Vísir - 16.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 16.10.1940, Blaðsíða 2
V 1 S I R DAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ný skattalöggjöí pORVÍGISMENN í ölltim flokkuni virðast nú komnir á þá skoðun, að gagnger endur- skoðun skattalöggjafarinnar sé nauðsynleg. Menn eru á eitt sátt- ir um það, að ekki sé lengur við það unandi, hvernig einstakling- ar og fyrirtæki eru sköttuð af ríki og bæ. Menn vilja fá sam- ræmi.í þessi mál og að þeini sé skipað af sanngirni og hyggind- Úm,; Grein Björns Ólafssonar, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag, um skatlana og framtíð Reykja- víkur, fjallar um viðhorf at- vinnufyrirtækja bæjarins til skatlanna og sýnir fram á með dæmum út í hvaða öfgar þeir eru komnir hér. Bendir liann á, að dæmi séu til þess, að menn neiti að taka að sér aukastörf eða taka við auknum, tekjum, vegna þess,að þær fari að mestu leyti í skalta. Þegar svo er kom- ið, að skattarnir taka burt livöt- ina lil að afla fjárins, þá eru þeir að valda öfugstrejuni í starfi þjóðfélagsins, er haft get- ur alvarlegar afleiðingar. Dugn- aðarmennirnir lialda að sér hönduin og liafast ekki að, vegna þjess að árangurinn af starfi þeirra fer að miklu leyti i skatta. Með þessu móti drepa skattarnir nytsamlegar fram- kvæmdir. Alþýðublaðið gerir grein B. Ó. að umtalsefni í gær og viður- kennir að rétt sé flest af því, sem hann setur fram. En þó getur það ekki stilt sig um að segja, að dæmi þau, sem til- gréind eru, séu „mjög villandi og að ýmsu leyli tóm endi- leysa“. Gefur blaðið í skyn, að dæmin séu blekkingar, vegna þess að ekld er gert ráð fyrir að fyrirtækin hafi neinn skatt til frádráttar frá fyrra ári. En það er algerlega rangt hjá blað- inu, að 'liér sé um nokkrar blekkingar að ræða, því að B. Ó. tekur einmitt fram, að í sam- bandi við dæmin verði þó að taka lil greina, að Ieyft sé að draga skattgreiðslur frá tekj- um næsía framtals. Hins vegar bendir hann á það, að frádrátt- arheimildin geti verið mjög lít- ils virði fyrir þá, sem liafa mjög mismunandi tekjur frá ári til árs. Eru því aðdróttanir Alþbl. um blekkingar í þessu sam- bandi algerlega staðlausir stafir. Aðalatriðin í grein B. Ó. eru í stuttu máil þessi: Skattarnir eru að verða borgurunum of- viða. Skalta-álagningin er gerð af handahófi af hinu opinbera og án tillits til gjaldþols skatt- þegnanna. Ríki og bær verða að taka upp samvinnu ineð skatta- löggjöfina, með því að leggja aðeins á einn skatt í stað tekju- skatts og útsvars. Alla skatt- lieimtu í bænum þarf að sam- eina á eina hönd, til þess að gera liana fábrolnari og ódýrari. Það getur ekki verið til frambúðar, að bæjarfélagið hafi heimild til að leggja ótakmarkað á borgar- ana. Slíku þarf að setja einhver mörk. Um útgerðina segir liann, að ekki sé sanngjarnt, að þau félög, sem séu fjárhagslega vel stæð og græði nú stórfé, greiði sama og enga skatta. Hins vegar leggur hann til að félögin fái leyfi lil að mynda nýbyggingar- sjóð, cr sé skaltfrjáls og telur sanngjarnt og viturlegt, að fé- lög bg einstaklingar, sem hafi útgerð að aðalatvinnu, verði háðir öðrum skatlalögum en aðrir gjaldendur, vegna þess að útgerðin sé áhættumesti at- vinnuvegur þjóðarinnar. Þetta eru raunhæfar tillögúr, sem hægt er að koma í fram- kvæmd, ef kjósendahræðsla flokkanna verður ekki skyn- seminni yfirsterkari. En þeir ættu að athuga, að það eru ein- mitt kjósendurnir, sem heimta að nú sé eillhvað gerl í þessum málum. Þeir sætta sig ekki leng- ur við núverandi skipun þess- ara mála. Þeir heimta að ný og sanngjörn skaltalög fyrir ríki og bæ séu lögð fyrir næsta þing og •þeim trygður framgangur. Sunnudaginn 13. þ. m. fór St. Verðandi nr. 9 heimsóknar- og útbreiðsluför suður að Gerðum í Garði. St. Framför nr. 6 í Garði, sem » er 51 árs gömul, starfar undir stjórn frú Steinunnar Steins- dóttur, hinnar mætusfu konu, og hr. Halldórs Þorsteinssonar i Vörum, hins mesta dugnaðar- manns, auk margra annara góðra kvenna og karla þar. A fundi stúkunnar héldu ræður hr. Halldór Þorsteinsson og Þorsteinn .T. Sigurðsson úr st. Verðandi. Ennfremur talaði hr. Guðgeir Jónsson umdæmis- templar, er sagðist hið besla. Að fundi loknum buðu þeir templararnir í Garði liinum að- komnu gestum til kaffisam- drykkju, og var veitt af binni mestu rausn. Hófust nú um- ræður um bindindismálið. Fyrstur tólc til máls br. Pétur Zóphóníasson ættfræðingur. Var ræða hans vel bygð og snjöll. Þá talaði hr. Sig. Ólason lögfræðingur; var ræða hans frumleg og vel flutt. Margir fleiri töluðu, og voru menn á einu máli um nauðsyn þess, að alt sé gert sem mögulegt er til að stöðva drykkjuskaparfarald- urinn i landinu. Frú Anna Guðmundsdóttir leikkona las upp og tókst með afbrigðum vel að vanda. Hr. Kjartan Sigurjónsson söngvari frá Vík í Mýrdal söng og spilaði nokkur lög, vel valin, og við svo mikinn fögnuð liinna mörgu á- lieyrenda, að hann varð að end- urtaka söng sinn livað eftir ann- að. Þá lásu þau frú Anna Guð- mundsdóttir og llr. Sigurður Magnússon kennari úr Pétri Gaut, við mikla hrifningu á- heyrenda. Að síðustu ávarpaði hr. Guð- mundur Jónsson templarana úr Reykjavik,. þakkaði þeim kom- una. Mæltist honum ágætlega. Hr. Karl Bjarnason úr St. Verðandi, sem var fararstóri, mælti nokkurum vel völdum lilýjunarorðum til þeirra Garðs- manna, og þakkaði þeim ágætar móttökur. Það kann nú að þykja kyn- legt, að verið sé að segja al- menningi frá heimsóknum máili Goodtemplarastúkna. Menn Icunna að segja að það komi templurum, einum við. En þetta er ekki rétt, því að viðurkent er að Goodtemplarareglan hefir frá upphafi vega sinna liaft for- ustu í bindindisstai'fseminni í landinu. Þar að auki er Reglan opinn félagsskapur fyrir alla þá menn og konur sem vilja Ijá bindindismálinu lið. Og er þess vegna rétt og sjálfsagt að kynna almenningi að nokkuru starfs- og vinnuaðferðir þessa gamla og ágæta félagsskapar. Og einmitt nú, þegar verulegur Nkúli Nkúlaiou, ritst|ori: Ferð 258 Islendinga frá Petsamo til Reykjavíkur. Það yrði vitanlega ógerningur að segja nokkra ferðasögu í stuttu máli, en hér skal stiklað á helstu atriðum ferðalagsins. Hinn 25. sept. lögðu farþeg- árnir af stað frá Kaúpmanna- liöfn og Oslo áleiðis til Stokk- hólms. Voru þeir 216, sem komu frá Kaupmannahöfn, en 6 frá Noregi. 1 Stokkliólmi bætt- ust við 33 og í Finnlandi 1, enn- fremur lók Esja tvo farþega urn borð í Trondhjem, svo að alls urðu farþegarnir 258. Yfir- menn og skipverjar á Esju eru 33, þannig að alls voru með skipinu 291 sálir — alt íslensk- ir ríkishorgarar. Yngsti farþeg- inn er 3 mánaða, en sá elsli 63 ára. I Stokkhólmi tók Vilhjálmur Finsen sendisveitarfulltrúi á móti okkur og tilkynti þá leiðu fregn, að Esja hefði verið tekin i hafi og flutt til Þrándheims. Áður hafði verið gert ráð fyrir dags viðstöðu aðeins í Stokk- hólmi, en nú var undir hepni einni komið, livort við kæm- um,st áfram og hvenær. Tveim- ur dögum síðar bárust fréttir, sem gáfu góðar vonir um, að Esja mundi losna aftur frá Trondhjem á sunnudag, og fór það líka svo. En það þótti of áhættusamt að leggja af stað í jiorðurfcrðina til Petsamo, fyr en full vissa fengist fyrir þvi, að skipið kæmist á leiðarenda. Hópurinn lagði því ekki af stað frá Stokkhólmi fyr en eft- ir nær viku viðstöðu. Smáhóp- ar af Kaupmannahafnarfólkinu, sumpart sjúklingar, fóru dag- inn á undan aðalhópnum norð- ur, með Tryggva Sveinbjörns- son sendiráðsritara sem leið- sögumann', en aðalhópurinn fór upp úr liádegi miðvikudag- Tnn 2. okt. Sænska félagið Nor- den og félagið Sverige-Island liéldu okkur samsæti eitt kvöld- ið og töluðu þar af Svia hálfu Gahr. Thulin stjórnarráð, Ahl- mann prófessor og Einar Fors Bergström, en af okkar hálfu Vilhj. Finsen og þeir fararstjór- ar okkar, Finnur Jónsson og H. J. Hólmjárn. Þarna í samsæt- inu söng Bellmannssöngvarinn Áke Claesson fyrir fólkið og síðan skemtum við okkur við söng og viðræður til miðnætlis Þess má einnig geta, að borg- arstjórnin í Stokkhólmi sýndi oklcur þann heiður, að flagga með sænskum og íslenskum ílöggum eftir endilangri Vasa- gaíen og fyrir ulan járnbraut- arstöðina, daginn sem við fór- um. Fólk undi sér yfirleitt vel þessa daga í Stokkhólmi, þó að lítið væri um aurana hjá flest- um. Greiddi sendiráðsfulltrúinn eftir megni úr þeim vanda. Þess má yfirleitt geta, og mun vera talað fyrir munn allra far- þega, að Vilhjáhnur Finsen á- vann sér þakklæti og velvild allra okkar ferðalanganna fyr- ir hina ágætu frammistöðu sína í þeim vanda, sem leiddi af stöðvun Esju. Frá StokkhóJmi til Hapar- anda, sem er nyrsta sænska járnbrautarstöðin á leiðinni, er um sólarhrings ferð. Vorum við í svefnvagnalest, III. flokks, og gátu flestir sofið um nóttina. Tafir urðu nokkrar vegna liinn- ar óvenjulega miklu umferðar, fjöldi fólks virðist hafa meiri fjárráð en um mörg undanfarin ár, er liættan meiri á því að lenda i drykkjuskaparóláni, því að „það þarf sterk bein til að þola góða daga“. Þ. J. S. 1 svo að við komum elcki til Tornio, sem er fyrsta finska slöðin, fyr en farið var að skyggja á fimludagskvöldið, 3. okt. Þar snæddum við lieitaií mat á tveimur gistihúsum, fýrsta lieita matinn, sem við fengum frá því í Stokkhólmi og héldum síðan áfram til Rovani- emi, sem var síðasla járnbraut- arstöðin á leið okkar. Var kom- in nótt, er þangað kom. Finsku lotturnar þar gáfu okkur kaffi (rúgkaffi) þarna um nóttina, meðan verið var að skipa niður í bifreiðarnar og koma öllum flutningnum á vörubifreiðar. Klukkan liálffjögur um morg- uninn (4. okt.) var lagt af stað í 10—30 manna bifreiðum, í síðasta landleiðaráfangann til Liinaliamari í Petsamo. Er þetla 531 kílómetra leið og mjög sæmilegur vegur. Var gert ráð fyrir, að við yrðum 15 stundir á leiðinni og mun það hafa orðið meðaltalið, en nokkr- ar bifreiðarnar óku leiðina á rúmum tíu tímum. Ein bifreið- in bilaði á leiðinni og tafðist noklcrar klukkustundir við það. Aðeins ein aðalviðstaða var á þessari leið, í smáþorpinu Ivalo, þar drukkum við kaffi. Það var orðið skuggsýnt um kvöldið (4. okt.) þegar við ók- um niður á bryggjuna, þar sem Esja lá. En flestum fanst eins og þeir væru upp á vissan máta • komnir líéim, og elcki versnaði skapið þegar sest var að hinu ágæta kvöldborði brytans, með • heitum rétti og allskonar kræs- ingum, svo sem kæfu og liangi- keti, saltketi og öðru góðgæti. Það voru viðbrigði eftir smurða brauðið, sem við höfðum eink- um lifað á frá Stokkhóhni. Biðin í Petsamo og Liina- hamari varð einn dagur og kl. 7 á laugardagskvöldið (5. okt.), þegar komið var norður á 72. breiddarstig, var stefna tekin sunnan við liávestur og siglt þannig í tvo daga, í besta veðiá og dauðum sjó, í þeirri von, að ef lil vill tækist að fá leyfi tíl að sleppa við viðkomu í Kirkvvall. En það tókst vitanlega ekki. Var þá haldið beinl til Orkneyja, fyrir vestan Shetlandseyjar og komið þangað síðastliðinn föstudag. Vegabréfaskoðunin gekk afar greitt og farangurs- skoðun var sem engin — aðeins rannsakað hjá örfáum farþeg- um. Yfirleitt hefir vegabréfa og tollaskoðun verið afar væg og gengið greiðlega allslaðar við þau landamæri, sem við höfð- um farið um. Esja hefir nú verið heimili okkar síðustú ellefu dagana og má ekki skiljast svo við þetta slutta ágrip, að ekld sé getið um aðbúðina, sem við höfðum átt um borð. Þó að veðrið liafi ver- ið einkar hagstætt alla leið, þá hefir þó talsvert borið á sjó- veiki. Og með skípinu eru nær hundrað fleiri farþegar en rekkjupláss eru fýrir á skipinu. Má því nærri geta, að .„lieiina- fólkið“ á Esju hefir liaft nóg að gera um borð. En við höfum undrast hve alt hefir gengið greiðlega og reglulega og við skiljum við skipstjóra og áhöfn alla á skipinu með hlýjutilfinn- ingum og innilegu þakklæti. Okkur hefir eiginlega liðið ágætlega. Það hefir verið skemtilegt félagslíf um borð, við liöfum gefið út gamanblað og haft skemtanir á kvöldin og hefir Lárus Pálsson, leikari, verið lífið og sálin í því, að halda söngnum uppi og nú siðast æft lieilan söngflokk, sem skemt liefir tvö síðustu kvöldin. Það var talsverður uggur í ýmsum á leiðinni, íneð- an óvissan var sem mest um leiðina og livort við þyrftum að fara um sjóhættusvæðið. Fólk liefir verið að sjá ímyndaða lcaf- báta og fleira af líku lagi. En sannleikurinn er sá, að við höf- um alls ekki orðið vör neinna skipaferða, nema livað beitiskip og kafbátur fylgdu okkur frá Kirkwall vestur yfir hættusvæð- ið og aulc flugvélanna í Kirk- wall liöfum við aðeins séð eina enska sjóflugvél í gærmorgun. Fiskiskip höfum við livergi séð í ferðinni fvr en við sáum til vélbátanna í Garðsjónum í gærmorgun. Skúli Skúlason. GORT LAVARQUR Gort lávarður er barátlu- maður og í æðum hans flýtur hei-mannablóð, óralangt aftur í aldir. Forfeður lians voru írar og um átla alda skeið liafa þeir tekið þátt í öllum styrjöldum og fjöldamörgum meiri liáttar or- ustum sem England hefir háð. Árið 1169 getur sagan fyrst um það, að forfeður Gorts lávarðar liafi barist undir merkjum Englands. Þeir kom mikið við sögu á Cromwellstímabilinu, því þá börðust þeir undir fána Karls I. gegn Cromwell og loks er það Yiscount Gort sem sigraði Frakka lárið 1798. Gort lávarður heitir fullu nafni Jolin Slandish Stuartees Prendergast Vereker Gort lá- varður og er fæddur 1886. En liann hefir ekki hlotið frægð undir þessu langa nafni, heldur undir auknefni sem hermenn- irnir liafa gefið lionum ,en það er „lígrisdýrið“ eða „Tiger Gort“. Hann hláút þetta auk- nefni í lieimsstyrjöldinni miklu fyrir framúrskarandi fífl- dirfsku, snarræði og jafnframt þrautseigju. . Þegar heifnsstyrjöldin braust út var Gort aðstoðarmaður hjá Sil’ Douglas Haig og seinna hjá Sir CharlesMorro.Það var hann sem lagði til að breskur her yrði fluttur til Belgíu til að koma Þjóðverjum 1 opna skjöldu. Þessi tillaga fékk þó ekki nema lítinn byr, fyr en löngu síðar, er Englendingar lokuðu. höfninni í Zeebrugge í Belgíu og komu þannig í veg fyrir að fjölmargir þýskir kafbátar komust út á haf. Það var ekki fyr en í apríl- mánuði 1917, að Gort lávarður var sendur til vigstöðvanna og tólcst hann þegar á liendur stjórn herdeildar og seinna lier- fylkis. Má segja að það liafi naumast staðið yfir sú stóror- usta að hann tæki ekki þátt 1 lienni. Hann barðist við Ypres, í Cambrai og Arras. En sú hern- aðaraðgerðin sem gerði nafn Iians kunnast um Bretaveldi, skeði þann 28. seplember 1918, fimm vikum áður en stríðinu lauk. Herfylki hans fékk skipun um að ráðast yfir Norður-Ermar- sund. Þessi árás var miklum erf- iðleikum bundin og stórbættu- leg, því Þjóðverjar börðust af mikilli hreysti. En þótt Gort særðist af sprengjubroti, liéll hann áfram í fylkingarbrjósti og dirfska hans og harka lireif hermennina svo, að þeir sóttu fram með tvöföldum ákafa. Þá lilaut hann skotsár svo mikið, að blóðmissirinn varð ískyggi- Iegur. En járnvilji .hans sigraði erfiðleikana. Hann harðneitar að hvíla sig og neitar að láta binda um sár sín. Þegar máttur- inn er þorrinn, verður að leggja hann á burðarbörur og þannig skipar hann fyrir uns sigurinn er unnirin. Gort lávarður hlaut Victoríukrossinn að larinum — mesta heiðursmeiki sem bresk- um þegn er veitt. Eftir styrjaldarlok gekk Gort á herstjórnarskóla. Þetta var vinum hans mikið undrunar- efni, þar sem þeir höfðu búist við, að hann myndi vera búinn að fá nóg af stríði og vildi gjarn- an draga sig i hlé, eins og svo margir jafnaldrar hans af að- alsættum höfðu gert. Hann hafði nægu fé úr að spila og nafn lians var svo þekt um alt Bretaveldi, að hann hlaut hvar- vetna að vera aufúsugeslur þar sem hann kom. Til þess að komast inn í her- stjórnarskólann varð hann að lækka úr ofurstatign niður í major, vegna þess hve skóhnn veilti fáum móttöku, en hins- vegar tiltölulega margir liátt setlir herforingjarsem sóttu um hann. En Gort var ákveðinn í því, að læra hvernig stríð skyldi háð og liann var hermaður með lífi og sál allan námstímann. Á meðan aðra dreymdi um eilifan frið, stundaði Gort alt sem að gagni mætti koma í síyrjöld, og lagði áherslu á það, að breska heimsveldið flvti ekki sofandi að feigðarósi. Gort er Iéttlyndur og glaðvær i einkalífi. En í styrjöld hverfur glaðværðin fyrir alvöruþrungn- um hernaðaraga og strangleik. Honum liefir verið borið á brýn að bann væri óþarflega strang- ur við undirmenn sína, að liann þyldi ekki að sjá þá órakaða og ekki minstu misfellur á fram- ferði þeirra. En þeir sem kynn- ast Gort til hlýtar verða að við- urkerina, að liann er raungóður piaður þegar á reynir, en sér- staklega er liann dáður fyrir takmarkalaust húgrekki. Cavan lávarður, yfirmaður Gorts í heimsstyrjöldinni 1914—18 sagði um hanii: „Maður með frægð og lieiðursirierki Gorls á ekki neinn rétt á því að lifa. Samanhorið við aðra dauðlega menn Iilýtur liann að vera marg- dauður.“ Maður með hæfileika Gorts hlaut að taka miklum framför- um á lierstjórnarskólanUm, enda leið ekki á löngu uns liann varð sjálfur kennari við skól-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.