Vísir - 30.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 30.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 30. september 1940. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 225. tbl. Ekkert lát á loftbardögum. Slretar lialda áfrarn §okuigini a lofti á iiie^issiaiidiiiii, en Þ|áðvcr|ap varpa áfram ifircngjiiiB) yfir London og: borgirnar við Merisey. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. | Loftbardagar héldu áfram yfir helgina og voru mestu loftárásirnar gerðar að kveldi og næt- urlagi. Á laugardags- og sunnudagskveld héldu Bretar áfram hörðum árásum á innrásarbækistöðvarnar við Ermarsund og fjölda marga aðra hernaðarstaði í Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi. Nýjar loftárásir hafa verið gerðar á Berlín. I tilkynningu breska flug- málaráðuneytisins, sem birt var í morgun, er komist svo að orði, að frásagnir flugmannanna, sem tóku þátt í árásinni á Berlín, séu enn ekki fyrir hendi, en það sé alveg vafalaust, að mikið tjón hafi orðið í árásunum. Er m. a. bent á það, að samkvæmt frásögn hlutlausra fréttaritara hafi fólk orðið að hafast tvær klukkustund- ir við í loftvarnabyrgjum. í þýskum tilkynningum er því haldið fram, að bresku flugvélarnar, sem ætluðu að gera árás á Berlín, hafi orðið að snúa aftur, sökum þess hversu skothríðin var mikil úr loftvarnabyssum í loftvarnastöðvunum í nánd við Berlín. Þjóðverjar sökkva tveimur skipum við Bretland. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Þjóðverjar tilkynna, að þeir liafi sökt tveimur flutningaskip- uni á Atlantshafi. í gær voru settir á land í breskri höfn 85 menn af tveimur skipum, sem sökt hafði verið, en ekki voru slcip þessi nafngreind. Fólkið, sem á skipum þess- um var, segir að Þjóðverjar hafi skotið á björgunarbátana. Belganm bjargaði 44 mðnnnm i siöostu Engiandsfðr. I síðustu Englandsför bjarg- aði togarinn Belgaum 44 mönn- um úr bátum 20—25 mílur norðaustur af Irlandsströndum. Var þessi áhöfn af 17.600 tonna hvalbræðsluskipi, er Var á leið suður í höf. Var skipið ekki sokkið, er Belgaum kom að því, og voru dráttarbátar komnir á vettvang til að draga það til lands, ef unt væri. Talið var að engir menn liefðu farist, og voru menn heldur ekki særðir, nema 2. vélameistari. Hann kastaðist upp úl' vélarúminu, þegar sprengingin varð og brolnaði á fingri og særðist lítið eitt ann- að. I Belgaum dvaldi skv. ósk skip- | stjórans á hvalveiðiskipinu í i nokkrar klukkustundir hjá því, en skilaði svo mönnunum af sér í breska togara, er komu á slysstað- inn. Skipið heitir „New-Sevilla“ og var áður farþegaskip. Fleiri skip voru í námunda við það og var tundurskeytum skotið á a. m. k. þrjú þeirra. Belgaum hafði tal af einu skipi, er hafði bjargað 200 manns þarna á sjónum, og er talið víst, að allir hafi hjargast, sem á annað borð komust í bát- ana, því veður var mjög gott. Valdimar Guðmundsson frá Varmadal var skipstjóri á Bel- gaum þessa ferð. 70 ára varð í gær Guðmundur Sveins- son, Frakkastíg n. 78 ára verður i clag ekkjan Sigríður Jónsdóttir, Hverfisgötu 83. Ármenningar! MuniÖ aðalfund félagsins i kvöld kl. 8 í Varðarhúsinu. \ Ófeigur J. Ófeigsson læknir hefir flutt lækningastofu sina í Laugavegs apótek, 2. hæð, sbr. augl. í blaðinu i dág. Næturlæknir. Ólafur Þ. Þorsteinsson, Eiríks- götu 19, sími 2255. Næturverðir i Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunní. Næturakstur. Bifreiðastöð Reykjavíkur, Aust- urstræti, sími 1720, hefir opið í nótt. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Tilbrigði eftir Beethoven við stef úr „Töfra- flautunni" eftir Mozart. 20.30 Sum- arþættir (Einar Magnússon menta- skólakennari). 20.50 Einsöngur. (Gunnar Pálsson). 21.15 Útvarps- hljómsveitin: Lög eftir Joh. S. Svendsen (100 ára minning). Þá er frá því sagt í þýskum tilkynningum, að blaðamönnum frá hlutlausum þjóðum Hafi verið gefinn kostur á því, að kynná sér tjónið af vöklum loftárásanna, en Bretar segjast hafa valdið miklum skemdum á rafmagnsstöðvum í Berlín, gasstöðvum og Tempelhof-flugstöðinni. I tilk. Þjóðverja segir að blaðamenn- iráir hafi komist að raun um, að hinar bresku tilkynningar séu mjög orðum ýktar og hafi ekkert tjón verið sjáanlegt þar, sem Bretar ræddu um stóreflis tjón. I Bretlandi eru gerðar þær at-, hugasemdir við þetta, að í fyrsta lagi hafi blaðamönnunum ekki verið heimilað að fara um að vild, eins og amérískum blaða- mönnum t. d. er heimilt í Bretlandi, í öðru lagi hafi þeim ekki verið leyft að skoða skemdirnar fyrr en eftir á, og í þriðja lagi hafi þeim alls ekki verið leyft, í sumum tilfellum a. m. k., að koma á staðinn sjálfan, heldur hafi verið farið með þá upp á hús, þar sem hægt var að sjá yfir heil borgarhverfi, en vitanlega, segir í breskum tilk. er ekki hægt að sjá greinilega skemdir ofan af þökum margra hæða húsa. LOFTÁRÁSIRNAR Á LONDON OG MERSEY BORGIRNAR I GÆRKVELDI. Þjóðverjar héldu áfram miklum loftárásum á London og borgirnar við Mersey í gærkveldi, en fram eftir degi var tiltölu- lega lítið um loftárásir í Bretlandi. Það er viðurkent í breskum tilkynningum, að varpað hafi verið sprengjum yfir f jölda marga staði í London. Eldur kom upp á mörgum stöðum, en var fljót- lega slöktur víðsvegar, nema á einum stað í „City“ í London, — þar kom upp mikill eldur og horfði ískyggilega um skeið því að engu var líkara en að eldurinn mundi breiðast út, en það tókst að hindra útbreiðslu hans um síðir. Mestar skemdir annarsstað- ar urðu á íveru- og verslunarhúsum og nokkurt manntjón varð. í fregnum frá Liverpool er aðallega talað um skemdir á versl- unarhúsum. Sprengjum var einnig varpað á ýmsa staði í hér- uðunum næst London. í tilkynningum Breta um loft- árásirnar s. 1. laugardagskvöld er sagt frá því, að árásir hafi verið gerðar á fallbyssustæði Þjóðverja á Gris Nez höfða, hafnar- og flotastöðina Lorient á sunnanverðum Bretagne- slcaga. Sömu nótt voru gerðar harðar loftórásir á skolfæra- verksmiðjur við Hannover, og j árnbrau tars töðin þar varð einnig fyrir árás. I Köln urðu margar sprengingar hver á fæt- ur annari. NÝJAR ÁRÁSIR Á BRETLAND í DAG. Bretar búast við að liarðir loftbardagar muni verða háðir í dag. eftir hyrjuninni að dæma, því að þegar snemma árdegis fóru þýskar flugvélar að fljúga inn yfir strendur Kent. Nokkuru fyrir hádegi stóð bardagi milli um 50 þýslcra flugvéla og breskra Hurricane- og Spitfire- ílugvéla. Úrslit voru ekki lcomin er síðast fréttist, en Bretar gera sér vonir um, að dagurinn i dag verði „svartur dagur“ í daghók Görings, yfirmanns þýska flug- liersins, þótt ef til vill verði ekki um eins mikið flugvélatap að ræða og s. 1. föstudág, er 133 flugvélar voru skotnar niður fyrir Þjóðverjum. Minna flugvélatjón. Flugvélatjón varð allmiklu minna 1 gær og fyrradag, en' dagana þar áður. í fyrradag voru skotnar niður 6 Jiýskar flugvélar, en Bretar mistu 7 or- ustuflugvélar. Nokkurir flug- mannanna.komust lífs af. í gær voru skotnar niður 9 þýskar sprengjuflugvélar og 1 orustuflugvél, en’ 4 breskar or- ustuflugvélar, og komust 2 flug- mannanna lifs af. Mikill útflutningur írá Bandaríkjúnum til Bretlands. London í morgun. Það var tilkynt í Wasliington í gær, að s.l. mánuð hefði lief- ið fluttar út flugvélar frá Bandaríkjunum til Bretlands Kanadamenn vígbú- aist af iniklu kappi. í grein í Spectator eftir Grant Dexter er rætt um hinn mikla vígbúnað Kanadamanna. í upphafi styrjaldarinnar, segir Dexter, höfðu Kanadamenn sára lítinn heraf la. Þeir hafa í rauninni orðið að reisa alt frá grunni. I dag eru 155.000 menn komnir í kana- diska herinn og vinna herskyldustörf. Tvö herfylki og varalið hafa verið send til Englands, en um 100.000 eru við heræfingar með herþjónustu í Kanada fyrir augum. Auk þess eru 60.000 menn við heræfingar, sem sendir verða úr landi, og 300.000 menn verða kvaddir til heræfinga næstu 10 mánuði. Aukning sjóliðsins hefir verið furðuleg og flotanum hafa bæst mörg ný skip. I september í fyrra áttu Kanadamenn 15 her- skip, nú 113. Á næsta ári bætast við 100 skip. Mörg þessara skipa eru smá, en það eru ekki síst smáu skipin, sem koma að not- um í styrjöld þeirri, sent nú geisar. Kanadiskir tundur- spillar starfa með breska flot- anum við, strendur Bretlands. En mest er aukningin að því er flugflotann snertir. Upphaflega var gert ráð fyrir að æfa 4000 flugmenn, en svo var markið sett hærra eða upp í 25.000. — 75 flugskólar hafa verið stofn- aðir eða er verið að stofna. Ung- ir menn flykkjast í þessa skóla, frá Kanada og Bandaríkjunum, og fjöldi flugnemanna eykst með degi hverjum, og er þegar unfstöðugan straum flugmanna að ræða frá Kanada til Bret- lands, og sá straumur vex stöð- ,ugt. fyrir 7J4 miljón sterlpd., en í ágúslmánuði sl. nam útflutning- ur frá Bandaríkjunum til Bret- lands samtals 31milj. stpd. Japanir vilja semja við Rússa. Samkvæmt áreiðanlegum heimilduin í Tokio, hafa Japan- ir byrjað að þreifa fyrir sér um aukna samvinnu við Rússa, og vilja þeir gera svipaðan samn- ing við þá og gerður var milli Möndulveldanna og Japan. Þýska stjórnin er sögð veita Japönum lið til þess, og virðist markmiðið vera það, að koma t' veg fyrir, að Sovét-Rússland taki þátt í styrjöldunum, til þess að Japan eigi ekki yfir höfði sér neina hættu úr þeirri átt, en hættan við, að til styrjaldar dragi milli Japan og Bandaríkj- anna vex stöðugt. En afstaða Rússa er með öllu óviss sem stendur, og það verð- ur ekkert um það sagt, hvaða undirtektir slíkar málaleitanir fá. — Samkomulag í vændum? London í morgun. I fregnum frá Rómaborg seg- ir, að stjómmálamenn þar búist við, að innan skamms verði gerður sáttmáli milli möndul- veldanna og Spánar, og verði þar ákvæði um ákveðnari hern- aðarlega samvinnu en í samn- ingunum við Japan. Því er jafn- vel haldið fram, að með þeirri samningagerð, sem stendur fyr- ir dyrum, komist Spánn raun- verulega inn í styrjöldina sem nieðþátttakandi hennar gegn Bretlandi. * Sillisijti Rkureyri Tvæsr konuir ílutiar; í sjúkrahús. Akureyri í morgun. - Um'miÖnætti í fyrrinótt voru tvær konur á leið heim til sín um Oddagötu, er tveir breskir hermenn réðust á þær og hörðu með byssuskeftum í höfuðið, Almennur æskulýðsfundur um ástandið fyrir tilstilli Félag ungra sjálfstæðismanna, Heimdallur, hefir, skv. frá- sögn samnefnds blaðs þeirra er út kom í dag, skrifað 11 œsku- lýðsfélögum í bænum með tilmælum um sameiginlega fundar- boðun til þess að ræða afstöðu æskunnar til þeirra vandamála, sem leiða af vernd breska setuliðsins. Það er öllum Ijóst fyrir löngu livilik hætta íslenskri æsku stafar af sambúðinni við her- liðið, hve óholi áhrif dvöl þess liér hefir á hörn og lítt þrosk- aða unglinga, og þess er því að vænta, að æskulýðsfélögin séu fús fil samtaka í að standa vörð fyrir íslenska þjóðernis- kend gegn hinni utanaðkom- andi hættu. í hréfi Heimdallar er því m. a. treyst, „að sameiginleg átök æskulýðsfélaga bæjarins gætu orðið þess megnug, að skapa þann samstillta allsherjarmátt, sem mikhí gæti ráðið til góðs og batnaðar". Bréfið var sent til eftirtaldra félaga: Glimufélag’sins Ár- mnns, knattspyrnufélaganna Fram, Vals, Vikings og K. R., íþróttafélags kvenna, I. R., Snndfél. Ægis, Skátafélags Reykjavíkur, Félags ungra Framsóknarmanna og Félags ungra jafnaðarmanna. í gær komu formenn félag- anna á fund til að ræða málið og kom þeim saman um, að brýna nauðsyn hæri til þess, að félögin tækju sig ísamán um að sporna gegn hættunni eftir mætti. Verður málið rætt með- al stjórna félaganna í dag og á morgun, en úr því tekin sam- eiginlega ákvörðun um það. Líkur eru til, að fundurinn, sem Heimdallur hefir mælst til að félögin héldu, verði haldinn á sunnudaginn kemur. svo að þær féllu i götuna. Ileyrð- nst óp þeirra í nálæg liús og komu menn þaðan á vettvang. Ilurfu Bretarnir þá út í myrkr- ið. Konurnar voru fluttar í sjúkraliúsið og gert að meiðsl- um þeirra og var önnur þeirra flutt heim til sín á eftir. — Ái’ás-' armannanna hefir verið leitað, en óvíst hvort fundnir eru. Job. Sambandsþing ungra s j álf stæðismanna. Sambandsþing ungra Sjálf- stæðismanna mun verða hald- ið eftir mánuð, eða einhvern tíma um mánaðamótin okt.— nóv. Það hafði verið ákveðið, að halda þingið á Þingvöllum í júnlmánuði, en sambands- stjórnin ákvað að fresta því vegna hertökunnar og liins hreytta ástands, er hún leiddi af sér. Nú hefir sambandsstjórnin hinsvegar ákveðið, að halda þingið í byrjun stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins, sem starfræktur verður i vetur, eins og að undanförnu. Er þetta gert með það fyrir augum, að nem- endur skólans geti mætt sem fulltrúar á þinginu. Áfengisverslunmnl lqkað, Frá og með deginum í dag hefir Áfengisverslun ríkisins verið lokað um óákveðinn tíma. Eftir því sem blaðinu hefir verið tjáð, stafar lokunin af því, að breytt verður um fyr- irkomulag sölunnar, þannig að héðan í frá verður áfengi að eins selt gegn seðllim. Er þetta fyrirkomulag tekið upp til að fyrirbýggja að menn eins og t. d. leynivínsalar safni að sér miklum birgðum í einu. Enn er ekki ákveðið hve- nær Áfengisverslunin verður oþnuð, en sennilega þó ein- hvern næstu daga, eða strax og skömtunarseðlarnir hafa verið prentaðir — en þeir munu nú vera í prentun eftir því sem blaðið hefir fregnað. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.