Vísir - 26.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3; hæð).
Ritstjóri
Blaöamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsta
30. ár.
Reykjavík, fimtudaginn 26. september 1940.
222. tbl.
Noregur „án þings, konungs og stj6rnmálaflok;k;a".
skipa nýja stjórn í Noregi.
Sex menn úr flokki Quislings eiga sæti í henni.
Nazistum einum heimil stjórnmálastarfsemi.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Igærkveldi var tilkynt í útvarpinu í Oslo (sem er á valdi Þjóðverja), að allir
stjórnmálaf lokkar í landinu yrði leystir upp, nema Nasjonal samling (þ. e.
nazistum eða Quislingmönnum) og var jafnframt boðað, að norska stjórnar-
nefndin væri sett af, en í hennar stað yrði skipuð þjóðernissinnastjórn eða „norsk
stjórn", eins og það er orðað.
Terbogen, landstjóri Þjóðverja í Noregi, skýrði frá þessum ákvörðunum Þjóðverja
í ræðu, sem hann flutti í útvarpi í Osló í gærkveldi, og sagði hann, að í hinni nýju
stjórn fengi 23 „menn sæti. Terbogen kvað Hákon VII ekki fara með völd lengur og
ekki eiga afturkvæmt til Noregs. Alveg sama máli væri að gegna með Nygaardsvold og
stjórn hans, sem hefði brugðist skyldu sinni, og væri hún ekki lengur lögleg stjóm Nor-
egs. Þá vék Terbogen að samkomulagsumleitunum Þjóðverja við stjórnmálaflokkana
i landinu og hefði þær ekki borið þann árangur, sem Þjóðver jar vildu, því að að eins
Nasjonal samling hefði getað fallist á sjónarmið Þ jóðverja, og taka þátt i viðreisnar-
starfinu með þeim.
Terbogen kvað stjórnmálaflokkana nú.verða að sætta sig við
afleiðingar þess, að hafna samvinnu við Þjóðverja. í hinni nýju
stjórn eiga 13 menn sæti sem fyrr segir og eru 6 þeirra
Quishngar.
fa, Quisling sjálfur á ekki sæti í stjórninni og ekki
hefir verið boðað enn sem komið er, hvcr verður
stjórnarforseti. Nýju ráðherrarnir eru lítt kunnir eða
ókunnir menn á vettvangi stjórnmálanna.
í viðtali við blaðamenn sagði Terbogen, að Noregur væri nú
land án þings, konungs og stjórnmálaflokks, nema Nasjonal
samling. — Eini stjórnmálaleiðtoginn er Quisling.
Einn nýju ráðherranna er Sigurd Johannessen Halvorsen og
var hann fyrst nefndur. Jonas Lie, sem er nokkuð kunnur mað-
Ur í Noregi, fer með lögreglumál.
Bardögunum við
Dong Dong linnir.
Einn af embættismönnum
franska utanrikismálaráðuney t-
isins hefir tilkynt, að samkomu:
lag hafi ríáðst milli Japana og
Frakka, varðandi áreksturinn
við Dong Dong, þar sem barist
hefir verið að Undanförnu, og
er nú talið girt fyrir, að til frek-
ari árekstra komi þar.
Fimm klst.
loftárás á
Berlin.
Einkaskeyti frá United Press.
Einkaskeyti til Vísis.
Það var tilkynt í Berlín i
morgun, að loftárás hefði
verið gerð á Berlín síðast-
liðna nótt, og liðu 5 klst.
þar til hættan var liðin hjá.
Það er viðurkent i hinni
þýsku tilkynningu, að
sprengjum hafi verið varp-
að á norðurhluta borgar-
innar, en því er haldið f ram,
að ekkert hernaðarlegt tjón
hafi orðið.
I breskum tilkynningum um
loftárásina segir, að hún sé hin
mesta, sem nokkuru sinni hefir
gerð Verið í Berlin. Aðallega var
varpað sprengjum á verk-
smiðjuhverfi . í' norðurhluta
borgarinnar. Árásirnar byrjuðu
svo snemma, að margt manna
var að heiman eða á leið heim
og urðu menn að leita í næstu
loftvarnabyrgi, og vorU viða ó-
skapleg þrengsU. Þarna urðu
menn að híma til kl. 4 í morgun.
Tveir flugvélahópar fóru yfir
miðja borgina, en aðalárásin var
gerð á norðurhverfin sem fyrr
segir. Allmörg hús hrundu, seg-
ir í fregnum frá New York.
Einnig voru gerðar löf tárásir
á flotahöfnina í Kiel, og allar
innrásarbækistöðvarnar. Urðu
þar svo miklar sprengingar, að
jörðin skalf Englandsmegin
sundsins.
Stórhætta getur mtaf -
a<> a£ vatnsleysinu.
. Baöjarbiiar geta komid í veg fyrir slíkt
með því að fara sparlega með vatnid.
Tíðindamaður Vísis hitti
Heiga Sigurðsson verkfræðing
að máli í gær, en hann hef ir sem
kunnugt er umsjón með hita-
veitu og vatnsveitu bæjarins.
Með því að nokkuð hefir kveðið
að vatnsskorti í bænum, barst
það í tal, og inti fréttaritarinn
Helga nánar eftir því.
Skýrði Helgi svo frá í stuttu
máli:
„Síðustu vikuna, og þó eink-
um tvo seinustu dagana, hefir
kveðið mikið að vatnsleysi i
bænum og kvartanir haf a borist
okkur víðsvegar að. Einkum
eru þó mikil brögð að vatns-
skorti á Skólavörðuhæðinni,
Landakotshæðinni og í Skerja-
firði. Auk þess hefir litill þrýst-
ingur verið á vatninu víða í
bænum, og hefir það valdið
ýmsum erfiðleikum bæði í
einkahúsum en þó sérstaklega
hjá ýmsum iðnaðarfyrirtækji
um.
Á þessu timabili hefir það
komið fyrir, að vatnsgeymarnir
hafa alveg tæmst á eftirmiðdög-
unum og síðustu tvo morgnana'
hafa þeir ekki náð að fylla sig
yfir nóttina, en það hefir ekki
komið fyrir mjög lengi. Við
héldum því fyrst, að um bilun
á aðalleiðslum væi'i að ræða, en
engin slík bilun hefir fundist,,
og nægilegt vatnsmagn er í
Gvendarbrunnum, svo að þetta
hlýtur að stafa af óvenjulegri
eyðslu."
Hve mikið vatnsmagn er á-
ætlað fyrir hvern bæjarbúa?
„Aðfærsluæðarnar flytja 240
ltr. á sek. til bæjarins, og út frá
því má reikna hve margir lítrar
koma á hvern íbúa á sólarhring,
þegar vilað er um íbúatöluna.
Nú er ekki vitað hve breska
setuliðið er f jölment, en sé gert
ráð fyrir að í bænum séu 61
þúsund manns verður skamtur
hvers íbúa 340 ltr. Sá gert ráð
fyrir, að íbúarnir hér séu 65
þús.,~ætti vatnseyðsla á hvern
ibúa að nema 320. ltr. á sólar-
hring, en séu íbúarnir 70 þús.
ætti eyðslan að vera á sama hátt
300 Itr. á sólarhring, Til sam-
anburðar má geta þess, að er-
lend reynsla er sú, að borgir
þurfi þeim mun meira vatn
fyrir hvern ibúa, sem þær eru
stærri, en þó er ekki reiknað
með að þurfi nema 100—200 ltr.
á íbúa á sólarhring fyrir stór-
borgir, sem i eru 100 þúsund i-
búar, eða þar yfir. t smáborg-
um er eyðslan reiknuð alt nið-
ur í 40—50 ltr. á mann yfir sól-
arhringinn."
í hverju liggur þá þessi gíf-
urlega umfrámeyðsla?
„Reynslan hefir sýnt, að
vegna fiskþvottanna hér þurfti
töluvert miklu meira vatn en
þetta, og þegar vatnsveitan var
aukin síðast, var gengið út frá
þvi, að hún nægði 50 þús. íbú-
um, þótt þeir notuðu 400 ltr. ,á
sÖlarhring að meðaltali. Þegar
tillit er tekið til þess, að nú eru
engir fiskþvottar, og að minna
er notað af vatni til baða en
venjulega, végna þess hvé kol
eru dýr, þá er það augljóst, mið-
að við þær tölur, sem hér haf a
verið raktar, að víða hlýtur að
vera farið mjög ósparlega með
vatnið, og að nægjanlegt vatn
er handa öllum þeim, sem hér
dvelja, ef skynsamlega er á
haldið."
Getur ekki stafað af þessu
allmikil hætta, auk óþægind-
anna ?
Kris tjan kon ungur X.
sjötíu ára í dag.
j
„Þetta er auðvitað mjög al-
varlegt mál, ef eldsvoða ber að
höndum. Ef t. d. kviknaði i hús-
um samtímis á Skólavörðuholt-
inu og á Landakotshæð, gæti
það tekið mjög langan tíma að
ná vatni til beggja staðanna, og
það yrði þvi aðeins gerlegt, að
lokað yrði fyrir vatnsrensli til
annara hluta bæjarins. Til þess
að bæta úr þessu verður fólk að
fara skynsamlega með vatnið.
Stækkun á leiðslum til bæjarins
kemur ekki til greina, eins og
sakir standa, sökum þess, að
vatnsveitan er nægjanlega stór
fyrir bæinn, en auk þess myndi
slík stækkun taka langan tima
og verða um seinan. Þegar hita-
veitan er komin upp sparast all-
mikið af drykkjarvatni, sem nú
fer til baða og þvotta, og þeim
mun mintii ástæða er til að
stækka vatnsveituna fyrst um
sinn."
Hvaða ráðstafanir hafa verið
gerðar til þess að draga úr
vatnsnotkuninni ?
„Bæjarverkfræðingur hefir
þegar snúið sér til bresku her-
stjórnarinnar hér, með tilmæl-
um um að hún hlutaðist til um
að setuliðið sparaði vatnsnotkun
Frh. á bls. 3.
De Gaulle geíst
upp í Dakar.
Ný áxás á Gibraltar.
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
De Gaulle hefir dregið liðs-
afla sinn frá Dakar i frönsku
Vestur-Afriku og hefir verið
birt löng greinargerð um það
efni í London. De Gaulle vill
ekki, að Frakkar berjist inn-
byrðis. Breska stjórnin studdi
De Gaulle að beiðni hans, og
var einnig samþykk seinni
ákvörðun hans, þvi að stefna
hennar sé ekki að herja á þá
Frakka, sem vilja sýna Vichy-
stjórninni trygð.
Hundrað franskar sprengju-
flugvélar, sennilega frá Mar-
okko, gerðu árás á Gibraltar-
klett í gær. Var varpað niður um
300 sprengjum og urðu skemdir
á byggingum, vegum og göml-
um virkjum. Talsverðar skemd-
ir urðu á einkaeignum, en hern-
aðarlegt tjón lítið og manntjón
sára lítið.
Skothriðin úr loftvarnabyss-
unum í Gibraltar var mjög á-
köf og voru a. m. k. 3 franskar
flugvélar skotnar niður, en
sennilega 5. - Lof tárásir Frakka
á Gibraltar mælast illa fyrir i
Bandarikjunum og segja blöðin
í New York, að Vichy-stjórnin
— að þvi er virðist af frjálsum
vilja — reki erindi möndulveld-
anna.
26
ir í«.
Flugmálaráðuneytið breska
tilkynnir, að 26 þýskar f lugvélar
hafi verið skotnar niður í gær.
Að minsta kosti 18 þ'eirra voru
stórar siirengjuflugvélar og sést
af þessu, að Þjóðverjum verða
ekki þau not af þvi sem þeir
ætlúðu að láta mikla mergð or-
ustuflugvéla verja sprengju-
flugvélarnar. —
Þýskar flugvélar flugu i
.skyndi yfir úthverfi Lundúna-
borgar í nótt sem leið og var
varpað niður nokkrum sprengj-
um, en tjón varð tiltölulega
lítið.