Vísir - 02.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 02.10.1940, Blaðsíða 1
..... Ritstjóri: Kristj án Guðlaug Skrifstofur: sson Félagspi 'entsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 2. október 1940. 227. tbl. Bretap í sókn í loft sty rj öldinni. Breskar sprengjuflugvélar gerðu enn eina loftárásina á Berlin í morgun. Árásunum á Brefland heldur áíram EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Meðal hermálasérfræðinga er litið svo á, að loft- árásir Breta á hernaðarstöðvar Þjóðverja á meginlandinu séu orðnar svo Ujðar og harðar, að nú megi hiklaust segja, að Bretar séu í sókn í loft- styrjöldinni. Undangengin dægur hefir heldur dregið úr árangri af loftárásum Þjóðverja, og mun hvort- tveggja valda, að varnirnar eru stöðugt að eflast og að Þjóðverjar þurf a að „jaf na sig" milli hópárásanna. Þeir verða og fyrir tilfinnanlegu tjóni á flugstöðvum, flug- vélaverksmiðjum o. s. frv. Breskar flugvélar voru enn á sveimi yfir Berlín í nótt sem leið, en nánari f regnir vantar, nema að breskar sprengjuf lugvélar gerðu árás á f jölda marga aðra staði, einkum olíuvinslustöðvar, verksmiðjur, járnbráutar- stöðvar, innrásarhaf nirnar o. s. frv. > Árásir voru gerðar á Bretland allvíða í gær og síðastliðna nótt. Var þeim einkum beint gegn London og stöðum í Suð- austur-Englandi. Ennfremur var varpað sprengjum á borgir við Mersey og kom Upp eldur á nokkurum stöðum þar .og víðar. Var hann víðast.slöktur fljótlega. Manntjón varð í London og yíða annarsstaðar, og sumstáðar biðu allmargir menn bana, en margir særðust. Annarsstaðar en á þeim svæðum, sem að ofan eru nefnd varð manntjón lítið. Manntjón var með minna móti í London. — 1 þorpi einu í Essex hrundu nokkur hús. Bretar skutu niður 4 þýskar flugvélar í gær, en 3 breskar voru skotnar niður. Þjóðverjar segjast hinsvegar hafa skotið niður 12 breskar. Pregnir hafa borist um, að áformaður sé brottflutningur gam- almenna, kvenna og barna, frá Berlín, og virðist nú stefna í sama horf þar og í London. Þýsk tilkynning um lof t- árásina á Berlín. ASvaranir um loftárásir voru gefnar í Berlín s. 1. nótt, segir í fregn þaSan árdegis í dag, og er vitnað í þýska, opinbera tilkynn- ingu, þar sem svo er að orði komist m. a.: Breskar flugvélar gerðu nýja tilraun til þess að fljúga inn yfir Berlín í nótt sem leiS, en flestar þeirra voru knúðar til þess aS hörfa undan, er þær komu í nánd við loftvarnastöSvarnar fyrir utan borgina. AS eins nokkurum hinna bresku flug- véla tókst að komast inn yfir úthverfin, og vörpuðu þar niSur sprengjum, en eftir skýrslum þeim aS dæma, sem fyrir hendi eru, hefir ekki orSiS mikiS tjón. ífÍSif I [I byrjÉi affur i mo p. London í morgun. Þýskar útvarpsstöSvar til- kyntu i morgun, aS árásir á England IiefSi byrjaS á nýjan leik í morgun snemma. Munu flugvélar hafa fariS í hópum inn yfir Kent, eins og vana- lega. Um hádegisleytiS höfSu eng- ar 'tilkynningar veriS birtar í Englandi um loftbardaga, en aSvörunarmerki um loftárásir liöfSu veriS gefin þrisvar sinn- um. Tvær aSvaranir um loftárásir voru gefnar í London í gær- kveldi. Flugvélar ÞjóSverja aeyndu aS nálgast London í stórum hópum, en mættu áj- kafri skothriS úr loftvarnabyss- um. Sprengjum var varpaS á 9 hverfi í London og 8 borgir í suSurhluta Englands. Bretar hafa nú birt skýrslu um flugvélatjón Þjóðverja í september. Segjast þeir hafa skotið niður 1092 ^þýskar flug- vélar, en mist sjálfir 319, en frá 8. ágúst segja»þeir Þjóð- verja hafa mist 2187 flugvélar í loftbordögum við og í nánd viS Bretland, en sjálfir mist 613. Þrátt fyrir þetta mikla flug- vélatjón Þjóðverja fylla þeir, að því er taliS er, í skörSin jafnóSum. En flugmannatjón- iS er enn alvarlega fyrir þá og/þar erfiðara að bæta upp, en flugmannatjón Breta er hverfandi i samanburSi við flugmannatjón ÞjóSverja. Bæt- ist og Bretum nú fljótara upp alt tap en ÞjóSverjum, vegna þess aS flugvélaframleiSsla þeirra eykst stöSugt, og inn- flutningur flugvéla, en aS- streymi æfSra flugmanna frá Kanada og fleiri breskum lönd- um og Bandaríkjunum vex 'stöSugt. Ellefu tegundir flugvéla framleiddar í Kanada. London i morgun. í grein, sem Grant Dexter hefir skrifaS í Spectator, skýr- ir hann frá því, að nú sé ver- ið aS framleiSa i Kanada 11 tegundir hernaSarflugvéla, þar af 5 tegundir orustuflugvéla. Hinar tegundirnir eru notaSar viS flugkenslu. Eins og áSur hefir veriS getiS, eru nú tug- þúsundir flugnema í Kanada, frá ýmsum löndum Bretaveld- is. Þarf því aS framleiSa feikn- in öll af æfingaflugvélum. ÖNNUR HERNAÐAR- FRAMLEIÐSLA. Mikil hergagnaframleiSsla önnur er byrjuS í Kanada, og í mörgum greinum komin vel á veg. M. a. er hafin fram- leiSsla í stórum stíl á Lee-En- field rifflum og Browning-vél- byssum, sem ætlaSar eru til notkunar í flugvélar, loftvarna byssum og fallbyssum af sér- stakri gerS, sem aflað er til þess að skjóta af á skriSdreka. í 14 verksmiSjum er unnið að framleiSslu á fallbyssukúlum. Framleiðslan á hinum heims- kunnu Bren-byssum hefir ver- ið aukin um helming o. s. frv. Yfirleitt, segir Dexter, hefir öll framleiðslan veriS stórum auk- in, frá skammbyssum og riffl- um upp i f allbyssur af þyngstu Jón Sigfússon, bæjarstjóri í Neskaupsta'S, kom loftleiÖis hingað til bæjarins í gær. Lætur "hann vel af líðan manna og' afkomu eystra, me'Ö því að.atvinna befir verið me'Ö mesta rrióti, og einkum sjóménn haft sæmilegar tekjur. Annars er tíoindalíti'ð á Austfjöröum. Grænmetisverslun ríkisins tekur fram fyrir hendur stríðsspekulantanna. ..II. i ¦ Nægilegar toirgðip af kartöílum verða fluttar inn til þess að lialda verðinu í hófl og varna sölu út- sæðis. Nokkuð hefir á því borið undafarið að stríðsgróðaspekúlant- ar hafa fest kaup á, eða reynt að festa kaup á öllum kartöflu- birgðum í sumum bygðalögum. Hefir þetta einnig leitt til þess að f jöldi framleiðenda, sem er þess um kominn að geyma kart-' öflur sínar, heldur nú í þær dauðahaldi og vill ekki selja, í þeirri von að verðið fari hækkandi eftir því sem á veturinn líður. — gerð. 100 NÝJAR VERKSMIÐJUR 1 DAG. — Tilkynt var fyrir nokkrum dögum, aS stofnaSar yrSi 100 nýjar verksmiðjur, og verður varið til þess 165 milj. dollara. Japanir fiafa I íiðt- uiiuíii við Breta. Fregn frá Tokio hermir, aS hið kunna japanska blaS, Yomi- uri Shimbun, hafi birt grein þar sem svo er aS orSi komist, aS ef Bretar opni á ný Burmabraut- ina (þ. e. leyfi herflutninga um hana til Kína), muni Japanir „grípa til sinna ráSa". Hefir verið að þvi vikið í ýmsum blöS- um að undanfömu, að Bretar kynni aS opna brautina á ný til slíkra flutninga og yrSi þaS svar þeirra gegn ágengni þeirri, sem Japanir hafa í frammi i Austur- Asiu. Yomiuri Shimbu ræSir einn- ig þaS markmiS Japaha, að koma á nýrri skipan i Austur- Asíu. Kref st blaSiS þess, aS Bret- ar leggi engan stein i götu Jap- an á þeirri braut. Rit Fiskideildar, 2. hefti 1940, hefir blaÖinu borist nýlega. Fjallar þaÖ um lax-rann- sóknir á árunum 1937—39, og hef- ir Árni Friðriksson ritað þaÖ. Tít- dráttur af skýrslunum er einnig á ensku. 12 linurit eru í heftinu. Hefir þessi birgSasöfnun reynst neytendum, dýr meS því aS nú munu kartöflur vera seld- ar í lausasölu í verslunum á 60 -—70 aura kílóiS, og eru jafn- vel lítt fáanlegar. Grænmetisverslun ríkisins á- kvaS svo sem kunnugt er lág- marksverS á kartöflum 17 kr. pokann og var þaS allmiklu hærra en í fyrra. Nú hefir sú verslun boSið framleiSendum austanfjalls 19 kr. i pokann, enda skyldi verslunin leggja til umbúSir og annast flutning vör- unnar hingaS til bæjarins. HefSi pokinn kostað hingað kominn með þvi móti ca. kr. 23.00. Framleiðendur vildu hinsvegar ekki selja vöruna fyrir þetta verð, og kváðust geta fengiS miklu hærra boS í kartöflurnar. Þar sem sýnilegt er, aS unt er að skapa hér óeðlilegt verðlag á kartöflum, með því að liggja á birgðunum og setja þær dræmt á markaðinn, og einnig meS því, að i þvi er falin 'sú hætta, er verSIagiS hækkar, aS framleiSendur freistist til að selja útsæði sitt, hefir forstjóri Grænmetisverslunarinnar þegar gert nauðsynlegar ráðstafanir til að flytja inn kartöflur til neyslu, og mun þess ekki langt að biða, að þær flytjist hingað til landsins. Hefir forstjórinn, Árni G. Eylands, sýnt hina mestu festu og röggsemi í þessu máli, og ná ráðstafanir hans án efa tilætluðum árangri, þannig aS framleiSendur fái gott verð fyrir vöru sína, en þó ekki svo hátt, að þeir freistist til.að selja útsæði sitt. Væri það hið mesta óráð, enda hefir forstjóri Græn- metisverslunarinnar brýnt það mjög fyrir mönnum, að 'þeir verSi á næsta vori aS sjá sér sjálfir fyrir útsæði. Með þvi að sakir standa svo, sem að ofan greinir, þarf fólk Rrept aí Gyðingum í Frakklandi. London i morgun. Fregn frá Vichy hermir, að franska stjórnin hafi komið saman á fund í gær og var þar gengiS frá uppkasti aS lögum, sem fjalla um GySinga, og er þaS i fyrsta skifti i sögu Frakk- lands, sem lög eru sett, þar sem gert er upp á milli þjóSflokka. Samkvæmt hinum hýju lögum verða GyÖingar flokkaðir niSur, verSa sér i flokki franskir GyS- ingar og þeir, sem veriS hafa í her, flugher eSa flota Frakk- lands, sæta betri meSferS ién hinir. GySingum frá öðrum löndum og nýkomnum verSuí ueitaS um atvinnuréttindi og önnur forréttindL ekki að óttast skort á kartöfl- um til neyslu, né gífurlega hátt vöruverð, þannig að óþarft er að fara í kapphlaup um kar- töflukaup né bjóSa yfirboS i þeim' efnum. ÞaS má búast viS aS ráSstaf- anir Árna G. Eylands mælist misjafnlega fyrir hjá spekú- löntunum, en allur ahnenning- ur mun verSa honum þakklát- ur fyrir þær ráðstafanir, sem hann hefir gert í þessu efni, en er ekki full ástæða til, einmitt á þessum tímum, að gera ó- venjulegar ráðstafanir til þess að tryggja rétt neytendanna gegn stríðsjjekúlöntunum, jafn- vel þeim, sem í opinberum nefndum eiga sæti. Barnaskólarnir taka bráðlega til starfa. Barnaskólarnir í og við bæinn verða að öllu forfallalausu opn- aðir um miðjan mánuðinn, nema Laugarnesskóli, sem mun sennilega geta tekið til starfa á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. . * Þessa dagana er verið aS þvo og hreinsa skólana, ef íir sumar- vist setuliSsins í þeim og sömu- leiSis veriS aS gera viS þær skemdir, sem orSiS hafa af völdum þess. En þær virSast yf- irleitt ekki hafa veriS miklar. SigurSur Thorlacius skólastjóri skýrSi blaSinu aS visu frá því, aS nokkrar skemdir hefSu orð- iS á gólfinu í Austurbæjarbarna- skólanum, vegna sjúkrarúma. Voru rúmfæturnir oddhvassir og skárust niSur i dúkana. Um- gengni hermannanna hafSi yfir- leitt veriS góS . Hermennirnir eru enn ekki meS ölíu farnir úr MiSbæjar- barnaskólanum, og sömuleiSis eru þeir í einni stofu í Austur- bæjarbarnaskólanum. Hinsveg- ar eru þeir farnir úr Laugar- nesskóla og úr Skildinganes- skóla fóru þeir um helgina. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 1.—7 sept. (i svigum.tölur næstu viku á undan) : Hálsbólga 34 (30). Kvefsótt 70 (62). Blóðsótt 0(1). Gigtsótt 0(1). I'Örakvef 24 (18). Kveflungnabólga 1 (o). Taksótt 0(1). RauÖir hund- ar o (3). Skarlatssótt 0(1). Kossa- geit o (1). Munnangur o (4). Hlaupabóla 1 (3). Heimakoma o (1). Mannslát 5 (9). — Landlækn- isskrifstofan. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: Frá ónefndri konu kr. 2.00, frá sjómanni kr. 10.00, frá álfkpnu á Akureyri kr. 10.00, frá konu kr. 5.00, frá N. N. kr. 50.00, frá S. B. kr. 20.00, frá E. S. E. kr. 2.00. $tsu*fsemi Leik- félagsins og: breska isetnliðið. Um hálfrar aldar skeið hefir Leikfélag Reykjavíkur borið uppi mikilvæga menningar- starf semi hér í bænum og lengst af við hin erfiðustu kjör. En eftir að Þjóðleikhúsið kómst undir þak fékk félagið mjög bætta aðstöðu til starfsemi sinn- ar með því að það f ékk þar rúm- góðar vinnustofur til leik- tjaldagerðar sinnar og fyrir geymslu leiksviðsútbúnaðar síns o. fl. Eftir hertökuna s. 1. vor hafa Bretar notað meginhluta ÞjóS- leikhússins sem birgSastöS og hafa þá einnig tekiS mestalt þaS húsnæSi, sem Leikfélagið hafði þar, en það var eitt herbergi uppi, stór kjallarasalur/)g tvær vinnustofur í austurálmu húss- ins. Þar eS ókleift hefir reynst aS fá hér i bænum nokkurt annað húsnæði, sem hentar Leikfélag- inu sem vinnustofur, hefir það farið þess á leit við bresku her- stjórnina hér, að þvi verSi aftur afhent þaS húsnæSi, sem þaS hafSi. Til samkomulags er félagiS þó fúst til aS láta setuliðinu eftir herbergið uppi og kjallarasal- inn, en heldur fast við þá ósk aS fá af tur vinhustofurnar í austur- álmunni. Er sérinngangur þang- aS og er félagið reiðubúiS til aS bera kostnaS af því aS fylla upp í dyra- og lyftuop þau, sem liggja inn í aðalbygginguna. Bæjarbúar vænta þess fast- lega að herstjórnin verði við óskum Leikfélagsins og láti þ\*i eftir þessar tvær stofur svo að það þurfi ekki að draga saman seglin eða fella niSur starfsemi sína.' Auk Leikfélagsins hafa ýmsir aSrir leikflokkar notað þessar sömu vinnustofur meS þvi, og voru leiksýningar þessara flokka allra ca. 140 á siSasía leikári. í samningunum við Breta má og minnast þess, að enginn ís- lenskur aSili hefir gert meira aS þvi en LeikfélagiS, aS kynna ís- lendingum enska leiklist og menningu, og hafa 30—50% af leikritum þeim, sem þaS hefir sýnt á undanförnum árum veriS af enskum uppruna. 78 þátttakendur í mótornámskeiðum Fiskiíélagsins. . Á morgun verður sett vél- gæslunámskeið Fiskifélagsins. Hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Þeir eru 65 innritaðir á miníia námskeiðið, en 13 á það stærra. Minna námskeiðið stend- ur í 10 vikur, en það stærra í 5 mánuði. Próf i minna námskeiðinu veita réttindi til þess aS vera aSalvélstjóri á bát meS alt aS 50 ha. vél, en undirvélstjóri á bát meS 150 ha. vél. Þeir, sem ganga undir meira námskeiSiS og ljúka prófi, hafa réttindi til að vera undirvélstjórar á bátum meS alt aS 400 ha. vél. Tvö önnur námskeiS munu verSa haldin á vegum Fiskifé- lagsins úti um land.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.