst jafnt og þétt. Okkur í stjórn Ferðafélagsins verða það vonbrigði, ef félaga- talan losar ekki 3000 á næsta að- alfundi. En á öðru sviði er út- litið svartara — og það er við- víkjandi skemtifundunum í vet- ur. Það er alt í óvissu ennþá, hvort við fáum, nokkursstaðar húsnæði til fundahalda eða ekki, en útlitið í þessu efni er óneitanlega talsvert ískyggi- legt.“ Jazzhljómleikar Hall- bjargar Bjaruadóttur. Það var troðfult í Gamla Bíó í gærkvöldi er ungfrú Hallhjörg Bjarnadóttir liélt sína fyrstu hljómleika á þessu liausti. 10 lög voru á söngskránni, þar á meðal „Oli Johnny“, „You don’t know liow much you can suffer“, „Stardust“ og sést af þessu, að hér eru lielstu og vin- sælustu slagaramir. Það skygði nokkuð á söng ungfrúarinnar að liún virtist þurfa að slyðjast við uppskrif- aðar vísur nokkurra laganna, svo að látbragð liennar var ekki eins frjálst og vera ætti. Ungfrúin hefir nú meiri til- brigði í söng sínum en á fyrri hljómleikum og fékk hinar bestu undirtektir áheyrenda. Jack Quinet og sjö manna hljómsveit aðstoðaði og léku einnig í hléinu ýms ensk lög, þar á meðal „It is a long way lo Tipparary“ og gaf liljómsveitar- stjórinn hermönnum þeim er viðstaddir voru merki um að syngja með og glumdi nú her- mannasöngur við í liúsinu en þetta uppátæki var misjafnlega þokkað meðal íslendinga. Vafalaust endurtekur ungfrú Hallbjörg hljómleika sína á næstunni. B. J. Lokiinartiiiii stölubúöa. ^ morgun og laugardag breytist lokunartími sölubúða, „sumartíminn“ fellur úr gildi, en „vetrartíminn“ hefst. Annað kvöld verður verslun- um lokað kl. 6, en ekki kl. 8, eins og verið hefir í sumar á föstudögum og á laugardag verður einnig opið til ld. 6, eins og verið hefir sumarmánuðina. Eru sölubúðir því opnar til kl. 6 alla virka daga. 85 ára Ekkjuírú Gíslína Þorsteinsdóttir. í dag er ekkjufrú Gíslína Þorsteinsdóttir 85 ára. Það er sjaldgæft, að fólk, sem nær svona háum aldri, lialdi heyrn og sjón óskertri. En það er nú samt tilfellið með frú Gíslínu. Eins og geta má nærri á frú Gíslína, eins og annað gamalt fólk, yfir misjafna æfi að líta. Hún hefir alt sitt líf orðið að berjast við fátækt og sorgir. — Á unga aldri, aðeins 4 ára, misti hún föður sinn. Voru þau fjög- ur systkinin, en hún þó elst. — Þegar faðirinn, sem, var einasta fyrirvinna heimihsins, var fall- inn frá, jukust erfiðleikarnir eins og gefur að sldlja. Gíslína varð að gæta yngri systkina sinna, og hjálpa móður sinni eftir getu. En svo giftist móðir hennar aftur og eignaðist níu börn. Varð Gíslína einnig að gæta þeirra. Þegar Gíslina var komin um tvítugt, dó móðir hennar. Flutt- ist hún þá að Staðarhrauni til séra Jónasar Guðmundssonar og frú Elínborgar Kristjánsdótt- ur. Giftist hún þar skömmu síðar Bjarna Bjarnasyni, sem þá var vinnumaður á Staðar- hrauni, en hann varð síðar sjó- maður og stundaði þá vinnu næstum alla æfi. Frá Staðarhrauni fluttust þau hjónin svo að Álftartungu í Álftaneshreppi, og dvöldu þau þar og víðar í hreppnum, alveg fram til aldamóta, að þau flutt- ust til Reykjavíkur. Hefir Gísl- ína búið í Reykjavík síðan, og fylgst þannig með þróun og stækkun bæjarins fram að þessu ári. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Yngsta barnið var Bjarni Bjarnason (d. 1930), sem var vel þektur fyrir hve afbragðs listfengur hann var. Hin börn- in eru Elínborg, Þorsteinn, Soffía og Bjarndís. Mann sinn misti Gíslína árið 1912. Gíslína tók sonarson sinn, Ragnar, eftir lát föður og móð- ur, til fósturs, en liann varð bráðkvaddur aðeins 14 ára að aldri (árið 1933). Gíslína býr nú á Vegamóta- stíg 9 hér í bæ og eldar sjálf mat sinn og sér uxn sig að öllu leyti. Ellilaun hennar eru svo lítil, að þau lirökkva aðeins fyr- ir húsaleigunni. Munu vinir Gíslínu og ætt- ingjar gleðja gömlu konuna með árnaðaróskum og heim- sóknum á þessum mei’kisdegi hennar. G. E. Glímufélagið ÁRMANN hefir fengið leyfi til að lialda hluta- veltu nú um næstu helgi, og vinna félagsmenn ótrautt að undirbúningi hennar, enda verður lcostað kapps um að hafa þar sem mest góðra og nyt- samra muna. Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru beðnir að skila munum í Varð- arhúsið kl. 6—11 á föstudags- kvöld og kl. 1—5 á laugardag, þar sem lilutaveltan á að byrja á laugai’dagskvöld kl. 8,30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.