Vísir - 17.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjórí:
Kristján Guðlaugssoo
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Simi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, fimtudaginn 17. október 1940.
240. tbl.
sig
íiiii spreiiioi vsrpaO
r
I
a
VjórAán miljónir manna §krá
settir til herþjdnustu
í Bandaríkjunum
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Igær fór fram skráning karla á aldrinum 21—35
ára um gervöll Bandaríkin, með það f yrir aug-
um, að þeir verði teknir til heræfinga, og verð-
ur mjög bráðlega farið að æfa nokkur hundruð þúsund
menn af þessu liði. Talið var, að alls myndu verða skrá-
settir 16.500.000 menn og samkvæmt fregnum frá Was-
hington höfðu 14 miljónir manna látið skrásetja nöfn
sín kl. 10 í gærkveldi. Þetta er í fyrsta skifti sem slík
skrásetning fer frajm í Bandaríkjunum á friðartímum.
Meðal þeirra, sem fóru til skrásetningar, eru 16 þingmenn í
fulltrúadeildinni, kvíkmyndaleikararnir Robert Taylor, Don
Ameche, Tyrone Powers og Errol Flynn, dvergar, senTsýndir
voru á heimssýningunni. Rauðskinnar er þar komu fram og
margir aðrir, sem eru á hvers manns vörum í Bandaríkjunum.
Þeir, sem fylgdust með skrásetningunni í gær, segja að meg-
inþorri hermannaefnanna hafi verið vasklegir menn og heilsu-
hraustir að sjá. Skrásetningin í gær fór fram til þess fyrst og
fremst, að fá áreiðanlegar skrár yfir alla menn á herskyldualdri,
en því næst verða öll hermannaefnin að ganga undir læknis-
skoðun og að eins þeir verða teknir til æfinga, sem til þess eru
færir. Verða svo valdir fyrstu 400.000 nýliðarnir og eiga þeir að
koma til æfinga í síðasta lagi 1. apríl n. k., sama tala í október
o. s. frv. þar til um 1 miljón manna verða kvaddir til vopna ár-
lega.
Það er á allra vitorði, að til þess getur komið, að nýliðar verði
kvaddir til æfinga fyrr, og veltur það að sjálfsögðu á því hvort
líkurnar aukast fyrir því, að Bandaríkin taki þátt í styrjöldinni.
Wendell LC Willkie, forsetaefni republikana, og Roosevelt
forsetí ávörpuðu hermannaefnin í gær. Hjá báðum kom það
fram, að til þess kynni að koma, að hermannaefnin yrðu kvödd
til þess að verja Vesturálfu, til þess að þar mætti friður ríkja og
í heiðri hafðar verða frelsishugsjónir þeirra manna, sem fyrst
námu land í Bandaríkjunum, og þeirra, sem börðust fyrir, að
lýðræðið mætti viðhaldast þar og þróast.
Veðurskilyrði
óhagstæð.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Þrátt fyrir, að tunglskin var i
nótt og allbjart, var fáum
sprengjum varpað iá London,
því að veðurskilyrði voru óhag-
stæð að öðru leyti. — Það heyrð-
ist glögt til þýsku flugvélanna
allhátt í lofti þegar hlé varð á
skothriðinni úr loftvarnabyss-
unum. Lágskýjað var, og segir
í breskum tilkynningum, að
sprengjum hafi verið varpað af
handahófi.
Loftárásir á aðrar borgir
Bretlands voru einnig með
minriá móti s. 1. nótt. Sprengj-
urii var varpað á Liverpool, á
borgir í horðvesturhluta Mid-
lands, suðausturhluta Englands
og Wales.
Ein tvíhreyfla sprengjuflug-
vél var skoiin niður vfir London.
Sex þýskum
skipum sökt.
Fjögur voru birgðaskip, en tvö herskip.
Breska flotamálaráðuneytið tilkynti nýja sigra breska flotans
í gærkveldi. 1 tilkynningunni segir, að grandað hafi verið þýsk-
um skipahóp (convoy), sem í voru 3 birgðaskip, þar af 1 7000
smálesta að stærð, tvö herskip (tundurspillar), er voru þeim til
fylgdar. Hin flutningaskipin voru minni. í einu flutningaskip-
anna varð sprenging áður en það sökk. Ekki er tilgreint hvar
skipum þessum var sökt, en líklegt er að það hafi verið við
strendur meginlandsins. Ennfremur tilkynnir breska flotamála-
ráðuneytið, að sökt hafi verið 7000 smálesta flutningaskipi. Var
það hæft þremur tundurskeytum. Flutningaskip þetta var
einnig þýskt.
BÚIST VIÐ MIKLUM LOFT-
BARDÖGUM í BRETLANDI.
Þegar í morgun snemma
flaug stór hópur þýskra flug-
véla inri yfir strendur Kent og
kom til harðra átaka við bresk-
ar orustuflugvélar. Aðvaranir
um lof tárásir voru gefnar tvisv-
fyrir hádegi r*London. — Menn
búast við fleiri hópárásum í
dag. — Þrjár þýskar sprengju-
flugvélar voru skotnar niður í
nótt sem leið.
Árás á Dunkuerque.
Aðfaranótt miðvikudags síð-
aslliðins hófu bresk herskip
skothríð mikla á Dunkerque og
var henni beint að skipaflota
Þjóðverja þar í höfnimii og
hafnarmannvirkjum. Varð mik-
ið tjón af völdum skothríðar-
innar og kom upp mikijl eldur
í skipum og við höfnina. Eins
og skemst er að minnast var
einnig gerð slík árás á "Brest
fyrir skömmu og varð mikið
tjón í þeirri árás.
Bresk beitiskip verður
fyrir tundurskeyti.
Loks tilkynti breská flota-
málaráðuneytið i gær, að breska
beitiskipið Liverpool hefði orðið
fyrir tundurskeyti. Var herskip-
ið á leið til bækistöðvar sinnar,
er þetta gerðist, og var á heim-
leið úr viðureigninni í lok síð-
ustu viku. Herskipið komst til
hafnar. Nokurt manntjón varð.
Tilkynningar Þjóðverja.
Þeim er mótmælt í London.
Þjóðverjar tilkyntu í gær, að
Ajax liefði verið sökt, og var því
við bælt, að tilkynning um þelta
hefði verið birt í London. Bretar
segja hinsvegar, sem fyr var
gelið, að Ajax hafi orðið fyrir
Jillum skemdum, sé vigfært og
ttú í bækistöð sinni.
Suner verður utan-
ríkisráðherra Spánar.
Löndon í morgun.
I dag barst fregnfrá Spáni,
sem vekur mikla athygli. —
Serrano Suner innanrikis-
ráðherra, leiðtogi falangista,
sem nýlega heimsótti Hitler
og Mussolini, sem skemst ef
að minnast, tekur við em-
bætti utanríkisráðherra. —
Störfum ,innanriki sráðherr-
ans mun aðstoðarutanríkis-
ráðherrann gegna, undir yf-
irumsjón Francos.
Flugvéla- og
flugmannatjón.
Flugmálaráðuneytið breska
tilkynti i gær, að vikuna 7.—14.
okt. hafi 71 flugvél verið skotin
niður fyrir Þjóðverjum, en
sjálfir segjast þeir hafa mist 45
flugvélar og átta sprengju-
flugvélar. Bretar segjast hafa
mist 42 flugmenn, en 27 var
bjargað, en flugmannatjón
Þjóðverja er 171 umgelna viku
og fhigmannatj óri þeirra þvi
mikltim mun meira en Breta, og
hefir svo verið um langt skeið.
Þjóðverjar senda
herlið til Lihyu.
Einkaskeyti til Vísis.
London í morgun.
Fregnir bárust um það til
London i morgun, að margar
þýskar herflutningalestir hefði
farið um Norður-ítalíu suður á
bóginn, og myndi herlið þetta
eiga að fara til Libyu. Einnig
hafa borist fregnir um, að ver-
ið sé að æfa- austurrískt herlið
við „eyðimerkur-hernað".
Graziani marskálkur hefir nú
haldið kyrru fyrir um mánað-
artíma við -Sidi Barrani, án
þess að gera nokkura tilraun
til þess að halda áfram sókn-
inni. Þýskir yfirforingjar eru
sagðir komnir til Libyu og her-
lið, sem átti að fá æfingu t ný-
lenduhernaði. Þessum fregnum
var að vísu neitað i Rómaborg,
en stöðugt berast fregnir i
þessa átt.
etar vilja fá að leggja
jarnbraat við höfnína.
BURMABRAUTIN VERÐUR
OPNUÐ Á MORGUN
TIL HERGAGNAFLUTNINGA.
London i morgun.
Burmabrautin verður opnuð
á morgun til hergagnaflutninga
og í Kína, við norðurenda braut-
arinnar, biða flutningabifreiðir
og önnur flutningatæki i þús-
undatali, til þess að sækja her-
gögn og ýmsar nauðsynjar til
Burma, þar sem Kinverjar eiga
nú feikna birgðir. — Varafor-
sætisráðherra Kína er kominn
til Burma og sagði hann i við-
tali i gær, að flestar birgðirnar
væri komnar frá Bandairíkjun-
um, en Bretar hjálpuðu einnig
Kínverjum eins og þeir gæti, en
aðstaða þeirra væri erfiðari
vegna striðsins. — Burmabraut-
iri er sögð vera óskemd með
öllu og i Kína gera menn sér-
vonir um, að flutningar um
hana gangi greiðlega, þrátt fyr-
ir hótanir Japana um að varpa
sprengjum á hana.
i r
Hafnarstjórnin telur ógerlegt að leyfa það.
Jafnskjótt og Bretar komu hingað í vor, óskuðu þeir
eftir að fá algeran umráðarétt yfir miðbryggjunni i
höfninni, Grófarbryggjunni, vestan Hafnarhússins.
Jafnframt tóku þeir á leigu stórt svæði við höfnina,
uppfyllinguna nýju framundan Verkamannaskýlinu,
milli bólvirkjanna.
Síðan hefir næstum öll upp-
skipun á vörum til breska setu-
liðsins farið fram við Grófar-
]>ryggju og Bretar geymt þær á
uppfyllingunni, sem þeir hafa
tekið á leigu, þangað til þær
hafa verið fluttar annað.
Breska setuliðsstjórnin fór
siðan frarril á að iá leyfi til að
tengja Grófarbryggjuna og
uppfyllinguna saman með járn-
braut, til þess að flutningar á
vörum þeirra gengi greiðara.
Hafnarstjórn hélt fund í
fyrradag og var þá þetta mál til
umræðu, en Vísir fékk í morg-
un þær upplýsingar hjá hafn-
arstjóra, sem hér eru birtar.
Á fundinum samþykti hafn-
arstjórn, að hún teldi með öllu
ógérlegt að leyfa járnbrautar-
lagningu á þessu svæði, sökum
þeirrar 'gagngerðu truflunar,
sem það mundi y'alda á öllum
samgöngum og afgreiðslu við
höfnina.
Eins og allir vita, sem leggja
leið sína um höfnina, er vöru-
afgreiðsla og umferð með vör-
ur mest á uppfyllingunni framr
undan hafnarhúsinu, yöru-
geymsluhúsum Sambands ísl.
samvinnvifélaga og Eimskipa-
félagsins, en þar hefði járn-
brautin legið annað hvort i göt-
unni norðan við hafnarhúsið,
eða framar á uppfyllingunni.
Af þeim ástæðum sá hafnar-
stjóri sér ekki fært að verða
við7 þessu.
Roðin komiD að Búlgaríu?
EINKASKEYTI FRÁ U. P.
London í morgun.
Stöðugur straumur þýskra skemtiferða-
manna er til Búlgaríu frá Þýskalandi — en
skemtiferðamennirnir eru sagðir vera „fram-
varðasveitir".
Samkvæmt ýmsum fr'egnum úir og grúir af þýskum skemti-
ferðamönnum í Búlgaríu. Allar lestir og flugvélar eru fullar
af skemtiferðamönnum og leikur grunur á, segir í breskri fregn,
að hér sé í rauninni um nokkurskonar „framvarðasveitir" að
ræða, sem eiga að undirbúá, að Þjóðverjar verði öllu ráðandi í
Búlgaríu sem í Rúmeníu.
Sagt er að Þjóðverjar séu
búnir að koma upp loftvarna-
stöðviim i Norður-Búlgaríu, því
að þeir óttast nú loftárásir á
Rúmeniu sunnan frá. Engar
þessara fregna eru staðfestar.
Mikil óánægja er i Rúmeniu
yfir því, að Þjóðverjar settust
að í landinu. Er ávarpi og áróð-
ursmiðum, þar sem farið er
hörðum orðum um ^,föður-
landssvikarana" útbýtt um land
alt.
I Tyrklandi eru gerðar ýmsar
varúðarraðstafanir, en þjóðin er
einhuga og róleg. Inonu Tyrk-
landsforseti ræddi í gær við
hinn iiýja sendiherra Rússa i
Tyrklandi og var tyrkneski yfir-
herforinginn viðstaddur.
Tyrknesk blöð láta eindregið
í Ijós þá skoðun, að Tyrkir eigi
að verja land sitt og sameinast
um leiðtoga sinn, forsetann, eft-
irmann Kemals Ataturks.
LOFTÁRÁS Á CHUNGKING.
London í morgun.
Þrjár japanskar flugvélar
flugu inn yfir nýjasta íbúða-
hverfi Ghunking, aðsetursborg-
ar Chiang Kai-shek stjórnar-
innar, aðfaranótt miðvikudags.
Tunglskin var og flugskilyrði
góð. Samkvæmt opinberri til-
kynningu var varpað tólf
sprengjum á borgina. Skemdir
urðu á sjúla-ahúsi og nokkrum
öðrum byggingum. Aðeins tveir
menn særðust.
VIÐRÆÐUR RÚSSA
OG BANDARÍKJAMANNA.
London í morgun.
Sumner Welles, aðstoðar-ut-
anrikisráðherra Bandarikjanna,
ræddi á ný í gær við Umansky,
sendiherra Rússa i Washington.
Ræddust þeir við nýlega og
leiddu þá til lykta ýms deilu-
mál, sem spilt hafa sambúð
Bandarikjanna og Rússa, og var
þá boðað, að rædd yrði bráð-
lega önnur vandamál og meiri.
— Horfir svo, að til fullra sátta
og samvinnu dragi með Rúss-
um og Bandarikjamönnum.
FREGNIRNAR UM LIÐSSAFN-
AÐ RÚSSA VIÐ LANDAMÆRI
RUMENÍU ORÐUM AUKNAR.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Fregn frá Bukarest hermir, að
einn af yfirmönnum rússnesku
scndisveitarinnar þar í borg
liafi lýst yfir því, að fregnirnar
um að Rússar hafi sent 12 her-
fylki til rúmensku landamær-
anna hafi ekki við neitt að
styðjast. Enginn liðssafnaður
fer fram, sagði embættismaður
þessi, neinsstaðar við landa-
mæri Rússlands og Rúmeniu.
Frá heimildum, sem elíki eru
rússneskar berast hinsvegar
fregnir um, að rússneskt lierlið
vinni að því að koma upp virkj-
um við landamæri Rúmeniu.
Ýmsar fregnir hafa og borist
um, að Rússar hafi mikið lið í
Norður-Bukovinu og Bessara-
biu, og m. a. lof tvarnasveitir og
fluglið jiiikið.
FRETTIR
1 STUTTXJ MALl
I Bretlandi hefir mönnum
verið bannað að kaupa fólks-
bíla, nema ef þeir hafa mjög á-
ríðandi störfum að sinna. Er
þetta gert til þess að hægt sé að
auka útflutninginn.
•
Charles Latham, forseti bæj-
arsfjórnarinnar í London, hefir
haldið ræðu um skemdirnar af
löftárásum Þjóðverja undan-
farnar 4 vikur. Sagði hann, að
aðeins 1% af eignum borgar-
innar hafi skemst eða eyði-
lagst.
•
Matarskortur er farinn að
gera vart við sig í Búkarest í
Rúmeníu. Stendur f ólk i röðum
fyrir utan brauðsölubúðir ví
borginni.
•
Stjórnin i Vichy hefir gert ó-
gilt Cremieux-ávarpið frá árinu
1871. I ávarpinu er Gyðingum
og Aröbuin i Algier þökkuð
barátta þeirra i fransk-þýska
striðinu 1871. Ávarpið var sam-
ið og samþykt af franska þin;
inu.