Vísir - 30.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 30.09.1940, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Húsnæðisekla. JpYRIR nokkrum dögum var þess getið hér í blaðinu, að alt útlit væri fyrir að hús- næðisekla yrði allmikil hér í bænum, og nauðsyn bæri til að úr yrði bætt. Virðast öll sólar- merki benda í þá átt, að bér muni fara mjög eftir, og fjöldi manns.mun nú st&nda á göt- unni húsnæðislaus. Tvent ber til þess aðallega, að, húsnæðisskortur er miklu meiri nú en endranær. Er þess fyrst að geta, að byggingarefni hefir ekki flutst til landsins að neinu ráði, og því ekki verið að ræða um nýbyggingar, en árlega stofnar allmikill fjöldi manna heimili og eykst eftir- spurnin af þeim sökum. Hitt mun einnig ráða nokkru um liúsnæðisekluna, að 'foringjar brezka setuliðsins bafa lekið liér allmargar íbúðir á leigu. Þótt ekki sé vitað hversu mik- il brögð eru að því. Það liefir að vonum valcið óánægju manna, að slíkt á- stand skuli þolað, að erlendir menn, sem hingað eru komnir óboðnir, skuli vera látnir sitja fyrir með húsrúm, sem borg- ararnir þurfa sjálfir að nola. Fjöldi manna Iiefir sent kær- ur til húsaleigunefndar, eða leitað til starfsmanna bæjar- ins, sumpart til þess að fá hlut sinn réttan, vegna uppsagna frá hendi leigusala, en sumpart til hins að afla sér húsnæðis og á það einlcum við um þá menn, sem stundað hafa at- vinnu utan Reykjavíkur í sum- ar. , Nokkuð liefir verið rætt um það manna á meðal, að sumir húseigendur hafi sagt leigjend- um sínum upp, eingöngu af þeim sökuin, að þeir hafa tal- ið líkindi til, að unt yrði að leigja Bretum með betra verði. Eftir þeim upplýsingum að dæma, sem fyrir liggja, virðist þó ger úlfaldi úr mýflugunni, og slíkir Ieigusalar munu að minsta kosti bera það fyrir sig, að þeir hafi engum manni sagt upp liúsnæði, öðrum en þeim, sem gerst Iiafa sekir um stór- feld vanskil. Húsaleigunefnd mun fá öll slík inál til með- ferðar og réttir hún þá hag þeirra manna, sem ranglega hefir verið sagt upp húsnæði, eftir þeim gögnum, sem fyrir nefndina verða lögð. Þetta er þó engin endanleg lausn máls- ins, en frekari aðgerða þarf við, til þess að úr verði bætt. Það, sem gera þarf, er fyrst og fremst það, að ganga úr skugga um hve mikið kveður að hús- næðiseklunni í bænum, hve margar fjölskyldur og einstak- lingar hafa ekki þak yfir höf- uðið, og hvar sé unt að koma sliku fólki fyrir. Það er að sjálfsögðu mjög varhugavert, og lítt verjandi af hálfu húseigenda, að leigja erlendum mönnum húsnæði áður en gengið er úr skugga um hver húsnæðisþörf inn- lendra manna er. Hið erlenda setulið á að vera einfært um það, að tryggja sínum mönn- um nauðsynlegt húsnæði yfir veturinn, og Islendingum er Hvemíg má lækka hinn óhóflega útfararkostnað 1 Reykjavík? Athyglfsverðar tillögur. / útvarpserindi, er Björn Ólafsson flntli fi/rir nokkr- um dögum um bálfarir og jarðarfarir, gerði hann að urntalsefni hinn óhóflega útfararkostnað Iiér í Reykja- vík. Jafnframt benti hann á léiðir til að létta bæjar- félaginu þessi miklu óbeinu útgjöld. Þetta er málefni, sem snertir hvern einasta íbúa bæjarins. Hér fara á eftir nokkrir lmflar úr ýtvarpserindinu. Menn hafa yfirleitt mjög ólík- ar hugmyndir um það hvernig fábrotin og liátíðleg útför eigi að vera. Fer það mjög eftir ]iví liversu menn eru viðjaðir hönd- um venjunnar og álits almenn- ings í þessu efni. Víðsýni í þess- um efnum gefur sér enginn sjálfur og skyldi því enginn setja sig sem dómara um skoð- anir annara á þessu viðkyæma máli. En hitt er vist, að fáhrotn- ar og kreddulausar útfarir lýsa betur andlegum þroska þjóðar- inar en margt annað. F yrir bálfaralireyfingunni vakir ekki að fara á nokkurn hátt í hág við trúarlegar hug- myndir manna í þessum efnum. Fyrir þessari stefnu vakir að móta siðina eftir því sem best hentar hugmyndum, háttum og venjum livers lands. En jafn- framt er unnið að liagnýtri hlið þessa málefnis, sem er mjög mikilsvarðandi og það er að lækka þann mikla kostnað sem jarðarfarir hafa nú i för með sér og draga úr þeim mikla ó- beina skatti sem á þjóðinni hvíl- ir af þeim sökum. Hversu mjög sem fátælct sverfur að fólki, reynir það i lengstu lög að gera sómasam- lega útför sinna látnu. Er því ljóst að allur hinn efnaminni hluti þjóðarinnar. verður að bera þungar fjárhagslegar á- hyggjur, auk, tregans, við það að flytja sína nánustu til mold- ar. Það er þjóðarnauðsyn að þessi byrði verði gerð þjóðinni Iéttari á einn eða anrían liátt. Eg skal fyrst gera grein fyrir hvernig bálfarahreyfingin vill leysa þetta mál með því að lækka stórlega útfararkostnað- inn, en svo mun eg að nokkru víkja að því á livern hátt hið opinbera getur greitt úr þessu vandamáli. Samkvæmt opinberum skýrsl- um má telja að í Reykjavik séu að meðaltali 350 mannslát á ári. Hér eru allir jarðsettir og jarðarfarirnar með þeim útfar- arsiðum sem hér tíðkast og tal- ið er sjálfsagt að fylgja eru svo kostnaðarsamar að furðu sætir. Eg hefi hér reikning fyrir íburðarlaúsa en sómasamlega jarðarför fátækrar konu. Jarð- arförin kostar kr. 795.25 að viðbætlri lileðslu um grafreit og nafnplötu kr. 516.00 eða samtals kr. 1311.25. Þetta sundurliðast þannig: það sæmst að reka ekki er- indi þessara manna á kostnað bæjarbúa. Þess er að vænta, að ríkis- stjórn og bæjarstjórn Reykja- víkur taki þessi mál föstum tökum, þannig að komið verði í veg fyrir öll frekari óþægindi vegna þeirrar húsnæðiseklu, sem fólk kvartar nú undan, en vafalaust má bæta úr, ef ráð er í tíma tekið. 1. Kfsta ............ 375.00 2. Líkvagn, öku- menn og umsjón 70.00 3. Söngur, orgelspil og líkmenn .... 118.00 4. Gröf, legkaup og hringing.......... 50.00 5. Kistudúkur, blóm í kirkju o. fl... 53.25 6. Prestverk ......... 30.00 7. 11 bifreiðar með líkfylgd í Fossv. 66.00 8. Auglýsingar .... 33.00 795.25 9. Steypa um graf- réit .............. 400.00 10. Plata og áletrun 56.00 11. Hækkun legkaups vegna steypu um reitirín ........... 60.00 Samtals 1311.25 i Nú munu einhverir segja að fá megi ódýrari útför en þetta og satt er það, að einum eða tveim liðum mætti sleppa auk umbúnaðar um legstað. En lækkunin við sjálfa úlförina mundi ekki nema miklu, En liér er um að ræða það sem flestir kalla „sómasamlega“ jarðarför og hún kostar 800 krónur. Fæst- ir hafa skap til þess að skera nokkuð við neglur- sér þegar um er að ræða að veita sínum nán- ustu hinn síðasta aðhúnað. En flestir munu á einu máli um það að kostnaðurinn hér við að koma mönnum í jörðina geng- ur alveg úr liófi. Með þessu móti er árlegur útfararkostnað- ur hér í bænum 250—300 þús. krónur og með kostnaði við leg- staði nálega hálf miljón krónur samtals ef gert er ráð fyrir að gert sé kringum annan livern legstað. Eina leiðin til að minka þenn- an mikla koslnað er að reisa hér, bálstofu. Þegar bálstofan er komin upp mun Bálfarafélagið taka að sér að sjá um útfarir að öllu leyti í sambandi við hálstof- una. Verður það gert að öllu á venjulegan hátt að öðru leyti en því að ekki er gert ráð fyrir húskveðju, sem þó hverjum verður í sjálfsvald sett livort liann vill hafa. Atliöfnin fer fram 1 kapellu bálstofunnar á sama hátt og í kirkju, með lík- ræðu og söng, áður en brenslan fer fram. Áætlað liefir verið að slík útför kosti með öllu um 250 krónur. Á þann hátt gæti nú- verandi útfararkostnaður í Reykjavík lækkað um hátt á annað hundrað þúsund krónur á ári. Eyrir þennan sparnað mætti á einu ári reisa nýtísku bálstofu liér í bænum. Þessi sparnaður er eg hefi nú nefnt er auðvit&ð miðaður við það að bálfarir væru teknar hér upp eingöngu eða að þær yrðu þess valdandi að jarðarfarakostnað- urinn Iækkaði stórlega. Hér á landi eru engir sjóðir eða stofnanir sem sjá um útfar- ir gegn ákveðnum árstillögum. Mætti þó ætla að þetta væri hlutverk hins opinbera. Menn eru skyldaðir með lögum að greiða kirkjugjöld og kirkju- garðsgjöld árlega. Virðist því að ekki ætti að vera úr vegi og á engan liátt óviðeigandi, að hið oirinbera tæki lítið árlegt gjald af hverjum borgara til þess að greiða kostnað við útför hans. Ætlu hæjar og lireppsfélögin að 'sjá um útfarirnar eftir föstum reglum á óbrotinn en virðulegan Iiátt, á sama hátt fyrir alla — hvort sem þeir eru liáir eða lág- ir, rikir eða fátækir. Það er líklegt að þess verði langt að bíða að slík skijian verði gerð hér á landi. En með- an svo er að livorki ríki eða bær ser nauðsynina á því að taka bálstofu í þjónustu sína, þá hef- ir Bálfarafélagið það á stefnu skrá sinni, auk þess að lækka útfararkostnaðjnn stórlega, að koma upp útfarartryggingu, sem sér að öllu leyti um útfar- irnar, aðstandendum að kostn- aðarlausu. Útfarartryggingin er í því fólgin, að menn greiða fyrir út- för sína í lifanda lifi með því að borga í tryggingarsjóðinn fáar krónur á ári, sem iðgjakl. Er þetta með sama sniði og almenn líftrygging, þannig að iðgjaldið er því lægra sem menn eru yngri þegar þeir kaupa trygg- inguna. Tryggingarsjóðurinn sér um útförina, að liinum trygða látn- um, án tillits til hversu mikið hefir verið greitt í iðgjald, áður en menn falla frá. Slíkar trygg- ingar líðkasl nú víða og rekstur þeirra er háður sömu ákvæðum og lagafyririnælum sem rekst- ur almennra tryggingarfélaga. Menn geta greitt ákveðna fjár- hæð í eitt skifti fyrir öll eða ið- gjakl árlega. Gjald þetla er mis- munandi i ýmsum löndum, effir þVí hvaða kröfur eru gerð- ar um útfarir. Til dæmis er þetta dýrara í Svíþjóð en í Dan- mörku. í Sviþjóð greiðir 35 ára gam- all maður 115 kr. i eitt skifti eða kr. 6.20 á ári i 30 ár, ef hann lifir svo lengi. í Danmörku greiðir 35 ára maður 70 kr. í eitt skifti, eða 5 kr. á ári í 20 ár. Við höfum ekki gert okkur greiu fyrir livað iðgaldið muni verða hátt hér, en að líkhnjum verður það dálítið hærra en i Dan- mörku, en lægra en í Svíþjoð. Það mun engum dyljast, að það er bein þjóðfélagsleg nauð- syn að slíkt fyrirtæki komist a stofn hér á landi. Það er varla samhoðið þjóð, er þykist standa hátt í félagslegum þroska, að hinir snauðu í þjóðfélaginu verði að leita á náðir liins o])in- bera, eða þola efnalegar þreng- ingar, til þess að geta komið sin- um látnu sómasamlega í jörð- ina. Það er mörgum þungbær- ast að þurfa að sjá um alt, sem lýtur að útför sinna nánustu, og það mundi léttir í harminum að þurfa ekkert um^slíkt að liugsa, og engan kostnað af því að bera. Ef bálfarir væri teknar upp í stórum stíl hér í Reykjavik mundi það spara bæjarfélaginu stórfé árlega í útfara- og kirkju- garðskostnaði. Það mundi þegar i stað draga úr hinum óhóflega útfararkostnaði og koma á ó- brotnari og íburðarlaúsari út- fararsiðum. Bygging bálstof- unnar ætti þvi að vera áhuga- mál liverjum liugsandi manni í þessum bæ. Bálstofan verður almennings eign. Hún er ekkert gróðafyrirtæki og gefur engum einstaklingum arð. Hún á að verða sjálfseignarstofnun sem hefir það eitt verkefni að bæta úr aðkallandi þörf í þjóðfélag- inu. Þess vegna verður hún að komast upp skuldlaust. Bæjarstjórn Reykjavikur og Alþingi hafa sýnt málefni þessu velvilja og skilning með því að hvor aðili hefir þegar veitt 10 þús. kr. styrk til byggingar bál- stofunnar. Auk þess liefir horist rúmlega 5 þús. kr. gjöf frá bál- fararfélaginu danska og um 5 þús; kr. liefir komið inn fyrir hálfaraskírteini, sem hér hafa verið seld. Þau kosta 100 kr. hvert. Bálstofan á því nú í hygg- ingarsjóði rúmlega 30 þús. kr., en áætlað var, áður en ófriður- inn hófst, að bálstofan mundi kosta um 150 þús. kr. Til þess eru ekki dæmi i neinu landi að fyrsta bálstofan hafi verið reist af hinu opinbera. Hin fyrsta í hverju landi hefir jafn- an verið reist fyrir atbeina og með tilstvrk einstakra borgara- Svo mun og verða hér. Þess vegna verða borgararnir sjálfir að lirinda þessu máli í fram- kvæmd með þeim umbótum sem þvi fylgja. Knstmn Jónsson vagnasmiður er sjötugur í dag, fæddur að Hrauni í Ölvesi, hinn 30. sept. 1870. Foreldrar hans voru Jón Halldórsson og Guðrún Magn- úsdóttir, merkishjón hin mestu. Faðir Kristins fórst í Þor- leifslækjarósum 28. febr. 1873, með síra Guðmundi O. Jolin- sen presti að Arnarbæli (sbr. Þjóðólf 14. marz 1873). Börn þeirra Jóns og Guðrúnar voru 13 að tölu, og var Kristinn þeirra næstyngsliLr. Bjó Guð- rún síðan að Hrauni með börn- um sínum, er öll voru liin mannvænlegustu, um mörg ár, eftir að maður liennar drulcn- aði. „Guðrún á Hrauni“ — svo var hún jafnan nefnd — var gæðakona hin mesta og gest- risni hennar viðbrugðið. Hún var í 5. liði frá Bergi Sturlaugs- svni í Brattsholti, liins milda ættföður margra Árnesinga. Árið 1889 fluttist Kristinn Jónsson til Eyrarhakka, þá á 19. ári, og nam trésmíði hjá Sigurði Ólafssyni trésmíða- meistara; stundaði Kristinn síðan iðn sína þar eystra með dugnaði miklum og af kappi; hann hygði m. a. mörg stór- hýsi á Eyrarbakka og víðsveg- ar annaí’staðar um sýsluna, uns hann fluttist hingað til Reykja- víkur árið 1904, og bygði stór- hýsi það, er hann á og hýr i, við Frakkastig ÍÍ. Þá gaf hann sig um skeið við þilskipaútgerð (kútter „Golden IIope“) í fé- lagi með öðrum, og gafst þeim sú útgerð allvel. ÞegaT eftir komu sína hing- að, breytti Kristinn iðn sinni í vagnasmíði, og síðan í bygg- ingu bíla og viðgerðir. Hefir liann jafnan síðan liaft við- skifti mikil við vegagerð rikis- ins um smíði vagna og viðgerð- ir ýmsar, er að þvi lúta, og jafnan skilt við mikinn fjölda manna um land alt. Afkasta- semi Kristins og áreiðanleg- leika er viðbrugðið, lipurð hans i viðskiftum og vand- virkni hans er víðkunn,og við- urkend af öllum þeim, er reynt hafa, enda er eftirsókn manna að vinnu hans og varningi, m. a. vagnanna, svo mikil, að hann liefir naumast undan að fullnægja eftirspurninni og þörfum manna i þeim efnum. Kristinn Jónsson kvæntist árið 1905, Þuríði Guðmunds- dóttur, Brandssonar, frá Seli i Landeyjum, liinni mætustu og merkustu konu fyrir margra hluta sakir. Eignuðust þau 5 börn, öll hin mannvænlegustu. Eru þrjú þeirra á lífi:: Ragnar og Þórir, er báðir vinna i verlc- smiðju föður síns, og Kristrún, kona Gottfreds Bernliöft versl- unarmanns. Hin tvö, sem dáin eru, voru Georg, er andaðist 1915, frábærlega efnilegt barn,. nærri 6 ára að aldri, og Lára, er andaðist 29. mars síðasll. rúmlega þrítug að aldri, fram- úrskarandi mikil mannkosta kona og myndarleg. Þuriði konu sína misti Kristinn árið 1914; voru lionum það og miss- ir barna sinna þungbærar raun ir, en hann liefir horið þær með sálarró og staðfestu.* Kristinn Jónsson liefir jafn- an gæfumaður verið: Hann eignaðist mikilhæfa konu og umhyggjusa'ma, vel innrætt börn og efnileg. Heimill hans hefir jafnan verið fýrirmynd annara í snyrtilegri umgengni, fagurprýddum heimilisliáttum og friðsemi. Um siðastl. 20 ára skeið hefir Kristinn haft ágæta ráðskonu, samlienta sér i öllu, l'rú Halldóru Andersen. Dóttur hennar, Helgu Andersep, liefir ■ hann tekið sér sem kjördóttur sína. Yið mjög náin kynni af Kristni Jónssyni, nú um 50 ára skeið, liefi ég og heimili mitt dáðreynt liann að drengskap miklum, svo miklum og marg- víslegum, að ég þekki þess fá dæmi. Þá sögu veit eg og, að allir þeir hinir mörgu muni um hann segja, er sess hafa hlotið við skuggahlið lífsins og til hans hafa leitað fyrir sig eða aðra um kjarabætur fyrir þá. Hinir mörgu starfsmenn,. er staðið hafa við hlið lians um mörg ár, sem eiganda og stjórnanda hins alkunna iðn- fyrirtækis hans, munu lieldur eigi telja það ofmælt eða af yfirdrepskap neinum sagt, að Kristinn sé drengskaparmaður liinn mesti, maður, sem í engu 1 má vamm sitt vita í neinu. Hon- um hefir jafnan orðið vel til um val slarfsmanna sinna, sem að verðleikum virðahann mik- ils. Kristinn Jónsson er að eðli og innræti lifsglaður maður, sem engum manni ætlar neitt ilt, en öllum gott. Hann er sí- iðandi af fjöri og eldlegum á- huga fyrir öllu því, er að fram- förum lýtur og til fulltingis megi verða sérhverju góðu málefni, trúrækinn maður og tryggur vinur. Þótt hann liafi flestum mönnum fremur, þeirra, er ég hefi haft kynni af, sýnt það og sannað, að hann er liöfðinglega sinnaður rausn- armaður og raungóður vinur, þá veit ég, að liann er frá- sneiddur þvi, að flíka því framan í almenning eða láta aðra um það vita. Megi svo æfikvöld þessa megingóða og mæta manns verða bjart og blessunarrikt fyrir hann sjálfan, vini hans alla og velunnara, land og þjóð. Reykjavík, 30. sept. 1940. Jón Pálsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.