Vísir - 25.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1940, Blaðsíða 2
VISIR ‘DAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmi'ðjan h/f. Sigri hrósandi! ÍMAMENN eru sigri hrós- andi. Og hvers vegna, spyrja menn? Einhver mundi svara, að það væri líklega vegna kjöthækkunarinnar. Jón Árna- son framkvæmdarstjóri skrifar einkar hógværa grein um það mál í Tímánn í gær og lýsir þar hugulsemi sinni í garð launa- manna i öllum stéttum. Blöð- in í Reykjayík liafa verið svo ó- svífin að minnast á dýrtíðina í samhandi við kjöthækkunina. Og Jón er stórlega hneykslaður: „Það virðist mega draga þá á- lyktun, út af hugleiðingum þessara hlaða, að það sé skylda hænda, hvað sem afkomu þeirra sjálfra líður, að sjá launastétt- unum fyrir ódýru kjöti.“ Já, mikið hafa launastéttirnar níðst á hændunum um kjötverðið á undanförnum árum! Maður skyldi ætla, að hændur liefði verið neyddir til að selja kjötið hér innanlands miklu lægra verði en á erlendum markaði. Allir vita hvernig þessu liefir verið háttað. „Launastéttirnar“ hafa orðið að borga kjötið miklu liærra verði, en fáanlegt var annarsstaðar, livað sem afkomu þeirra siálfra hefir liðið. En það er skakt til getið .að Tímamenn séu sérstaklega „sigri hrósandi“ yfir kjötverð- inu. En hvað er það þá, sem kemur þeim til að takast á loft og berja bumbur á þessum tím- um? Jú, sennilega gleðin yfir því að sjiálfstæðismenn skyldu rétla þeim hendina, þegar þeir voru að sökkva og ánægjan yfir því, að fá að starfa með þess- um lífgjöfum sínum. En þetta er heldur ekki rétt til getið. Tíminn segir í gær að harátta Sjálfstæðisflokksins „stríði á- berandi“ gegn hagsmunum hænda. „Er engin fufða —- segir hlaðið — þótt bændur vilji ekki kyssa á vöndinn og vinna í þágu Sjálfstæðisflokks- ins — flokksins, sem vinnur eftir megni gegn kaupfélögun- um, flokksins sem hamast gegn sanngjarnri verðhækkun á helStu afurðum þeirra, t. d. mjólk og kjöti og skipulegri sölu þeirra afurða, flokksins, sem kallar jarðrækíar- og hygg- ingarstyrki til bænda ölmusur og hefir sýnt að hann notar fyrsta tækifæiáð til að svifta bændur öllum styrkjum, flokks- ins, sem verndar stórgfóða- menn frá útsvari og sköttum, en berst fyrir því að velta byrð- unum yfir á þá fátækari, flokks- ins, sem skrifar eitt fyrir bænd- ur og annað fyrir kaupstaða- búa og lælur einn af þingmönn- um sínum fíflast með málefni bændanna, flokksins, er heldur bændur svo fávísa, að þeir sjái ekki gegnum blekki n garnar og ó- virðir þá hvað eftir annað með ýmiskonar „mosagreinum“. Nei það lítur ekki út fyrir að Tímamenn séu „sigri hrósandi“ yfir samstarfinu við Sjálfstæð- isflokkinn. En hvað er það þá? Jú, auðvitað er það Vilhjálmur Þór! Jónas Jónsson hefir gefið í skyn að Vilhjálmur hafi „stungið í sinn vasa“ 40.000 krónúm. Er ekki ástæða til að vera „sigri lirósandi“ þegar for- maður Framsóknar lagðar einn af flokksmönnum sínum svona eftirminnilega um leið og hann tekur við hinu þýð- ingarmesta fjármálastarfi fyr- ir þjóðina. En .ennþá er skakt lil getið. Jafnvel ekki frain- koma formanns Framsóknar við Vilhjálm Þór gefur Tíma- mönnum sérstaka ástæðu til að hrósa sigri. Tíminn segir í gær: „Fram- sóknarflokkurinngetur nú horft sigri hrósandi yfir baráttu sína í viðskiftamálunum.“ Þar kom lausnin! Það var Framsóknar- flokkurinn, sem vann þann sig- ur í viðskiftamálunum, að hægt var að rýrnka um. höftin! Þess vegna eru Tímamenn sigri hrósandi! Eftir að búið er að þráast og þverskallast misser- um saman við nokkurri tilslök- un á höftunum, eftir að húið er að hundskamma alla þá menn, sem, farið hafa fram á slíka ,,óhæfu“, eftir að loks verður að láta undan — mundi ekki Tíminn rísa upp eins og ekkert hefði í skorist og hrósa sigri!! ! Tímamenn liafa sýnt fyrir- hyggjuleysi og rangsleitni í við- skiftamálunum, því skyldu þeir ekki gera sig að fíflum í ofan- álag! 24 daga dvöl í London. Frh. af hls. 1. og heyrt. Englendingar berjast af mikilli hreysti, og það er að- dáunarvert, hve kjarkur og sið- ferðisþrek þjóðarinnar er mik- ið. Ekki lieyríst nokkur maður kvarta, og svo virtist sem, liver einstaklingur fyltist enn meiri þrótti og kjarki eftir því sem erfiðleikarnir jukust. Eins og þið liafið séð af skeytum, hefir London orðið fyrir gífurlegum árásum. Á liverri einustu nótt hafa þýskar flugvélar flogið eða , reynt að fljúga j’fir borgina. Hávaðinn og gauragangurinn hefir keyrt svo úr liófi, að mönnum hefir ekki komið dúr á auga. Sprengjum, kúlum og kúlnabrotum, liéfir rignt niður, þannig að menn hafa livergi verið óhultir um líf sitt, en þrátt fyrir allar þessar s mannraunir halda Bretar uppi baráttu sinni jafnvel af enn meira harðfengi en nokkru sinni fyr. Eg Iiefi ástæðu til að ætla, að fregnir þær, sem andstæðing- ar Breta senda frá sér, séu ekki jafn öruggar og hinar, sem frá Bretlandi berast. Dreg eg það m. a. af þvi, að er við lágum fyrir utan höfnina í Liverpool lilustuðum við á útvarp frá Kaupmannahöfn. Var þar sagt frá áköfum . loftá,rásum, sem gerðar hdfðu verið á Liverpool, og það fylgdi sögunni, að borgin stæði öll í Ijósum loga. Fyrir þessu var ekki nokkur fótur. Enginn eldur var uppi, en ein- hverjar þýskar flugvélar liöfðu þó gert óverulega árás á borg- ina. Eg fékk af ýmsu öðru góða aðstöðu til að jlæma um frétta- burð ófriðaraðilanna, en alt styður það þá skoðun mína, sem að ofan greinir.“ Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hélt fund í gær- kvöldi, vegna óánasgju hafnfirskra verkamanna út af því, aÖ reykvísk- ir verkamenn vinna í þjónustu bresku herstjórnarinnar í Hafnar- firÖi. Var samþykt á fundinum aÖ Ieita samkomulags um að Reykvík- ingar hætti vinnu í HafnarfirSi, ella að koma af stað vinnustö'Svun meÖal Hlífarmanna og jafnvel að hindra vinnu reykvískra verka- manna með valdi, ef ekki væri á öðru kostur. Ýms önnur mál voru til umræðu á fundinum. Haustfermingarbörn síra Árna Sigurðssonar eru heðin- að koma til viðtals í fríkirkjuna á föstudaginn kl. 5 síðdegis. Jóna§ Kiai§tján§soii læknir: Alkoholið óvinur sannrar menningar Alkoholáhrifin eru í eðli sínu sjúkdómskend. IJin vísindalega niðurstaða um alkoholið, og áhrif þess á jurtir bg dýr, er sú að.það er ó- vinur alls lífs. Jafnvel í daufri þynningu deyðir það jurtir fljótt. Sama á sér stað um liin lægri dýr. Hinar hærri dýrateg- undir þola það betur. En þó verkar þelta eitur eyðileggjandi ó menn þegar til lengdar lætur. Alkohol hreytist í kolsýri og vatn og hefir mikið hitagildi. Fæða getur það ekki talist, livorki handa mönnum né dýr- um vegna þess hve eituráhrif þess eru ákveðin. Alkoholið er i eðli sínu deyfilyf. Fyrsta áhrif jiess er örvun, en þau áhrif eru mjög takmörkuð, jiegar komið er yfir það stig er deyfingin yfirgnæfandi. Eg hygg að hverjum manni er sæi ölvaðan mann og þekti ekki jietta ásland áður, gæti ekki dul- ist að maður jiessi væri bæði veiliur og örvita, ekki síður en maður, sem hefir skæða liita- sólt. Hann er magnlaus og með ónáði, sem kallað er. Hann er dauðveikur. Álit þetta er ekld óeðlilegt. Það er algengt að lalað er um dauðadrukkna menn og ölóða, og að menn hafi framið eitthvert óhappaverk í ölæði eða valdið slysum. Er því óhætt að fullyrða að ö.Ivun er veikindi eða sjúkdómur. Á þeim mönnum, sem neyta sterkra vína, má sjá áhrif alko- holsins eða ölvunina á ýmsu stigi, eða alt frá lítilli örvun lil stjórnlauss ölæðís eða að full- komnu dauðadái. Þessu svipar að nokkru leyti til eitrunar af sýklaeitri. Sjólft er alkohobð gerlaeitur. Það er exlraxt eða gerilframleiðsla ákveðins gerils. Ástand jiað, sem neysla jiessa eiturs kemur mönmim í er sjúk- dóms- eða veikindaástand. Það skiftir ekki máli í þessu tilfelli, þó vanin hafi kent mönn- um að líta á ölvun, sem nokkuð eðlilegt ástand. Menn vita að hinn ölvaði maður sefur þetta úr sér, sem kallað er. Vaninn breiðir sína hversdags ábreiðu yfir þetta svo á hinn ölvaða mann er litið, sem ekki óskemti- legan fáráðling, ef hann jiá el.ki veldur tjóni. Það er um að gera að koma* honum í svefn, svo liann geri ekki ilt af sér jiar til deyfingarástandið hefir fengið yfirhönd. Eftir skemri eða lengri tíma vaknar Iiinn ölvaði maður. Hann hefir j>á meira og minna óljósa hugmynd um á- stand sitt og er eftir sig. Hefur höfuðverk, sem kallaður er timburmenn og er meira eða minna máttfarinn. Það sem skeð hefir meðan hinn ölvaði maður svaf er það, að J>á tók forsjón lífsins, eða hin æðri öfl, sem Iífinu stjórna, til starfa og bæta úr skemdar- verkum þeim er eitrið hefir unnið á liinum viðkvæmuslu líffærum hins ölvaða manns. En starfinu er þó ekki lokið til fullnustu meðan á svefninum stóð, j>ess vegna er höfuðverk- Urinn eðlileg eftirköst ölvunar- innar. Til þess að ráða bót á skemdarverkum ölvunarinnar þarf lengri tíma en nokkurra stunda svefn, því er haldið á- fram j>ar til lokið er, ef friður fæst fyrir nýrri ölvun. Ef ölvunin endurtekur sig aft- ur, svo ekki vinst tími til full- kwminnar endurbóta, veldur hún varanlegri skemd á hinum viðkvæmustu líffærum manna, t. d. taugakerfinu og nýrunum, hjarta og æðum o. fl. líffærum. Áhrifanna gætir einnig oft í útliti manna Jiegar til lengdar . lætur, svo engum getur dulist skemdarverk alkoholsins, einn- ig í svip og hörundslit. Deyfing vits og dómgreindar. Hættulegustu áhrif bráðrar og langvarandi alkoholsneyslu er vitránið. — Dómgreind- in liefir lengi jþótt merkilegasti þáttur vitsins. Þess vegna er skerðing Jiess hættulegasta tjónið, sem alkoholsnautnin getur unnið. En það vita allir, að hún sljófgast, jafnvel við litla vínnautn, og liverfur að fullu síðast. I J>ví óstandi eru menn ekki ósvipaðir stjórnlausri bif- reið í gangi eða skipi á reki. Forsjón lífsins hefir J>á mist tök á sjálfráðum hreyfingum. Þá er hætt við allskonar slysum, bæði á hinum ölvaða sjálfum og jafn- vel öðrum í umhverfi lians. Það er viðurkent af öllum að J>að er stórhæltulegt að stíga upp í bifreið, er ölvaður maður 1 stjórnar. Manni undir áhrifum víns finst liann hafa fult vald og óvanalega gott á bifi-eið sinni, J>ó allir aðrir sjái að hið gagnstæða á sér stað. Hæltan við slys er J)ví á næsta leyti. Það lítur út fyrir að mörgum bifreiðastjór- um séjietta ekki fyllilega ljóst. Svipað má segja um * J>á sem stjórna skipum og trúað er fyrir mörgum mannslífum. En senni- lega er J>etta hgettulegast um lækna. Skynjunin verður sein og‘ vöðvahreyfingar daufar. Jafnframt J>ví, sem dóm- greindin J>verrar fyrir vaxandi deyfingu taugakerfisins verður skynjunin sein að berast til mið- stjórnar heilans. Sama er að segja um skipanir, sem ganga frá miðstöð heilans gegnujn hreyfitaugarnar til vöðvanna. Vöðvarnir svara seint. Hreyf- ingar Jieirra verða daufar og fálmkendar. Alkoliólið svæfir og deyfir J>annig allar frumur líkamans. En það er bagalegast þar sem er að ræða um þær frumur’ sem ráða yfir viti og dómgreind. Siðgæðið dvínar við alkohol- nautn. Dómgreindin leggur mat á allar athafnir manna undir heilbrigðum kringumstæðum. En J>egar dómgreindin er deyfð og liorfin hverfur um leið J>að mat, er hún leggur á , gerðir manna. Þess vegna fremja menn í ölæði ýmsar athafnir, sem J>eir mundu láta óframdar heilbrigðir. Að J>ví leyti er öl- vaður eða ölóður maður svipað- ur manni með óráð, og mun liættulegri vegna þess að honum er leyft að fara ferða sinna, og ráða sínum eigin athöfnum. Hann ber ó mönnum og fremur ýms skemdarverk á mönnum og munum, sem honum væri fjarri að fremja heilbrigðum. Samkvæmishæfir. Það liefir verið sagt um Is- lendinga að J>eir væru ekki sam- kvæmishæfir nema undir áhrif- um alkoliols. Margir ungir menn segjast ekki^geta farið á dansleik nema ölvaðir vegna ó- framfærni. Þessi feimni stafar af hinu stranga mati, sem dóm- greind þeirra leggur á fram- komu þeirra á opinberum sam- komum. Þess vegna leitast þeir við að deyfa dómgreindina, og hyggjast með því auka greind sína. En J>að öfuga á sér frekar stað. Þess vegna hefir verið sagt um vínið að það væri hinn stærsli lygari. Alkoholnautn veldur hrörnun. Enginn neytir víns til lengdar án J>ess að J>að setji sín merki á liann, bæði líkama lians og J>á ekki síður á lians andlega á- stand. Þessi ólirif eru undan- tekningarlaust afturför. —- Drykkjumaður eldist miklu fyrr en ella. Lífið endist undantekn- ingarlaust skemur. Hann glatar tiltrú manna á sig, afkastasemi sína og áreiðanlegleika, bæði til orða og atliafna. Þar sem gott skipulag er á stjórn og störfum áríðandi fyrirtækja er vín- hneigðum mönnum ekki falin trúnaðarstörf, þeim er ekki trú- að fyrir mannslífum og helur ekki fyrir að fara með forráð fjár. Vegna Jiess að vínnautnin venur menn á sviksemi í störf- um. Ekkert er J>ó ákveðnari bending um hrörnun og spill- ingu þá sem vínnautn veldur, en áhrif J>au, er menningarþjóð- irnar hafa liaft á frumstæðar Jijóðir, er J>ær hafa fundið í af- kimum veraldar. Áhrif J>essi verða yfirgnæfandi andleg og lík- amleg hnignun. Megin orsökin lil hennar er ekki síst vínnautn og þcir lestir sem fylgja í kjöl- far hennar. Það er tóbaksnautn og sjúkdómar og Jió ekki síst kynferðissjúkdómar. Það er sagt að tóbakseldurinn kyndi undir vínþorstanum. Smitandi eftirdæmi. „Grísir gjalda en gömul etc.“, segir gamalt máltæki. Þess vegna læra börnin málið að J>að er fyrir þeim haft. Svo er um góða siði og illa. Eg get ekki neitað J>ví, að mér þykir J>að illa sitja á barnafræðurum og for- eldrum, að neyta víns eða tó- haks. Eftirdæmið er smitandi. Ekkert er eðlilegra en að börn- in taki upp J>essa siði. Vanséð er nema að J>elta verði J>eim til margfalds óláns. Menningin reynir að gefa Jjessum nautnum fegrunargljáa og styður út- breiðslu J>eirra, en sést yfir hið ófagra og skaðlega í þessum nautnum. Sjáandi sjá menn ekki. Merkilegt er hve mjög menn liafa lokað augunum fyrir allri J>eirri ógæfu, sem fylgir vín- nautn, og live blindir menn eru fyrir afleiðingum hennar, J>ó menn hafi sorgleg dæmi J>ess fyrir augunum. Eg er sannfærð- ur um að ef óhrúað væri eitt- hvert stórfljót hér á landi, sem ylli, J>ó ekki væri nema liundr- aðasta hluta J>ess liftjóns og verðmæta, sem alkoliólnautn veldur, mundi ekki verða liorft í neitt framkvæmanlegt verk eða kostnað til þess að brúa það manndrápsfljót. En augu manna eru svo haldin að J>au sjá ekki J>etta hættulega fljót. Ald- rei stendur á afsökunum fyrir ódáðaverkum alkoholsins. Vaxandi hætta. Eins og nú er skipað málum hér á voru kæra landi, er ber- sýnilega stór voði fyrir dyrum, fyrir vora fátæku J>jóð, með litla skapfestu og reikult mark- mið að kjölfestu, J>ar sem er- lendur stórher í saðlanburði við þjóðina sjálfa hefir liertekið landið og flætt yfir J>að. Þar er misjafn sauður í mörgu fé. Margir ölkærir og ófyrirleitnir eins og dæmin liafa sýnt. Það er mikil áslæða fyrir oss að vera með ódeyfða dómgreind til J>ess að mæta J>essu ef vér eigum og ætlum að sleppa heflir út úr J>eirri eldraun. Sjálfsagt liefði verið að leggja strax niðúr innflutning og sölu áfengra drykkja strax og stríðið braUst út, hvað þá nú. Hér ríkir nú J>að kátbroslega en sorglega ástand, að innflutn- ingsbaiin er á nýjum aldinum handa sjúku fólki, eða að eins pírt örlitlu eftir resefti frá læknum, en vín er selt liverjum sem hafa vill reseftalaust. Mér finst J>etta afkáraleg heilsu-^ fræði. Á stjórnviskuna, sem í þessu felst, skal 'eg elcki leggja dóm. Fastari tök, Það er næsta ótrúlegt, að menn með óbrjálaða skj’nsemi skilji ekki, liver háski J>jóðinni er búinn af völdum áfengisins, eins og nú er högttm liáttað. Hitt er aftur annað mál, að marga virðist, J>ví miður, skorta þrek lil að viðurkenna J>etta í verki, og J>eir reyna að dylja veikleik sinn undir falsrölcum og vangaveltum. Okkur íslend- inga skortir ekki svo mjög skilning, en tápið reynist oft í minsta lagi, J>egar til J>ess kem- ur að fylgja réttum málum fram. í J>vi er fólginn sá voði, sem nú er fyrir dyrum, bæði um áfengisnautn og annað. En treysla verður J>vi, að forráða- menn J>jóðarinnar séu svo sterk- ir á svellinu, að J>eir geri J>að, sem er rétt. Annars er sallið orð- ið dauft. Pálmi Hannesson. Uthlutiin matvæla. Úthlutun matvælaseðla hefsí á morgun kl. 10 á Úthlutunar- skrifstofunni í .Tryggyagötu 28. Úthlutunin stendur yfir i 3 daga og a^greiðslutíminn er daglega kl. 10—12 og 1—6. Að þessu sinni verður kaffi og sykri úthlutað lil 2ja mánaða en kornvöru til 5 mánaða. Hús í Hafnarfirði til sölu Húseignin nr. 28 við Austurgötu í Hafnarfirði er til sölu. — Tilboð sendist undirrituðum. Jón Ásbjörnsson og Sveinbjörn Jóíisson, hæstaréttarmálaflutningsmenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.