Vísir - 11.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Síml:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 11. október 1940.
235. tbl.
HARÐNANDI AFSTAÐA
U. S. A. GEGN M0NDUL-
VELDUNUM.
Bandaríkin kalla heim setta sendi-
herra sína í Berlin og Rómaborg.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Afstaða Bandaríkjanna gegn möndulveldunum er
talin harðandi og það er ekki f arið dult með
það í Washington, að aðstoðarsendiherra
Bandaríkjanna í Berlín og Róm hafa verið kvaddir
heim, vegna Þríveldabandalagsins milli Þýskalands,
ítalíu og Japan, en því er alment og ekki síst í
Bandaríkjunum talið beint gegn þeim. Ákvörðunin
um, að aðstoðarsendiherrarnir hefði verið kvaddir
heim, var tilkynt í Washington í gær, og tekið fram, að
þeir væri kvaddir heim til þess að gefa stjórninni
skýrslu og ennfremur að þeir myndu ekki fara aftur
til starfa sinna að svo stöddu.
Hér hefir verið farið líkt að og þegar sendiherrarnir voru
kvaddir heim, en það var gert í mótmælaskyni. Sendiherra
Bandaríkjanna í Þýskalandi var kvaddur heim í nóv. 1938 vegna
Gyðingaofsóknanna og sendiherrann í Rómaborg, er Italir fóru
í stríðið. 1 bæði skiftin var tilkynt, að sendiherrarnir mundii
ekki fara aftur,
Roosevelt forseti hafði ráðstefnu í Hvíta húsinu í gær og sátu
haná með honum Cordell Hull og Sumner Welles aðstoðar-
utanríkismálaráðherra. Munu þeir hafa rætt Austur-Asíumálin
og aðstoðina við Breta. Opinberlega hafði ekkert verið tilkynt
um viðræðuefnið í gærkveldi.
Malsuoka utanríkismálaráð-
herra Japan, bað Grey, sendi-
herra Bandarikjanna í Tokio,
að koma á sinn fund í gær og
ræddust þeir við alllengi. Eftir
viðræðurnar töldu menn horf-
urnar hafa b*atnað, þ. e. dregið
úr líkunum fyrir því, að til ó-
friðar kæmi milli Bandaríkj-
anna pg Japan. Matsuoka flutti
ræðu i gær.og reyndi hann að
túlka þríveldasáttmálann þann-
ig, að honum væri ekki á neinn
hátt beint gegn Bandaríkjunum.
— Þriveldin vildu forðast að
stórveldi eins og Bandaríkin
tæki þátt í stríðinu og væri þetta
í rauninni friðarsáttmáli.
Butler aðstoðar-utanrikis-
málaráðherra Bretlands var
spurður ýmíssa spurninga í gær
um samvinnu Breta og Banda-
ríkjamanna hvort rætt hefði
veri?L-við sovét-stjórnina, kín-
versku stjórnina og stjórn
hollensku nýlendnanna í Asiu
um horfurnar í Austur-Asíu, og
kvað Butler umræður haf a f arið
fram við alla aðila, sem þar ætti
mestra hagsmuna að gæta.
Sjálfstæðisdagur Kína.
var hátíðlegur haldinn i gær og
flutti Chiang Kai-shek, kín-
verski yfirherforinginn ræðu.
Sagði hann ekkert vak'a fyrir
Japönum með hinni nýju skipan :
sem þeir ætluðu að koma a, '
nema að kúga Kinverja, og því
næst aðrar þjóðir Austur-Asiu.
Sendiherra Kína í London flutti
einnig ræðu og sagði, að Japanir
væri þess ekki megnugir að fara
í strið við Breta og Bandarikin,
þvi að Japanir hefði nógn að
sinna í Kína.
/ Hvatti hann Breta og Banda-
ríkjamenn til þess að styðja'
Kinverja belur og sameinasl.
þeim gegn Kína.
Roosevelt
flytup ræðu á
sunnudaginn.
Londoii i morgun.
Fregnir frá Bandaríkjunum
herma, að Boosevelt Banda-
ríkjaforseti muni flytja ræðu n.
k. sunnudag. Biða menn ræð-
unnar með mikilli eftirvænt-
ingu. Talið er, að ræðan muni
fjalla um horfurnar í heimin-
um og afstöðu Bandaríkjanna
til Bretlands og Austur-Asíu-
málanna.
Það er nú talið liklegt, að
Bandaríkin fari að dæmi Kan-
*
ada og banni útflutning á kop-
ar til Japana og öðrum málm-
um, sem nothæfir eru til her-
gagnagerðar. Ennfremur búast
Bretar við, að Bandaríkin stöðvi
útflutning á hráolíu til Japan og
ef til vill fleiri hráefnum.
8kotið á Doier -
gagrnárás breska
flughersiiis.
Þjóðverjar byrjuðu að skjóta
af hinum langdrægu fallbyssum
sínum á Gris Nez höfða í gær,
yfir til Dover. Skotið var af 4
fallbyssum, en tjón varð ekkert
hvorki manntjón eða eigna. —
Skömmu síðar hóf breski flug-
herinri mágnáðá árás á fall-
byssustæðin á Gris Nez höfða
og jafnframt var gerð árás á
Calais. Fjölda margar spreng-
ingar urðu og kom upp mikill
eldur.
Burmabpautin, sem deilt er um.
Bretar segjast ætla að opna Burmabrautina eftir þ. 18. þ. m.,
en þá er 3ja mánaða samningur þeirra við Japani, uin lokun
hennar, úti. Japanir hótuðu fyrst að gera sprengjuárásir á
brautina, ef hún verður opnuð aftur, en eru nú hættir við
það. — Brautin er afarlöng og seinfarin. —
Miss Ellen Wilkinson, þeklur
sósíalisti breskur, hefir verið
skipuð þingfulltrúi fyrir örygg-
ismálarúðuncyli Bréla.
Fjáreignir Rúmena
í Bandaríkjunum
»frystar«.
London 11. okt.
Boosevelt forseti hefir fyrir-
skipað að sömu reglur skuli
gilda um fjáreign Búmena i
Bandaríkjunum og þjóða þeirra
landa, sem hernumin hafa ver-
ið.-Geta Búmenar þvi ekki ráð-
stafað þessu fé, án samþykkis
Bandaríkjanna. — Talið er, að
fjáreign Búmena í Bandaríkj-
unum, ríkis og einstaklinga,
nemi um 100 millj. dollara.
Loftárásir á London í
nótt sem leið.
Þýskar sprengjuflugvélar
komust inn yfir London sl. nótt
og var ' varpað sperngjum á
ýmsa staði. Skothriðin úr loft-
varnabyssum var ákafari en
nokkuru sinni og voru skotin
niður mörg svifblys fyrir Þjóð-
verjum.
Ein þýsk flugvél var skotin
niður yfir London, en alls voru
4 ]>ýskar flugvélar skotnar nið-
ur i gær og 4 breskar. Einn
bresku' flugmannanna komst
lífs af.
ST. PÁLSKIRKJAN
VARÐ FYRIR SKEMDUM
í LOFTÁRÁS NÝLEGA.
Það var kunngert i London í
gær, að St. Pálskirkjan varð
fyrir skemdum nýlega. Kom
sprengja niður á þakið og fór i
gegnum það og eyðilagði háalt-
arið. Eyðilagðist háaltarið og
"það sem á því var, kross o. £1.,
en Krístsmynd þar nálægt ekki.
Ánásin á kirkjuna mælist mjög
illa fyrir.
I framhaldsfregn frá, United
Press um loftárásirnar á Lond-
on segir, að alls hafi verið varp-
að sprengjum. á 50 hverfi í
London frá því i gærkveldi úg
þar til í morgun. Laust fyrir
Óeirðir í
Noregi.
•
Ilótað að loka
Oslóarliáskóla
EINKASKEYTI frá U. P;
London í morgun.
Stokkholmsblaðið „Dagens
Nyheter", sem er stærsta
blað á Norðurlöndum, flytur
í dag fregnir af vaxandi mót-
þróa Norðmanna og óeirðum
í landinu.
Hefir lögreglan gert víða
húsranhsóknir og fjöldi
manna, sérstaklega menta-
menn, eru hafðir undir stöð-
ugu eftirliti. Sérstaklega bein-
ist andúðin í Oslo að fyrir-
,ækjum, sent eru hlynt Quisl-'
ing. Stúdentar hafa sig mjög
í frammi, svo að lögreglan
hefir lokað samkomuhúsi
túdentafélagsins „Studenter-
samfundet" og verður það
ekki opnað aftur fyrri en stú-
dentar hafa heitið Quisling-
stjórninni stuðningi sínum.
Lögreglan hefir líka til-
kynt, að ef stúdentar fari ekki
að vilja hennar, verði háskól-
anum í Oslo lokað í allan
vetur.
Allar myndir af Hákoni
konungi á opinberum stöðum
hafa verið eyðilagðar," sam-
kvæmt skipun yfirvaldanna.
Trésmiðaverkf allið:
Viena stöövast vid
Tjarnarbriiiia, Hita-
veituna og leiðslu-
ívíi^ Landssímans.
Frá og með deginum í dag
hefst verkfall trésmiða, sem
vinna hjá Höjgaard & Schultz.
Eru 'þek- 27 að tölu, sem hjá
firmanu vinna að hitaveitunni,
smíði Tjarnarbrúarinnar, geym-
anna á öskjuhlíð og leiðsluhús-
um landssímans. Stöðvast þann-
ig trésmiðavinna við öll þessi
fyrirtæki, þar til deilan verður
leyst.
í gær og í fyrradag var unn-
ið af miklu kappi við Tjarnar-
brúna til þess að reyna að Ijúka
þar trésmíðavinnu, og unnu þar
um 20 trésmiðir. Er henni að
mestu lokið, að undanskildu
því, að slá upp mótum fyrir
gangstéttarkantinum, færa upp
hlera á stifum, vírbinda mót
eftir að járnlögn er lokið o. fl.
smávegis, sem nauðsynlegt er
að trésmiðir séu við um leið og
steypt er, eins og venja er til.
Sáttasemjari ríkisins, dr. jur-
is Björn Þórðarson lögmaður,
hefir að undanförnu haldið
sáttafundi með deiluaðiljum,
í'ramkvæmdars tj óra Vinnuvei t-
endafélagsins f. h. Höjgaard &
DJúOuerjer vlrkNii
til
dögun var tilkynt, að hættan
yæri liðin hjá, og voi'U menn
styttri tíma i loftvarnabyrgjum
sl. nótt en margar undangengn-
ar nætur. Var alt kyrrara síð-
ari part nætur, en i gærkveldi
og fram ef tir nóttu var allmikið
um sprengjuárásir.' Manntjón
var nokkru minna en verið hef-
ir að undanförnu.
Þjóðverjar viðurkenna nú, að
herflutningar eigi sér stað til
Rúmeniu, a. m. k. hefir þetta
verið viðurkent óbeinlínis. Einn-
ig er búist við, að Þjóðverjar
muni senda herafla til Ung-
verjalands. Þjóðverjar hafa
sent fluglið til Rúmeníu og hef-
ir það aðallega orustuflugvélar.
— Fregn frá Belgrad í gær-
kveldi hermir, að sést hafi til
sex þýskra herflutningaskipa
á leið niður Dóná i gær.
Rúmenska stjórnin hefir
ekki enn birt neina yfirlýsingu
opinberlega um liðssendingar
Þjóðverja til Rúmeníu. En í
gær barst fregn frá Rúmeniu
þess efnis, að rúmenska stjóm-
in ætlaði að senda nefnd til
Berlínar, og á hún að gera
samning við þýsku stjórnina um
oliuflutning. Er litið svo á, að
Rúmehar ætli að lofa að sélja
engum þjððum olíu nema
möndulveldunum og til þeirra
landa, sem Þjóðverjar hafa her-
numið. Antonescu boðaði ým'sar
hernaðarlegar ráðstafanir i
gær, m. a. verða gerð loftvarna-
. byrgi i helstu borgum landsins
j og lið, sem koma átti til heræf-
! inga næsta vor, byrjar æfingar
í næsta mánuði.
Engar áreiðanlegar fregnir
hafa enn borist um tilgang
Þjóðver,ja með herflutningun-
um til Rúmeniu, nema ljóst
þykir, að þeim þyki mikil þörf
að treysta aðstöðu sína á Balk-
an, m .a. til þess að ti-yggja sér
aðflutninga frá Rúmeníu. Ef til
vill hafa Þjóðverjar stærrí á-
f orm í huga, en alt sem um það
hefir verið birt byggist á get-
gátum.
Schultz og samninganefnd Tré-
smiðafélagsins, en enginn ár-
angur hefir náðst og slitnaði
upp úr samningaumleitunum í
gærkveldi.
Deila þessi er ekki venjuleg
kaupdeila, heldur snýst hún um
það, að firmað Höjgaard &
Schultz hefir flutt trésmiði þá,
sem utanbæjar vinna, i þeirra
eigin tíma báðar Ieiðir, en ekki
í vinnutíma aðra leið, sem hef-
ir verið algild venja hjá íslensk-
um vinnuveitendum. Það mun
vera um mánaðarvinna 6—8
trésmiða við Hitaveituna hjá
Reykjum, sem um er deilt, og
virðist því hér um smámuni
eina að ræða, þótt með því séu
brotnár fastar og algildar venj-
ur hér á landi um flutning
verkamanna.
Boroarstjorinn
Sbiiikii myrtur
London í morgun.
Fregn barst um það frá
Shanghai í morgun, að borgar-
stjórinn þar, hefði verið nayrtur.
Það voru Japanir, sem komu
þessum manni i' borgarstjóra-
stöðuna. Tahð er, að einn af
þjónum hans hafi myrt hann.
Sendu Japanir þegar hermanna-
flokka til að leita morðingjans,
Al-amerísk flug-
deild í her Brefa,
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
Flugdeild hefir verið stofnuð
í breska hernum, sem í eru ein-
göngu flugmenn frá Bandaríkj-
unum. Höfðu þessir flugmenn
starfað áður í ýmsum deildum
flughersins og flugliðs flotans.
Flugdeild þessi hefir hlotið
nafnið „Eagle-squadron" (Arn-
arsveitin). Amerískir flugmenn
hafa víða getið sér góðan orð-
stír, m. a. áður í Heimsstyrjöld-
inni 1914—18, er þeir höfðu
flugsveit er var kend við La-
fayette hinn franska.
Heiðursforingi þessara sveit-
ar heitir Sweeney. Hann barðist
1914—18 og endurreisti svo La-
fayette-sveitina 1925, til að berj-
ast með Frökkum, í Marokko.
Sá, sem raunverulega stjórnar
öllum aðgerðum heitir Weg
Taylor. Hann var farþegaflug-
maður þangað til striðið hófst,
gekk þá í fluglið breska flotans
og var þá m. a. á flugvélastöðv-
arskipinu „Argus".
Aldur flugmannanna i þess-
arí sveit eru frá 19^—47 ára og
eru flestir þektir flugmenn.
Herstjórn Tékka í Bretlandi
hei'ir tilkynt, að tékloiesk Hurri-
cane-deikl hafi í fyrradag lent i
fyrsta bardaganum og tókst
að skjóta niður eina Ju-88
sprengjuflugvél eftir 11 min.
bardaga.
•
I gær komu 24 nýir indversk-
ir flugmenn til Bretlands.