Vísir - 25.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 25.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Símí: Augl/singar 1660 . Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 25. september 1940. 221. tbl. Þjóðverjar setja lið á land í Finnlandi - - Herflutningrar iim Finnland MorðiiF-MoregfSu EINKASKfeYTI frá United Press. London í morgun. IT^regn frá Helsingfors hermir, að Þjóðverjar hafi I í gærkveldi „sett lið á land" í borginni Vasa í Finnlandi. Fregnin um þetta kom finsku þjóð- inni algerlega á óvænt, og má fullyrða, að almenningur hafi lítið sem ekkert um kröfur Þjóðverja vitað, fyrr en tilkynning um samkomulag milli Finna og Þjóð- verja var birt í gærkveldi. Það er ekki kunnugt hversu mikið lið Þjóðverjar settu á land í Vasa en það er talið víst, að þeir muni setja þar meira lið á land. Að því er virðist er það markmið Þjóðverja, að senda lið til Norður-Noregs um Finnland framvegis af því að sú leið er styttri og hættuminni en leiðin um Oslo. Er þess ekki langt að minnast, að sökt var þýsku her- f lutningaskipi á leið til Noregs, og var talið, að aðeins um 100 menn af um 400, sem á skipinu voru hefði bjargast. Samkvæmt hinni oþinberu tilkynningu fer nú fram ^flutningur á herliði sem fær heimferðarleyfi eða er að koma úr heimferðarleyfi, og flutningur á birgðum milli Þýskalands og Norður-Noregs, um Finnland. Tek- ið er fram, að þetta sé leyft undir vissum kringumstæð- um og að sérstakt eftirlit skuli haft með þessum flutn- ingum. Meginhluti finsku þjóðarinnar vissi ekki um þetta samkomulag fyrr en menn lásu um samkomulagið og herflutningana í blöðunum í morgun. Feikna harflar loftárásir á London J_ gærkveldi. Þyngri sprengikúlur en áður notaðar. — Ógurlegt tjón. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Þjóðverjar hófu loftárás á London í gær senTfeikna eigna- tjón varð af á ýmsum stöðum í borginni, en sprengjum var einnig varpað á staði í nánd við London. Eignatjón varð gífur- legt á ýmsum stöðum. Varð tjónið meira en áður vegna þess, að varpað var niður þyngri sprengjum en áður, sumstaðar sprengikúlum af þyngstu gerð, og einnig íkveikjusprengjum. — Bráðabirgðaskýrsl.ur herma, að varpað hafi verið sprengjum á um 40 hverf i í borgínni; og leituðust Þjóðver jár við að komast inn yfir miðhluta borgarinnar. Var mörgum sprengjum varpað á hverfin í nánd við miðhluta borgarinnar. Woolton lávarður, matvæla- ráðlíerra, gat þess í ræðu í fyrradag, ,að tjónið af loftárás- um Þjóðverja væri ekki meira en það, hvað matvæli snerti, en aö hægt væri að vinnaþað al- gerlega upp, ef allir íbúar Bret- lands sleptu einni einustu mál- iíð. í tilefni af þessu birtir „Times" eftirfarandi hugleið- ingar:" „Það er ekkert dæmi nærtæk- ara um það, hve áhrifalausar loftárásir Þjóðverja eru,'en það, hve litt þeim hefir tekist að 'hindra aðflutninga á matvælum. Af öllum þeim firnum matvæla, sem liggja geymd við Lundúna- höfn, hefir þeim ekki tekist að eyðiléggja neitt- að ráði, en alt ijónið samtals svarar til einnar íjnáltíðar fyrir alla þjóðina. Matvælaástandið er nú betra en það hefir nokkur sinni verið. Uppskeran hefir verið meiri en dæmi eru til áður. Aðflutningar eru tryggir, þvi að aldrei fyr höfum vér átt jrfir jafnmiklum skipaflota að ráða. Dýrtíðin ec viðráðanleg. Vísitalan er 66% hærri en í júlí 1914, og hefir hún staðið í stað í síðustu þrjá mánuði, þrátt fyrir hækkuð vá- tryggingargjöld, auknar launa- greiðslur í landbúnaði o. s. frv. Vér getum því litið veturinn björtum augum, því að vér er- um betur undir hann búnir en siðastliðinn vetur, þrátt fyrir það að vér þurfum nú, að sjá miklum fjölda flóttamanha frá ýmsum löndum fyrir nauð- synjum, auk þess sem vér höf- um meiri heimaher en nokkru sinni fyr í sögu Bretlands." Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. í gærkveldi voru birtar til- kýnningar í London um árásirn- ar á Berlín i fyrrinótt. Fregnir þær, sem nú liggja fyrir hendi sýna að aldrei hefir verið gerð eins hörð árás á Berlín og í þetta skifti og segja Bretar sjálfir, að þeir hafi sent fleiri flugvélar til árása en nokkuru sinni. Eldur kom upp á fjölda mörgum stöðum í borginni og ægilegar sprengingar urðu. Sprengingar urðu og eldur kom upp í a. m. k. fimm rafmagns- stöðvum og gasstöð. Skemdir urðu á járnbrautum, T-empelhof flugstöðinni o. s. frv. — Árásir voru einnig gerðar á fjölda , marga aðra bæi, flugstöðvar við Eystrasalt og flugvelli í Þýska- landi, og loks á allar innrásar- bækistöðvarnar við Ermarsund. Hvað er að ger- ást í Dakar? Einkaskeyti frá United Press. Einkaskeyti til Vísis. í gærkveldi var tilkynt í Lon- don, að ekki væri unt að skýra frá hernaðaraðgerðunum við Dakar meðan þær stæði sem hæst, en Frakkar tilkynna, að tilraunum Breta til þess að setja lið á land hafi verið hrundið." Samkvæmt tilkynningu, sem gefin var út í aðalstöð De Gaulle i London, fór hann til Dakar á þremlir frönskum skipum, studdur af breskri flotadeild. Fór De Gaulle til Dakar að beiðni Frakka þar, sem vildu ganga i lið með honum. Sendi De Gaulle samningamenn i land og fóru þeir óvopnaðir i mótor- bát. Einn samningsmannanna er barnabarn Fochs marskálks. Höfðu samningamenn uppi hvítt flagg, en það var skotið á þá og sneru þeir þá við. Tveir samningamenn særðust. Siðar gerði De Gaulle friðsamlega til- raun til þess að setja lið á land. En skotið var á liðið og hætti þá De Gaulle við þetta, til þess að Frakkar berðist ekki innbyrðis, en síðar var kunnugt, að Bretar héldu áfram hernaðaraðgerð- um, en neitað að þeir hafi reynt að setja lið á land. í tilkynningu frá aðálstöð de Gaulle er þvi haldið fram, að þegar i júli hafi þýskir og ítalskir yfirforingjar farið að koma til Dakar og hafi þeir tekið öll yfirráð flugstöðv- arinnar í sínar hendur. Hafí Þjóðverjar ætlað að ná Dakar á sitt vald og hefja póstflugferðir á ný við Suður-Afriku. Frh. erl. frétta bls. 4. 1 Þjóðverjar og Japanir gera með sér varnar- bandalag. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — ¦. Ríkisstjórnir Þýskalands og Japan hafa að undanförnu rætt uni varnaibandalag milli Þjóðverja og Japan, er kæmi til fram- kvæmda, ef Bretar og Bandamertn skyldi auka samvihnu sína í Austur-Asíu. Náðst hefir samkomulag í grundvallaratriðum. Er talið, að Japanir hafi byrjað viðræður við þýsku stjórnina um þetta mál, er það fregnaðist, að Bretar kynnu að láta Banda- ríkin fá afnot af flotahöfninni í Singapore, og hafi japanska stjórnin þá ákveðið að hverfa frá þeirri stefnu, að taka engan þátt í stríði Evrópuþjóðanna, sem nú virðist ætla að breiðast út um allan heim. — Einkafulltrúi ÍHitlers hefir samkvæmt sum- um fregnum gert bráðabirgðasamkomulag við Japani, og er þar miðað að því að samvinna Japana og Þjóðverja hafi þau áhrif, að áhrifa Bandaríkjanna gæti sem minst út á við, einkan- lega í Suður-Ameríku og Austur-Asíu. Árásin á Gibraltar. Loftárás var gerð á Gibraltar í gær og var varpað mörgum sprengjum. Frégnir um árás þessa erui að surnu leyti óljósar en kumíugt er, að Darlan flota- málaráðherra gaf í gær út dags- skipan til landhers, sjóliðs og flughers Frakka, þar sem hann komst svo að orði, að árás á hagsjnuni Frakka hafi verið hrundið, og gagnráðstafanir gerðar, en Petain þakkaði land- stjóranum íDakar hollustu sína, er hann varði Dakar fyrir De Gaulle og Bretum. 1 þýskum fregnum segir, að 120 franskar flugvélar frá Mar- okko hafi gert loftárásina á Gi- braltar. Varpað var niður um 100 sprengjum. Heilan mánuð i lifshættu. Loftárásir á hverri einustu nóttu---- Viðtal vid Pétup Bpandsson loftskeytamann. „Brúarfoss" er fyrir skömmu kominnfrá útlöndum. Tíðinda- maður Vísis hafði tal af loftskeytamanni skipsins, Pétri Brands- syni, og sagðist honum svo frá: „Við komum til Liverpool þ. 26. fyrra mánaðar, eftir ágæta ferð." „Urðuð þið ekki yarið við miklar skemdir, er þið komuð þangað?" „Nei, það urðum við nú ekki, en eftir að við komum þangað, var lof tvarnamerki gefið hverja einustu nótt og stundum voru harðar sprengjuárásir gerðar úr sprengjuflugvélunum þýsku." „Á hvaða staði beinust loft- árásirnar helst?" „Að höfnini, eftir því sem mér virtist. Það komu allmarg- ar sprengjur niður á höfnina, án þess að gera mjög mikið tjón." „Sáuð þið skip farast?" „Nei, við sáum eitt laskast, en ekkert farast." „Féllu sprengjur í námunda við Brúarfoss?" „Það féll sprengja i á að giska 10 metra fjarlægð frá okkur, en hún sakaði okkur ekki. Auk þess féll eldsprengja ekki langt frá ökkur, en hún olli ekki neinu tjóni, að eg fengi séð." „SaiuTþið ekki loftbardaga?" „Það sáum við reyndar ekki, en við sáum eina flugvél skotna niður af loftvarnabyssu. Oklmr sýndist hún falla niður yfir út- hverfi borgarinnar." „Hvernig var landgöngu ykk- ar háttað?" „Við fengum að fara í land strax á morgnana og vera i landi til kl. 11 á kvöldin, en stundum urðum við að fara í loftvarna- byrgi uppi í borginni og urðum að dvelja í þeim fram eftir nótt- inni." „Hvernig hagaði fólkið sér í loftvarnabyrgjunum?. Var það mjög hrætt?" „Nei, yfirleitt var fólkið mjög ' rólegt og það bar ekki á ótta hjá því, svo að það sæist. Hins- vegar var auðsjáanlegt, að það þjáðist af svefnleysi og það gerði ítrekaðar tilraunir til að sofa, i löftvarnabyrgjunum. En bæði var það, að byrgin voru ekki útbúin með það fyrir aug- um, að fólk svæfi í þeim, né heldur var svo rúmt í þeim, að fólk gæti hallað sér út af." „Sáiið þið miklar skemdir í borginni?" „Að vísu nokkrar, en ekki nærri eins miklar og lætin — eða réttara sagt ólætin — gáfu til kynna. Annars er mjög hættulegt að vera þarna á ferli, og ekki aðeins fyrir sprengjum flugvélanna, heldur lika fyrir kúlnabrotum loftvarnabyss- anna, sem rignir venjulega yfir borgina á meðan lof tárás stend- ur yfir. Þessi kúlubrot — ef þau eru stór, geta farið i gegn um þrjú þilför á skipi." „Féllu ekki nein slík brot á Brúarfoss ?" „Jú, en ekki stór. Þau kvörn- uðu lítilsháttar úr þilfarinu, en ekki neitt-að ráði." „Hvernig gekk ferðin heim?" „Ágætlega og við urðum einskis varir, nema við fundum tvo björgunarbáta á leiðinni. Annan alveg tóman, en í hinum var eitt lík, en ekki vissum við af hvaða skipi þeir voru." Viðtal við Svein Ingvarsson forstj. Sveinn IngVarsson forstjóri er nýkominn hingað til bæjar- ins, og náði Vísir tali af honum sem snöggvast í morgun. , Sveinn lét vel yfir för sinni, en svo sem getið hefir verið fór hann til Englands til þess að ganga frá samningum um kaup á bifreiðum og lá ákveðið til- boð fyrir er hann fór að1 heim- an. Er til kom reyndist tilboð þetta ekki aðgengilegt, og hvarf Sveinn því frá þeim kaupum, en Ieitaði fyrií* sér um önnur. Stóð svo á, að í Leith lágu um þess- ar mundir á annað hundrað bíl- ar, sem breska eftirlitið hafði stöðvað flutning á, en fara áttu til Svíþjóðar. Setti Sveinn -sig í samband við erindreka sænsku stjórnarinnar, og festi kaup á bifreiðum þessum, 108 að tölu, með mjög hagkvæmu verði. Telur forstjórinn að munað hafium kr. 900 á hverjum bíl máðað við það verð, sem slíkir bílar eru nú seldir fyrir á mark- aðnum. Bilarnir munu koma hingað til lands með næstu skipum. Eru þeir ósamsettir og ómál- aðir og verður gengið frá þeim að ölluieyti hér heima. Blaðið inti forstjórann eftir f ör hans til Bretlands, en í Lond- on dvaldi hann dag. frá 26. ág. til 18. september, einmitt með- an mestu loftárásirnar stóðu yfir: „Það er min skoðun", sagði forstjórinn, „að fregnir þær, sem frá Bretlandi berast um hernaðaraðgerðirnar séu mjög ábyggilegar, og dæmi eg þar út frá því, sem eg hefi sjálfur séð Frh. á bls. 2,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.