Vísir - 28.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 28.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Si'mi: Auglýsingar > 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla j »- 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 28. september 1940. 224. tbl. Ægilegir loftbardagar 133 þýskar flugvélar skotnar niður. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Ogurlegir loftbardagar voru háðir yfir Englandi í gær. Var komist svo að orði í breskum til- kynningum í gær, að dagurinn yrði nýr rauna- dagur fyrir Göring. Fyrir klukkan hálf fimm síðdegis í gær var búið að skjóta niður 98 þýskar f lugvélar, en í morgun snemma var tilkynt að þær væri komnar upp í 133. Bretar höfðu mist 33 flugvélar, en 16 flugmann- anna höfðu bjargast. Þýsku flugvélarnar komu í stórhópum yfir strendur Kent, Dorset og Thamesárósa. Breskar orustuflugvélar lögðu hvarvetna til atlögu við þær, og urðu hinir hörð- ustu bardagar, og söfnuðust menn víða saman í þús- undatali, til þess að horfa á viðureignina. London og Bristol og Liverpool voru aðalborgirnar sem reynt var að komast til, einkanlega London. Komust Messer- schmidtflugvélar inn yfir miðja borgina. Er talið, að Þjóðverjar hafi teflt fram 600—700 flugvélum í gær, aðallega í 4 hópum, en öllum var þeim tvístrað, en ein- stakar flugvélar komust inn yfir úthverfi Bristol og London. Þetta voru alt árásir í björtu. Með kveldinu hófust árásir á London á ný, aðallega einstakra flug- véla. Árásir voru gerðar á borgir í Midlands, og borgir í Skotlandi. Tjón varð allmikið á ýmsum stöðum, bæði manntjón og eigna. Bretar segjast hafa skotið niður fyrir Þjóðverjum í mán*- uði þeim, sem nú er að líða, yfir 1000 flugvélar, en í ágúst 1300. Er þetta flugvélatap Þjóðverja afar tilfinnanlegt, og þó einkum flugmannatapið. Bretar og Þjóðverjar skiftust á skotum í gær yfir Doversund, af langdrægum fallbyssum. Og báðir aðilar sendu flugvélar yfir sundið til árása á fallbyssustæð- in. Enn um flugvélatjón Þjóðverja. Það er bent á það í breskri til- kynningu að í loftbardögum s. I. fimtudag yfir Englandi, bafi 31 þýsk flugvél verið skotin niður yfir svæði, þar sem Bretar áttu að hafa lagt á flótta, að því er þýska útvarpið segir. Enginn Störþ ngs- maðnr fylgir Qnisling. Hákon VII. Norðmannakon- ungur benti á það í útvarpsræðu sinni í vikunni, að ekki einn ein- asti Stórþingsmaður hefði geng- ið í lið með Quisling, formanni Nasjonal samling, og stutt hann til þess að mynda þýska lepp- stjórn í Noregi, eða á nokkurn hátt gefið í skyn, að þeir vildi vinna með Terbogen, landstjóra Þjóðverja. Hll iiniif sl oano ifálí ínrir ! Ríkisskuldir Þýskalands aukast. Rikisskuldir Þýskalahds juk- ust í júlí um 59.160 miljónir ríkismarka. London i morgun. Mjólkurbúðasendlarnir koma á hverjum morgni með mjólk- urflöskurnar heim til íbúa Lundúnaborgar, *segir einn af fréttariturum Evening Stand- ard, þrátt fyrir loftárásirnar. Þetta og fleira þykir kannske ekki mikilvægt i fljótu bragði, en það sýnir, að aðflutningar á mjólk til borgarinnar haldast óhindraðir og að það er unt að koma henni reglulega til neyt- endanna. Það kann að koma fyrir dagur og dagur, að mjólk- ursendillinn komi nokkuru seinna en vanalega, en allir Lundúnabúar munu viður- kenna, að mjólkursendlarnir hafa komið á hverjum einasta morgni. Eg spurði einn mjólk- ursendilinn, hvernig þetta væri unt, og hann sagði, að það staf- aði mikið af því, að mjólkur- flutningarnir hefði verið skipu- lagðir fyrir striðið, með það fyrir augum, að erfiðleikar sköpuðust af völduin styrjald- arinnar. Þannig kæmi það af sjálfu sér, að ef skemdir yrði á einhverju mjólkurbúi, væri mjólkin send til hreinsunar eða vinslu í einhverju hinna, og af- greidd þaðan. Næturlæknir í nótt: Halldór Stef ánsson, Rán- argötu 12, sími 2234. ASra nótt: Sami. NæturvörSur í nótt í Ing- ólfs- og Laugavegs apótekum. Aðra nótt: I lyfjabúöinni iSunni og Reykjavíkur apóteki. Næturakstur. Allar stöBvar opnar í nótt. Aöra nótt hefir Litla bílstöðin, Lækjar- torgi 1, sími 1380, opi'S. Z%%£.;jl-.vy,--.?, '':•.:¦¦¦: '..^^ti^ÆýwxMÍ-M-^^M^f^W^ ÞEGAR LANGDRÆGU FALLBYSSURNAR ERU í NOTKUN. Þessi mynd var tekin, er Þjóðverjar tóku í notkun binar Jangdrægu fallbyssur sínar við Ermarsund, og skutu á skipaflotá, sem var á leið um Doversund. Bretar segja, að Þjóðverjum hafi ekki tekist að sökkva neinu skipanna. — Myndin sýnír þrjú skipanna í flotanum og sjáv- :arrótið, þar sem tvxer í'allbyssukúlur hai'a farið i sjóinn. Loftskeytatæki togaranna. Von um heppilega lausn Eins og f rá hef ir verið skýrt hér í blaðinu hef ir breska flotamálaráðuneytið skipað svo fyrir, að loftskeytatæki séu tekin úr þeim íslenskum togurum og öðrum skipum, sem sigla á Bretland. Þessi ráðstöfun hefir mælst mjög illa fyrir og hefir ríkisstjórnin unnið kappsamlega. að því að fá leiðrétt- ingu í þessu máli. ^amkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk fyrir há- degið í dag, hefði ríkisstjórninni í morgun borist sím- skeyti frá erindreka vorum í London, sem gef ur góðar vonir um að lausn f áist í þessu máli. Frá hæstarétti I gær var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu Réttvísin og valdstjórnin gegn Birni Guð- mundssyni bifreiðastjóra. Málavextir eru þessir: Hinn 20. október s. 1., um kl. 6 e. h., kom ákærði akandi í bif- reið sinni, R. 177, sem.er vöru- bifreið, austur Hafnarstræti hér í bænum. Þegar hann kemur móts við húsið nr. 19 við Hafn- arstræti, stendur vinstra megin á götunni stór fólksflutninga- bifreið, G. 202, og ætlar ákærði að fara fram hjá bifreið þessari hægra megin. En þegar hann er komin á móts við bifreiðina, er henni ekið af stað og beygir hún þvert út á götuna til hægri handar, til þess að komast fram hjá annari bifreið, sem stóð á götunni rétt fyrir framan G. 202, Til þess að forðast árekst- ur við bifreiðina G. 202 beygir ákærði alveg út á hægri kant götunnar. í sömu svifum sá á- kærði mann koma vestur göt- una um 5—6 metra frá bifreið hans. Maður þessi ók hjólbörum á undan sér og var yst á sinum kanti götunnar. Þegar ákærði sá, hvað stutt var milli bifreið- arinnar og mannsins, brá hon- um svo mjög, að hann misti vald yfir sjálfum sér og bifreið- inni og ók á mann þennan án þess að hemla bifreiðinni eða gera aðrar ráðstafanir til'þess að forðast slys. Ók ákærði beint upp á gangstéttina, og hraktist maður þessi á undan bifreiðinni um 10 metra eftir gangstéttinni, "Tþar til bifreiðin nam staðar við tröppur Hótel Heklu. og klemd- ist maðurinn milli framenda bifreiðarinnar og hústrappanna að Hótel Heklu. Skorðaðist bif- reiðin ' þarna, en f ólk sem bar þarna að bar hana til, svo hægt væri að losa mauninn, Guðmund Gislason. Var hann fluttur á Landspítalann og andaðist af völdum slyssins sama dag. Héraðsdómarinn taldi ákærða Björn hafa orðið valdan að slys- inu sakir skorts á nægilegri varkárni og hlaut hann 30 dagá einfalt fangelsi. Þá taldi héraðs- dómarinn að varhugavert væri að láta mann, sem gæti í jafn rikum mæli og ákærði, mist stjórn á sjálfum sér, halda rétti til bifreiðarstjórnar og svifti hann ökuleyfi æfilangt. — 1 hæstarétti var ákærði dæmd- ur i 30 daga yarðhald, samkv. hinum nýju hegningarlögum og ákvæðin um sviftingu ökuleyfis staðfest. Segir svo i forsendum hæstaréttardómsins Hafi bilar þeir, sem fyrir voru á götunni, byrgt ákærða útsýn, þá hefði hann átt að haga akstri sínum með það fyrir aug- um, að vegfarendur væru þar í hvarfi, en hafi hann séð austur* veginn, hefði hann átt að verða nægilega snemma manns þess var, sem fyrir bil hans varð, og afstýra slysinu. Hvort sem verið hefir, verður þvi að telja, að á- kærði hafi af gáleysi orðið slyss- ins valdur. Þetta brot hans varðar við 215. sbr. 2. gr. hegn- ingarlaga r. 19/1940 og 6. sbr. 14. gr. laga nr. 70/1931, og þyk- ir refsing hans með hliðsjón af 77. gr. laga nr. 19/1940 hæfi- lega ákveðin varðhald 30 daga. Sækjándi málsins fyrir hæsta- rétti var hrm. Sveinbjörn Jóns- son, en verjandi hrm. Ólafur Þorgrímssn. Loftárásir Breta á Mskar olíuvinsln- stöðvar. Oskar Tokayer, hinn þekti sérfræðingur i olíumálum, ritar grein i „Daily Telegráph" um árangur þann, sem breski flug- herinn hefir náð i sprengjuárás- um sínum á þýskar olíuvinslu- og hreinsunarstöðvar. „Til þess að fá greinilega hug- mynd um eyðileggingarstarf- semi breska flughersins, verður að gera sér grein fyrir eðli oliu- stöðyanna, en þær eru með þrennU móti: 1) olíu- og bensín- gejanslustöðvar, sem taka við innfluttu eða framleiddu ben- síni og dreifingu þess um land- ið, 2) hreinsunarstöðvar og 3) olíuvinslustöðvar, sem vinna olíu úr kolum, og hafa þær éiml- ig geysistói'a olíugeyma. 1. Geymslustöðvarnar eru venjulega í aðal-höfnum lands- ins, svo sem t. d. Hamborg, Bremen, Rotterdam, Antwerp- en og Rouen. Iðnaðarhéruð inni i landi, eins og Rínar- og Ruhr- héröðin, fá olíu sína frá iðnað- armiðstöðvum við fljótið Rín — Duisburg, Köln, Dússeldorf, Mannheim eða Frankfurt. En hvað svo sem olíubirgðum líð- ur á þessum stöðum, éru aðal- geymslustöðvarnar altaf í höfn- unum við sjóinn. — Þessar geymslustöðvar Þjóðverja eru nú óðum að tæmast eða tæmdar, bæði vegna eyðslu og loftárása breska flughersins. Hinsvegar er ekki hægt að endurnýja birgðir þessar, vegna hafnbanns- •ins. Enn eiga Þjóðverjar miklar birgðastöðvar i mið-, suður- og austurhluta Þýskalands, og er þeim að mestu óhætt fyrir árás- Um Breta enn þá, þó að árásirn- ar á Leuna-stöðvarnar sýni, að innan skamms megi Þjóðverjar vænta árása á þessar stöðvar líka. 2. Um hreinsunarstöðvarnar gildir sama máli. Flestar hreins- unarstöðvarnar i Vestur-Þýska- landi hafa orðið fyrir árásum, enda margar eyðilagðar, eink- um kringum Hamborg og Bremen. Hreinsunarstöðvar í Hollandi, Belgiu og Norður- Frakklandi hafa einnig verið eyðilagðar, sumpart af herjum bandamanna á undanhaldi, sumpart með loftárásum. Hrá- oliu sína verða Þjöðverjar nú yfirleitt að flytja til Austurríkis eða Tékkóslóvakíu til hreinsun- ar, og leggur þetta auknar byrðar iá samgöngukerfi þeirra, sem sannarlega má ekki við meiru. 1 3. Þýðingarmikill þáttur i olíumálum Þjóðverja eru stöðvar þær, sem framleiða olí- ur og bensín úr brúnkolum. Aðalstöðvarnar eru: Brúnkola- stöðin i Leuna (Mið-Þýska- landi), ennfremur Böhlen, Mag- deburg, Zeitz og Schwartz- heide. Er árleg framleiðsla þessara stöðva um IV^ miljón smálesta. •— Kolastóðin í Ruhr og brúnkolastöðvarnar í Rínarbygðum, Gelsenkirchen, Essen, Kastroprauxel, Kamen, Sterkrade-Holten og Wesseling framleiða samtals um mil- jón smálesta á ári. Auk þessa eru nokkurar minni verksmiðjur hjá Pölitz, nálægt Stettin, i Slésjgg.og BrUx í Sudetahéruð- unum. Ekki er kunnugt um framleiðslu þessara stöðva, en samkvæmt fjögra ára áætlun Görings ætti olíuframleiðsla alls Þýskalands að nema um 3 mil- jónum smálesta á ári, ef engar skemdir hefði orsakast af loft- árásum. Allar þessar stöðvar eru í mikilli hættu af loftárásum, einkum stöðvarnar í mið- og vesturhluta landsins, en þær framleiða mestan hlutann af kolabenzíni. Leuna-verksmið j - urnar, sem margar loflánásir hafa verið gerðar á, framleiða um % af allri framleiðslu úr brúnkolum í miðhluta landsins, en auk þeirra hafa loftárásir verið gerðar á flestar aðrar verksmiðjur í þessu héraði og allar í vesturhluta Jandsins, svo að tjónið hlýtur að vera ógur- Iegt. Loks ber að geta þess, að allar kolaverksmiðjur Þjóðverja framleiða um % af öllu benzíni, sem í þýskum löndum er fram- leitt, jiar með talið Austurríki, Tékkóslóvakía og Pólland, og verður það þá ljóst, að lof tárás- irnar á þessar verksmiðjur eru síst þýðingarminni heldur en hafnbannið, hvað bensíni við- kemur."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.