Vísir


Vísir - 28.09.1940, Qupperneq 1

Vísir - 28.09.1940, Qupperneq 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 28. september 1940. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla — 224. tbl. Ægilegir loftbardagar í gær 133 þýskar flugvélar skotnar niður. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Ogurlegir loftbardagar voru liáðir yfir Englandi í gær. Var komist svo að orði í breskum til- kynningum í gær, að dagurinn yrði nýr rauna- dagur fyrir Göring. Fyrir klukkan hálf fimm síðdegis í gær var búið að skjóta niður 98 þýskar flugvélar, en í morgun snemma var tilkynt að þær væri komnar upp í 133. Bretar höfðu mist 33 flugvélar, en 16 flugmann- anna höfðu bjargast. Þýsku flugvélarnar komu í stórhópum yfir strendur Kent, Dorset og Thamesárósa. Breskar orustuflugvélar lögðu hvarvetna til atlögu við þær, og urðu hinir hörð- ustu bardagar, og söfnuðust menn víða saman í þús- undatali, til þess að horfa á viðureignina. London og Bristol og Liverpool voru aðalborgirnar sem reynt var að komast til, einkanlega London. Komust Messer- schmidtflugvélar inn yfir miðja borgina. Er talið, að Þjóðverjar hafi teflt fram 600—700 flugvélum í gær, aðallega í 4 hópum, en öllum var þeim tvístrað, en ein- stakar flugvélar komust inn yfir úthverfi Bristol og London. Þetta voru alt árásir í björtu. Með kveldinu hófust árásir á London á ný, aðallega einstakra flug- véla. Árásir voru gerðar á borgir í Midlands, og borgir í Skotlandi. Tjón varð allmikið á ýmsum stöðum, bæði manntjón og eigna. Bretar segjast hafa skotið niður fyrir Þjóðverjum í mán- uði þeim, sem nú er að líða, yfir 1000 flugvélar, en í ágúst 1300. Er þetta flugvélatap Þjóðverja afar tilfinnanlegt, og þó einkum flugmannatapið. Bretar og Þjóðverjar skiftust á skotum í gær yfir Doversund, af langdrægum fallbyssum. Og báðir aðilar sendu flugvélar yfir sundið til árása á fallbyssustæð- in. Enn um flugvélatjón Þjóðverja. Það er bent á það i breskri til- kynningu að í loftbardögum s. 1. fimtudag yfir Englandi, bafi 31 þýsk flugvél verið skotin niður yfir svæði, þar sem Bretar áttu að hafa lagt á flótta, að því er þýska útvarpið segir. Enginn Stórþ ngs- maðnr fylgir Qnisling. Hákon VII. Norðmannakon- ungur benti á það í útvarpsræðu sinni í viku'nni, að ekki einn ein- asti Stórþingsmaður liefði geng- ið í lið með Quisling, formanni Nasjonal samling, og stutt liann til þess að mynda þýska lepp- stjórn í Noregi, eða á nokkurn hátt gefið í skyn, að þeir vildi vinna með Terbogen, landstjóra Þjóðverja. i Ríkisskuldir Þýskalands aukast. Rikisskuldir Þýskalands juk- ust i júlí um 59.160 miljónir rikismarka. 1 leiiir sln vaia- giio hrált (yrlr loltárásirnar. London i morgun. Mjólkurbúðasendlarnir koma á hverjum morgni með mjólk- urflöskurnar heim til íbúa Lundúnaborgar, .segir einn af fréttariturum Evening Stand- ard, þrátt fyrir loftárásirnar. Þetta og fleira þykir kannske ekki mikilvægt í fljótu bragði, en það sýnir, að aðflutningar á mjólk til borgarinnar haldast óliindraðir og að það er unt að koma henni reglulega til neyt- endanna. Það kann að koíha fyrir dagur og dagur, að mjólk- ursendillinn komi nokkuru seinna en vanalega, en allir Lundúnabúar munu viður- kenna, að mjólkursendlarnir liafa komið á hverjum einasta morgni. Eg spurði einn mjólk- ursendilinn, hvernig þetta væri unt, og liann sagði, að það staf- aði mikið af þvi, að mjólkur- flutningarnir hefði verið skipu- lagðir fyrir stríðið, með það fyrir augum, að erfiðleikar sköpuðust af völdum styrjald- arinnar. Þannig kæmi það af sjálfu sér, að ef skemdir yrði á einhverju mjólkurbúi, væri mjólkin send til hreinsunar eða vinslu í einhverju hinna, og af- greidd þaðan. Næturlæknir í nótt: Halldór Stefánsson, Rán- argötu 12, sími 2234. ASra nótt: Sami. Næturvöröur í nótt í Ing- ólfs- og Laugavegs apótekum. Aöra nótt: I lyfjabúðinni iSunni og Reykjavikur apóteki. Næturakstur. Allar stöSvar opnar i nótt. ASra nótt hefir Litla bilstöSin, Lækjar- torgi 1, sími 1380, opiS. ÞEGAR LANGDRÆGU FAILBYSSURNAR ERU í NOTKUN. Þessi mynd var tekin, er Þjóðverjar tóku í notkun hinar langdrægu fallbyssur sínar við Ermarsund, og skutu á skipaflota, sem var á leið um Doversund. Bretar segja, að Þjóðverjum liafi ekki tekist að sökkva neinu skipanna. —- Myndin sýnir þrjú skipanna í flotanum og sjáv- :arrótið, þar sem tvær íallbyssukúlur hafa farið i sjóinn. Loftskeytatæki togaranna. Von um heppilega lausn Eins og f rá hef ir verið skýrt hér í blaðinu hef ir breska flotamálaráðuneytið skipað svo fyrir, að loftskeytatæki séu tekin úr þeim íslenskum togurum og öðrum skipum, sem sigla á Bretland. Þessi ráðstöfun hefir mælst mjög illa fyrir og hefir ríkisstjórnin unnið kappsamlega að því að fá leiðrétt- ingu í þessu máli. 8>amkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk fyrir há- degið í dag, hefði ríkisstjórninni í morgun borist sím- skeyti frá erindreka vorum í London, sem gefur góðar vonir um að lausn fáist í þessu máli. Frá liæstai’étti í gær var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu Réttvísin og valdstjórnin gegn Birni Guð- mundssyni bifreiðastjóra. Málavextir eru þessir: Hinn 20. október s. I., um kl. 6 e. li., kom ákærði akandi i bif- reið sinni, R. 177, sem er vöru- bifreið, austur Hafnarstræti liér i bænum. Þegar liann kemur móts við liúsið nr. 19 við Hafn- arstræti, stendur vinstra megín á götunni stór fólksflutninga- bifreið, G. 202, og ætlar ákærði að fara fram hjá bifreið þessari liægra megin. En þegar hann er komin á móts við bifreiðina, er henni ekið af stað og beygir hún þvert út á götuna til hægri handar, til þess að komast fram hjá annari hifreið, sem stóð á götunni rétt fyrir framan G. 202. Til þess að forðast árekst- ur við bifreiðina G. 202 beygir ákærði alveg út á hægri kant götunnar. í sönm svifum sá á- kærði mann koma vestur göt- una um 5—6 metra frá bifreið hans. Maður þessi ók hjólbörum á undan sér og var yst á sinum kanti götunnar. Þegar ákærði sá, hvað stutt var milli bifreið- arinnar og mannsins, brá lion- um svo mjög, að hann misti vald yfir sjálfum sér og bifreið- inni og ók á mann þennan án þess að hemla bifreiðinni eða gera aðrar ráðstafanir lilTþess að forðast slys. Ók ákærði beint upp á gangstéttina, og hraktist maður þessi á undan bifreiðinni um 10 metra eftir gangstéttinni, "^xar til hifreiðin nam staðar við tröppur Hótel Heklu. og klemd- ist maðurinn milli framenda bifreiðarinnar og liústrappanna að Hótel Heklu. Skorðaðist bif- reiðin' þarna, en fólk sem har þarna að bar hana til, svo hægt væri að losa manninn, Guðmund Gíslason. Var hann fluttur á Landspitalann og andaðist af völdum slyssins sama dag. Héraðsdómarinn taldi ákærða Björn hafa orðið valdan að slys- inu sakir skorts á nægilegri varkárni og hlaut hann 30 dagá einfalt fangelsi. Þá taldi héraðs- dómarinn að varhugavert væri að láta mann, sem gæti í jafn rikum mæli og ákærði, mist stjóm á sjálfum sér, lialda rétti til bifreiðarstjórnar og svifti hann ökuleyfi æfilangt. — í hæstarétti var ákærði dæmd- ur i 30 daga yarðhald, samkv. hinum nýju liegningarlögum og ákvæðin um sviftingu ökuleyfis staðfest. Segir svo í forsendum hæstaréttardómsins Hafi bílar þeir, sem fyrir voru á götunni, byrgt ákærða útsýn, þá hefði liann átt að liaga akstri sínum með það fyrir aug- um, að vegfarendur væru þar í hvarfi, en liafi hann séð austur" veginn, hefði hann átt að verða nægilega snemnia manns þess var, sem fyrir bíl hans varð, og afstýra slysinu. Hvort sem verið hefir, verður því að telja, að á- kærði hafi af gáleysi orðið slyss- ins valdur. Þetta brol hans varðar við 215. sbr. 2. gr. hegn- ingarlaga r. 19/1940 og 6. sbr. 14. gr. laga nr. 70/1931, og þyk- ir refsing hans með hliðsjón af 77. gr. laga nr. 19/1940 hæfi- lega ákveðin varðhald 30 daga. Sæþjándi málsins fyrir liæsta- rétti var hrni. Sveinbjörn Jóns- son, en verjandi lirm. Ólafur Þorgrímssn. Loftárásir Breta á þýskar olíuvioslu- stöðvar. Oskar Tokayer, hinn þekti sérfræðingur í olíumálum, ritar grein i „Daily Telegráph'* um árangur þann, sem breski flug- lierinn hefir náð i sprengjuánás- nm sínum á þýskár olíuvinslu- og hreinsnnarstöðvar. „Til þess að fá greinilega hug- mynd um eyðileggingarstarf- semi hreska flughersins, verður að gera sér grein fyrir eðli olín- stöðyanna, en þær ern með þrennu móti: 1) olíu- og bensín- gevmslustöðvar, sem taka við innflnttu eða framleiddu ben- síni og dreifingu þess um land- ið, 2) hreinsunarstöðvar og 3) olíuvinslustöðvar, sem vinna olíu úr kolum, og hafa þær éinil- ig geysistóra olíugeyma. 1. Geymslustöðvarnar eru venjulega í aðal-liöfnum lands- ins, svo sem t. d. Hamborg, Bremen, Rotterdam, Antwerp- en og Rouen. Iðnaðarliéruð inni x landi, eins og Rinar- og Ruhr- héröðin, fá olíu sína frá iðnað- armiðstöðvum við fljótið Rín —- Duisburg, Köln, Dússeldorf, Mannheim eða Frankfurt. En hvað svo sem olíubirgðum líð- ur á þessum stöðum, eru aðal- geymslustöðvarnar altaf í höfn- unum við sjóinn. — Þessar geymslustöðvar Þjóðvei’ja eru nú óðum að tærnast eða tæmdar, bæði vegna eyðslu og loftárása hreska flugliersins. Hinsvegar er ekki hægt að endurnýja birgðir þessai', vegna hafnbanns- «ins. Enn eiga Þjóðverjar miklar birgðastöðvar i mið-, suður- og austurhluta Þýskalands, og er Jxeim að mestu óhætt fyrir árás- Um Breta enn þá, þó að árásirn- ar á Leuna-stöðvarnar sýni, að innan skamms megi Þjóðverjar vænta árása á þessar stöðvar líka. 2. Um hreinsunarstöðvarnar gildir sama ináli. Flestar hreins- unarstöðvarnar í Vestur-Þýska- landi hafa orðið fyrir árásum, enda margar eyðilagðar, eink- um kríngum Hamborg og Bremen. Hreinsunarstöðvar í Hollandi, Belgíu og Norðui’- Frakklandi liafa einnig verið eyðilagðai’, sumpart af herjum bandamanna á undanlialdi, sumpart með loftárásum. Hrá- olíu sína verða Þjóðverjar nú yfirleitt að flytja til Austurríkis eða Tékkóslóvakíu til hreinsun- ar, og leggur þetta auknar byrðar á samgöngukerfi þeirra, sem sannarlega má ekki við meiru. 3. Þýðingarmikill þáttur í oliumálum Þjóðverja eru stöðvar þær, sem framleiða olí- ur og bensín úr brúnkolum. Aðalstöðvarnar eru: Brúnkola- stöðin í Leuna (Mið-Þýska- landi), ennfremur Böhlen, Mag- deburg, Zeitz og Scliwartz- heide. Er árleg framleiðsla þessara stöðva um lýj miljón smálesta. — Kolastöðin í Ruhr og hrúnkolastöðvarnar í Rínarbygðum, Gelsenkirclien, Essen, Kastroprauxel, Kamen, Sterkrade-Holten og Wesseling framleiða samtals um mil- jón smálesta á ári. Auk þessa eru nokkurar minni verksmiðjur hjá Pölitz, nálægt Stettin, i Slésjji,og Brlix i Sudetahéruð- unum. Ekki er kunnugt um framleiðslu þessara stöðva, en samkvæmt fjögra ára áætlun Görings ætti olíufi'amleiðsla alls Þýskalands að nema um 3 mil- jónnm smálesta á ái'i, ef engar skemdir hefði orsakast af loft- árásum. Allar þessar stöðvar eru í mikilli hættu af loftárásum, einkum stöðvarnar í mið- og vesturhluta landsins, en þær framleiða mestan hlutann af kolabenzíni. Leuna-verksmiðj- urnar, sem margar loflánásir hafa verið gerðar á, framleiða um % af allri framleiðslu úr brúnkolum í miðhlnta landsins, en auk þeirra liafa loftárásir verið gerðar á flestar aðrar verksmiðjur í þessu héraði og allar í vesturhluta Jandsins, svo að tjónið hlýtur að vera ógur- legt. Loks ber að geta þess, að allar kolaverksmiðjur Þjóðverja framleiða um % af ölíu benzíni, sem í þýskum löndum er fram- leitt, þar með talið Austurríki, Tékkóslóvakía og Pólland, og vei'ður það þá ljóst, að loftárás- irnar á þessar verksmiðjur eru síst þýðingarminni heldur en hafnbannið, hvað bensíni við- kemur.“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.