Vísir - 04.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 04.10.1940, Blaðsíða 1
/ Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 4. október 1940. 229. tbl. Breytingarnar á bresku stjórninni — Bauð $ 1 ooo.ooo Maður sá, er hér birtist mynd af, heitir Saniuel Harden Churcli og er forseti Carnegie- stofnunarinnar í Pittsburgh. Church liauð í vor 1.000.000 dollara fyrir Hitler, en þá tóku tveir háskólakennarar sig til og buðu 10.000 dollara fyrir Chamberlain og Daladier. — FRETTIR í STUTTU MÁLI Bretar tilkynna, að þeir' hafi sannanir fyrir þvi, að aðstand- endur æðstu manna nasista sé látnir sitja fyrir um brottflutn- ing úr Berlín. • Pólska herstjórnin i Englandi liefir tilkynt, að ein pólsk „squadron“ (sveit með 16 flug- vélum) hafi skotið niður rúm- lega 100 flugvélar í september. • Yerðlag á nauðsynjum á ítal- íu hefir hækkað um 58% siðan 11. júní, þegar Italir sögðu Bandamönnum stríð á hendur. • Borgarstjórinn í London hef- ir látið opna 58 almenningséld- liús jjpr í borginni, til afnota fyrir húsnæðislausa. Undirbún- ingur hefir verið hafinn undir opnun 2000 eldhúsa í viðbót. • í gær endurnýjuðu Bretar 10 ára samning um leigu á liöfn- inni i Ldu-King-tao, nálægt Wei-Hai-wei í N.-Kína. • Blaðið New York Herald Tri- bune birtir þá fregn, að búast megi við að Bandaríkjastjórn selji Kanada bráðlega 100 skrið- dreka, sem nota á til æfinga. 0 Blökkumannakynflokkur i Nigeriu hefir tilkynt landstjór- anum þar, að kynflokkurinn ætli að afhenda nýlendustjórn- inni sjötta hluta allra tekna sinna til styrjaldarrekstursins. irí rí Win^toii ClniB'cliiIl verdiir k|öi'iiin foriiiadui* íhaldsflokk§ins brcika í §tað Cliainkerlaiiis. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Blöðin í Lundúnaborg ræða í morgun breytingar | þær, sem gerðar voru á skipun bresku stjórn- arinnar, um leið og Neville Chamberlain lét af embætti sínu. Blöðin eru yfirleitt þeirrar skoðunar, að breytingarnar séu til mikilla bóta og hin endurskipaða stjórn Churchills hafi styrkari aðstöðu. Chamberlain hef ir nú einnig sagt af sér f lokksf ormenskunni í íhalds- flokknum, og er það talið alveg víst í London, að Win- ston Churchill forsætisráðherra verði fyrir valinu. Mörg Lundúnablaðanna víkja sérstaklega að því, að meðalaldur ráðherranna hefir lækkað að mun, því að nýju ráðherrarnir eru yfirleitt yngri menn en þeir, sem vikið hafa. Eins og getiö. var í skeyti í gær tekur Sir John Anderson ör- yggismálaráðherra við embætti Chamberlains en hann var for- seti leyndarráðsins (Lord president of the Council) og tekur Sir John sæti Chamberlains í stríðsstjórninni, en í hana verður bætt tveimur ráðherrum, þeim Sir Kingsley Wood fjármála- ráðherra og Ernest Bevin verkamálaráðherra. Er það talinn mikill styrkur Churchill, að þeir taka sæti í stríðsstjórninni. Herbert Morrison verður öryggismálaráðherra í stað Sir John Anderson, Sir Andrew Duncan birgðamálaráðh. og Cranborne lávarður samveldismálaráðherra, en Oliver Littleton kapteinn verslunarmálaráðherra, Moore Brabazon herdeildarforingi verður samgöngumálaráðherra, en Sir John Reith viðreisnar- ráðherra eða opinberra framkvæmda vegna stríðsins, en Sir John hlaut samtímis barónstitil. London í morgun. Það var tilkynt i Washington i gær, að ameríska herstjórnin liefði tekið ákvörðun um, að stofna sveitir fallhlífahermanna og er þega r verið að æfa fyrstu fallhlífahersveitina, og eru i lienni 500 menn. Það hefir vakið mikla athygh, að Churchill liikaði ekki við að þreifa fyrir sér utan stjórnmála- flokkanna, en hinn nýi verslun- arráðherra, Oliver Littleton er kaupsýslumaðnr, og hefir ekki gefið sig að stjórnmálum. Hefir hann haft yfirumsjón með kaupum á málmi fyrir Breta- veldi og birgt landið upp til þriggja óra, og voru kaupin mjög hagfeld. Enginn nýju íjáð- lierranna er yfir sextugt. Chamberlain tilkynti Chur- chill úrsögn sina bréflega. — í bréfi sinu sagði Chamherlain, að hann hefði ekki náð fullri lieilsu eftir uppskurð þann, sem á honum var gerður fyrir nokkrum vikum og kvaðst hann ekki treysta sér til þess að gegna störfum áfram, .enda hefði læknar x-áðlagt sér að gera það ekki. Chambei’Iain þakkaði Churchill traust og velvild og lét í ljós þá ósk, að Churchill mætti auðnast að leiða þjóð sína áfram, uns signr væri unn- inn í bayáttunni gegn harðstjórn og kúgun. í svarbréfi sinu fór Churchill viðurkenningarorðum um Chamberlain, fyrir hin miklu störf hans og þrautseigju. „Þér börðust fyrir friðinum af fullri einurð, meðan xxokknr von var, og jafneinarðlega fyrir sigrin- um“, sagði Cliurchill i svarbréfi sínu. j Kysrr nótt í London. •. 1 ! Loftárásir* voru með minsta j möti í nótt sem leið og var til- 1 kynt fyrr en nokknrn sinni und- angengnar vikur, að öll Iiætta væri liðin hjá. Lágskýjað var í nótt sem leið og flugskilyrði slæm. Stöku þýskar flugvélar vörpuðu niður sprengjum af handahófi. Sama sem ekkert tjón varð í miðhluta London. Manntjón var hvarvetna lítið og eignatjón með nxinsta xxióti. ISrcwkí flotiiin eiiirsiður á Hiðjarðarhafi. London í morgun. Breska flotanxálaráðuxxeytið lilkynti í gær, að hresk flota- deild hefði frá þvi 29. sept. og þar til í fyrradag farið unx mið- íiluta og áustanvert Miðjarðar- haf í eftii’litsfei’ð, en hvergi varð vart við ítalska flotann, fyrr en á miðvikndag, að bresk flngvél sá til ítalski’ar flotadeildar, senx var í urn 100 enski’a mdlna fjar- lægð frá bi-esku flotadeildinni, og hraðaði ítalska flotadeildin sér til bækistöðvar sinnar sem mest hún mátti. Bx-etar segja, að tækifærið hafi verið notað, nxeðaix breska flotadeildiix var um miðbik Miðjarðai’hafs, að setja aukið lið á land á Malta. Italskar flugvélar í'éðust á bresku flotadeiklina, en ekkert herskipanna sakaði. Fjórar italskar flugvélar voru skotnar niður qg varð ein þeirra fyrir skoti úr loftvarnabvssLx. Kosninga? í Ástralíu. London i íxxorgun. jÚrslit kosninganna í Ástralíu ui’ðu þau, að stjórnin hefir (eft- ir foi’setakjör) aðeins eins at- kvæðis meirihluta. Stjórnar- flokkurinn hlaut 24 þingsæti og Bændaflokkurinn 14, en liann styður stjórnina, en vei’kalýðs- flokkurinn hlaut 32 þingsæti. — Svo nefndir „Non-comnxunists“ lilutu 4 þingsæti og enx þeir einnig i stjórnarand,stöðu. Talið er liklegt, að Mensies fox’sætisráðherra bjóði vei’ka- lýðsflokknum sæti i stjórninni. Mýr fnndiir í Bpeiin- er§karði. Hitlei* og Mussolini liittast þar í dag EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það varð kunnugt í gærkveldi, að ákveðið liefði ver- ið, að Mussolini og Hitler hittist í Brennerskarði í dag. I morgun snemma var tilkynt, a'(i Hitler væri farinn af stað frá Mtinchen í einkalest og von Ribbentrop utan- ríkismálaráðherra í annari, áleiðis til Brennerskarðs. Mussolini er einnig lagður af stað þangað. Það liefix’ ekld verið tilkynt opinberlega livers vegna Jþessi fundur er haldinn, og í opinberum tilkynningum frá Róixiaborg og Berlín, liefir ekki verið á hann minst, enn sem komið er. Exx ýmislegt liefir komið fram, seixx bendir til, að viðræðuefnið fjalli unx Spán og í fregnum fx’á Rómaborg í gær er fullyrt, að Serraixo Suner, innanríkisráðherra Spánar, hafi fi-estað för sinni til Spánar. Það liefir verið að því vikið [ alloft í fregnunx að undanförxxu, atS Þjóðverjar og Italir vilji fá Spányerja til þess að taka þátt í styi’jöldinni með sér og þykj- ast þ(eir eiga slíkan sUiðning skilið, fyi’ir lijálpina í borgara- styi’jöldinni. En Franco var lil skamms tíma sagður andvígur þátttöku í styrjöldijxni og í ensk- unx tilkynningum fyrir skömmu var að því vikið, að Serrano Suner liefði ekkert xxnxboð til að semja fyrir hönd spönsku stjórnarinnar, — lxann hefði að- eins fárið til Berlínar og Rónxa- borgar sem leiðtogi falangista. En enginn vafi er á, að Iiin mik- ilvægustu mál hefir borið á góma nxilil Hitlers og Suixei’s, og þar.næst Mussolini og Suners, og í sumum fregnum er talið, 10 þás. kr. sjóður til rannsókna á ís lensknm heilsulindum. & Gefinn af Sesselju Guðmundsdóttur og Bjarna Jónssyni'. ÞAU hjónin Sesselja Guðmundsdóttir og Bjami Jónsson, Galtafelli, gáfu í gær Vísindafélagi íslendinga 10 þús. kr. sjóð, í tilefni sextugsafmælis Bjarna og nýafstaðins þrjátíu ára hjúskaparafmælis þeirra hjóna. Er sjóðurinn stofnaður tilminn- ingar um dætur þeirra hjóna, Svövu og Kristjönu Áslaugu, og á að vera til eflingar rannsókna á lækningakrafti íslenskra heilsulinda. Senda þau lijónin stjói’n Vís- indafélagsins bréf unx þetta i gær og æsktu þess, að félagið veitti sjóðnunx móttöku og ráð- stafaði lionunx síðan eftir skipu- lagsskrá, senx þau gæti gengið frá í sami’áði við stjórn félags- ins næstu daga. Stjórn félagsíns heimsótti þau hjónin í gær. Forseti fé- lagsiixs er dr. Eixxar Ól. Sveins- soix og liafði hann oi’ð fyrir stjórninni, en aði’ir stjórnai’- meðlimir eru Ásmuixdur .Tóns- son prófessor og dr. Þorkell Jó- i haxxnesson. • Dr. Eiixar færði þeim Galta- fellshjónunx alúðarþakkir fyrir hönd félagsiixs. Mintist hann á, Réttarhöldin í Riom. Gamelin, Daladier o.fL yfirheyrðir. Einkaskeyti frá United Pi'ess. London 5. okt. Fregn frá Vichy lxermir, að að æðstirétturinn í Riom liafi yfii’Iieyrt Gamelin, Daladier .og Guy La Chanxhre. Hafa þeir lagt franx vörn í nxáli sínu. Ekki hefir verið ákveðið livenær dómur verður feldur í nxáli þeirra. Meðal vitnanna voru Weygand, Colson, Geoi’ges, Vuillemin, Blancliard, Mittel- hauser, Bonnet o. fl. ráðherrar og herforingjíu’. að hér væri um að í'æða svið, senx lítið væi’i rannsakað hér á landi, en hinsvegar enginn vafi á því, að hér væri mai’gar heilsulindir, sem gæti orðið mörgum manninum, til bata, þegar rannsóknir hefði farið fram á gildi þeirra. * Sífeldur straumur gesta var að Galtafelli í allan gærdag á 5. hundrað alls. Blóm og skeyti bárust hvaðanæfa. Var þetta alt gott vitni þess, liversu vinsæl þau Galtafellshjón eru og er það að makleikum. að hann muni fara til Spánar með kröfur Þjóðverja og ítala uni sluðning í styrjöldinni. En þólt mestar getgátur qm Brennerskarðsfundinn hafi kömið frarn í blöðum í sam- bandi við Suner og Spán, er — eins og niörg blöð benda á — fjökla . margt, sem Hitler og Mussolini þui’fa að ræða, varð- andi styrjöldina og framtiðina. En hvaða mál sem það nú eru, er rædd verða, ber öllum sam- an um, að fundurinn sé hinn mikilvægasti, og það er beðið frekaii fregna með óþreyju. SKOTHRÍÐ AF LANGDRÆG- UM FALLBYSSUM Á KAUP- SKIPAFLOTA. Þjóðvejar skutu af hinum : i nertiji London í nxorgun. Breska flotanxálaráðuneytið tilkynnir í morgun, að undan- farnar vikur liefði sjö þýskurn kafbátum verið sökt og tveimur ítölskum. — I tilk. er viðui'kent, að kafbátum Þjóðvei’ja lxafi orðið nokkuru betur ágengt undangengnar vikur, og. er það vegna þess, að aðstaða Þjóð- vei'ja batnaði mildð að þessu leyti, er þeir fengu margar nýj- ar hafnir á meginlandinu. Eru margar þeirra hentugar senx kafbátastöðvar, nálægt siglinga-. leiðurn við Bretland o. s. frv. Einnig var tilkynt að breskur kafbátur hefði sökt ítölskum tundurspilli þ. 22. sept, á Adria- hafi. Sami kafbátur hafði áður sökt tveinxur ítölskum flutn- ingaskipum. langdi-ægu fallbyssum sínum á Gris Nez höfða í morgun, a skipaflota í Dovei'sundi, sanxtals 60 skotum,en skipin sakaði ekki. Sjór var mikill og suðvestan strékkingur. gulur kross á rauðum feldi. — NÝTT ÞING. Einkaskeyti frá United Pi’ess. Blaðið Dagens nyheter i Stokkh. birtir fx-egn fxá Oslo, að Quisling hafi tilkynt á fundi Nasjonal samling, að nýr fáni fyrir Noreg yrði tekinn í notkun. Er fáninn þannig gerðui’, að feldurinn er rauður og í honum gulur kross. Notkun nórska fánans verður bönnuð. Þá hefir vei’ið tilkynt, að Stórþingið verði leyst upp og verður tekið upp nýtt fyrix'- komulag, sumpart að fasist- iskri fyrirmynd, ]x. e. að hafa stéttax-fulltrúaþing, en að sumu leýti mun hið nýja þing vei’ða sniðið eftir gamla rikis- þinginu. Quisling leiddi í ljós, að hann hafði varað Hákon kon- ung og Ólaf ríkiserfingja við að ti'eysta Nygaardsvold fox'- sætisráðherra. Lauk Quisbng máli sínu með því að segja: „Að vera sanxherji Breta nú er að vera föðurlandssvik ari.“ Rússar æfa æskulýðinn. London í niorgun. Það var tilkynt í Moslrva í gær, að hrundið yrði í fram- kvæmd stói’feldum áformuxn, til þess að. þjálfa æskulýðinn í landinu og búa liann sem, best undir hina liernaðarlegu þjálf- un, sein liefst þegar að xmdir- búningsæfingunum loknunx. — Það er komist svo að orði í til- kynningunum unx þetla, að pilt- ar, senx ekki lxafa náð lier- skyldualdri, skuli fá sérstaka æfiixgu við ýxxis störf, og er svo ráð fyrir gert, að ríkið noti starfskrafta þeirra þannig og undirbúi þá undir frekari störf (þ. e. hex'skylduna) í saixxtals 4 ár. Fyrstu 600.000 piltaipiir verða kvaddir til æfinga og starfa i nóvember næstkomandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.