Vísir - 08.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 08.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri • Blaðamenn Síml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavíks þriðjudaginn 8. október 1940. 232. tbl. Burmabrautin verð itr opnuð á 11 f til her g'agnafliitiiiiig'a. Yfirlýsing frá Churchill. Japanir gramir. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Þegar breska þingið kemur saman nú mun Win- . ston Churchill forsætisráðherra flytja ræðu, sem fjallar um Burmabrautina. Er þessarar yfirlýsingu beðið með miklum „spenningi“ enda þótt alment sé talið víst, að Churchill muni boða að brautin verði opnuð til hergagnaflutninga (til Kína) á ný. Ákvörðun þessi er hin mikilvægasta og getur haft stór- kostlegar afleiðingar, að því er Asíustyrjöldina snertir og raunar Evrópustyrjöldina líka. Afleiðingin getur orðið að styrjöldin í Asíu breiðist út og brátt verði heimsstyrjöld geisandi. Það er kunnugt, að Bretar hafa tekið ákvörðun sína, eftir að hafa ráðgast við Banda- ríkjastjórn. Það," sem hér er í rauninni um að ræða, er svar við Þrívelda- bandalagi Þjóðverja. Itala og Japana, sem m. a. átti að hræða Bandaríkin frá afskiftum af Austur-Asíumálum, og frekari stuðningi við Breta en ef Bretar nyti ekki stuðnings Bandarfkj- anna hefðí Japanir án efa orðið allmiklu borubrattari í Austur- Asíu, og haldið lengra á „hinni hálu braut ofbeldisins“, eins og Times sagði í ritstjórnargrein nýlega. Verði svar Churchills það, sem búist er við, er þaðsvarírauninni gefið með fullu samþykki Bandaríkjanna — svar, sem þýðir það, að Bandaríkin og Bret- land ætla að láta hótanir Japana sem vind um eyrun þjóta. Það vekur og mikla athygli, að viðræður hafa farið fram milli sendi- herra Bandaríkjanna í Moskva og Molotovs forsætis- og utan- ríkismálaráðherra Sovét-Rússlands. Og í Bandaríkjunum hefir heyrst rödd (kommúnistaleiðtoga að vísu, en áhrifa þeirra gæt- ir þar lítið), að Bandaríkin, Kína og Sovét-Rússland ætti að gera með sér bandalag. Kínverska stjórnin lítur svo á, að Bandaríkin ætti að gera sér ljóst, að styrjöld er óhjákvæmileg milli Banda- ríkjanna og Japan. AFSTAÐA JAPANA. Það valdi mikla athygli í gær í London og Bandarikjunum, að svo virðist sem fát allmikið hafi gripið japönsk hlöð og þykir kenna þar mikils ósamræmis og telja sum amerísk blöð að það stafi af því, að Japönum hafi komið mjög á óvart, að ekki skyldi hafa telcist að blekkja Bandaríkjamenn og Breta. En Japanir, ítalir og Þjóðverjar hafi búist við, að hægt yrði að leika sama leikinn gagnvart þessum tveimur síórveldum og smáþjóðunum í Evrópu en þar liafi þríveldin farið vill vegar. Japanskt blað komst þannig að orði, að ef Bretar opnuðu Burmabrautina til hergagna- flutninga yrði afleiðingin heims- styrjöld, en annað blað lét all- drýgindalega, og sagði, að Jap- önum mætti á sama standa hvað Bretar gerðu í þessum efnum. Matzuoka, utanrikisráðherra Japana, flutti ræðu í gær og sagði að þríveldasáttmálinn gerði að eins ráð fyrir varnar- bandalagi, og afleiðing hans yrði ekki, að Japanir tæki þátt í Evrópustyrjöldinni. En jafn- framt kvað liann Japani ekki geta þolað afskifti Evrópuþjóða afí málefnum, sem varðaði Austiu’-Asíuþjóðir einar, og um kommúnismann sagði hann, að Japanir væri staðráðnir í að koma í veg fyrir, að hdnn næði að breiðast út um Kina, Man- sjúkóríkið og Japan. Loftárásirnar skiftust þannig: Fimmtíu og sjö voru ’gcrðar á inrírásarbækistöðvarnar, 37 á járnbrautarstöðvar, 14 á vopna- verksmiðjur, 27 á flugvelli og sjóflugvélastöðvar, 15 á olíu- geyma o. s. frv. og 8 á rafmagns- stöðvar. Meðal þeirra stöðva, sem gerðar voru árásir á, var Berlin, en þar voru gerðar árásir þrjár nætur vikunnar. Aðfaranóll þess þrítugasta september var gerð rúmlega 5 klst. árás og er það sú lengsta, sem þar hefir verið gerð. Þá var gerð árás á olíuhreins- unarstöðvar og skipalægi í Stettin við Oder, olíuhreinsunar- stöð hlutafélagsins „Braunkolen Benzin A. G.“ í Magdeburg, vopnaverksmiðjur í Hanau. Boseh raftækjaverksiuiðjurnar í Sluttgarl, blíuvinslu verk- Þjóðverjar nota aðalbækistöð rú- menska lítvarð- arins. EINKASKEYTI FRÁ U. P. — London i morgun. Þýskir menn í Búkarest hafa staðfest að þýska herdeildin, sem komin er til Rúmeníu, eigi að kenna átta rúmenskum her- deildum meðferð nýtísku vopna og kenna þeim þýska hernaðar- list. Herliðið mun verða látið búa í borgunum Brashov, Con- slanza, Ploesti og Dadilov. Þýska herforingjaráðið fær til afnota eina fegurstu bygging- una í Bukarest, Stirbey-húsið, sem er í miðhluta borgarinnar. Þar var áður aðalbækistöð hall- ar-Iífvarðarins rúmenska. IIarða§ta loftáráiin ti Bci'llii í nótt. flttrgfir elflsir í iniðlilnta borgarinnar. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Breskar flugvélar gerðu lengstu og áköfustu loft- árásina á Berlín, frá því að styrjöldin hófst, i nótt sem leið. Varð fólk að hafast við í loft- varnabyrgjum um sex klukkustundir og er það klukku- stund lengur en nokkuru sinni áður. Eftir því sem fréttaritari United Press í Berlín simar, komu flugvélamar í sjö fylkingum yfir borgina og komust alveg yfir miðhluta hennar. Hávaðinn af loft- varnabyssunum var afar niikill, hjaðnaði í milli, þegar flugvélasveitirnar fjarlægðust, en æstist svo aftur, þeg- ar þær höfðu snúið við og gerðu aðra hríð. Sumar sveitirnar komu oftur en einu sinni, því að þær fundu ekki skotmörk sín í fyrsta skifti. Þær flugu mjög lágt. Kyndlum var kastað út úr flugvélunum, til þess að lýsa upp borgina og einu sinni lýstu 12 þeirra yfir Unler den Linden, svo að þar var bjart eins og um miðan dag. Gnýr af þungum sprengjum heyrðist inn í miðhluta borgar- innar, en þaðan sáust líka margir eldar loga í norðurliluta borg- arinnar. Kolsvartir reykjarmekkir sligu upp af eldunum, svo að þar mun oha hafa verið að brenna. 158 loftárásir ;í þýsk léiMÍ Vlkll. scgja Brotar Itilkynningum Breta um loftárásirnar, sem þeir gerðu í síðustu viku á Þýskaland, og önnur lönd, sem Þjóðverjar ráða, segir að alls hafi verið gerðar 158 loftárásir þann tíma. I þeim árásum segjast þeir hafa mist 15 flugvélar, en skotið niður fimm. Miklir loitbardagar yfir Bretlandi í gær. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Miklir loftbardagar voru háðir yfir Bretlandi í gær og tefldu Þjóðverjar fram miklum sæg flugvéla, að því er giskað er á a. m. k. 450. Komu þær í fimm aðalhópuiu, eins og tíðast inn yfir strendur Kent. í fyrrinótt var, sem getið var í skeytum í gær, hvassviðri á Bretlandi og flugskilyrði óhagstæð, enda gátu Lundúnabúar og aðrir Bretar notið svefns í fyrrinótt, En í gær fór veður batnandi, vind lægði og heiðskírt varð og bjart yfir, og flugskilyrði hin ágætustu, og stóð ekki á því, að Þjóðverjar notuðu sér það. Voru og Bretar við öllu búnir. Höfðu þeir sveitir orustuflugvéla reiðubúnar og réðu þær þeg- ar til atlögu við þýsku flugvélarnar og dreifðu þeim. En eins og jafnan, þegar um mikinn f jölda árásarflugvéla er að ræða og þeim sé dreift og meiri hlutinn hraktur á flótta, tekst jgfnan einhverjum að komast inn yfir landið, og svo fór og í þetta sinn. Var varpað sprengjum úr þeim flugvélum, sem „brutust í gegn“ á ýmsa staði, m. a. Lundúnaborg, og komust nokkrar flugvélar inn yfir miðhluta borgarinnar. Sprengjum var einnig varpað á Dover, Eastbourne og fleiri borgir í Kent. I þes’sum borgum og mörgum fleiri varð nokkurt tjón af sprengjum, hús hrundu en í öðrum kom upp eldur sem í flestum tilfellum var slöktur allgreiðlega, en manntjón í loftátásunum er ekki talið mjög mikið, en þó er kunnugt að margir særðust og að allmargir fórust. Bretar tilkyntu seint í gærkveldi, að þeir hefði skot- ið niður 28 þýskar flugvélar, en aðeins 2 þeirra voru sprengjuflugvélar. Sjálfir segjast þeir hafa mist 16 orustuflugvélar, en 6 flugmannanna komust lífs af. — Það er talað um það í breskum tilkynningum, að það sé alveg óvanalegt, að svo margar þýskar orustuflugvélar séu skotnar niður sem í gær, því að vanalega eru það sprengjuflugvélarnar þýsku, sem verða fyrir barðinu á Spitfire- og Hurricaneflugvél- unum bresku. En svo var ekki að þessu sinni. Loftorusturnar voru háðar í mikilli hæð, alt að 30.000 ensk fet. Sundmeistaramótið: ifíi iei i 200 letra smiðju PBitterfeld, Kruppverlc- smiðjurnar í Essen, Fokker- verksmiðjurnar í Amsterdam og flugvélaverksmiðjúr i Roten- burg. Happdrætti Frón. í hlutaveltuhappdrætti St. Frón hlutu eftirfarandi númer vinninga: 315 bólstraður stóll, 1603 100 kr. í peningum, 1961 málverk, 2388 farseðill til Akureyrar, 1596 far- seðill til Vestmannaeyja. Dregið var hjá lögmamfi. F YRRA degi Sundmeistara- mótsins lauk með því að eitt met var sett, í 200 m. bringu- sundi kvenna. Setti það Þor- björg Guðjónsdóttir (Æ). Syriti Iiún vegalengdina á 3 mín. 26.4 sek., en gamla metið var 3:31.0 mín. og átti hún það sjálf. Þrjár konur liöfðu tilkynt þátttöku í þessu sundi. Ein mætti ekki til leiks, en hin, Steinunn Jóhapnsdóttir frá Akureyri, fékk sinadrátt í miðju sundi og liætti. Var Þorbjörg ein eftir það. Úrslit í öðrum greinum urðu: 100 mtr. frjáls aðferð karla: Mín. 1. Logi Einarsson, Æ. 1:06.5 2. Stefán Jónsson, Á. 1:07.9 3. Rafn Sigurjónss., KR. 1:10.5 4. Guðm. Guðjónss., Á. 1:10.7 Metið er 1 mín. 3.7 sek., sett af Jónasi Halldórssyni. 100 mtr. baksund karla: Mín. 1. Herm. Guðjónsson, Á. 1:31.0 2. Pétui- Jónsson, KR. 1:31.6 3. Gijðm. Þórarinsson, Á. 1:33.0 Metið er 1 mín. 16.2 sek., sett af Jónasi Halldórssyni. 100 mtr. frjáls aðferð drengja innan 16 ára: Mín. 1. Lárus Þórarinsson, Á. 1:10.5 2. Sigurg. Guðj.son, ICR. 1:10.6 3. Benny Magnúss., KR. 1:25.5 200 mtr. bringusund karla: _ Mín. 1. Sigurður Jónsson K.R. 3:2.0 2. Magnús Kristjánss. Á. 3:9.5 3. Sigurj. Guðjónsson Á. 3:9.6 Metið er 2:57.3 mín., sett af Sig. Jónssyni. 200 mtr. bringusund kvenna: Þar hófu kepnina þær Stem- unn Jóhannesdóttir úr I. Þ. og Þorbjörg Guðjónsdóttir úr Ægi. Steinunn varð, þegar nokkuð var liðið á kepnina, að ganga úr leik, vegna sinadráttar í fæti, svo að Þorbjörg synti ein síð- ari 100 metrana og fór eins og að framan segir undir metínu. 4 X 50 metr. boðsund. 1. Ægir 1:57.9 mín. 2. A-sveil Ármanns 2:1.6 min. Jafnar urðu B-sveit Ármanns og K.R. á 2:5.9 mín. Metíð er 1:54.7 mín., sett af Sundfél. Ægi. Mótið fór vel fram og greið- lega. Var áhorfendarúm Sund- liallarinnar fullskipað og sýnir það glögt áhuga bæjarbúa fyrir þessari hollu og nytsömu íþrótt. En alt of fáir áliorfendur kom- ast að i Sundhöllinni, og því miður virðast engin tök á að bæta úr þvi. Þátttakan í þessum fyrra helmingi mótsins og aðsóknin þar á að gefa glögga hugmynd mn vaxandi sundment Reykvík- iriga. Á SundhöHin þár mikinn og góðan þátt. Þó tala baðgest- ir liennar um, og er það orð að sönnu, að gólfin meðfram laug- inni og í baði séu altof hál. Væri þar á mikil bót, ef skift væri um gólfflísar og aðrar hrufótt- ari settar í staðinn. Þar sem, vegna núverandi ástands, er ó- líklegt að framkvæmanlegt sé að setja þarna hrufóttar gólf- flisar, er rétt að benda á, að leggja mætti gúmmí eða kok- osrenninga á gólfin, svo girt sé fyrir að meiri meiðsl hljótist af en orðið, hafa. — Síðari hluti mótsins fer fram á miðviku- dagskvöldið kemur. Má þá bú- ast við barðri kepni, og fólki bent á að mæta límanlega, þar sem gera má ráð fyrir þröng mikilli. Kensla í uppeldis- fræði í Háskólanum. Simon Jóh. Ágústsson, dr. pliil. heldur upjpi fræðslu í há- skólanum í vetur í uppeldis- fræði og barnaskólafræði. — Kensla þessi er einkum ætluð starfandi kennurum í Reykja- vík og nágrenni og öðrum mönnum með kennaraprófi, sem vilja afla gér framhalds- mentunar. Kenslan hefst þriðjudaginn þ. 22. okt. Kenslustundir verða 4 á viku. Kent verður á þriðjudög- um og fimtudögum kl. 5—7 e. h. Kenslan er ókeypis, og verður henni háttað í aðalatriðum sem hér greinir: Á þriðjudögum kl. 5. Farið yfir nokkur rit með kennurum í uppeldisfræði og barnasálar- fræði. Á fimtudögum kl. 5—7: I. Ilæfileikapróf og rannsókn á sálarlífi barna. II. Fyrirlestrar og æfingar. Á þriðjudögum kl. 6. Fyrir- leslrar um bagnýta sálarfræði. Fjalla þessir fyrirlestrar um helstu viðfangsefni hagnýtrar sálarfræði, svo sem stöðuval, auglýsingar og útbreiðslustarf- semi (propaganda), stjórn á til- •finningum og vilja, sefjun, sál- grenslun (kend), mannþeklc- ingu o. fl. Öllum er heimill að- í gangur að þessum fyrirlestrum. Þeir kennarar, sem hafa í livggju að taka þátt í þessu námi, gefi sig fram við Símon Jóh. Ágústsson ld. 4—5 í síma 5063, kl. 8—10 á kvöldin á Víði- mel 31, sími 4330 fyrir 22. ok tó- ber.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.