Vísir - 16.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 16.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Revkjavík, miðvikudaginn 16. október 1940. , Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 239. tbl. % Loftstypjöldin harðnar enn— Feikna harðar árásir á London, en Bret- ar herða enn sóknina á hernaðarstöðvar í Þýskalandi og meginlandshafnírnar. illlair þýskar útvarpsstöðvar hættu útsendingum kl. 9 í gærkveldi. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það kemur æ betur í 1 jós, að báðir st.yrjaldaraðilar leitast nú við af fremsta megni, áður vetur gengur í garð fyrir alvöru, að valda hinum eins miklu tjóni með loftárásum og frekast er unt. Breska flugmálaráðuneytið tilkynti í morgun, að árásir liefði verið gerðar á f jölda marga staði í Norður- og Norðvestur- Þýskalandi, aðallega olíustöðvar, flugstöðvar, verksmiðjur o. s. frv. Berlín varð fyrir á«ás s. 1. nótt. Beðið er skýrslna flugmanna þeirra, sem tóku þátt í árásunum, eftir írekari fregnum, en það er vitað, að árásirnar voru m jög harðar. Þýskar útvarps- stöðvar hættu útsendingum um kl. 9 í gærkveldi, en þá voru breskar sprengjuflug- vélar á leið til þeirra staða í Þýskalandi, sem gera átti árásir á. Lothian lávarður á heimleið. Kennedy kvaddur heim. London í morgun. Lothian lávarður, sendiherra Breta, iagði af stað heimleiðis í gær frá Washington. Hann ferð- ast í Yankee Clipper yfir At- lantshaf. — Lothian lávarður fer til þess að gefa stjórn sinni skýrslu. — Joseph Kennedy sendiherra Bandaríkjánna i London, hefir verið kvaddur heim til þess að ræða við stjórn- ina í Washington. Roosevelt hefir neitað, að rétt sé ,að Kennedy ætli að hiðjast lausnar. HAFA ÞJÓÐVERJAR SETT LIÐ Á LAND 1 ALBANÍU? Fregnir frá Belgrad, sem eru algerlega óstaðfestar, liafa bor- ist frá Scutari, þess efnis, að 3 þýsk herfylki hafi verið sett á land í Durazzo, liafnarborg Al- baníu. I Það voru einnig gerðar árásir á Ermarsundshafnirn- ar. Hinqr stöðugu árásir breskra sprengjuflugvéla á þær sýna, að breska herst jórnin gerir sér I jóst, að inn- rásarhættan er enn ekki liðin h já, og er því árásunum haldið áfram af kappi á innrásarbækistöðvarnar við Ermarsund og olíustöðvar í Þýskalandi, flugstöðvar o. s. frv. því að, hvorttveggja miðar að þvi að ónýta inn- rásarfyrirætlanir Þ jóðver ja fyrirfram. Það hafa borist áreiðanlegar frásagnir um, að nú sé orðið ófagurt um að litast í innrásarhöfpunum. iTeil hverfi, þar sem stórar vöruskemmur voru, eru í rústum, hafnargarðar sund- urtættir, en skipaumferð er stöðvuð í mörgum höfnum. — Boulogne varð einkurn fyrir harðri árás i gærkveldi. Urðu þar miklar sprengingar og eldhafið sást úr óra f jarlægð. Sjóorusta á Mið-. jarðarhaíi. » Herskipið Ajax getur sér nýja frægð. - Sökkvir þremur ítölskum tundurspiilum og laskar þ. íjórða. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgnn. Breska flotamálaráðuneytið tilkýnti í gærkveldi, að Miðjarð- arhafsflotadeild frá Alexandriu hefði farið um alt austanvert Miðjarðarhaf síðari hluta síðastliðinnar viku, og einnig um mið- hluta þess, til þess að leita uppi ítalska flotann. Varð megin- flotans hvergi vart. En s. 1. laugardag varð beitiskipið Ajax vart við ítalska tundurspilla, þrjá talsins, um 80 mílur austur af Sikiley. Var hafin skothríð á þá af Ajax og tveir skotnir í kaf, en sá þirðji skemdist og komst hann undan, því að Ajax fékk nú veður af því, að eigi f jarri væri önnur ítölsk herskip. Leitaði hann þau uppi og hóf skothríð á þau, þrátt fyrir að þarna væri eitt beitiskip allstórt og 4 tundurspillar. Var þá komið undir kvöld. Laskaðist einn tundurspillirinn, en herskipin komust undan í myrkrinu. Breska flugmálaráðuneytið viðurkennir, að loftárásirnar á London í nótt sem leið hafi ver- ið hinar hörðustu um nokkurt skeið, en þó ekki eins harðar og þegar verst gegndi í byrjun september. Mikið tjón varð á húsum og öðrum mannvirkjum og manntjón mikið. 17 þýskar flugvélar voriL skotnar niður í gær og 15 breskar, en 9 breskir flugmenn komust lifandi úr hildarleiknum. Voru háð hin hörðustu einvígi í lofti. Árásir voru geröar á marga staði utan Lundúnaborgar, og varð eink- um borg ein í Midlands fyrir hörðum árásum. Kom þar upp eldur á mörgum stöðum. í frekari fregnum frá United Press segir svo: Það sem ein- kendi loftárásirnar var ekki hversu lengi þær stóðu, heldur hversu liarðar þær voru. Þær stóðu skemur en aðfaranótt þriðjudags, en tjón varð meira. Flugvélarnar komu í allstórum hópum og tókst að dreifa þeim, en margar flugvélar komust inn yfir London. Sennilega hefir hér verið um að ræða stórfeld- ari tilraun en nokkuru sinni til liópárásar á London að nðtt- urlagi. Ánásirnar voru gerðar á Lon- don aðallega og ýmsa staði i héruðuntim í grend við Lon- don. Skothríðin úr loftvarna- hyssunum var svo áköf, að ekki eru dæmi til áður. Var erfitt að átta sig á hvenær sprengikúlur • komu til jarðar og sprungu, því að skothríðin var svo mikil._ Þjóðverjar vörpuðu niður fjölda mörgum sprengikúlum og íkveikjusprengjum, sumum svo nefndum „brauðkörfum Molotovs“, það er mörg- um í einu. Vélbyssur voru nol- að til ])ess að skjóta niðnr svif- blys þýsku flugmannanna. Árásir voru einnig gerðar á slaði í Skotlandi og Wales gn tjón varð tiltölulega minna en í Englandi. BROTTFLUTNINGUR BARNA FRÁ BERLIN HAFINN. Fregnir frá Berlín herma, að blöðin þar séu farin að birta frásagnir — liinar fyrstu slíks efnis — um brottflutning barna frá Berlín. í frásögnum þessum kemur fram, að lestir með börn úr höfuðbQrginni eru þegar komnar til Marthegau í Posen, í þeim hluta Póllands, sem Þjóðverjar hertóku. Þá er sagt að á 75.000 heimilum, utan Ber- línar sé lokið undirbúningi til þess að taka á móti börnunum. Nazistaflokkurinn sér um mót- tökuna á 10.000 heimilum og annast þar um börnin að öllu leyti. ÞJÓÐVERJAR HAFA NÓGA OLÍU OG BENSlN. Talsmaður þýsku fréttastof- unnar ságði erlendum blaða- mönnum í gær, að Þjóðverjar hefði nægan varaforða af olíu og bensíni — af öllum tegund- um — eða einni miljón smá- lesta meira en i byrjun styrj- aldarinnar. Jafnvel, sagði hann, þótt Þjóðverjar fengi enga olíu frá Rúmeníu, myndi þeir kom- ast af. Fregnir frá Rómaborg herma, að Þjóðverjar hafi tekið alla oliuframleiðslu Rúmeníu i sin- ar hendur og liér eftir fái Grilck- ir og Rúmenar aðeins ákveðið rnagn af olíu, en fyrri fregnir höfðu hermt, að oliuflutningur lil þessara landa liefði verið stöðváður. ® í fyrrinótt gerðu Brelar árás á Le Havre og segjast flug- mennirnir hafa fundið loft- þrýstinginn af sprengingu í ol- iugeými upp í 8000 l'eta hæð. Herskipið York kom nú á vett- vang, Ajax til aðstoðar, en nú varð að bíða birtingar. Sást þá til tundurspillis með annan i eftirdragi, og var það sá, sem laskast liafði i orustunni kveldið áður. Hinn italski tundurspillir- inn lagði á flótta, en áhöfnin á þeim sem laskaður var, féldc hálfrar ldst. frest til þess að komast í bótana. Var svo tund- urspillinum, Artiglieri, 1620 smál., sök. Var þetta nýtt, vand- að skip. Send voru loftskeyti til Sikileyjar og skýrt frá hvar bát- ar tundurspillisins væru, svo að þeim bærist aðstoð. Veður var þó gott og bátarnir ekki fjarri landi. Ekki var skylt að alþjóða- lögum að gefa slíka aðvörun sem þessa. Ajax skemdist lítið. Nokkurt manntjón varð á skipinu. Og ekkert tjón varð á neinU bresku herskipanna, nema Ajax, en skemdirnar á lionum eru ekki meiri en það að viðgerð getur farið fram án þess skipið leiti lil hafnar. Ajax var eitt þeirra skipa, sem söktu þýska vasaor- ustuskipinu Graf von Spee, en York, segir í breskri tilkynn- ingu, „er eitt bresku herskip- anna, sem dr. Göbbels liefir sökt“. — I loftárás ítalskra flugvela á bresku flotadeildina voru fjórar ítalskar flugvélar skotnar niður, en fleiri skemd- ust. — Breskir kafbátar hafa sökt nokkurum flutningaskip- um við Ítalíu og Libyustrendur, tveimur 5000 smálesta flutn- inagskipum, einu 3000 smál. og einu 800 smál. Flutningaskipin voru vopnuð og E-bátar voru í fylgd með einu þeirra. 3000 Bandaríkja' raenn I Anstnr-Asín Tilja koraast heira. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Það var tilkynl í New Yo;'k i gær, að 3000 Bandaríkjamenn í Kína, Japan og Hongkong vildi komast heim. Verða send skip til þess að flytja þá lieim. Eitt er þegar lagt af stað frá San Francisco, en linuskipið Georg Washington leggur af stað frá New York n. k. laugardag sömu erinda. Það er eitt af mestu skip- um U. S. A. og hefir legið ónotað um liríð. E S J A liggur enn þá á ytri höfninni og ekki hefir tekist, þrátt fyrir margvíslega viðleitni, að fá upplýsingar um hvenær hún sé vænt- anleg upp að hafnarbakkanum. Athugun á skipi og farþegum lieldur áfram í dag og væntanlega mun lienni bráðlega verða lokið. Ferðin lieim gek k vel. Vidíssl wid Mleaneuss Teyg'gvasnn hágfræðing. Vísir hafði í morgun tal af Iílemens Tryggvasyni (Þórhalls- sonar) er kom með Esju í gær. Hann lauk í sumar prófi við há- f kólann í Kaupmnnnahcfn í hagfræði (Statsvidenskab) með 217'/2 stig, sem er með allra hæstu prófum sem lokið hefir ver- ið. Skýrði hann blaðinu í höfuðatriðum frá undirbúningi und- ir ferðina og frá ferðinni heim. „Hvernig leið Islendingum í Khöfn undanfarna mánuði?“ „Eg lield yfirleitt vel þeim, sem þar voru búsettir, en hins- vegar komu nolckur vandræði til greina meðal þeirra, sem voru ákveðnir að fara heim í sumar. Það var nefnilega gert ráð fyrir, að Esja kæmi til Petsa- mo 25. ágúst, og íslendingarnir sem ætluðu héim bjuggu sig al- nlent undir það, þannig að þeir sögðu upp atvinnu og lausum ibúðum, seldu húsgögn og ann- að þessháttar. Þá kom alt í einu fregn frá sendiráðinu, sem laust eins og reiðarslag yfir alla þá, sem ætl- uðu að komast heim, þess efnis, að ekkert gæti orðið úr lieim-. för fyrstu vikurnar og það væri yfirleitt ekki nein trygging fyr- ir, að úr förinni gæti orðð. Þessi fregn sló skelfingu á fólk og margir gáfu upp alla von.“ „Hvað var tekið til bragðs?“ „Sendiráðið ráðlagði öllum ’þeim er gætu, að komast í vinnu aftur, en það vildi takast mis- jafnlega og yfirleitt mynduðust almenn vandræði við þessa frestun heimferðarinnar." „Þið hafið fagnað þvi, þegar þið fenguð vissu fyrir því, að Esja kæmi.“ >,Já, það gerðum við vissu- lega. Það vitnaðist fljótt að öll von væi’i ekki úti en hinsvegar vorum við samt altaf niilli yon- ar og ótta uns við fréttuixi hvaða dag slcipið færi frá Pet- samo. En það fréttum við ekki fyr en rétt áður en skipið lagði af stað?“ „Var félagslíf landa okkar i Khöfn nokkuð öðruvísi en venjulega vegna hernáms Dan- merkur?“ „Nei, félagslif landa i Khöfn er með svipuðu sniði og áður. Það eru þar tvö starfandi fé- lög: íslendingafélagið og Félag íslenskra stúdenta. Rétt áður en við lögðum af stað var haldið landamót. Tólcu þátt í því um 300 manns og er það eitt af fjölmennustu landamótum, sem haldin liafa verið. Annars hitt- ust íslendingar aðallega lijá sendiráðinu, sem greiddi götu íslendinga eftir mætti og fórst það yfirleitt vel úr hendi.“ „Og ferðin — livernig gekk hún ?“ „Hún gekk vel og án þess að nokkuð sögulegt bæri til tíð- ina. Ilinsvegar kom krókurinn til Kirkwall okkur mjög á ó- vænt. Eg man, að þegar við vor- um kornin yfir Eyrarsund, þá bjuggumst við fastlega við, að liættulegasti kafh leiðarinnar væiá búinn.“ „Er Eýrarsund hættusvæði?“ „Já, það er það. Og þvi til sönnunar má geta þess, að á meðan við dvöldum i Stokk- hólmi kom fregn um það, að sænskt skip hefði rekist á tund- urdufl í Eyrarsundi og farist. Okkur fanst þess vegna við liafa sloppið vel.“ „Hvernig var umhoi’fs í Finn- landi?“ „Við sáum litið, bæði vegna þess, að við fórum yfir Finn- land aðallega að næturlagi og svo af því, að landið, sem við fórum um, var nær alt skógi vaxi,. Við sáunii ekki mikið af hernaðarskemdum, en sáum þó einstöku rústir af hrundum hús- um.“ „Hvert komust þið með jáx-n- brautinni frá Stokkjiólmi ?“ „Endastöðin var Rovaniemi. Þaðan er ca. 12 klst. ferð í bif- reiðum, til Petsamo. Vegurinn er góður, en urnferð á veginum alveg gífurlega mikil, einkum af vöruflutningabifi'eiðum. — Petsamo er um þessar mundir lífæð Finnlands, enda sigla þeir þaðan mikið til Ameriku." „Hvernig var umhorfs i Petsamo ?“ „Petsanxo er eyðilegasti bær, sem eg hefi séð; landið í kring Frh. á 3. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.