Vísir - 20.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 20.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjéri: Kristján Guðtaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). , Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 20. september 1940. 217. tbl. AKK ÍTALA mmmmtœ® m ÖBÍíífSífíiifS '- -;:. ;;-.- ':." " . Hingað vilja ítalir sækja að minsta kosti. Ef þeir tækju Suezskurðinn gæíi þeir lokað honum fja-ir Bretum og þá yrði erfitt um oliuflutninga frá Gyðingalandi. Suez-skurðurinn er eign fransks félags og eru hlutirnir í því 652.932, en af þeim eiga Bretar 295.026. Þeir komust yfir þá hjá Kliedvianum í Egiptalandi nokkuru fyrir aldamótin. Forstjórar félagsins eru 29, 19 franskir og 10 breskir. Japanir setja stjórn Fran§ka Indo-Klna nrslitakosti - ¦ Svaps krafist innan 72 klukkustunda. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Sú hsetta, að styrjöldin breiðist til Indo-Kína hefir færst mjög nær. Seinustu fregnir herma, að, Japanir hafi seíl stjórn franska Índo-Kína úrslitakosti og er þess krafist, að, svar verði komið innan 72 klukkustunda. Fresturinn er út- runninn á miðnætti á sunnudag næstkomandi. Það er ekkl kunn- ugt enn sem komið er hvaða kröfur Japanir hafa sett stjórn franska Indo-Kína, en talið er, að Japanir kref jist þess að fá að setja þar herlið á land og yfirleitt tryggja þar aðstöðu sína. Eins og kunnugt er haf a Bretland og Bandaríkin lýst yf ir því, að þau láti sig framtíð franska Indo-Kína miklu varða og hafa ríkisstjórnir þessara landa tilkynt japönsku stjórninni, að þau vilja, að óbreytt ástand (status quo) haldist í franska Indo-Kína. Samkomulagsumleitanir hafa staðið yfir að undanförnu milli Japana og stjórnar franska Indo-Kína í Hanoi, en gengið erfið- lega og hafa Frakkar hamlað á móti öllum kröfum Japana til þessa. En vaxandi óánægju hefir orðið vart meðal Japana yfir, hversu hægt gengur og er líklegt, að ákvörðunin um úrslitakost- ina hafi verið tekin á fundi, sem haldinn var í fyrradag í keisara- höllinni í Tokio, en þann fund sóttu allir helstu ráðherrarnir, yfirforingjar landhers og flughers og flotaforinginn, svo og formaður skipulagsráðs Japana. Japanskeisari var sjálfur í for- ^æti á f undinum. Það virðist því svo, að ákvörðun hafi verið tekin um, að Jap- anir færði út kvíarnar í Austur-Asíu, án tillits til þess hversu því yrði tekið af Bretum og Bandaríkjamönnum. Um stjórn Kína er það kunnugt, að hún lætur sig það miklu varða að engin breyí- ing verði, að því er franska Indo-Kína snertir og hefir verið til- kynt í Chungking, að ef Japanir f ari með her manns inn í franska Indo-Kína, geri Kínverjar slíkt hið sama, og er sagt, að þeir hafi her manns reiðubúinn til þess. Fregn frá Shanghai hermir, að menn, sem aðstöðu hafa til að fylgjast vel með þessum málum og eru dómbærir um það, sem er að gerast, séu þeirrar skoðunar, að til úrslita muni koma um franska Indo-Kína í yfirstandandi viku. Það er talið, að í franska Indo-Kína sé stuðningsmönnum De Gaulle að aukast fylgi að miklum mun, og samtímis sé leitað stuðnings Breta og Banda- ríkjamanna. — Japanir eru sagðir hafa gert ráðstafanir til þess að afturkalla alt það fé, sem þeir eiga í bönkum í franska Indó- Kína. Fregn frá Shanghai hermir, að Japanir ætli að flytja á brott alla japanska þegna i franska Indo-Kína. í fregn frá Hanois, þar sem samkomulagsumleitanir Japana og Frakka hafa f arið fram segi c, að Frakkar geri sér Ijóst, að Japanir ætli að fara eins langt og þeir frekast komast með hót- unum, en mjög sé vaí'asamt, að þeir áræði að gera innnás i land- ið af ótta við afleiðingarnar út i frá. Þá er sagt, að samninga- menn Japana séu hikandi vegna afstöðu japönsku stjórnarinnar. Hafi stjórnin ekki viljað taka ákvörðun um að beita valdi, og hafi það gert nefndina hikandi, þótt hinar nýju kröfnr hafi ver- ið bornar f ram. Þjóðverjar ætla að bola Bretum frá Aíríku. Þátttaka Spánar. t fregn frá Berlín í morg- un segir, að ntorgunblöðin gefi í skyn, að það verði eitt höfuðviðræðuefni von Ribb- entrops og Mussolini, hvernig Þjóðverjar og ítalir geti kom- ið svo ár sinni fyrir borð, að Bretum verði bolað úr á- hrifaaðstöðu og yfirráða í Af- ríku. Blöðin halda því fram, að Spánverjar séu fúsir til þess að aðstoða ítali og Þjóðverja í þessu. »Gylti sigurengillinnu í nýjum búning. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Hinn risastóri gullni sigureng- il] á sigursúlunni i Berlín hefir nú verið málaður ljósgulur. Or- sökin er sú, að svo mjög glamp- aði á engilinn í tunglsskini, að yfirvöldin töldu, að breskir flugmnn gæti notað hann sér til leiðbeiningar til þess að finna staði til árásar. Það má ekki farsi eins fyrir Grikklandi og Rnnieníu. London í morgun. Fregn frá Istanbul hermir, að blöðin Ulus og Yeni Sabah hafi í gær birt aðvaranir til Búlgara, þess efnis, að Tyrkir muni ekki þola það, að Grikkl. sæti söm,u i meðferð og Rúmenia. — Þessi I fregn vekur mikla athygli, þar ! sem talið hefir verið, að Búlg- ; aría hefði Iáíið til Ieiðast að '; styðja Itali í stiórnmálalegri þvingun þeirra gagnvart Grikkjnm. r i Þjóiferjar D js Miklar árásir á miðhluta Lundúnaborgar. EINKASKEYTÍ frá United Press. Londpn í morgun. Miðhluti Lundúnaborgar varð enn fyrir loftárásum í gær- kveldi og var varpað sprengjum á ýmsa staði. Sprengjum var varpað á eina kunnustu götu borgarinnar og varð, bygging, sem skemtiferðamenn um heim allan kannast við, fyrir sprengju. Að því er virðist hafa Þjóðverjar tekið í notkun nýja tegund sprengikiílna, því að sjónarvottar segja, að sprengikúlur þær, sem Þjóðverjar nota nú, springi með öðrum hætti en þær, sem þeir áður hafa notað. Eins og að vanda var skotið ákaft af loftvarnabyssum á flug- vélarnar. Varð ein flugvél fyrir skoti úr loftvarnabyssu og féll hún niður á torg í London. 1 framhaldsskeyti frá United Press um loftárásirnar á Bret- land segir svo: Lof tárásisnar á London i gær- kveldi stóðu álika lengi og und- angengin kvöld. Veðurskilyrði voru slæm og árásirnar ekki eins ákafar og í fyrrakvöld. — Sprengjum var þó varpað all- viða, einnig - miðhluta borgar- innar. * Þýskar flugvélar voru víða yfir sveitahéruðunum í gærkveldi. Fi'á ýmsum, smá- þorpum i suðausturhluta lands- ins hafa borist fregnir um árás- ir, — í fyrrá skeyti frá Önite'd Press, eii því hafðí seinkað nokkuð, er sagt frá því, að i fyrrakvöld hafi verið gerðar á- kafari sprengjuárásir á London en nokkuru sinni. Meðal ann- ara bygginga sem urðu fyrir skemdum voru 2 af kunnustu stórverslunum borgarinnar. 150 manns voru í loftvarnabyrgjum annarar byggingannnar, þegar tvær sprengikúlur komu til jarðar skamt frá byggingunni. Önnur sprengjan myndaði gig nokkura metra frá stóru gisti- húsi. Skemir urðu á vatnsleiðslu gistihússins i kjallaranum þar sem gestir þess höfðu leitað hæl- is, og urðu þeir að fara þaðan upp á hæðina fyrir ofan. — Sprengjum var varpað á fjölda marga staði í nánd við London og á úthverfin. Bretar halda áf ram árásum sín- um á hernaðarstöðvar í Þýska- landi og hinum hernumdu löndum. Bretar tilkyntu i morgun, að nýjar árásir hefði verið gerðar í gærkveldi á f jölda margar hern- aðarstöðvar í Þýskalandi, enn- fremur á innrásarbækistöðvarn- ar við Ermarsund o. s. frv. — Allir staðirnir hafa niargsinnis orðið fyrir árásum áður. — I fregn frá Berlín í gær segir, að þýskar eltingaflugvélar hafi í gærkveldi skotið niður eina af þremur breskum flugvélum, sem voru á sveimi yfir Norður- Þýskalandi. >— í sömu f regn seg- ir, að breskar flugvélar hafi ver- ið yfir suðvesturhluta Þýska- lands, en skotið hafi verið á þær af loftvarnabyssum svo á- kaf t, að þær haf i haf t sig á brott. Engum sprengjum var varpað og engar tilraunir voru gerðar til þess að komast inn yfir Berlín. Loftbardagar yfir Englandi, segir loks í sömu fregn, vorú allmiklir, þegar tekið er tillit til þess, að veður var óhagsætt. í þýskri tilkynningu í morgun segir, að nokkrar breskar flug- vélar hafi flogið yfir vestur- hluta Þýskalands s. 1. nótt, en að því er virðist hafi engin til- raun verið gerð til þess að kom- ast til Berlín. Því er haldið fram, að bresku flugmennirnir varpi sprengjum á staði, sem ekki hafa neitt hernaðarlegt mikil- vægi, svo sem íbúðarhverfi í borgum. Þessar ásakanir eru bornar til baka í London r r 11919! UH- \ SIKRI sífiiriilfrgi. tsliiliflifiir MikB i feertiln EbIpUIiiI iBretlní London í morgun. Sprengja kom niður á loí't- varnabyrgi í einum skemtigarði borgarinnar i gærkveldi. Var þar margt manna og óttast menn, að mikið manntjón hafi orðið þar. — 1 alla nótt var unnið að því að bjarga særðu fólki úr byrginu. £n innpásin í Egipta- land liefir stöðvast og inmrásin í Esiglaxad tefst stööugt. London i morgun. Berlínarfregn hermir, að blaðið Essener Zeitung hafi gef- ið i skyn, að tilgangurinn með för Bibbentrops til Rómaborg- ar sé að ræða lokatillögur um skyndisókn til þess að hertaka Egiptaland og Bretland. En hvort sem þetta reynist rétt eða ekki hefir innrásin í Egiptaland stöðvast i bili og Þjóðverjar hafa enn enga til- raun gert til þess að ráðast inn í Bretland sjóleiðis^ í opinberri tilkynningu frá Kairo segir, að Italir séu að reyna að treysta aðstöðu sina hjá Sidi Barrani og ekki sótt neitt lengra fram, en vélaher- sveitir þeirra hafa orðið fyrir harðvítugum, loftárásum, og bresk herskip hafa skotið á þær ekki aðeins við Sidi Barrani, heldur á allri strandlengjunni milli Bug Bug og Sidi Barrani, en þetta er eina flutningaleiðin sem ítalir geta farið. Hafa ítal- ir orðið fyrir miklu tjóni. Ræða Sinclairs flug- málaráðherra Breta. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Sir Archibald Sinclair hélt ræðu í gær um loftvarnirnar og flugherinn. Hann komst m. a. svo að orði: Hinir hugrökku flugmenn 'okkar kasta ekki sprengjum sínum af handahófi úr 20— 25.000 feta hæð. Þeir lækka flugið og miða hárnákvæmt. Fairley „Battle" og Bristol „Blenheim" gera hverja eyði- leggingarárásina eftir aðra á Ermarsundshafnirnar og eyði- leggja skip og skotfæri. Whit- lejr-flugvélarnar fara yfir AIjj- ana og steypa sér yfir Torino og Milano. Þær fljúga fyrst í 10—12 þús. feta hæð, en þeg- ar hæfa þarf markið og það er sérstaklega áríðandi, fara þær niður í t. d. 50 feta hæð, eins og þegar Hampden-sprengju- flugvélarnar eyðílögðu skipa- skurðinn milli Dortmund og Ems á kafla. Þær flugu svo lágt, að flugmennirnir sáu í tungls- Ijósinu menn á jörðinni steyta hnefana til þeirra. Þegar eg kom á eina flug- slöðina í Kent á laugardaginn, var gerð loftárás á hana. Ein sprengjan sprakk með óvenju- Iegum krafti, og af forvitni söfnuðu flugmennirnir saman brotum úr henni. Hún var ensk þegar til kom og hefir fallið í í STUTTU MÁLl Woolton, lávarður, matvæla- ráðherra Breta, sagði i gær að matvæli þau, sem eyðilögð hefði verið í loftárásum síðustu 10 daga, jöfnuðust á við eins dags neyslu. -o- Flugmálaráðuneytið breska tilkynti í gær, að hlulföllin milli flugvélatjóns Þjóðverja og Bre.ta fyrstu f jóra daga þessarar viku væri 6:1, en flugmanna- tjónið 12:1. Fyrstu 15 daga sept- ember voru þessi hlutföll 3.5:1 og 7:1. -o- Niutiu af hverjum 100 skip- verja á Normandie hafa boðist til að ganga í her de Gaulle í Bretlandi. -o- Þær 20 milj. ríkismarka, sem Frakkar verða að greiða Þjóð- verjum daglega er 3a/2 sinnum hærri upphæð, en þær 2000 mil- jónir marka, sem fyrst var á- kveðið í Versölum að Þjóðverj- ar skyldi gréiða árlega í skaða- bætur. Það var síðan lækkað niður í 1000 milj. marka. -o- Hollenska stjórnin, sem situr í London, hefir lagt £50.000 i loftvarnasjóð borgarstjórans í London. hendur Þjóðverjum í Frakk- landi. Við vinnum nú að þvi af kappi að auka varnirnar að næturlagi og okkur verður svo vel ágengt, að bráðlega munu næturviðtök- urnar ekki verða verri en i björtu. Það mun þá minka á- nægjan, sem Þjóðverjar hafa af að heimsækja okkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.