Vísir - 28.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 28.09.1940, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F, Ritstjóri: ICristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vopnabnrður á ísiandi. j^AÐ er fátt í liáttum liins hreska setuliðs, sem Is- lendingum fellur jafn illa og það, að hermennirnir skuli ganga vopnaðir, hvar sém þeir fara. Þeir eru ekki eimingii? látnir hera vopii í starfstima sínum, heldur einnig þegar þeir liafa frí. Þeir koma inn í kvik- myndahúsin tugum og liundr- uðum saman með byssur um öxl. Sama er að segja mn kaffi- liús og aðra veitingastaði. Með- . an setið er yfir veitingunum eða horft á myndirnar, leggja þeir frá sér' rifflána. En um leið og staðið er uþp, er gripið til vopnanna að nýju. AIl þetta vopnahark lætur illa í eyrum þjóðar, sem sjálf liefir ekki borið vopn, um margar- aldir, að undanteknum fáeinum mönnum, sem stundað hafa vtjiðiskap með byssu. Meðan alt er með feldu, er ekki um annað að ræða en að mönnum þykir þessi vopna- burður Ieiðinlegur og óviðfeld- inn. En ef svo ber undir, að hermennirnir verða drukknir, fer gamanið af. Það er ekki allsjaldan, sem drukknir íier- menn liafa sést slaga á gölum úti með byssu um öxi. Jafnvel þótt byssan sé óldaðin, er hún ægilegt barefli. En það hefir komið fyrir að druknir her- menn hafa ldeypt úr hyssum sínum, þótt ekki hafi orðið stórslys af svo vitað sé. Það er mikið um þetta talað manna á meðal og er það eindregin ósk allra íslendinga, að bót verði á ráðin. Einn af lögreglustjórum landsins, Bergur Jónsson, bæj- arfógeti í Hafnarfirðí, hefir ný- lega skrifað grein um þetta mál. Iiann kemst þar að orði m. a. á þessa ieið: „Tilgang- ur minn með þessari grein er aðeins að vekji athygli þeirra, sem ráða þessi fyrirkqauilagi á því, að af þcssu gæli hlot- ist hinar æg:l igustu afleiðing- ar, bæði fyrv þ inn, sem ölv- aður er eða verður, hefir vopn i höndum og e.- ef til vill sér- lega leikinu i að beita þeim, og aðra, sem vopnlausir verða á leið slíkra manna“. Fyrstu vikareai’. sem Bretar voru hér, gen gi þeir vopnlaus- ir í frítímui' sínum. Má vel vera, að sú reynsla, sem fékst á meginlandi Evrópu, áður en breski herini livarf þaðán, hafi orðið til þ ísy. að hei't hafi verið á reglunum um vopna- burð. En þótt skotið háfi verið á hermennina af „fimtu her- deildinni“ í Belgíu og Norður- Frakldandi, þá dettur víst eng- um heilvita manni i hug, að slik hætta sé fyrir hendi hér á landi. Því er yfirlýst af Bretum, að þeir óski þess eindregið, að ná- vist þeirra í landi voru skapi þjóðinni sem allra minst óþæg- indi. Því skal heldur ekki neit- að, að full viðleitni hafi verið í þá ált af þeirra hálfu, þótt stundum hafi út af brugðið. En þessi vopnaburður drukk- inna hermanna, er þess eðlis, að hin bresku yfirvöld hljóta að láta sér skiljast, að almenn- ingur hér á landi unir honum hið versta. Það má heita mikil mildi, að ekld liafa orðið stór- slys af. En til þess að fyrir- byggja að druknir hermenn séu með vopn, er engin leið önnur en sú, að taka upp aftur þá venju, sem uppliaflega var, að liermennirnir væru vopnlausir í frítíma sinum. ^Því ekki er hægt að fyrirbyggja það, að hermennirnir nái í áfengi í frí- timanum. Það verður að telja að Bret- um, sé full alvara, að taka tillit til okkar, eftir því sem þeir telja sér frekast unt. Það er ó- hætt að fullyrða, að hér innan- lands er ekki sú hælta fyrir hendi, að liún rétllæti þennan umrædda vopnaburð hermann- anna. Þess vegna verður að vænta þess, að bresku yfirvökl- in sjái sér fært að taka lil greina þær óskir Íslendinga, að hermennirnir verði framvegis látnir ganga vopnlausir i frí- tíma sínum. Bæjarfógetaskifti í í. Vestmannaeyjum Sýslumannaskifti hafa nú orðið í Vestmannaeyjum. Flytur Kristján Linnet hingað til bæj- arins en Sigfús Johnsen fyrv. hæstaréttarritari tekur við sýsl- unni. Sigfús Johnsen, hinni nýi sýslumaður Vestmannaeyinga Jauk lögfræðiprófi við Háskól- ann í Khöfn 1914 með I. eink- unn. Sama ár fékk liann leyfis- bréf sem málaflutningsmaður, en slarfaði svo um tíma sem að- stoðarmaður á stjórnarskrif- stofu íslands í Kliöfn. Arið 1916 kom Sigfús heini, og var þá settur til gegna dóm- arastörfum í Vestmannaeyjum. Var hann þar um hálfs árs skeið, en fluttist þá til Rvíkur og fékk stöðu sem aðstoðarmaður í dómsmálaráðuneytinu. Hann var skiþaður fulltrúi árið 1919 og því starfi gegndi hann um tíu ára skeið, eða uns hann tók við störfum hæstaréttarrit- ara, og þau hafði hann á hendi í sjö ár. Jafnframt hæstaréttarrit- arastörfunum var hann ritstjóri Hæs taréttardóma. Sigfús hafði um skeið eftirlit með fiskveiðalöggjöfinni og dvaldi í þeim erindagjörðum heilt sumar ilorðanlands, Var liann þá jafnframt skipaður setudómari í nokkurum málum í Skagafjarðarsýslu. Einnig var Sigfús um einn tíma endur- skoðandi Áfengisverslunar rik- isins. Hann var einnig kosinn dómari árið 1929 í landamerkja- dóm Reykjavíkur. Þrisvar sinn- um hefir hann siglt til útlanda til að kynna sér nýjungar í nú- tímalöggjöf Norðurlanda. Auk þessara starfa hefir Sig- fús sint allskonar fræðslustörf- um, m. a. verið um 3ja ára skeið kennari í verslunarrétti við Verslunarskólann, og kent ensku i f jölmörg ár við Iðnskóí- ann. Nú síðustu árin, eftir að hann lét af störfum hæstaréttar- ritara hefir liann látið sagnarit- un sig miklu skifta og á nú í handriti 45 arka rit um sögu Vestmannaeyja. Nýmæli I störfum Háskóta íslands. Skýrsla Háskólarektors prof. Alexanders Jóhannessonar. 75 ára. Frú Anna Hafliðadóttir til heimilis á Öldugötu 29, verður 75 ára á morgun. Hún ber ald- urinn með hinni mestu prýði, er lífsglöð og Iætur lítt á sjá, þótt aldurinn sé orðinn þetla hár. Hún yar gift Ólafi Ólafssyni prenlara, sem var einn af stofn- endum Félagsprentsmiðjunnar á sínum líma, og slarfaði mikið fyrir Iðnaðarmannafélagið. Munu ættingjar og vinir senda frú Önnu hlýjar heillaóskir á þessum afmælisdegi hennar. Rektor Háskólans, próf. Alexander Jóhannesson boðaði blaðamenn á fund sinn nýl. í tilefni af því að Háskólinn tekur til starfa næstu daga í hinni nýju háskólabyggingu. Fer skýrsla ) 'i tors hér á eftir í stórum dráttum: IIÚSNÆÐI. Fyrsta starfsár Háskóla ís- lands er að liefjast í hinni nýju háskólabyggingu. Þetta liefir í för með sér ýmsar breytingar á fyrirkomulagi háskólans, sem eðlilegt er. í vetur hefir Háskólinn orðið að sjá lærdómsdeild Menta- skólans fyrir húsnæði, vegna þess að Mentaskólinn hefir ver- ið í húsnæðishraki vegna her- námsins. Fær Menlaskólinn 6 kenslustofur á efstu hæð í norð- urálmu byggingarinnar, auk rektorsherbergis, kennara- og áhaldaherbergja. Á miðhæðinni fær Mentaskólinn 2 herbergi fyrir 6. bekk en niðri í kjpllara er falageymsla, fundarsalur og fleiri herbergi fyrir Menta- skólanemendur. Þá er sennilegt, að Viðskifta- háskólinn fái einnig húsnæði í háskólabyggingunni, en auk þessa hafa ýms félög, svo sem Læknafélagið, Prestafélaið, Vís- indafélagið, Sáíarrannsóknafé- lag íslands o. fl. félög farið fram á að halda fundi í stærstu kenslustofu Háskólans, er rúm- ar um 100 manns. í suðurkjallaranum hefir Há- skólinn í samráði við stúdenta- ráð látið innrétta 3 kaffistofur fyrir stúdenta. Það hefir einnig komið til tals, að matur yrði seldur þar, vegna þeirra óþæg- inda er skapast hafa við það, að stúdentar geta ekki búið né keypt fæði á Garði. Þetta er þó óráðið enn. í kaffistofunum geta stúdentar haldið smærri fundi, ef þeir óska. Reksturskostnaður við þessa hyggingu verður miklu meiri, en á þeirri gömlu sem gefur að skilja. Bót í máli er það, að Há- skólanum hafa boðist 250 tonn af kolum fyrir Iægra verð en annarsstaðar eru fáanleg, eða fyrir £2.0.0 pr. tn. Þetta fágæta tilboð fékst fyrir mjlligöngu sendiherra Breta hér, hr. Ho- ward Smith, sem þráfaldlega hefir sýnt velvilja sinn i garð Háskóla Islands. Ríkisstjórnin hefir samþykt að ganga að kaupunum. Þessi kol munu nægja yfir veturinn og það kemur sér vel að geta kynt vel í vetur til að þurka liúsið. Annars má geta þess hér, að miðstöðin er smíðuð hér á landi og brennir hún eingöngu kola- salla. Er talið að hún sé svo ó- dýr í rekstri, að hún borgi þann- ig fyllilega verð sitt á einum einasta velri, BÓKASAFN. ' Það er nú þegar búið að flytja bókasafn Háskólans á neðstu hæð byggingarinnar. Eru það 30—40 þús. bindi, er voru áður geymd í Alþingishúsinu, en sumpart einnig á lögreglu- stöðinni. Bókasafn Ben. Þórarinsson- ar, er hann gaf Háskólanum, er enn ekki komið í safnið — en þegar það bætist við, mun bóka- safn Háskólans alls verða um 60 þús. bindi. Það hefir orðið að samkomu- lagi, að vegna þrengsla á lands- bókasafninu, verði ýms rit varðandi læknisfræði, lögfræði og guðfræði, flutt yfir í há- skólasafnið. Háskólinn hefir ráðið dr. Ein- Alexander Jóhannesson. ar Ól. Svein^son, er áður var bókavörður heimspekideildar, l’yrir bókavörð. Lestrarsalurinn verður opnaður fyrir stúdenta í næsta mánuði. ÍÞRÓTTIR. Ríkisstjórnin hefir samþykt það nýmæli samkv. tillögum háskölarektors, að íþróttir skyldu verða að nokkurskonar skyl dunámsgrci n tvö fyrstu námsárin í Háskólanum, þann- ig að þeir, sem skærust undan þátttöku i íþróttum, nytu hvorki húsaleigustyrks né námsstyrks í framtíðinni. Þetta væri eitt hið merkasta nýmælið, sem Háskól- inn tæki í ár á stefnuskrá sina, og væri hér stefnt að því sama, sem tíðkaðist við hina beslu er- lendu báskóla, enda væri það hin lielgasta skylda hvers þjóð- félags að leggja ekki síður stund á líkamsrækt, en hinn andlega þroska. Ríkisstjórnin hefir tekið vel í þetta mál og lofað að styrkja það fjárhagslega eftir þörfum. í vetur mun samt lítið verða úr iþróttakenslu við Háskólann vegna húsnæðisleysis, en Bene- dikt Jakdbsson íþróttakennari mun taka að sér kensluna þeg- ar þar að kemur. F YRIRLESTR AR. Opinberir fyrirlestrar fyrir al- menning munu verða lialdnir á sunnudögum ld. 2 e. h. í velur. Hafa 6 þeirra þegar verið á- kveðnir og eru þeir sem hér segir: Ágúst H. Bjarnason próf.: Verðmæti mannlegs lífs, 3. nov., Niels Dungal próf.: Áhrif skammdegis á Iieilsu manna, 24. nóv., Guðm. Tlioroddsen próf.: Krabbamein, '8. des., Magnús Jónsson próf.: Páll postuli um líf og dauða, 19. jan., Ólafur Lárusson próf.: Iiefnd, 2. febr., og Sigurðiir Nordal próf.: Gunnhildur konungamóðir, 23. febr. í tilefni a£ afmæli Ilaraldar Níelssonar hefir verið ákveðið að Sig. Nordal próf. flytti erindi 30. nóv. ld. 5—6 um trúarlíf síra Jóns Magnússonar. Auk þéirra fyrirlestra, er að framan greinir, munu m. a> Þorkell Jóhannesson flytja fyr- irlestraflokk fyrir almenning, úr sögu Islands, Þórhallur Þor- gilsson um Suðurlandabólc- mentir og sænski sendikennar- inn liér, frk. Osternian, fyrir- Iestra, er hún nefnir „Blöð úr menningarsögu Svia“. HLJÓMLEIKAR. I vetur verða reglubundnir hljómleikar í fyrsta sinni í sögu Háskólans haldnir fyrir stúd- enta. Þeir Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson munu lialda 6 hljómleika í hátíðasal Iláskól- ans. Þrir þeir fyrstu eru þegar ákveðnir. Þann 13. nóv. flytja þeir franska tónlist, þ. 11. des. noræna tónlist og loks Beet- liovenkvöld 15. jan. En þess ber að geta, að allir þessir hljóm- lcikar verða endurleknir fyrir almenning. KENSLA. Kensluskrá Háskólans er væntanleg á næstu dögum, og geta menn glöggvað sig þar á niðurröðun kenslunnar. En tungumálakenslunni verður hagað þannig, að nýr sendi- kennari frá Bretlandi, Jackson að nafni (hann var áður kenn- ari á Akureyri) mun kenna ensku. Frönsku kennir Magnús Jónsson starfsmaður í franska vkonsúlatinu, en ef til vill er einnig von á frönskum sendi- kennara frá London. Þýsku kennir Ingvar Brynjólfsson, sænsku frk. Osterman og spænsku og ítölsku Þórliallur Þorgilsson, VIÐSKIFTAHÁSKÓLINN. Rektor taldi það liggja í aug- um uppi, að tengja bæri Við- skiftaháskólann við Háskólann og í því sambandi hefði Ilá- skólaráð samið tillögur og sent ríkisstjórninni um bráðabirgða- lög er sameinaði lagadeild og viðskiftaháskóla. Fólst í þeim tillögum að breyta nafni laga- deildar í laga- og hagfræðideild. Viðskiftafræðin væri hugsuð 3 ára nám en hagfræðinám 4% árs, er væri i samræmi við slíkt nám erlendis. Skipaði Háskóla- ráð nefnd sérfræðinga til að at- huga tillögurnar og áttu sæti i henni: Oddur Guðjónsson, Þor- steinn Þorsteinsson og Sverrir Þorbjörnsson. Féllust þeir á lil- lögur Iiáskólaráðs og töldu sjálfsagt að breyting þessi yrði gerð, en þannig þó, að hag- fræðikenslan færi aðeins fram í tilraunaskyni á meðan séð yrði hve aðsóknin yrði mikil. Ríkisstjórnin hefir ekki treyst Háskólinn. sér til að gefa út bráðabirgða- lög um þetta, en málið mun verða lagt fyrir næsta alþingi í frumvarpsformi og ákvörðun tekin um það þar. Starfar Við- sldftaháskólinn þvi með svip- uðu sniði og áður að þeirri breytingu undanskilinni, að nýr hagfræðikennari , verður ráðinn við skólann með dósents- launum og réttindum. Er það Gvlfi Þ. Gíslason. Sem dæmi um.það hvað slú- dentum í Viðskiftaliáskólanum er mikið lcappsmál að hann sé samræmdur Iláskólanum sjálf- um, má geta þess, að allir þeir stúdentar Viðskiftaháskólans er hér voru staddir fyrir 3—4 dögum sendu áskorun til ríkis- stjórnarinnar að sameina báða skólana. TILMÆLI TIL STÚDENTA. ÖIl sund eru lokuð fyrir ísl. stúdenta sem stendur, nema Ameríka. Sjö ísl. stúdentar munu stunda nám þar í vetur og' tveir þeirra fyrir tilstilli Kan- adastyrks. En það eru þeir Jó- hannes Bjarnason og Hans Andersen. í ár hafa bæsl við 90—100 nýir stúdentar, en auk þess mun vera von á nokkurum frá útlöndum á næstunni, svo að hér stunda fleiri stúdentar nám í vetur en nokkuru siiini áður. Þess vegna liefir verið lcostað kapps um að opna nýjar leiðir og hafa tveir ráðherranna, kenslumálaráðherra og _ fjár- málaráðherra lofað Háskólan- um fjárstyrk til undirbúnings- kenslu í vetur. Meðal annars verður reynt að koma á undir- búningskenslu í verkfræði með framhaldsnám við verkfræð- ingaskólann í Rhöfn fyrir aug- um, því að kenslubækur þær sem hér eru til, eru eingöngu miðaðar við þann skóla. Annars leggur Háskólinn ekki áherslu á verkfræðinám í náinni fram- tíð. Rektor vill beina þeim lil- mælum lil nýrra stúdenta, að hann telur óráðlegt að rita sig inn í læknadeild. Hún er yfirfull. Hinsvegar mælir liann með við- skifta- og hagfræðinámi, en tel- ur þó að reynslan ein fái úr þvi skorið hvort klevfl muni að halda uppi hagfræðikenslu framvegis. Hann telur æskilegt að nokkurir stúdentar leggi stund á ensku, frönsku og þýsku með framhaldsnám ytra fyrir augum. Innritunarfrestur er til 5. okt. og fer innritun daglega fram kl. 10-12, en kensla hefst fyrstu dagana í október. Háskólahálíð verður haldin 1. vetrardag og mun Ólafur Lárus- son próf. flvtja erindi um lög- fræðilegt efni. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. n síra Bjarni Jónsson, kl. 5 síra Ragnar Benediktsson. í fríkirkjunni kl. 5 síra Árelius Níelsson. I Landakotskirkju: Lágníessa kl. 6j4 árd. Ilámessa kl. 9 árd. Bænahald og prédikun kl. 6 síðd. í fríkirkjunni i Hafnarfirði kl. 2, sira Björn Magnússon á Borg. í Laugarnesskóla fellur gu'ðs- þjónusta niður á morgun. En ræsta sunnud. verSur messaö þar. Kaupendur Vísis, sem hafa bústaðaskifti um næstu mánaSamót, tilkynni það afgreiSslu blaðsins 94rax. Helgi Gnðmundsson, bankastjóri, verður 50 ára á morgun. Hans verður nánar getið hér í blaðinu n.k. mánudag. Fjörutíu ára er í dag Steingrímur Guð- mundsson, málari, Njálsgötu 38. Útvarpið í kvöld. 19,30 Hljómplötur: Kórlög. 20.30 Upplestur: Kona útlagans í Hveradölum, III (Árni Óla blaða- m,). 20.55 Hljómplötur: Forleik- ir, eftir Debussy. 21.30 Danslög.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.