Vísir - 11.10.1940, Blaðsíða 4

Vísir - 11.10.1940, Blaðsíða 4
VISIR H| Gamla Bió | [imralamir (Dangerous Fingers). Ensk sakamálamynd. Aðalhlutverkin leika: James Stephenson, Betty Lyime os Leslie Perrins. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. fflárlitur nýkominn. Hárgreiðslustofan PERLA Bergstaðastræti 1. Sími: 3895. M RAFTÆKJA tM VIDGERDIR VANOAÐAR^ÓDÝRAR SÆKJUM & .SENDUM fréffír Lítið rit, eftir frú Jóh. Sigurðsson, kemur út á laugardag og nefnist það Ljós- in yfir eyjunni hvítu, Islandi. — StríÖsspádómar frá árinu 1939, fluttur í IÖnó 20. sept. 1940 o. fl. Ritið ver'Öur selt á götunum o. víð- ar. — Sjá augl. Sjötugur er í dag Gisli Sigurðsson, tré- smiÖur, Rauðarárstíg' 13E. Hæsti vinningurimi í happdrættinu í gær (nr. 3928) var seldur í fjórðungsmiðum i um- fooði Stefáns A. Páfssonar og Sig- fojörns Ármanns t \7aroarhúsinu. Næturakstur. Aðalstöðin, Lækjartogi, sími 1383, hefir opið í nótt. Jíæturlæknir. Úlfar 'Þórðarson, Sólvallagötu 18, sími 4411. Næturverðir i Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Lög leik- ín á lítil strengjaliijóðfæri. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Söguhetjur Ljósvetningasögu (Björn Sigfús- son magister). 20.55 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 21.15 Garðyrkju- þáttur: Geynisla garðávaxta (Jó- hann Jónasson ráðunautur). 21.30 Hljómplöíur: „Dauðadansinn", eft- Ir Liszt. Rcvýan 1040 ÁSTANDS-ÚTGÁFA. NÝIR SÖNGVAR — NÝIR BRANDARAR. leikin í kvöld í fysta skifti kl. 8 x/i. Aðgöngumiðar, sem eftir eru, seldir í daíj frá kl. 1. Sími 3191. t Pantanir óskast sóttar fyrir ld. 2. BÖRN FÁ EKKI AÐGANG. Um geymsla gardávaxta; II. Hvernig hægt er að lengja vaxtartíma höfuðkálsins. Eftir Stefán Þorsteinsson. / S:'— ö— EGYPTSKAR [CIGARETTUR Lgold tipped 'Æ 20 STK. PAKKINN KOSTAR 1.90 Það mun ekki þurfa að gera ráð fyrir þvi að uppskera full- þroskaðra garðávaxta verði svo mikil á þessu hausti, að koma þurfi til langrar geymslu, þegar undanskildar eru kartöflúr og guirófur. Geymsla jarðepla hef- ir þegar verið tekin til meðferð- ar og gulrófur eru geymdar á svipaðan liátt eins og þau. Hér mun þó verða drepið á geymslu grænmetis, þvi nú ríð- ur á að sem minst fari til spillis. Fyrst vil eg þó víkja nokkrum orðunt að því, hvernig reynandi er að lengja vaxtartíma höfuð- kálsins, sem ekki hefir náð full- um þroska þegar tíðarfar fer að versna og verður að taka það upp. I Það hefir áður verið nefnt | hér, að blómkál þolir ekki að frjósa að neinu ráði. Það er þvi tími til að taka það upp nú þeg- ar, liafi það ekki þegar verið gert. Aftur á móti þolir hvítkál, toppkál og rauðkál nokkurt frost og má því gera ráð fyrir að þessar tegundir geti enn slað- ið úti í garðinum nokkurn tíma. Það verður þó að taka þessar matjurtir upp áður en frost sest að í jörðu og allar þessar matjurtir verður að taka upp í þiðu. Það kál sem ekki er full- þroskað en á lítið eftir til að ná fullum þroska* er reynandi að taka upp með rót og gróðursetja siðan þétt saman t. d. inni á kjallaragólfi. A þá að gróður- setja höfuðin í þunt moldarlag (eða sendinn moldarjarðveg) annaðhvort á sjálfu gólfinu eða i grunnan kassa sé að eins um fá höfuð að ræða. Þarf þá að vökva moldina stöku sinnum, en varasl skal að bleyla sjálft kálið að ráði. Á þennan hátt getur kálið náð fullum þroska og um leið geymist það ágællega sé kjallarinn góður. —o— Það eru smáverurnar, bakter- íurnar og sveppir sem vinna að eyðileggingu matjurtanna að vetrinum. Þessar örsmáu oftast ósýnilegu verur finnast viðast hvar að meiru eða minna leyti. Best þrífast þær þó í lilýju og röku lofti. Yiðvíkjandi geymslu grænmetis er því um að gera að geymsluskilyrðin séu sem óhag- stæðust fyrir smáverurnar. Niðursuða grænmetis er besta geymsluaðferðin, en hún er jafnframt dýrust og er því eink- um notuð fyrir það grænmeti, sem ekki geymist eða, örðugt cr að geyma öðruvísi, eins og t. d. hlómkál. Þurka má flestar tegundir grænmetis og geymist það þann- ig yfir lengri tíma. Eru notað- ir til þess sérstakir ofnar. Þessi aðferð hefir þó sina galla og er lítið 110 tuð. Sallaðar geymast sumar teg- undir grænmetis ágætlega, einkurn hvítkál og gúrkur. Þessi aðferð er ódýr og handhæg, en bragðið vill segja til sin. Hvit- kálið er skorið niður og saltað síðan í liæfilega stórt ílát (t. d. kvartil eða krulcku). Kálinu er þjappað vel saman og það geymt á köldum stað. í kælirúmi er einnig hægt að geyma grænmetið, sem nýtt, yf- ir lengri tíma. Þetta er í flestum tilfellum dýr geymsluaðferð. Venjulega eru þó hinar al- gengari grænmetistegundir geymdar í hæfilega köldum, loftgóðum og þurrum grænmet- isgeymslum. — Hér er vísað lil þess sem í síðustu grein var rit- að um matjurtageymslur. — Hvítkál og rauðkál þarf að v'era hæfilega þroskað eigi það að geymast vel á þennan liátt. Sé það illa þroskað vill það rotna og skemmast og eyðilegg- ur þá út frá sér; ef það er of þroskað vill það springa. Það verður að skera öll laus blöð utan af kálinu og þurka höfuðin vel áður en þau eru flutt á geymslustaðinn. Sumir hengja eitt og eitt liöfuð upp undir loft- ið á geymslustaðinun. Um rótar- stöngulinn er þá bundinn sproti sem höfðin eru hengd á, en þau mega helst ekki hanga svo þétt að þau snerti hvert annað. Þelta getur lánast ágætlega og hefir þann kost í för með sér að kálið verður síður fyrir hnjaski eða áföllum, ennfremur nýtist rúm geymslunanr vel á þennan hátt. Aðal gallinn við þessa geymslu- aðferð er sá, að sé geymslan ekki nógu köld þá er hætt við að of heitt verði á káíinu, þar sem Iiitinn er mestur upj) við loftið. Það reynist oft vel að geyma kálhöfuð í rimlakössum og má þá stafla hverjum kassa ofan á ánnán. Best er að gaflarnir séu hafðir nokkuru hærri en lilið- arnar, þannig að loftið geti leik- ið frílt um livert höfuð. Þá má einnig stafla kálinu á gólfið í geymslunni, en þyrfti þá lielsl að liafa grind undir neðstu liausunum, hæði vegna rakans og eins vegna þess að þá nær loftið betur að leika um þá. Það þarf að líta vel eftir kál- inu á geymslustaðuum og skera allar skemdir hurt jafnóðum. Gulrætur og rauðrófur er til- tölulega auðvell að geyma í gisnum kössum eða litlum hólf- um þar sem loft getur leikið um þær. Öruggast er þó að hafa rakan sand milli laga. Ætli að lireyfa þær sem minst i geymsl- unni. Grænkálið er mikils virði í ár sökum þess hve lítið verður af öðru grænmeli. Fólk ætti því að notfæra sér þessa ágætu fæðutegund eins vel og unt er. Geymist það best með þvi að láta það standa úti í garðinum fram eftir vetri, einkum er snjór sest að því. (Grein þessi hefir orðið út- undan vegna rúmleysis, en á þó ennþá erindi til almennings. Er höf. beðinn að afsaka drátt þann, sem orðið hefir á birt- ingu). Píanó óskast keypt. Slaðgreiðsla. Uppk. i síma 2955. HERBERGI: imnii; er miðstöð verðbréfavið- I skiftanna. — KtlOSNÆflll TI L LEIGU STOFA lil leigu á Reykja- víkurvegi 4. (539 HERBERGI lil leigu Reykja- borg við Múlaveg. (548 UNGAN einhleypan mann í góðri stöðu vantar eitt herbergí eða tvö sam- liggjandi nú þegar. Þarf að hafa aðú'ans að síma. Til- hoð, merkt: „L. 1940“, sendist Yísi.____________(543 TVÆR stúlluir óslca eftir lier- hergi í eða við miðbæinn. Uppl. í síma 2759 eftir kl.-6. (324 LÍTIÐ lierhérgi óskaSt nú þegar. Sími 2225. (530 GOTT herhergi óskast í aust- ur- eða miðbænum. — Sími 2521 kl. 6—7. (529 BRESKUR liðsforingi óskar eftir herhergi með forstofuinn- gangi. Tilboð merkt „Liðsfor- ingi“ sendist afgr. Vísis fyrir 15. þ. m.________________(538 MANN í fastri atvinnu og verslunarskólanemanda vantar herbergi í góðu húsi í austur- bænum. Fyrirframgreiðsla til nýárs, ef óskað er. — Tilboð merkt „Tveir menn“ sendist afgr. Vísis fyrir ld. 17 á morg- un. (540 TVEIR skólapiltar óska eftir lierbergi. Verð 40—50 krónur. Uppl. í síma 1636. (542 VÉLSTJÓRA vantar herbergi og eldhús, eða aðgang að eldun- arplássi eða herh^rgi með raf- suðuplötu, fyrir oldóberlok. — Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Tilboð merkt „Vélstjóri" legg- ist inn á afgr. Vísis. (550 IÍŒNSIÁ1 ÓDÝRASTA kenslan í tungu- málum, bókfærslu, reikningi í Alþýðuskólanum. Sími 4330. — (322 KENNI íslensku, dönsku, ensku, þýsku, reikning. Tíminn kr. 1.50. Póll Bjarnarson, cand. philos., Skólastræti 1. (85 ST0DENTAR taka að sér kenslu í skólum, einkatímum og heimiliskenslu. — Upplýsinga- skrifstofa stúdenta, Amtmanns- stíg 1, opin virka daga, nema laugardaga, kl. 3—6 sd. Sími 5780. (244 KENNI islensku, dönslcu, ensku, þýsku, frönsku. Les með skólafólki. Gunnar Bergmann, stud. mag., Þingholtsstræti 24, kl. 6—9 siðd. _________(533 HANNYRÐAKENSLA. — Get bætt nokkrum stúlkum við í kvöldtíma. Elísabet Helgadótt- ir, Bjarnarstíg 10. Sími 2265. (545 PAKKI tapaðist í gær á Skóla- vörðustígnum. A. v. á eiganda. ________________________ (532 RAUÐ barnahúfa (prjónuð) tapaðist í fvrradag. Vinsamlega skilist á Reynimel 56. (536 LÍTIL, svört peningabudda með 55 kr. tapaðist í gær. Finn- andi vinsamlega beðinn að skila Iienni í Tjarnargötu 8. Fundar- laun. (549 VESKI með peningum og fleiru tapaðist í miðbænum í gær. Finnandi vinsamlegast Iieðinn að hringja i síma 1747, Fundarlaun. WMmum UNG stúlka, laghent og dug- leg getur fengið vinnu við iðn- að. Uppl. Skólastræti 3. (527 SIÐPRÚÐUR og duglegur sendisveinn óskast strax, Baka- ríið Laugavegi 5 (Ekki svarað i síma). (541 HÚSSTÖRF STÚLKUR geta fengið ágæt- ar vistir hæði liálfan og allan daginn. Uppl. á Vinnumiðlunar- skrifstofunni, sími 1327. (423 KONA eða stúlka óskast nokkra tíma á dag. Uppl. í síma 2083.________________ (528 GÓÐA ráðskonu vantar mig sem fyrst. Marci Björnsson, Há- vallagötu 13, simi 1605 og 2564. (409 [TILK/NNINCAKI GETUM, þvi miður, eklci tek- ið að okkur viðgerðir fyr en eftir áramót. Leðurgerðin h.f. Ilverfisgötu 4. (523 LEICA BRAUÐABÚÐ til leigu. Sími 3292 eftir kl. 6. (531 iKAVPSKAPURl VORUR ALLSKQNAR SKÓRNIR YÐAR myndu vera yður þakklátir, ef þél' mynduð eftir að bursta þá aðeins úr VENUS-Skógljáa. BLITS notar hin vandláta húsmóðir í stórþvottinn. Svo er það VENUS-GÓLFGLJÁI í hinum ágætu, ódýru perga- mentpökkum,. Nauðsynlegur á hvert heimili. Nýja Bíó. 11 Amerísk stórmynd LOUIS EROMFIELD Á 20th Ctntury-fox Pícture ttarring 1 Mvrcsa Tyxono Gaorge wrantBBn I Brosda Joyco • Nigel Bmce Maria Ouspenskaya Jcæph Schildkraul • Mary Nash • Jaue Darwell Marjorie Rambeau • HenryTra?ers •H.B.Waruer Dírccted by 1 CLARENCE , AmocUI* Piodncoi liirry loa Ðrown 8cr««o PI«t by Pblllp Dunn« «od lutUn Jo«*pb»oo BROWN Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. NÝSLÁTRAÐ trippakjöt kémur i dag. Nýreykt hangi- kjöt, kartöflur á kr. 0.65 kg„ gulrófur á kr. 0.65 kg. Nýtt slát- ur, skyrhákarl og m. fl. VON, sími 4448. (535 VEÐDEILDARBRÉF til sölu, ca. 18 þúsund. Tilboð óskast í síma 3327. (552 NOTAÐIR MUNIR TIL SÖLU MIÐSTÖÐVARKETILL til sölu Bjarnastöðum Grimsstaða- holti. - (521 RÚMSTÆÐI og góð undir- sæng til sölu Skarphéðinsgötu 10. (522 EIN karlmannsföt, lítið not- uð, til söiu af sérstökum ástæð- um. Versl. Fell. (525 SETUSTOFU- og svefnlier- þergishúsgögn til sölu ódýrt. A. v. á. (534 MAHOGNÍ stofuborð, ljós- brúnt, til sölu fyrir liálfvirði, eiimig drengjafrakki. Njálsgötu 71. (537 FERMINGARKJÓLL og skór t.il sölu Bergstaðastræti 63, niðri, (544 HARMONIKUR til sölu Rauð- arárstíg 5. Jón Ólafsson. (547 FERMINGARKJÓLL til sölu. í Skólastræti 5 B. (551 NOTAÐIR MUNIR ÓSKAST KEYPTIR: STÓR kolaeldavél og kola- ofn óskast keypt. Tilboð merkt „Eldfæri“ sendist Visi. (526 RAFMAGNSPOTTAR, þriggja og fimm lítra óskast keyptir. — Sími 4880. (546 FISKSOLUR FISKHÖLLIN. Sími 1240. FISKBÚÐ AUSTURBÆJAR, Hverfisgötu 40. — Sími 1974. FISKBÚÐIN HRÖNN, Grundarstig 11. — Sími 4907. FISKBÚÐIN, Bergstaðastræti 2. — Simi 4351 FISKBÚÐIN, V erkamannabústöðunum. Sími 5375. FISKBÚÐIN, Grettisgötu .2. —Sími 3031. FISKBÚÐ VESTURBÆJAR. Sími 3522. ÞVERVEG 2, SKERJAFIRÐI. Sími 4933. FISKBÚÐ SÓLVALLA, Sólvallagötu 9. — Sími 3443 FISKBÚÐIN Ránargötu 15. — Sími 5666. KOPAR keyptur í Lands- smiðjunni. (14

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.