Vísir - 09.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1940, Blaðsíða 2
V ISIR DAGBLAÐ Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR.H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti)., Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Stíílan tekin úr. m ÍMAMENN virðast ekki gela áltað sig á því, að það sé annað en andúð á bænda- stéttinni, eða þá níska nokk- urra „hálekjuinanna“ í kaup- stöðum, sem veldur þvi að gagn- rýni hefir komið fram út af hinni öru liækku á landbúnaðar- afurðum. Það lítur meira að segja út fyrir að Tíminn telji sig hafa allsherjar umboð íslenskr- ar bændastéttar lil að bera franv slíka sleggjudóma. Allir vita að svo er ekki. Það eru mjög fáir bændur svo fáfróðir, að þeir viti ekki, aðstuðningur lil þeírra er ekki og hefir ekki verið neitt einkamál Framsóknarflokksins. Og það eru mjög fáir bændur þannig innrættir, að þeir telji það viðurkvæmilegt, að í þeirra nafni sé sýknl og lieilagt alið á sundrung og stéttarig eins og Tíminn gerir. Bændum þætti það liart, ef þeim væri borið á brýn að það væri bara fyrir nísku sakir eða andúðar á verkamönnum að þeir hafa hliðrað sér lijá að taka menn i vinnu upp á Dagsbrúnartaxta. Og þeim þætli það sennilega skringilegt, ef einhver málsvari verkamanna færi að halda því blákalt fram, að engum óbrjál- uðum manni hefði þótt kaup- gjaldið nógu hátt að undaii- förnu. Það er enginn vafi á þvi, að meginþorri bænda er þeim mönnum þakklátur, sem reyna að miðla málum í því kapp- lilaupi, sem nú er hafið milli kauplags og verðlags í Iandinu. Baráttan við dýrtíðina var eitt af yfirlýstum stefnumálum nú- verandi stjórnar. Og það er ó- víst hvort Hermann Jónasson forsætisráðherra á nokkum tíma eftir að verða stærri í aug- um þjóðar sinnar en hann var á þeirri stundu, er hann lýsti þvi yfir, að hann teldi samstarf- ið hafa mishepnast, ef látið væri undan þeirri ásælni einstakra stétta, að fá sinn taum dreginn fram yfir það sem réltlátt væri „samanborið við aðra“. Það er alveg rangt að kenna bændum um þá ásælni, sem framin er í þeirra nafiii. Þeir gera sér ljóst, áð verðhækkun- in dregur dilk á eftir sér. Kaup- kröfurnar harðna að sama skapi og dýrtíðin vex. Hinar furðulegu undirtektir þeirra manna, sem telja sig forvigis- menn bænda, eru vatn á myllu harðvítugra kaupstreilumanna. Það getur vel verið, að sá ofsi eigi eftir að hlaupa í þá — eins og þremenningana í Kjötverð- lagsnefndinni — að þeir segi: „Hver sá, sem segir, að kaupið hafi þótt nógu hátt, veit ekki IlVáð hann er að tala um, eða fer með vísvitandi rangt mál“. Afleiðingar þess, sem gert hefír Veríð, geta þvi vel orðið þær, að fólkseklan eigi eftir að lama landbúnaðinn framvegis eins og að undanförnu. Reynsla sú, sem við fengum í þessum efnum í síðustu styrj- öld, ætti að verða okkur til varnaðar. Þá komst mjólkurlít- erinn upp í krónu, jafnframt því sem tímakaupið var 1,25 og margt annað var þessu líkt. Ef sá skilningur er réttur, að verð- lagsnefndirnár eigi að vera „lög- skipaður verðdómstóll“, átti að vera hægt að komast hjá þeim öfgum sem við urðum fyrir í síðustu styrjöld. Hið marglof- aða skipulag á einmitt að fyrir- byggja slíkar öfgar. Það er ekki hægt að afgreiða mál eius og þetta með sleggju- dómum og fúkyrðum. Fullyrð- ingar þremenninganna í Ivjöt- verðlagsnefndinni og aðrai- slíkar geta ekki orðið neinum málstað að gagni. Stíflan er tekin úr fyrir dýrtíðarflóðínu. Þeir menn,- sem það hafa gert, verða ekki öfundsverðir, þegai- allar afleiðingar þess liáttalags koma í Ijós. a Aðalvísitala matvæl- anna hækkaði nm 10 % í ágúst. Samkv. Hagtíðindum þeim, sem nú eru út komin, hækkaði aðalvísitala matvælanna í ágúst um 10%, eða 27 stig. Hækkuðu 7 matvælaflokkanna, en aðeins tveir stóðu í stað. Mest varð verðhækkunin á garðávöxtum og aldinum — 75% eða úr 299 st. í 522. Þá á fiski. Hann hækkaði um 22%. Vegna verðlækkunar á kolum, lækkaði eldsneytis- og ljósmet- isflokkurinn í ágúst. Aðalvisitala matvaranna var 1. september 104 st., eða 53% hærri en um sama leyti í fyrra. Fatnaðarflokkurínn hækkaði um 21 st. í ágúst og var 1. sept. 1940 97 st. (34%) hærri en á sama tíma í fyrra. Til frekari skýringar eru hér birtar hreyfingar vísitalnanna: • Sept. Ag. Sept. 1939 7940 1940 Matvörur: Brauð ............. 192 326 326 Kornvörur ......... 156 297 304 Garðávextir, aldin 274 299 522 Sykur ............. 140 228 228 Kaffi o. fl.... 157 186 190 Smjör og feiti . . 173 272 273 Mjólk, ostur, egg 208 267 276 Kjöt og slátur .. 299 341 389 Fiskur ............ 200 227 276 Matvörur alls 197 274 301 Eldsneytiogljósm. 188 359 325 Fatnaður ......... 285 361 382 í nýútkomnum Hagtíðindum er gefið yfirlit yfir innlög og út- lán 10 stærstu sparisjóðauna á landinu frá því í janúar 1939 til júlíloka 1940. Hafa innlög og útlán verið meiri livern mánuð új af fyrir sig á þessu ári, en tilsvarandi mánuð á síðasta ári. Hér eru ekki tök á að birta töflu Hagtíðinda í heild, en að eins liægt að birta tölur rfyrir april til júlí þ. ó. og fyrir sömu mónuði í fyrra. Þessa mánuði voru innlög i þúsundum (1939 í fyrra dálki): Apríl 9.115 9.504 Maí 8.731 9.665 Júní 8.833 9.897 Júlí 9.136 10.930 Sömu mánuðif voru ðtlán í 1000 kr. (1939 í fyrra dálki): Apríl 7.736 9.909 Maí 7.715 8.911 Júní 7.894 8.972 Júlí 8.032 9.073 Á Sandgerðisvita, Stafnesvita og Raufarhafnarvita logar nú aftur eins og venjulega. Nýr borgarstjóri - - nýr prófessor vegna veikindafalla Bæjarstjórn Reykjavíkur hélt aukafund í gær og lágu þar ýms mál fyrir, sem skjótrar af- greiðslu þurftu, þ. á. m. lántaka, sem getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Forseti bæjarstjórnar, Guð- ntundur Ásbjörnsson, las upp svohljóðandi bréf frá borgar- stjóra, Pétri Ilalldórssyni, sem átt liefir við mikil veikindi að slríða að undanförnu: „Eg vil hér með leyfa mér að skýra háttvirtri bæjarstjórn frá því, að enn um hríð leyfir heilsa mín ekki, að eg sinni em- bættisstörfum mínum. — Hef- ir læknir minn nýlega tjáð mér, að eg megi ekki hugsa til starfa fram að áramótum næstkom- andi. B.TARNI BENEDIKTSSON. Þar sem hvorttveggja er, að svo langt er liðið síðan eg gat sint störfum, og að í hönd fer mesti annatími ársins, —- næg- ir í því sambandi að vísa til þess, að bráðlega þarf að und- irbúa afgreiðslu fjárhagsáætl- unar bæjarins fyrir næsta ár, auk annara aðkallandi starfa, — sýnist mér óhjákvæmilegt, að önnur skipun verði gjörð á meðf er ð borgr s t j óraembættis- ins en verið hefir, að borgarrit- ari gegni embættinu samkvæmt fyrirmælum í viðauka 12. mars 1934, við samþykt um ^tjórn bæjarmálefna Reykjavíkur, frá 23. júlí 1932, enda er ekki ætl- andi, að sami maður gegni em- bættunum til lengdar. -— \Af þessum sökum vil eg megja beiðast þess, að háttvirt bæjar- stjórn samþykki tillögu mína um að herra' bæjarfulltrúi Bjarni Benediktsson prófessor verði beðinn að gegna embætti mínu fyx’st um sinn sem settur boi'g- arstjóri í veikindaforföllum ininum.“ Foi'seti bar því næst tillögu borgarstjóra undir atkvæði og var samþykt með samhljóða at- kvæðum að verða við tilmælum hans. Auk sjálfstæðismanna greiddi Sigurður Jónasson at- kvæði með tillögunni, en aði'ir sátu hjá. Bjai'ni pi'ófessor Benedikts- son tekur við starfi borgar- stjóra í dag, af borgai'ritara Tómasi Jónssyni sem gegnt hef- ir starfi borgarstjóra í veikinda- foi’föllum hans. Ekki verður um það dellt, að val bæjar- stjórnar á manni í veikindafor- föllum borgarstjórans hefir tekist vel, og má alls góðs vænta af Bjama prófessor Benedikts- syni. Þótt starfsferill lians sé ekki orðinn langur, hefir hann sýnt það í lxverju máli, að af honum má rnikils vænta og hann hefir vaxið með hverju verkefni. Þar eð prófessor Bjarni hef- ir tekist á hendur að gegna starfi borgarstjóra, lætur liann af kenslu • við háskólann fyrst um sinn, mun Gunnar Tlior- Péturs Halidórssonar. GUNNAR THORODDSEN, oddsen lögfræðingur annast kenslu þá, sem prófessor Bjarni hefii’ liaft með höndum við há- skólann, í forföllum hans, og er það sæti einnig prýðilega skipað. N LEIKRIT eftir W. Somerset Maugham. Það hlýtur að hafa glatt alla sanna leiklistai'vini, og ekki síst hina möi'gu aðdáendur Somer- set Maugham’s að Leikfélagið tekur nú eitt af leikritum hans til sýningar, en blöðin hafa skýrt svo frá, að það verði í næstu viku. Somerset Maugham er orðinn nokkuð þektur hér á landi, að rninsta kosti í Reykjavík, bæði fyrir hinar ágætu skáldsögur hans, og svo ekki siður fyrir leikritið „Fyrirvinnan“, sem Leikfélagið sýndi hér fyrir 2 ár- um síðan, og sem er öllum er það sáu, emi í fei-sku minni. Leikrit það, sem nú á að fara að sýna heitir á ensku „The Sacred Flame“ og hefir í þýðingu Boga Ólafssonar yfirkennara, hlotið nafnið „Loginn helgi“. Er það eitt af bestu, ef ekki allra besta leikrit S. M. Reyndar er nokkur ágreiningur meðal gagnrýn- enda um hvert leikrita lians geti talist best. Sumir halda „Logan- um helga“ fram, aðrir telja „Fyrirvinnuna“ það besta og enn aði'ir önnur. Sjálfur liöf- undurinn telur „The Circle“ sitt .besta-verk. Sannleikurinn er sá, að örðugt mun að segja með vissu að eitt leikrita hans sé best, réttara mun vera að hvert þeirra sé öðru betra. En _hvað sem þvi líður, þá er það vist, að „Loginn belgi“ liefir verið meix-a leikinn, utan Englands, en nokk- uð annað leikrita lians og hefir alstaðar verið talið alveg fram- úrskarandi verk. Efni leikritsins, sem er eitt hið viðkvæmasta, er hugsast gelur, jafnframt þvj að vera mjög óvenjulegt, skal ekki rak- ið bér, meðal annars vegna þess að eg veit að það spillir nokkuð ánægju leikhúsgesta, að minsta kosti alls þorra þeirra, að vita alt efni leikrita, sem þessa, áður en þeir sjá það. Og vil eg nota tækifærið til að mælast til við væntanlega leikdómara, að þeir taki það til greina, er þeir skrifa dóma sína. Ef dæma slcal eflir þeim við- tökum, sem „Fyrirvinnan“ fékk hjá Reykvíkingum, má telja víst að aðsókn verði góð að þessu öðru leikriti S. M. sem er sýnt hér. Því hefir oft verið haldið fram i ræðu og riti að bók- menta- og listaþroski Reykvík- inga væri á mjög lágu stigi, og væri hin mikla aðsókn að skop- leikjum glöggasta merki þess. Bæjarstjórii ákvað SáiHökuna. Lánin til 3ja og 15 ára, vextir 5 og 5%% Bæjarstjórn hélt aukafund í gærkveldi til þess að ljúka samþykt um lánið, sem rætt hafði verið á fyrri fund- um. Þegar málið var rætt af bæjarstjórn, varð nokkur ágrein- ingur um vaxtakjör á Iengra láninu og var bæjarráði falið að athuga það nánar. Bæjarráð athugaði málið og að því búnu samþykti það að leggja til að raunverulegir vext- ir á lengra láninu — til 15 ára —- yrði 5%.%. Táknar það, að skuldabréf þess láns yrði seld með affölluin, sem því svaraði að vextirnir yr'ði 5%%, því að vextir beggja lánanna eiga að vera 5%, en bréf þriggja ára lánsins eiga að seljast affalla- laust. Sigurður Jónasson vildi að bi’éf beggja lánanna yrði seld affallalaust og að þau yrði seld í skrifstofu bæjarins, Svo að ekki þyrfti að greiða nein sölu- laun. Þá skýrði borgari’itari frá því, að sölulaunin, sem greiða þyrfti, væri ekki mikil því að stjói'n Landsbankans liefði tal- að um að taka*!4%, en það yrði 7500 kr. af lieildarupphæð lán- anna. Hinsvegar yrði auðvitað eitthvað bréfanna selt i skrif- stofu bæjarins. Guðm. Ásbjörnsson, forseti bæjarstjói’nar, tók einnig til máls og svaraði Sigurði. .Tónas- syni. Iívað hann lítinn mun hvort bréf lengra lánsins yrði seld affallalaus með 5 %> % árs- vöxtum eða með afföllum og 5% vöxtum. Þá mætti og falla frá afföllunum, ef sala gengi vel og þess vegna belra að hafa þau í byrjun. Tillögur Sigurðar voru feldar, en tillögur bæjarráðs samþykt- ar með samhljóða atkvæðum. Frá Hæstarétti Innheimtumaðurinn hafði ekki um- boð til að gefa eftir af skuldinni. Fullnaðarkviftun rituð á í dag var í hæstarétti kveð- inn upp dómur í málinu E. Claessen, f. h. Tuxham A/S, gegn Ástþóri Matthíassyni. Málavextir eru þeir, að í febr. 1933 sendi E. Claessen hrm. Óskari Bjarnasen í Yestmanna- eyjum til innheimtu víxil, að upphæð D. kr. 2661,70, en víx- ill þessi var útgefinn af G. J. Johnsen, en samþyktur af Ást- þóri Matthíassyni. Víxillinn var ekki greiddur og gekk dómur í málinu 23. mars 1933. Óskar Bjarnasen hélt • áfram inn- lieimlutilraunum á dómskuld- inni, en án árangurs. Leið svo til ársins 1939, en þá krafðist E. Claessen fjámáms til trygging- ar skuldinni, ásamt kostnaði. En er fjárnámið skyldi fram fara, lagði gjörðarþoli, Ástþór Matt- híasson, fram afrit af nefndum dómi nxeð áritun þess efnis, að dómskuldin liefði vei’ið að fullu greidd með kr. 1500,00. Yar á- ritun þessi undiri'ituð af Ósk- ari Bjarnasen 18. okt. 1940. Um- boðsmaður gjöx’ðax-beiðanda hélt því fram, að raunverulega befði engin greiðsla farið fram, en þó svo hefði vei’ið, þá liafi Óskari ekki undir neinum kringumstæðum verið heimilt, án séi-staks umboðs, að gefa fullnaðarkvittun fyrir allri dómskuldinni gegn greiðslu á nokkrum hluta hennar. Fógeta- rétturinn leit svo á, að Óskar hefði liaft lieimild til þess að taka á móti og kvitta fyrir Eg álít að þessi skoðun sé röng enda tel eg það ekki bera vott um þroskaleysi, þó menn liafi ánægju af skopinu, sé það vel fram borið. Tel eg það mildu fremur víðsýni á bókmenta- smekk þeirra. Reykvíkingar hafa ofl sýnt það að þeir kunna að meta góð leikrit og eru mörg dæmi, sem eg gæti bent á, frá undanförnum vetrum. Þess verður aðeins að gæta, þegar um ei’lendar bókmentir er að ræða, að efni og form sé þannig, að við íslcndiugac getum til- einkað okkur það ekki síður en aðrar þjóðir. Eitt slíkt verk er „Loginn helgi“. Gildi þess er liið sama hvar í heiminum sem er. F. R. iómsafrit því talin ógild. greiðslum. Hinsvegar var það vafasamt, livort liann liefði haft heimild til þess að gefa eftir af skuldinni, en með því að skuld- areigandi hefði ekki gert inn- heimtutilraunir hjá gjörðarþola siðan 1934, þá hefði gjörðarþoli liaft réttmæta ástæðu til þess að líta svo á, að skuldareigandi hefði fallist á gerðir Óskars, enda liefði Ástþór ekki liaft sér- staka ástæðu til þess að ætla, að Óskar færi út fyrir innheimtu- umboð sitt með eftirgjöf skuldarinnar. Synjaði fógeta- rétturinn um framgang fjár- námsins. Hæstiréttur lagði liinsvegar fyrir fógeta að framkvæma fjárnám fyrir d. kr. 2661,70, að frádregnum ísl. kr. 1050,00, og segir svo í forsendum liæstarétt- ardómsins: „Með bréfi 22. febr. 1932 var Óskari Bjarnasen, sem þá hafði skuldheimtu að atvinnu í Vest- mannaeyjum, falin innheimta lyrnefndrar skuldar. Sótti hann mál til heimtu hennar til laga og fékk dóm þann um hana, sem áður getur. Tjáir Óskar þessi sig hafa lieimt kr. 1500,00 af skuldinni og hefir samkvæmt yfirlýsingu, sem liann hefir skráð á afril dómsins 18. okt. 1934, veitt stefnda fullnaðar- kvittun um greiðslu allrar skuldarinnar. Stefndi mátti telja Óskari heimilt að taka við greiðslu, og verður stefndi því ekki krafinn nú um þessar lcr. 1500,00. Hinsvegar mátti stefndi ekki gera ráð fyrir því, að Óslc- ar liefði heimild til þess að veita eftirgjöf á skuldinni af liluta, og hefir stefndi ekki sannað, að Óskar hafi slíka heimild fengið. Slculd þessi var viðurkend með dómi, sem áður segir, og verður því elcki heldur talið, að áfrýjandi hafi firt sig rétti til heimtu eftirstöðva skuldarinnar sakir dráttar þess, se;n orðið hefir á aðgerðum af lians liálfu í því efni. Sam- kvæmt þessu verður að talca varakröfu áfrýjanda til greina. Eftir atvikum þykir rétt að dæma stefnda til þess að greiða áfrýjanda 400 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Fyrir fógetarétti var inálskostnaðar ekki krafist, og verður því að láta hann falla niður.“ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.