Vísir - 27.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 27.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Samkomulag milli Spánar, Þýskalands og Italíu — ^Sögnlegt mikilvæ^t skjal« Samkvæmt fregn, sem United Press hefir borist frá Berlín, verður undirskrifað samkomulag á hádegi í dag, í kanslarahöllinni, og standa eftirtöld ríki að samkomulaginu: Þýskaland, ítalía og Spánn. í fregninni segir, að hér sé um „sögulega mikil- mikilvægt skjal“ að ræða. Það varð kunnugt í gærkveldi, að Ciano greifi, utan- ríkismálaráðherra ítalíu, væri á leiðinni til Berlínar og var hann væntanlegur þangað í morgun. Hann, von Ribbentrop, utanríkismálaráðherra Þýskalands og Serr- ano Suner, spænski ráðherrann, sem verið hefir í Ber- lín að undanförnu, munu undirskrifa skjalið. Það verður að vísu ekkert fullyrt um hvers efnis þetta samkomulag muni vera, en það er kunnugt, að möndulveldin hafa að undanförnu lagt fast að Spán- verjum, að taka þátt í stríðinu með þeim, og er ætlað, að möndulveldin hafi boðið Spáni auknar nýlendur í Afríku, fyrir þátttökuna. Aðrar heimildir segja hins- vegar að trúa skuli varlega öllum slíkum fregnum. Er það kunnugt, að Franco hefir viljað komast hj4 þátttöku í styrjöldinni, en hvort hann hefir orðið að láta undan kröfum Hitlers kemur væntanlega í ljós í dag eða næstu dagá. Banjialag milli Þýska- lands, Italíu og Japan - en ordrómurinn um Spán þagnar ekki. I síðari fregnum segir svo: Þýska útvarpið hefir tilkynt, að Þýskaland, Íalía og jTapan hafa gert með sér sáttmála sem gilda á í 10 ár. Sáttmálinn er stjórnmála-, fjárhags- og viðskifta- og hernaðarlegs eðlis, en ekki gert ráð fyrir, að möndul- veldin taki þátt í Kínastyrjöldinni, né Japanir í styrj- öldinni milli Þjóðverja og ítala annarsvegar og Breta og samherja þeirra hinsvegar. Eitt höfuðatriði sáttmál- ans virðist vera, að Japanir viðurkenna forystu mönd- ulveldanna í Evrópu, en þau forystu Japana í málefnum Austur-Asíu. —’ Orðrómurinn um Spán , hefir ekki hjaðnað. Nýjar loftárásir s. 1. nótt. 46 manns bjargað eft- ir 6 daga hrakninga, . í stórsjó á midju Atlantsliafi. Þriðjudag í fyrri viku var flutningaskipinu City of Benaris sökt í Atlantshafi og var tilkynt nokkuru síðar, aS af 400 manns hefði 294 farist, þar af 83 af 90 flóttabömum, sem voru á leið til Kanada. — Nú er kunnugt, að 46 manns til af farþégum og skipverjum þessa skips hafa bjargast, eftir 6 daga volk og mikl- ar raunir í rúmsjó. Fólkið er nú kornið til breskrar hafnar. — London í morgun. Það var tilkynt í London snemma í morgun, áð breskar sprengjuflugvélar hefðu gert nýjar árásir á ýmsar liersjöðv- ar Þjpðverja á meginlandinu s.l. nótt. Nánari fregnir af þessum árásum vantar, en víst er, að enn voru gerðar harðar árásir á „innrásarhækislöðv- arnar“ við Ermarsund. Það er nú kunnugt að í á- rásinni á flotahöfnina i Kiel i fyrrinótt var varpað sprengj- um nálægt orustuskipinu Scharnhorst, sem iðulega hefir orðið fyrir árásum áður. Árás- ir voru einnig gerðar sömu nótt á Liibeck, og hernaðar- staði við Munchen, Wilhelms- haven og víðar. Pólskir' flug- menn tólcu þátt í leiðangrun- um. Talið er, að rafinagnsstöð- in í KJingenberg í Berlín liafi orðið fyrir frekari skemdum járnbrautarstöðvar í Charlot- tenburg o. s. frv. Einn flug- maður var á sveimi í 20 mín. yfir norðurliluta Berlinar, þrátt fyrir ákafa skothríð úr loftvarnahyssum. Allar bresku flugvélarnar komu heim aftur. 34 ÞÝSKAR FLUGVÉLAR SKOTNAR NIÐUR í GÆR. 34 þýskar flugvélar voru skotnar niður i ^gær og voru 15 þeirra sprengjuflugvélar. 8 hreskar flugvélar voru skatn- ar niður og komust a. m. k. 5 flugmannanna lífs af. Flestar flugvélanna yoru skotnar nið- ur í loftbardögum yfir svæðinu milli Hastings-og Southamp- ton. Tvær þýskar flugvélar komu niður á land og hafði engum sprengjum verið varp- að úr annari. Varð ægileg sprenging, er flugvélin kóm niður. Nokkurt tjón varð í út- borgum Lundúna. Þýskar flugvélar flugu inn yfir úthverfi Lundúna snemma í gærkvöldi og var skothríðin úr loftvarnabyssunum ákafari en nokkru sinni. Fóru flugvél- arnar i ótal hlykkjum og bugð- um, og vörpuðu flugmennirn- ir niður fjölda svifblysa, sem lýstu upp heil hverfi i svip. Varpað var niður sprengikúl- um af stærslu gerð og fjölda ikveikjusprengja. Varpað var De Gaulle ætlar ekki að víkja. Þrátt fyrir það, að De Gaulle liefir sætt gagnrýni fyrir það hversu til tókst í Dakar, er ekld búist við því i London, að liann hætti að vera leiðtogi hinna frjálsu Frakka, þvi að það var tilkynt þar, að liann og þeir, sem honum væri fylgjandi væri staðráðnir í að lialda áfram bar- áttunni, þar lil Frakkland yrði frjálst aftur. Jafnfram var þvi yfir lýst, að Frakkar í Franska Kamerun liefði lýst yfir á ný, að þeir myndi í engu livika og styðja De Gaulle og stefnu hans áfram. De Gaulle liefir sætt harðastri gagnrýni vestan hafs, þar sem möönum eru mikil vonbrigði að því, að Dakar skuli vera áfram á valdi Vichystjórn- arinnar — og þar af leiðandi að þvi ^er ýms blöð veslra halda fram — undir áhrifavaldi mönd- ulveldanna. sprengjum á ýms hverfi í Lon- don aðallega úthverfi í norð- ur- og norðvesturhlutanum og vesturhlutanum. Er frá leið dró úr árásunum og tókst flug- vélunum ekki að komast inn yfir miðhluta borgarinnar. Miklar árásir voru gerðar á Ermarsundshafnirnar í gær- kvöldi og livarvetna á Frakk- landsströndum loguðu miklir eldar. Þrátt fyrir að rigning var og lágskýjað, var árásin í jafnstórum stil og nokkru sinni. Fjöldi manna safnaðist saman á ströndinni við Dover og mátti greinilega sjá, er sprengjum var varpað á á- kvéðna staði, því að miklir blossar gusu upp í hvert skifti sem sprengjum var varpað. 14 ÞÝSKAR FLUGVÉLAR SKOTNAR NIÐUR í MORGUN. London á hádegi. Þjóðverjar gerðu tilraun til loftárásar á London árdegis í dag, en vanalega gera þeir á- rásir sínar á London síðari hluta dags, eða að kveld- og næturlagi. — Breskar orustu- flugvélar flugu móti þýsku sprengjuflugvélunum og skutu 14 þeirra niður, sumar yfir úthverfum Lundúna. — Loftikcyti tek- in ii r í§leiisk< iiiu tog;iii'ain. Það fregnaðist fyrir nokk- uru, að breska herstjórn- in hefði heimtað að loft- skeytatæki yrði tekin úr ís- lenskum skipum. Hvernig þeim málum er háttað veit Vísir ekki að svo stöddu, nema það er staðreynd, að nýlega eru togararnir „Gyll- ir“, „Þórólfur“ og „Max Pemberton“ komnir frá Eng- landi og voru loftskeytatækin tekin úr þeim öllum þar. Það var Sunderland flugbát- ur (ástralskur), sem fann björgunarbátinn. En þar sem flugbátur þessi, er hafði verið að fylgja skipaflota, var ben- sinlitill, gerði liann öðrum Sunderlandflughát aðvart, eft- ir að hafa flogið lágt yfir bát- inn til þess að gefa honum merki. Hinn flugbáturinn flaug einnig j'fir björgunarbátinn, en þeir, sem í honum voru, kúrðu flesth' niðri í bátum, en reynt hafði verið að setja upp segl. Flugbáturinn ætlaði að lenda, en náði þá sambandi við herskip, sem kom á vett- í óvarpinu er benf á það, að Þjóðverjar hafi tekið sér vald til þess að fara með hin miltilvæg- ustu mál norsku þjóðarinnar, bæði innan- og utanríkismál, og verði Norðmenn að sætta sig við að þýsk lögregla ráði í landinu og þýskir dómstólar dæmi i málum þeirra. Þá er vikið að því að enginn maður úr flokki Quisling' (Nasjonal samling) hafi nokkuru sinni komist á þing. Nygaardsvold, sem las upp ávarpið í nörska útvarpið í London, lagði mikinn þunga á Skip með íslensk- an farra ferst við Skotland. Nýlega hefir færeyskt skip, er var í förum milli Islands og Skotlands farist við Skotlands- strendur. Bar skeytum ekki fyllilega saman um, hvort það hefir aðeins strandað eða sokk- ið, en hvorttveggja getur verið rétt. Eftir skeytum að dæma, mun það þó ekki hafa farist af hernaðaraðgerðum. Skipið liét „Union Jack“, 80— 90 smálestir brúttó að stærð, og hefir það verið tekið á leigu af íslenskum útgerðarmönnum frá þvi í vor. Nú siðast var það með ísfiskfarm frá Vestmannaeyjum og mun hann undir öllum kring- umstæðum vera glataður. Hann var vátrygður. Átta manna á- höfn var á skipinu og bjargað- ist hún. *t> vang og hjargaði fólkinu. Sex börn voru meðal þeirra, sem í bálnum voru, og liafa þvi 13 börn af 90, sem voru á City of Benaris, bjargast. Sagt er, að ekki liafi verið nema fátt fólk i bátnum upp- haflega, en liitt var dregið inn í bátinn, eftir að það liafði hrakist á floli í sjónum, á bjálkum og flekum. Aðeins tvö teppi voru í bátnum og var þeim vafið um dreng, sem var veikur. Stórsjór var mestan timann, sem fólkið var að Iirekjast um 600 niílur frá landi. þau orð, að aðeins föðurlands- svikarar hefði getað tekið sæti í liinni nýjíTstjórn i Noregi. Bað. Nygaardsvold norsku þjóðina um að vera þolgóða og staðfasta og trúa því, að Noregur yrði frjáls aftur. Hákon*Noregskonungur flutíi ræðu, er Nygaardsvold hafði lokið máli sínu, og kvaðst vera i öllu samþykkur yfirlýsing- unni. Kvaðst hann óvalt mundi fylgja kjörorði sínu: „Alt fyrir Noreg“, sem hann tók sér 1905, er liann gerðist konungur Norð- manna. Hátíðahöldin í tilefni af konungsafmælinu, I gær fór hátíðaguðsþjónusta fram kl. 1 i dómldrkjunni i til- efni af sjötugsafmæli Kristjáns konungs X. Yar fjölment í kirkjunni og voru þar ráðherr- ir landsins, fulltrúar erlendra ríkja og ýmsir lielstu embættis- menn landsins samankomnir. Sigurgeir Sigurðsson biskup prédikaði. I Landakotskirkju var einnig lesin messa í tilefni af afmæli konungs. Heillaóskaskeyti voru send héðan til konungs, þ. á. m. frá ríkisstjórninni, en sendiherra Dana tók á móti gestum frá kl. 4—6 síðd. og mætti þar mildll fjöldi manna, innlendra sem erlendra. Fánar hlöktu viðsvegar yfir hænum í gær í tilcfni af afmæl- inu. Charles de Gaulle. Toflarinn „Þdrdlf- ur“ bjarpr 30 manns. 1 siðustu ferð sinni til Eng- lands bjargaði togarinn „Þórólfur“ um 175 mílur frá Skotlandi 30 manna áhöfn af norsku skipi frá Osló, sem þýskur kafbátur hafði skotið tundurskeyti á. Tundurskeytinu var skotið kl. 3/2, en kl. 5 >/2 tók „Þór- ólfur“ mennina um borð, og þá var skipið enn ekki sokk- ið. Mennirnir voru fluttir til Fleetwood. Kvcikt á viimi- um aftnr. Vegna þeirrar óánægju, sem myrkvun vitanna hefir leitt af sér rneðal sjómanna, hóf ríkis- stjórnin samkomulagsumleit- anir á ný við bresku herstjórn- ina, um að kveikt yrði aftur á þeim vitum við strendur ís- lands, sem sjómenn teldu nauð- synlegast að logaði á. Scott aðmiráll, sem liefir með þessi mál að gera fyrir hönd herstjórnarinnar, tók málaleit- un þessari vel og logar nú aftur á þessum vitum: Akranesvita, Öndverðarnesvita, SvalVogavi la, Gjallarvita, Gjögurvita, Grims- eyjarvita við Steingrímsfjörð, Skagatárvita, Flateyjarvita á Skjálfanda, Hvanneyjarvita og Ingólf sliöf ðavi ta. Enda þótt mikil hót sé að þessu, er þetta þó ekki fullnægj- andi lausn á þessum málum og sérstaklega her nauðsyn til að kveikt verði á vitum í námunda við verslöðvarnar, t. d. Sand- gerðistvila o. fl. upp úr ái'amót- um, eða þegar róðrar hefjast. Nýr viti hefir verið bygður við innanverðan Borgarfjörð, svokallaður Rauðanesviti, fyrir innsiglinguna til Borgax'ness. — Logar nú þegar á lionum. Hins- vegar vex'ður slökt á Raufar- hafnarvita frá 1. okt. n. k. ------- 11 ■r—i ------— Alþýðuskólinn tekur til starfa 15. næsta mánað- ar. Þar verSur kend. íslenka, enska, danska, reikningur og bókfærsla, bæði í byrjenda- og framhaldsdeild. Auk þess starfa námsflokkar í ís- lensku og ísl. bókméntum, hagfræði og félagsfræði, landafræði, sögu o. fl., ef óskað er. — Alþýðuskólinn er einhver ódýrasti skóli þessa lands og er hann einkar hentugur fyrir þá, sem vinna að deginum og hafa ekki annan tírna til nárns en kvöld- in. Dr. Símon Jóh. Ágústsson er skólastjóri og tekur hann við ur sóknum og veitir nánari upplýsin ar viðvíkjandi skólanum. (Sjá au: Hákon konungur og norska ríkisstjórnin vinna áfram að því að Noregur verði sjálfstæður á ný. Ríkispáðsfundup í gær. í gær var hatdinn' fundur í norska ríkisráðinu í London í til- efni af þeim tíðindum, sem gerst hafa í Noregi. Hákon konung- ur var í forsæti á þessum fundi norsku stjórnarinnar. Á fund- inum var samþykt ávarp, þar sem tekið er fram, að hin nýja stjórn hafi að eins við að styðjast ofbeldi innrásarhers. Hákon konungur og ráðherrar hans hafa heitið því, að berjast áfram í nafni norsku þjóðarinnar fyrir frelsi hennar og sjálfstæði Noregs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.