Vísir - 11.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 11.10.1940, Blaðsíða 2
V 1 S 1 R VÍSIR DAGBLAÐ 0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Upp og niður. N 0 á dögum eru íslend- ingar líklega ekki eins sólgnir i að lesa neitt og end- urminningar núlifandi landa sinna. I vikuritum, sunnudags- blöðum og íímarilurn Jrirlast frásagnir roskinna inanna frá æskuárutn þeirra, auk þess sem skráðar eru heilar bækur, svo sem „Virlvir dagar“ og saga Eldeyjar-Hjalta. Það má vel , vera að lestur fornrita sé minni nú en verið hefir, vegna þess að hér sé í rauninni um „fornsög- ur“ að ræða, þótt atburðirnir, sem frá er sagt liafi skeð fyrir aðeins einum eða tveimur mannsöldrum. Við lestur þess- ara frásagna opnast horfinn heimur. Hver íslendingur sem kominn er á efri ár er í rauninni söguhetja, að þvi leyti, að liann getur sagt frá atvinnuháttum og' menningarástandi, sem er ger- ólíkt þvi, sem nú þekkist. Þjóð- lífið hefir tekið algerum stakka- skiftum á siðustu áratugum. Þótt við hörmum ýmislegt sem horfið er, kemur vist öllum saman um, að hér hafi verið hin mesta framfaraöld. Við erum öll hreykin af skipastólnum, liafnargerðunum, símanum, skólunum, brúnum, vegunum. jarðræktinni, útvarpinu, nýju húsunum, malbikuðu götunum, rafmagnsveitunum, aukinni framleiðslu, aukinni alþýðu- mentun, auknum lífsþægindum, aukinni menningu. Við getum metist um það hverjum fram- farirnar séu mest að þakka, en ekki að þær séu fyrir hendi, miklar og glæsilegar. ★ Lífskjör manna Iiafa breyst, og að flestu til bóta. Þótl ýmsir eigi enn við erfið kjör að búa, mundu fáir uppvaxandi menn vilja skifta kjörum við afa sinn á uppvaxtarárum hans. Ef við rennum huganum aftur í tim- ann, þótt ekki sé nema 20—30 ár, mun fleslum finnast fá- breytilegt um að litast móts við það sem nú er. Húsakynnin hafa batnað, híbýlaprýði og þægindi aukist. Þetta á við yfirleitt bæði til sjávar og sveita. Bættir fram- leiðsjuhættir liafa aukið afköst- in. Kaup verkamannsins hefir liækkað ekki einungis að krónu- tali, heldur einnig á þann hátt, að liann þarf færri daga nú en áður til að vinna fyrir sömu lífs- nauðsynjum. Með bættri ræktun og aukinni vélanotkun hafa af- köst þeirra sem að landbúnað- arstörfum vinna aukist, eins og best sést á þvi, að þótt fólkinu hafi fækkað í sveitunum, hefir framleiðslan á afurðum land- búnaðarins vaxið. Á ])ennan bátt hafa lífskjör hinna vinnandi stétta farið batnandi bæði lil sjávar og sveita og ætti að vera öfundláust af báðum. ★ Um þessar mundir er mikið rætt um hlutfallið milli lcaup- lags og verðlags. Margt er um það mál rilað af lítill athugun og litlum skilningi. Það er t. d. vitnað í það, að hér á árunum hafi tímakaupið verið 1.25 sam- timis því, að mjókurlíterinn hafi koslað 1 krónu. Eins og hér sé um einhverja fyrirmynd að ræða. Þetta svarar nálega lil þess að lilerinn væri nú seldur á 1.50. Væri ekki rétt að athuga, livað mjólkurneyslan var mikil á mann i Reykjavik, meðan tímakaupið var 1.25 en mjólk- urlíterinn seldur á krónu? Og væri ekki líka rétt að gera sér grein fyrir þvi, hvernig fæj’i, ef mjólkurlíterinn yrði hækkaður upp í 1.50 að óbreyttu lcaup- gjaldi? Afleiðingin yrði ólijá- kvæmilega sú, að mjóllcin liyrfi að mestu af borðum allra, nema stórefnamanna. En um leið og mjólkin væri orðin „lúxus“- vara, hryndi grunnurinn jafn- framt undan mjólkurfranir leiðslu bænda. Sama væri um kindakjötið að segja, ef reynt yrði að sprengja það þannig upp. Þá yrði varla í annað hús að venda, en að flytja það úr landi, eða selja þð útlendingum á annan hátl. En það er til lítils að halda hrókaræður um að þjóðin eigi að „búa að sínu“, ef þessar algengu neysluvörur yrðu gerðar að „lúxus“-vörum á sama hátt og egg og smjör er þegar orðið. * Með kapphlaupinu milli kauplags og verðlags er stofnað til reiptogs milli hinna vinn- andi stétta í landinu. Slík streita er illa samrýmanleg því, að friður og eindrægni eigi um- fram alt að rilcja og að eilt skuli yfir alla ganga. Og þegar málfærslan er slílc, að neytend- um er jafnvel brigslað um brjálsemi, ef þeim þylcir neyslu- varan „nógu dýr“, þá má segja að olíu sé lcastað á eldinn. Það fer best á því, að reynt sé að halda jafnvægi. Illutverk opiií- berra verðlagsnefnda er ekki síst það, að sjá um, að jafnvægi geti haldist. Það er elclci til neins að tjalda því sem rök- semd, að mjólkin hafi einhvern tíma kostað 1.00 samtímis því að kaupgjaldið liafi verið 1.25. Slílct ósamræmi milli kauplags og verðlags er víti til varnaðar. Það er hægt að þrengja í bili kosti einnar stéttar annari til framdráttar. En slík tilraun er varhugaverð. Menn geta sætt sig við að „klifra niður stigann“ ef allir eru samtaka. En það er vafasamur þegnskapur, að skipa náunganum niður, um leið og maður sjálfur stígur upp um þrep. a Yllriýsing. Að gefnu tilefni lýsi eg hér með yfir, að eg hefi undan- farin þrjú misseri skrifað að jafnaði forystugreinar Vísis, undir merkinu « (alfa). Ber eg því ábyrgð á greinum, sem þannig eru merktar í blað- inu, eins og þær væru undir- ritaðar fullu nafni mínu. Árni Jónsson frá Múla. Pólska skipið komið til Húsavíkur. T hádegisútvarpinu í gær aug- lýsti Slysavarnafélagið eftir pólsku skipi, sem farið hafði héðan á laugardag, og ætlað til Húsavíkur. Skipið hafði ekki komið fram og var farið að ótt- ast um afdrif þess. Það heitir „Chirzow“ og er á vegum Geir H. Zoega. Vísir hafði í morgun tal af Jóni Bergsveinssyni erindrelca Slysavarnafélagsins og spurðist fyrir um skipið. Hafði Jón þá liaft spurnir af skipi, er var j norður af Skaga kl. 6 í gær- lcveldi og af skipi, er sást út af Skjálfanda í morgun. Þótti hon- 1. S. 549: Fyrsta íslenska fiskiskip- ið, sem hefir tvær skrúfur. TJ'ÍSIR birtir hér tvær myndir af hinu nýja, » glæsilega skipi íst'irðinga, „Riehard“, sem hleypt var af stokkunum í ágúst síðastliðnum. Eig- andinn er h.f. Björgvin á ísafirði, og er Björgvin Bjarnason framkvæmdarstjóri þess. Richard er 90—100 smál. að stærð og er annað stærsta slcip, sem smíðað er hér á landi. Stærri er Helgi, sem Vestmannaeyingar smíðuðu og hefir reynst prýðilega. Yfirsmiður við Richard var Marz- elius Bernharðsson, en Eggert Lárusson, skipasmíða- meistari gerði uppdrátt af því. Lengd skipsins (lcjöls) er 79 fet, breidd 17,9 og dýpt 9 fet. I skipinu eru tvær 88—-100 ha. Kelvin-dieselvélar og er það fyrsta íslenskt fiskiskip, sem hefir tvær skrúfur. Vélsmiðjan Þór á Isafirði sá um niðursetn- ing véjanna. Verður sérstök Kelvin-ljósavél sell í skipið siðar, en nú er skipið lýst af dýnamó, sem stendur í sambandi við hreyfivélarnar. Skipstjóri á Richard er Eyþór Hallsson frá Siglu- firði, en áhöfn er átta manns. Frá hæstarétti Engar bætur vegna vinnu- taps, sem stafar af verkfalli J DAG var í hæstarétti kveð- inn upp dómur í málinu Aðalsteinn Sveinsson gegn Al- þýðusambandi íslands og Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akur- eyri. Málavextir eru þeir, að árið 1936 var stofnað á Akureyri félag verksmiðjufólks þar, er hlaut nafnið Iðja. Hófst það j brátt handa um það, að fá j verksmiðjueigendur á Akur- eyri til þess að viðurkenna fé- lagið sem samningsaðilja um kaup og kjör verksmiðjufólks. Verksmiðjueigendur tóku þessu treglega og 2. nóv. 1937 gerði Iðja verkfall. Meðal verk- smiðjueigenda á Akureyri er Jalcob Kvaran. Hefir hann all- margt fólk í þjónustu sinni og hafði í apríl 1937 stofnað, á- samt meiri ' hluta starfsfólks síns félag, er nefndist Slarfs- mannafélag J. S. Kvaran. Al- þýðusambandið hafði mótmælt félagsstofnun þessari og Itöfðu skeyti farið fram miiii þess annars vegar og Jalcohs og starfsmannafélagsins hinsveg- ar. Lauk þéim' skiftum svo, að Alþýðusambandið setti fluln- ingsbann á vörur lil og frá verksmiðju Jakobs um r iðj- an apríl 1937 og stóð það til Ioka nóvember s. á. Þegar áð- urn elcki ólíklegt, að hér mundi vera um pólska skipið að ræða, og hefði það þá átt að vera komið til Húsavíkur fyrir há- degi. Rétt fyrir liádegi var hringt til Jóns að norðan og honum sagt, að skipið væri komið til Húsavíkur. urgreint verkfall hófst 2. nóv. 1937, var sumt af verkafólki Jakobs meðlimir í Iðju, en sumt ekki. Fór starfsfólk hans til vinnu þann 2. nóv. Þeir, sem fóru heim til hádegisverðar þann dag, hól'u eklci vinnu aft- ur þann dag, en næsta dag var ekki unnið í verksmiðjunni, og stóð svo til 18 nóv. Þann dag hófu nokkrir starfsmenn vinnu þar, en hættu samdægurs, eftir tilmælum framkvæmdarnefnd- ar verlcfallsins. Hófst vinna ekki fyrr en 29. nóv., er verk- fallinu laulc. Stefnandi máls þessa, sem elcki er meðlimur i Iðju, en var á þessum tíma starfsmaður í verksmiðju Kvarans, hefir krafist þess í máli þessu, að Alþýðusambandið og Iðja eða annar livor þessara aðiija, verði dæmdur til þess að greiða sér bætur vegna þess, að-bann misti af vinnu meðan verkfall- ið stóð yfir. Telur hann, að bæði liafi verkfallið verið ólög- mætt, þar sem tilgangur þess hafi verið að hindra félagsslcap starfsmanna Kvarans, og því heint að starfsmönnum hans sérstaklega, og svo hafi verk- fallsverðir Iðju hindrað sig og aðra, er vildu vinna hjá Kvar- an, í því að lcomast tii vinnu inn í verksmiðjuna. Stefndir héldu þvi hinsveg- ar fram, að verkfallið hefði verið gert í þeim tilgangi, að fá Iðju viðurkenda sem samn- ingsaðilja, og éngar þær at- liafnir hefðu verið fram kvæmdar, gagnvart Aðalsteini, er hefðu getað gert þá skaða- bótaskylda gagnvart honum. Úrslit juálsins urðu þau, að stefndir voru sýknaðir af krófu Aðalsteins, en málskoslnaður látinn falla niður. Segir svo i forsendum hæsta- réttardómsins: Það virðist mega gera ráð fvrir þvi, að tilgangur stefndu með vinnustöðvuninm hafi verið að fá viðurkenningu verksmiðjueigenda á Akurevri á því, að félagið Iðja væri rétt- ur aðili fyrir hönd verksmiðju- fóllcs þar á staðnum um heild- arsamninga varðandi vinnu- lcjör þess. Var stefndu heimilt að hefja verkfall í þeim til- gangi. Framkvæmd verkfalls- ins verður elcki talin ólögleg g’agnvart áfrýjanda, með þvi að sönnur eru elclci leiddar að því gegn neitun stefndu, að á- frýjanda, sem var ófélags- bundinn verkamaður, hafi með valdi eða hótun um valdbeit- ingu verið varnað inngöngu í verksmiðjuna til vinnu. Hafa stefndu þvi eklci valdið lionum tjóni, er þeim beri að bæta honum. Samkvæmt þessu ber að staðfesta héraðsdóminn að niðurstöðu til.“ Hrm. Garðar Þorsteinsson flutti málið af hálfu áfrýjanda, en hdm. Sigurgeir Sigurjóns- son af hálfu slefndu og var þetla 2. prófmál lians fyrir hæstarétti. Tveir kvenlög- regluþjónar. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að tveir kvenlögregluþjónar skul vera hér í Reykjavík, svo sem sjá má af auglýsingu í blað inu,í dag. Störf kvenlögregluþjónanna eru ekki að fullu álcveðin enn- þá, en munu þó auðvitað snúa að kvenfólkinu. Verður viðbótin við lögreglu- liðið því 14 karlar og 2 lconur. fEskulýðsíidirii í Ma 1 á sunaud. Fyrir nokkru var á það minst hér í blaðinu, að „Heimdallur“ — félag ungra sjálfstæðismanna — hefði skrifað 11 æskulýðsfé- lögum hér í bæ með tilmælum um, að þau boðuðu sameigin- lega til æskulýðsfundar til að ræða hið breytta viðhorf, sem myndast hefði í landinu við her- námið. Hafa félagsstjórnirnar unnið að því sameiginlega, að undir- búa fundinn, semja álitsskjal, er lagt verður fyrir fundinn, ræða væntanlegt samstarf félag- anna og fá samkomustað fyrir fundinn. Hefir nú verið ákveð- ið að fundurinn verði n. k. sunnudag í Gamla Bíó og enn- fremur að eftirtaldir menn flytji þar stutt ávörp: Guðjón Baldvinsson, Þórunn Miagnús- dóttir, Jólrann Hafstéin, Emil Björnsson og Erlendur Péturs- son. Lúðrasveil Reykjavíkur leikur íslensk þjóðlög í fundar- byrjun og fundarlok. Auk þeirra 11 félaga, er Heimdallur skrifaði upphafiega til i þeini tilgangi, að boða til æskulýðsfundarins, liafa þessi þrjú félög bæst við: Kvenskáta- félag Reykjavíkur, Farfugla- deild Reykjavíkur og U. M. F. Velvakandi. Þess má vænta, að reykvísk æslca láti sig málefni sín miklu slcifta og sæki fundinn. Umíerðarstjórn í miðbænum. "^EGNA hinnar auknu um- ferðar í bænum hefir verið tekin upp umferðarstjórn þar sem hún er mest á sumurn tím- um dags. Var þetta gert í morg- un í fyrsta skifti. Eins og menn muna, var haldið uppi umferðarstjórn víða hér í bæ fyrir nolckrum árum og liefir liún nú verið tékin upp aftur, enda er hennar brýn þörf, vegna aulcins fjölda bíla og manna í bænum. Fyrst um sinn mun umferð- arstjórnin verða á þrem stöð- um, neðst í Hverfisgötu, neðst i Bankastræti og á gatnamótum Austurstrætis og Póstliússtræt- is. Eru þetta langfjölförnustu gatnamót i bænum. Síðar verð- ur umferð stjórnað víðar, ef þörf þykir. Þó verður ekki stjórnað um- ferðinni á þessum stöðum allan daginn, heldur aðeins þá tíma dags, þegar umferð er mest, þ. e. um hádegi, kaffitíma og um sexleytið, þegar flestir hætta vinnu. Nýtt til. helyapinrsar: Blómkál, Tómatar, Hvítkál, Salat, Gulrætur, Púrrur, Selleri, Sítrónur, Laukur, Kartöflur, Góðar gulrætur. Einnig niðursuðu- dósir allar stærðir og alt nauðsynlegt í slátrið og kæfuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.